Morgunblaðið - 17.11.2001, Page 36
UMRÆÐAN
36 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
STJÓRNARANDSTAÐAN á Al-
þingi hefur séð sér hag í að gera
hugmyndir sjálfstæðismanna um
einkarekstur í heilbrigðiskerfinu
tortryggilegar. Þeirri mynd er hald-
ið á lofti að slíkt þýði tvöfalt heil-
brigðiskerfi þar sem hinir efnameiri
geti keypt sig fram fyrir og jafnvel
fengið betri þjónustu en hinir efna-
minni. Afleiðingin væri ójafnræði og
mismunun sjúklinga. Þá er því hald-
ið fram að einkarekstur í heilbrigð-
isþjónustu þýði að almenningur
þurfi að borga meira eða að fullu
fyrir þjónustuna og vísað til Banda-
ríkjanna í því sambandi.
Þessi lýsing stjórnarandstöðunn-
ar er röng. Undirrituð vill í þessari
grein lýsa hugmyndum sjálfstæðis-
manna um aukið einkaframtak í
heilbrigðisþjónustu.
Ríkið ber ábyrgð
á fjármögnun
Í nýsamþykkri ályktun Sjálfstæð-
isflokksins um heilbrigðismál segir
eftirfarandi: „Landsfundur leggur
áherslu á að allir landsmenn búi við
jafnrétti og valfrelsi og njóti full-
komnustu heilbrigðisþjónustu sem á
hverjum tíma tök eru á að veita.
Ríkisvaldið skal tryggja öllum
landsmönnum þennan rétt og bera
ábyrgð á fjármögnun heilbrigðis-
þjónustu. Ríkið á hins vegar að
draga sig í áföngum út úr atvinnu-
rekstri á sviði heilbrigðismála, eins
og öðrum atvinnurekstri, og láta
hann eftir einkaaðilum.“
Sjálfstæðismenn ítreka hér sam-
stöðu sína við ríkjandi
hugmyndir um að heil-
brigðiskerfið, á sama
hátt og t.d. mennta-
kerfið, teljist til sam-
félagslegrar þjónustu
sem eigi að mestu að
vera greidd úr sameig-
inlegum sjóðum lands-
manna. Hins vegar
þýðir það ekki að ríkið
eigi jafnframt að reka
stærstan hluta heil-
brigðisstofnana. Hlut-
verk stjórnvalda er að
skilgreina þjónustuna
sem veita á og greiða á
fyrir af opinberu fé,
svo og að sjá um eftirlit með gæðum
hennar. Stjórnvöld semji hins vegar
um reksturinn við einkaaðila, fé-
lagasamtök, sveitarfélög eða jafnvel
stofnun sem rekin er af ríkinu, eftir
því sem heppilegast þykir á hverju
sviði.
Betri nýting fjár
Skv. hugmyndum sjálfstæðis-
manna felur einkaframtak í heil-
brigðisþjónustu í sér að stjórnvald
geri samkomulag við aðila með
þekkingu á viðkomandi sviði, um að
veita ákveðna þjónustu í samræmi
við tiltekna gæðastaðla fyrir um-
samið verð. Viðkomandi ber faglega
ábyrgð á starfseminni og tekur
ákvörðun um ráðstöfun fjármagns
til að ná markmiðum þjónustunnar.
Fjárhagslegur ávinningur eða tap
er hans sjálfs, en eftirlit er haft með
að sjúklingar fái þjón-
ustu í samræmi við
gæðastaðla og sett
markmið. Það þarf
ekki að fara mörgum
orðum um það að fólk
fer betur með fé sem
það sjálft ber ábyrgð á,
en fé sem ópersónu-
bundið og fjarlægt
„ríki“ veitir til starf-
semi. Það opnast nýjar
leiðir fyrir sköpunar-
gleði, frumkvæði og
kraft einstaklinga til
að veita betri þjónustu
fyrir sama eða jafnvel
minna fé.
Þetta fyrirkomulag eitt og sér
kallar ekki á auka kostnaðarhlut-
deild almennings vegna heilbrigðis-
þjónustu. Það er ákvörðun stjórn-
valda á hverjum tíma.
Kjöraðstæður
til breytinga
Nú eru aðstæður til að gera
breytingar í þá veru sem að framan
er lýst.
Heilbrigðisstarfsfólk er vel-
menntað og metnaðarfull, enda er
ber þjónustan og árangur hennar
þess merki. Atvinnumöguleikar
þeirra eru hins vegar að mestu tak-
markaðir við störf hjá ríkinu. Þetta
fólk kallar á aukin tækifæri til sjálf-
stæðis og sjálfræðis í skipulagningu
á störfum sínum og til að nýta þekk-
ingu sína á eigin forsendum, skjól-
stæðingum sínum til hagsbóta.
Íslensk heilbrigðisþjónusta er tal-
in góð. Samt sem áður eru biðlistar
staðreynd, en þeir eru mælikvarðar
á ónóga afkastagetu og skert að-
gengi að þjónustu. Vert er að huga
að samningum við fagaðila til að
stytta biðlista og bæta þennan veik-
leika þjónustunnar.
Samkvæmt núverandi skipan
heilbrigðismála eru stjórnvöld í fjór-
földu hlutverki. Þau allt í senn skil-
greina hvaða þjónustu á að veita,
reka stærstan hluta hennar, greiða
fyrir og hafa með höndum gæðaeft-
irlit. Stjórnvöld geta lent í siðferði-
legri klemmu þegar þau vilja mæta
kröfum um bætta og aukna þjón-
ustu, en þurfa jafnframt að halda
kostnaði í skefjum. Með aðskilnaði
milli kaupenda og seljenda heil-
brigðisþjónustu, þar sem ríkið er
kaupandi en aðrir aðilar t.d. einka-
aðilar eru seljendur og veitendur
þjónustu, hafa stjórnvöld betra tæki
í höndunum til skilvirkara eftirlits
með kostnaði og gæðum þjónust-
unnar. Ávinningurinn er sjúkling-
anna og annarra sem þurfa á heil-
brigðisþjónustu að halda.
Skv. fjárlagafrumvarpi fyrir
næsta ár er umfang einkareksturs í
heilbrigðisþjónustu um 22% af út-
gjöldum til heilbrigðis- og trygg-
ingamála eða um 30 milljarðar. Nær
allar endurhæfingarstofnanir og um
60% öldrunarstofnana eru reknar af
einkaaðilum, félagasamtökum eða
sjálfseignarstofnunum. Sérfræðileg
læknis- og hjúkrunarþjónusta er
vaxandi, þar sem veitt er gæðaþjón-
usta á grunni einkareksturs með
greiðsluþátttöku sjúkratrygginga á
tiltölulega lágu verði. Hið sama á við
tannlæknaþjónusta og endurhæf-
ingu utan sjúkrahúsa. Lyfjaaf-
greiðsla er í höndum einkaaðila.
Reynsla af einkarekstri í heilbrigð-
isþjónustu er talin góð. Hins vegar
er umfang þessa þáttar hér á landi
minni en í nokkru öðru vestrænu
landi. Norðurlöndin hafa m.a. ný-
lega tekið stór skref í að innleiða
grunnhugmyndir markaðsafla í heil-
brigðiskerfið og stutt markvisst við
einkaframtak í heilbrigðisþjónustu.
Í þessum efnum stöndum við öðrum
þjóðum langt að baki.
Ávinningur
einkaframtaks
Einkaframtak í heilbrigðisþjón-
ustu er tilraun til að koma markaðs-
öflun inn í heilbrigðisþjónustuna án
þess að ábyrgð samfélagsins á að
tryggja aðgengi og jafnræði í heil-
brigðisþjónustu fyrir allan almenn-
ing sé skert. Meginatriðið er að rík-
ið kaupir tiltekna þjónustu af
einkaaðilum á sama hátt og það ger-
ir á ýmsum öðrum sviðum í dag. Ég
er þess fullviss að aukið einkafram-
tak í heilbrigðisþjónustu hér á landi
leiði til betri heilbrigðisþjónustu og
betri nýtingu fjármuna. Bætt heil-
brigði landsmanna er ávinningur-
inn.
Af hverju einkaframtak
í heilbrigðisþjónustu?
Ásta Möller
Sjúkraþjónusta
Reynsla af einkarekstri
í heilbrigðisþjónustu,
segir Ásta Möller,
er talin góð.
Höfundur er þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins og á sæti í heilbrigðis- og
trygginganefnd Alþingis.
Gengi er valt, þá fé er falt,
fagna skalt í hljóði.
(E. Ben.)
Ég hafði verið að velta fyrir mér
um skeið hvað dveldi hina miklu vís-
dómsgarpa í hópi fornleifafræðinga,
sagnfræðinga, umhverf-
isfræðinga og svo fram-
vegis: hvort allt liðið
væri steindautt eða
gætti tungu sinnar svo
vandlega til að geta ef
allt færi á versta veg í
Grjótaþorpi sagt eins og
kerlingin: „Þagað gat ég
þá með sann, þegar hún
Skálholtskirkja brann.“
Sem betur fer reynd-
ust þetta aðeins ókristi-
legar getsakir mínar.
Þau höfðu legið undir
feldi og hugsað eins og
Þorgeir forðum, reynd-
ar töluvert lengur en
líka þeim mun dýpra. Að
kvöldi þriðjudags 6. nóv. efndi Félag
íslenskra safna og safnamanna til ráð-
stefnu um málið í Grófarhúsinu, svo
allir gætu fræðst um hvað menn
hefðu verið að hugsa allan þennan
tíma. Kom á daginn að þetta var ein-
valalið og einhuga, svo ætla mátti að
þau hefðu öll legið undir sama feldi og
hvíslast á ráðum; eða tekið fjarfunda-
tækni nútímans í sína þjónustu og
verið í stöðugu sambandi hvert við
annað innbyrðis en öll tengd sam-
ræmingarstöðinni þar sem borgar-
stjóri og stjórnarformaður Þyrpingar
sátu með eina fjarstýringu og skipt-
ust á um notkun hennar. Segja má að
sjónarmið frummælenda allra krist-
allaðist daginn eftir í orðum Vífils
húskarls Hallveigar og Ingólfs er
hann tróð upp í sjónvarpi og lýsti yfir
með nokkrum þjósti: að þá hefðu hús-
bændur sínir til lítils gerst fyrstu
landnámshjón Íslands ættu þau til ei-
lífðarnóns að hírast í grjótbyrgi þessu
(og benti á skálann í Aðalstræti).
Krafðist hann að yfir þau yrði reist 5
stjörnu hótel, en hann myndi ekki
amast við að gamla bænum þeirra
yrði komið þokkalega fyrir í kjallar-
anum.
Þegar ég gekk í salinn var sam-
koman nýhafin og fríð-
ur hópur við háborð
horfðist í augu við pup-
ulinn, en einn háborðs-
manna stóð fyrir miðju.
Mér varð fyrst hugsað
hvort þetta væru æsir
saman komnir til að
skemmta sér við að
skjóta að Baldri, því
svo segir í fornum
fræðum „að hann
skyldi standa upp á
þingum, en allir aðrir
skyldu … skjóta að
honum“. Grunur minn
styrktist heldur en hitt
þegar langt var liðið á
ráðstefnuna og upp stóð maður sem
kvaðst vera sá Loki sem lagt hefði á
ráð um að reisa hótel sem riðið gæti
R-listanum að fullu, og trúðu allir þótt
sjálfur segði; mistilteininn hefði hann
lagt í hendur góðkunnum minja-
verndarmanni, því öll Lokaráð verða
að grundvallast á göfugum tilgangi:
Bakarabrekkan var eyðilögð skáklist-
inni til dýrðar og skyldi nú dýrmæt-
ustu minjum borgarinnar fórnað í
nafni minjaverndar. En maðurinn
sem þarna stóð einn meðan allir hinir
sátu? Hann var enginn Baldur, held-
ur margverðlaunaður rithöfundur og
sagnfræðingur. Eftir að hafa hlýtt um
hríð á hrífandi málflutning hans varð
mér hugsað: Æ, Gestur minn Páls-
son, hvers vegna gast þú ekki verið
svona sléttur og felldur þegar þú
fluttir erindi þitt „Lífið í Reykjavík“?
Þá hefðirðu ekki þurft að hrökklast úr
bænum vestur um haf að veslast upp
og deyja aðeins 39 ára gamall.
Einn háborðsmanna var öðrum
umfangsmeiri en þó enginn Ása-Þór,
enda gat hann þess í kynningu að
hann væri fram-kvæmdastjóri fram-
kvæmdaaðila sem kenndu sig við
sjálfar Innréttingarnar. Þessi fram-
legi titill minnti mig á alkunna söng-
vísu: „Fram, fram, fylking, forðum
okkur hættu frá, því ræningjar oss
vilja ráðast á.“ Og var ekki laust við
að maður kenndi samviskubits yfir að
angra þessa miklu hugsjónamenn
sem eru eins og Skúli Magnússon og
Jón Eiríksson endurbornir marg-
efldir að „djörfung og hug“.
Hann lét ákaflega vel af samvinnu
við borgaryfirvöld. Allir vildu breyta
rausnarlega við gömlu landnámshjón-
in: ætla þeim eina 100 fermetra til
íbúðar undir hótelinu; það væri
kannski fullríflegt á erfiðum tímum
en þó verjandi þar sem um ósam-
þykkta kjallaraíbúð væri að ræða.
Á ráðstefnunni var tilkynnt að
borgarstjóri hefði 5. nóvember skipað
vinnuhóp sex embættismanna og
tveggja fjármálafursta til að gera til-
lögu um varðveislu og frágang forn-
minjanna við Aðalstræti. Valið í
nefndina vekur athygli fyrir það eitt
að þar er enginn fulltrúi íbúa í Grjóta-
þorpi.
Ég skrifaði í sumar grein um þetta
mál sem bar yfirskriftina: Er Hruna-
dansinn hafinn? Það voru varnaðar-
orð mælt af heilindum í garð R-listans
sem ég hef stutt og vil geta stutt
áfram. Ég vek athygli á að 67% þátt-
takenda í nýlegri skoðanakönnun
lýstu sig andvíg byggingu hótels yfir
skálann í Aðalstræti. Vitið þér enn –
eða hvað?
Það er einlæg von mín að einka-
vinavæðingarfnykurinn sem nú ligg-
ur yfir Grjótaþorpi verði sem skjótast
hrakinn burt í hressilegum stormi.
Einkavinavæð-
ingarfnykur
Einar Bragi
Miðbær
67% þátttakenda í
nýlegri skoðanakönnun,
segir Einar Bragi, lýstu
sig andvíg byggingu
hótels yfir skálann.
Höfundur er rithöfundur.
MIKIÐ ber á und-
arlegum þótta í garð
notkunar flugvélar
Flugmálastjórnar í
þágu almennings. Er
sú umræða á skjön
við raunveruleikann,
eins og svo oft vill
verða í hita og þunga
dagsins.
Til hvers eru menn
að ferðast?
Halda mætti að allt
sé óþarfa ferðaflangs
sem felur í sér för út-
fyrir Elliðaár. Það sé
bara frí, að komast út
fyrir „bæinn“. Þegar
upp fyrir Ártúnsbrekku sé komið,
sé allt erfiði að baki, allri vinnu
lokið, og galtóm, félaus, fátæk
mannlaus byggðin utan Elliðaáa sé
til þess eins að létta þreyttum
heila borgarbúans lífið.
Sérstaklega virðist þetta álit
eiga við þingmenn, ráðherra og
aðra sem valið hafa sér opinberan
starfa. Eða verið til þess kvaddir
af kjósendum.
Hið rétta er, að það er mikill
hvalreki á fjörur fólks, að þessir
gestir komi og kynni sér málefni
líðandi stundar, augliti til auglits,
en ekki einungis gegnum augu og
eyru misjafnlega innréttaðra fjöl-
miðla.
Er allt óþarfi?
Finnist mönnum það ofrausn, að
stundum (raunar alltof sjaldan)
birtist fulltrúar valds framkvæmda
og löggjafar á stöðum þar sem
ákvarðanir þeirra brenna á, þá eru
menn á villigötum.
Það er miklu ódýrara að aðilar
hittist og ræði málin á
staðnum, fremur en
að heil sveitarstjórn,
heilt félag eða haugur
einstaklinga leggi
sama land undir flug-
fótinn.
Notkun flugvélar
Flugmálastjórnar í al-
menningsþágu er
nauðsynlegur þáttur í
tengslum landsmanna
hvers við annan.
Eiga menn að fá
sektarkennd?
Ég vona að þing-
menn, ráðherrar og
embættismenn ríkisins fái nú sekt-
arkennd yfir einhverju öðru en
þeim sjálfsagða hlut að ferðast
ódýrt til þeirra sem færa þeim um-
boð sitt reglulega. Ef ekki, þá er
lítið með liðið að gera.
Notum vél
Flugmála-
stjórnar meira!
Sigurjón
Benediktsson
Höfundur er tannlæknir
á Húsavík.
Flug
Halda mætti, segir
Sigurjón Benediktsson,
að allt sé óþarfa
ferðaflangs sem felur
í sér för útfyrir
Elliðaár. Það sé bara
frí, að komast
út fyrir „bæinn“.