Morgunblaðið - 17.11.2001, Page 30
LISTIR
30 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Caritas á Íslandi
í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar,
efnir til tónleika
til styrktar neyðaraðstoð í Afganistan
í Kristskirkju, Landakoti,
sunnudaginn 18. nóvember kl. 16.00
Á efnisskrá eru verk eftir:
Árna Thorsteinsson, Atla Heimi Sveinsson,
J.S. Bach, G. Bizet, L. Boccherini, Z. Kodály,
W.A. Mozart, Max Reger.
Flytjendur:
Gunnar Kvaran, selló,
Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla,
Sigurður I. Snorrason, klarinett,
Sigurður Skagfjörð, bariton,
Ulrik Ólason, orgel,
Vox Feminae,
Margrét H. Pálmadóttir, stjórnandi.
Aðgöngumiðar verða seldir hjá skrifstofu kaþólsku
kirkjunnar, Hávallagötu 14, sími 552 5388, Kirkjuhúsinu
við Laugaveg, eða við innganginn. Miðaverð kr. 2000.
BIRNA Smith opnar myndlistarsýn-
ingu í Galleríi Smíðar og skart,
Skólavörðustíg 16a, í dag kl. 14.
Á sýningunni eru 25 verk unnin
með olíu á striga.
Verkin eru öll unnin á þessu ári
og er þetta hennar þriðja einkasýn-
ing.
Birna stundaði myndlistarnám í
Reykjavík árin 1990 til 1996. Hún
lagði stund á portrett-málun í Flór-
ens haustið 2001.
Birna hélt myndlistarsýningu á
Stokkseyri í haust og til gamans má
geta að Jóakim Danaprins og eig-
inkona hans, Alexandra, festu kaup
á einu verka Birnu.
Sýningin stendur til 30. nóv-
ember og er opin frá kl. 10–18 virka
daga og kl. 10–16 laugardaga.
Eitt olíuverka Birnu Smith.
Olíuverk í Galleríi
Smíðar og skart
MARGMIÐLUNARDISKURINN
Alfræði íslenskrar tungu, í ritstjórn
Þórunnar Blöndal og Heimis Pálsson-
ar, kom út í gær, 16. nóvember, á Degi
íslenskrar tungu. Var Davíð Oddssyni
forsætisráðherra afhent fyrsta ein-
takið við formlega athöfn í Þjóðmenn-
ingarhúsinu að viðstöddum aðstand-
endum útgáfunnar, Birni Bjarnasyni
menntamálaráðherra, Halldóri Blön-
dal, forseta alþingis og fleiri gestum.
Höfðar til breiðs hóps
Diskurinn er gefinn út af Lýðveld-
issjóði og Námsgagnastofnun. Það
var Ingibjörg Ásgeirsdóttir forstjóri
Námsgagnastofnunar sem afhenti
forsætisráðherra diskinn, sem hefur
að geyma margvíslegan fróðleik um
íslenskt mál og málnotkun. Efni
disksins er framsett í ólíkum hlutum
og hefur aðgengilegt viðmót. Í aðal-
hluta verksins, Alfræði, er fjallað um
allt frá máltöku barna til þróunar ís-
lenskrar tungu, og fjalla þar margir af
fremstu fræðimönnum þjóðarinnar á
alþýðlegan hátt um íslenskt mál. Í
Málslóðum er hluti alfræðiefnisins
endursagður og einfaldaður, m.a. í
myndrænu formi, hægt er að ferðast í
gegnum mannkynssöguna og ís-
lenska málsögu á tímaás og að lokum
má fletta upp í safni mynd- og hljóð-
efnis sem finna má á disknum.
Útgáfa margmiðlunardisksins er
eitt af fjórum stórum verkefnum sem
verkefnisstjórn Lýðveldissjóðs ýtti úr
vör árið 1995. Að mati Eiríks Rögn-
valdssonar prófessors og fulltrúa
verkefnisstjórnar sjóðsins, er um
bæði stóran og ánægjulegan áfanga
að ræða, sem lengi hefur verið í und-
irbúningi. „Fyrir útgáfu disksins var
eingöngu til margmiðlunarefni af
þessu tagi um erlend mál og á erlend-
um málum. Þetta þótti okkur óviðun-
andi tilhugsun og var því ákveðið að
gera eitt af verkefnunum fjórum að
margmiðlunarverkefni. Með því að
koma fræðsluefni um íslenskt mál á
framfæri á þessu formi vonumst við
til að höfða til ungs fólks, og koma í
veg fyrir að því fari að þykja íslenskan
„gamaldags“ eða „hallærisleg“ í sam-
anburði við erlendu málin,“ segir Ei-
ríkur.
Hann bætir því við að aðstandend-
ur útgáfunnar sjái nú mikinn árangur
erfiðis síns, enda hafi vinnsla disksins
tekið langan tíma og vaxið nokkuð að
umfangi frá því sem áætlað var.
„Þetta form gerir okkur kleift að setja
efnið fram með aðgengilegum hætti
með möguleika á að ná til miklu
breiðari hóps en nokkur bók hefði
gert. Því var lögð geysileg vinna í það
að velta fyrir sér hvernig ætti að
koma efninu best á framfæri og telj-
um við af útkomunni að dæma að það
hafi tekist mjög vel.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Margmiðlunardiskurinn Alfræði íslenskrar tungu var kynntur við formlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í gær.
Íslensk tunga í
máli og myndum
Geisladiskahulstur
aðeins 500 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is