Morgunblaðið - 17.11.2001, Side 34
LISTIR
34 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
KAMMERKÓR Norðurlands er
nú að hefja sitt fjórða starfsár og
gegnir hann mikilvægu hlutverki í
fjölbreyttu kóralífi á Norðurlandi,
bæði fyrir söngfólk í kórnum og
áhugafólk um flutning metnaðarfullra
kórverka í þeim landshluta. Venju-
lega telst það mikilvægt skilyrði fyrir
þjálfun góðs kórs að unnt sé að æfa
reglulega tvisvar sinnum í viku hverri
og að fjarlægð milli þátttakenda í bú-
setu hamli ekki félagsstarfinu.
Kammerkór Norðurlands sækir fé-
laga sína frá Kópaskeri til Sauðár-
króks og forsenda fyrir árangri hans
er sú að félagar séu vanir söngiðkun,
sækist eftir að flytja metnaðarfull og
vandasöm kórverk og síðast en ekki
síst séu tilbúnir í 2–3 daga æfinga-
tarnir og hafa kynnt sér efnið heima
svo sem kostur er á. Þessi aðferð við
að setja saman kór getur oft orðið til
þess að sérstakur raddblær einstak-
linga nái ekki að samlagast samstillt-
um kórtóni og einnig það að kórinn
sem hljóðfæri nái ekki nægilegu ör-
yggi og breidd í túlkun.
Hvað Kammerkór Norðurlands
áhrærir, þá sannaði hann á þessum
tónleikum að með einbeittum vilja,
miklum áhuga, góðu söngupplagi og
ekki síst úrvalsstjórnanda þá er hægt
að uppfylla þær kröfur sem gerðar
eru til flutnings svo vandasamrar efn-
isskrár, eins og þeirrar sem kórinn
flutti að þessu sinni. Ljóst er að slík
kórstarfsemi gerir líf í strjálbýli á
Norðurlandi áhugaverðara fyrir þá
sem eru vanir kórsöngvarar eða kór-
stjórar og hefðu annars ekki tækifæri
að glíma við ámóta verkefni, auk þess
að vera hvalreki fyrir þá áheyrendur
sem unna slíkri tónlist. Kórinn var
skipaður 19 manns og ágætis jafn-
vægi var á milli radda. Ómissandi
þáttur í vali á tónverkum fyrir slíkan
kór eru verk af vinsældarlista Elísa-
betar fyrstu Englandsdrottningar frá
16. öldinni. Hún hafði mikið dálæti á
listum sem kunnugt er og ekki síst
madrigölum, sem lýstu svo vel lífsins
gleði og trega. Þeir gera svo jafnhliða
tæknilegar kröfur til allra radda og
mikil unun á að hlýða þegar vel tekst
til. En madrigalatískan hafði borist
frá Ítalíu með nótum prentuðum með
nýrri nótnaprentunartækni ættaðri
frá Petrucci í Feneyjum. Á fyrri hluta
efnisskrárinnar voru fimm perlur
enskra madrigala frá 16. öld. Flutn-
ingur kórsins var hrífandi. Bæði var
val á styrkleika og hraða, ásamt mót-
un hendinga og framsögn, mjög gott
og bar vönduðum vinnubrögðum
vitni. Frá efninu um ástina og dauð-
ann, sem endaði á Silfursvaninum eft-
ir Orlando Gibbons, svaninum sem
aðeins söng á dauðastundinni, var
haldið á vit spekinnar um lífið og til-
veruna með madrigal Farnabys,
„Construe My Meaning“ og fór vel á
að enda þennan flokk með fugli spek-
innar, uglunni, í „Sweet Suffolk Owl“
eftir Thomas Vautor.
Atli Heimir Sveinsson tók svo við,
en með tveimur madrigalettóum úr
leikriti Odds Björnssonar, „Dans-
leiknum“, sýndi hann enn einu sinni
að engin tónlistarstíltök eru honum
framandi. Söngvarnir sem bera heitin
„Við svala lind“ og „Sem dökkur logi“
eru gullfallegir. Flutningur kórsins
var góður, en í fyrri söngnum fannst
mér framsögnin hefði mátt vera skýr-
ari og fastar kveðið að samhljóðum.
Sem dökkur logi er eins og textinn
ber með sér seiðmagnað og dulúðugt
verk og fannst mér sú stemming kom-
ast vel til skila.
Verk Þorsteins Haukssonar sem
næst var á efnisskránni var upphaf-
lega samið fyrir Háskólakórinn við
ljóð eftir Prudentius frá fjórðu öldinni
og heitir „Psychoamachia“. Hér var
fluttur einn þáttur verksins, „Sar-
pentia“. Þorsteinn Hauksson, sem
nýtur alþjóðaviðurkenningar fyrir
tónsmíðar og er frammátónskáld í
galdri raf- og tölvutónlistar, nær að
nota í Sarpentia tónmál frá notkun
samsöngs á sama tóni og síðan í þrí-
undahljómi og allt upp í stríðustu
hljómklasa, er hann málar syndina.
Eftir það færist tónmiðja verksins
upp um tón og í lokin lætur hann ein-
faldleika eintónunarinnar túlka þann
sem ríkja mun að eilífu. Sannfærandi
verk og ágætlega flutt. Að hléi loknu
söng Hildur Tryggvadóttir einkar vel
einsöng í „Music for a While“ eftir
Purcell, sem þarna hljómaði í fínni kó-
rútsetningu sænska kórstjórans
Gunnars Erikssons. Flutningur á
„Shall I Compare“, ljóði Shake-
speares við söng sænska tónskáldsins
Nils Lindbergs, tókst ekki nógu vel.
Verkið byggist mikið á notkun vand-
sunginna og viðkvæmra hljóma hvað
varðar nákvæmni í hæð, stundum
slettum við á þá nafninu „djúsí“
hljómar.
Mér fannst skorta á þennan 100%
hreinleika milli radda svo verkið nyti
sín, reyndar tókst flutningur þess
mun betur er það var endurtekið sem
aukalag. Næst á efnisskránni var
vögguljóð eftir danska tónskáldið Per
Nørgård við ljóð Adolf Wölflis. Per
Nørgård er tvímælalaust eitt af stóru
nöfnunum meðal tónskálda Norður-
landa og hefur hlotið mikla viður-
kenningu sem afkastamikið og gott
tónskáld. Um 1980 kynntist hann
Svisslendingnum og listamanninum
Adolph Wölfli, sem var haldinn
„skitsófreníu“. Kynni Nørgårds af
Wölfli og verkum hans urðu mikilvæg
uppspretta fyrir síðari tónverk hans.
Má þar nefna 4ðu sinfóníu hans 1981
og óperuna „Hið guðdómlega Tívolí“
1982. Í vögguvísunni er lýst upplifun
lítils barns í vöggunni og reynt að
koma áheyrandanum í þessa frum-
upplifun kornabarnsins, sem greinir
hreyfihljóð vöggunnar, fjarlæg köll
mömmunnar með vögguhljóðin sem
undirleik. Kórverkið var áhrifamikið í
framúrskarandi flutningi kórsins.
Næst á dagskránni var ljóð ævin-
týrapersónunnar Karls Einarssonar
Dunganon, sem nefndi sig greifann af
Sánkti Kildu. Hann var sá eini að eig-
in sögn sem kunni mállýsku Maoría
og þýddi eigið ljóð, „Fenja Úhra“, á
ensku. Við þetta samdi Hjálmar H.
Ragnarsson samnefnt verk sem hér
hljómaði. Að líkum var verkið kraft-
mikið og líflegt, byrjar á söng kórsins
með allar raddir með sömu laglínu
með líflegu og mörkuðu hljóðfalli.
Stundum minnir tónmálið á notkun
Carls Orff í hrynrænum talsöng og
notkun mótradda í þrástefjum.
Einnig dregur Hjálmar skemmti-
lega fram sérstaka hljóðstafi textans,
svo hnígur verkið í lokin að samradda
söng. Skemmtilegt verk. Viðamesta
og trúlega vandasamasta verkið á
tónleikunum var „Lorca-svítan“ eftir
finnska tónskáldið Rautaavara. Hann
valdi fyrir þessa tónsmíð fjögur ljóð
eftir Garcia Lorca: 1) Kveðið á hest-
baki, 2) Ópið, 3) Tunglgyðjan kveikir
og 4) Tataraljóð.
Rautaavara er oft bendlaður við
dulhyggju og dularmögn, m.a. hefur
hann haldið því fram að verk hans séu
til í annarri vídd fullsköpuð og hann
sé neminn sem skrái þau niður. Mörg
verka hans hafa öðlast vinsældir, án
þess að slegið sé af kröfunni um frum-
leika og gæði. Lorca-svítan er þar
engin undantekning. Tónskáldinu
tekst að lita með tónum merkingu og
áhrif þessara mögnuðu ljóða þannig
að maður verður gripinn föstum en
ljúfum tökum. Kórinn naut sín vel þar
sem leikið er á allt svið tóna og túlk-
unar. Djúpu bassatónarnir í fyrsta
ljóðinu þar sem hugsað er til hinnar
glæstu fornborgar múslíma, Kor-
dóva, voru glæsilegir en sópranar og
tenórar fullspenntir í hæðinni. Dagný
Pétursdóttir söng fallega einsönginn í
3ja ljóðinu. Og Malaguena-ljóðið í lok-
in var hreint og beint glæsilegt. Ég
efast um að fólk almennt geri sér
grein fyrir hvílíkur fengur einum
landshluta er að geta státað af slíkum
listamönnum og notið listar þeirra.
Guðmundur Óli er einn þeirra góðu
sem lyfta norðlensku tónlistarlífi og
reyndar landslífi í hæðir.
Lyftir norðlensku
tónlistarlífi í hæðir
TÓNLIST
A k u r e y r a r k i r k j a
Kammerkór Norðurlands flutti a
capella kórverk frá 17. og 20 öld.
Einsöngvarar: Dagný Pétursdóttir
og Hildur Tryggvadóttir.
Stjórnandi: Guðmundur Óli Gunn-
arsson. Sunnudagur 11. nóvember.
KÓRTÓNLEIKAR
Jón Hlöðver Áskelsson
CUVILLIÉS-strengjakvartettinn frá
München kemur fram á tónleikum
Kammermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju
annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.
Kvartettinn, sem áður hét Sinn-
hofferkvartett, kemur nú í sína tólftu
tónleikaferð til Íslands en hann hefur
leikið fyrir tónleikagesti Kammermús-
íkklúbbsins á átján tónleikum í tíu
heimsóknum auk þess sem hann hefur
einu sinni heimsótt Garðabæ á vegum
menningarmálanefndar þar.
Leika þrjú öndvegisverk
tónbókmenntanna
Að þessu sinni leika þeir þrjú önd-
vegisverk: Strengjakvartett nr. 2 eftir
Bartók, en Bartók er talinn einn
fremsti höfundur strengjakvartetta á
20. öldinni. Þá kemur Strengjakvartett
í C-dúr, K. 465, svonefndur Sissonanz-
kvartett eftir Mozart sem talinn er einn
af hans bestu kvartettum. Að lokum
verður svo flutt eitt af öndvegisverkum
Beethovens: Strengjakvartett í a-moll,
op. 132.
Iðulega hefur kvartettinn heimsótt
bæi úti á landi við þessi tækifæri og
hefur leikið á tónleikum í Hafnarfirði,
Keflavík, Stykkishólmi, á Þingeyri,
Sauðárkróki, Akureyri og Selfossi. Að
þessu sinni mun hann leika á Egils-
stöðum 20. nóvember.
Kvartettinn er skipaður Florian
Sonnleitner, konsertmeistara útvarps-
hljómsveitar München, Aldo Volpini, 2.
fiðlu, Roland Metzger, víólu, og Peter
Wopke, selló. Þeir þrír leika í Rík-
isóperunni í München.
Næstu tónleikar hjá Kammermús-
íkklúbbnum verða sunnudaginn 20. jan-
úar, að venju kl. 20. Félagar í Cuvilliés-kvartettinum.
Cuvilliés-kvartettinn
í Bústaðakirkju
Sólskinsrútan er
sein í kvöld eftir
Sigfús Bjart-
marsson geymir
sögur Sigfúsar úr
ferðum hans um
bakgarða Róm-
önsku Ameríku.
Leiðin liggur um
sorpfenjalönd
Mexíkóborgar, sælureiti strandhipp-
anna, þjófabæli og nápleis. Ný-
byggðir í leifum frumskógarins og
brjálæði borgarastríðsins í Guate-
mala.
Síðasta bók Sigfúsar, Vargatal,
fékk Menningarverðlaun DV árið
1999.
Útgefandi er Bjartur. Bókin er
280 bls., prentuð í Odda hf. Kápu-
gerð annaðist Snæbjörn Arn-
grímsson. Verð: 3.980 kr.
Ferðasögur
Sólin er sprungin
er fyrsta skáld-
saga Sveinbjörns
I. Baldvinssonar.
Sagan fjallar um
Jón Fisher sem
elst upp á Day-
break Ridge Mot-
el, skammt frá
smábænum Hill-
side í Kaliforníu, ásamt fötluðum
eldri bróður, Tim. Faðir þeirra rekur
mótelið, auk þess að standa í ýmsu
vafasömu braski. Löngu eftir lát móð-
ur Jóns í bílslysi berst þeim bréf frá
Íslandi, landi móður þeirra, þar sem
þeim er gert tilboð í jörð afa þeirra og
ömmu vestur á fjörðum. Áður hafa
komið út eftir Sveinbjörn ljóðabækur
og smásögur. Þá hefur hann m.a.
skrifað leikrit og kvikmyndahandrit.
Útgefandi er Mál og menning. Bók-
in er 215 bls., prentuð í Odda hf. Jón
Sæmundur Auðarson hannaði kápu.
Verð: 4.290 kr.
Skáldsaga
Ferðalag með þér
nefnist fyrsta
ljóðabók Val-
gerðar Bene-
diktsdóttur en
birst hafa eftir
hana ljóð í blöð-
um og safnritum.
Bók Valgerðar
skiptist í fjóra
kafla og eru ljóðin flest ort á síð-
ustu tveimur árum.
Í kynningu segir m.a.: „Í bókinni
leikur höfundur á hljóðlátan hátt
með samspil ljóss og skugga, ná-
lægðar og fjarlægðar, á ferðalagi
um tilveruna þar sem hversdagsleg
fyrirbæri öðlast nýjar víddir í huga
lesandans.“
Valgerður er fædd árið 1965.
Hún er bókmenntafræðingur og
starfar við bókaútgáfu.
Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bók-
in er 55 bls., Grafík sá um prentun.
Benedikt Gunnarsson gerði kápu-
mynd. Verð: 1.980 kr.
Ljóð
Medúsan er fyrsta
skáldsaga Odd-
nýjar Sen.
María Konsja-
lovskí er ung
stúlka af rúss-
nesku bergi brot-
in. Hún er gædd
dulrænum hæfi-
leikum, getur
hreyft hluti með augnaráðinu einu og
beitt karlmenn töfravaldi. Slíkir hæfi-
leikar eru vandmeðfarnir og geta
reynst tvíeggjað sverð. Sögusviðið er
Reykjavík á árunum 1975-80 og Par-
ís, Madrid og Feneyjar á níunda ára-
tugnum.
Í kynningu segir m.a.: „Í þessari
fyrstu skáldsögu Oddnýjar er skáld-
skapurinn samofinn minningum og
fjörugu hugarflugi. Oddný er þekkt fyr-
ir uppsetningu fjölbreytilegra list-
viðburða og hefur áður sent frá sér
endurminningabækur.“
Útgefandi er Salka. Bókin er 346
bls., prentuð í Odda. Guðrún Ragn-
arsdóttir hannaði kápu. Verð: 4.280
kr.