Morgunblaðið - 17.11.2001, Qupperneq 42
UMRÆÐAN
42 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
S
telpudálkar og „skutlu-
rit“ hafa notið mikilla
vinsælda síðustu miss-
erin. Frægust fyrir
skrif af því tagi er lík-
lega breski blaðamaðurinn og rit-
höfundurinn Helen Fielding. Hún
byrjaði að skrifa dálka í breska
vikuritið Independent á níunda
áratugnum og skrifaði síðar í Daily
Telegraph. Dagbók Bridget Jones
kom fyrst fyrir sjónir lesenda í
þessum dálkum og varð strax
mjög vinsæl. Eftirleikinn þekkja
allir: út hafa
komið tvær met-
sölubækur um
dagbók Bridget
auk þess sem
kvikmynd, sem
einnig hefur sleg-
ið aðsóknarmet,
hefur verið gerð eftir fyrri bókinni
og verður að öllum líkindum gerð
önnur eftir síðari bókinni.
Stelpudálkarnir svokölluðu eru
upprunnir í Bretlandi á síðasta
áratug og státuðu öll helstu blöðin
af einum slíkum. Þeir áttu það allir
sameiginlegt að fjalla um líf ungra
(og helst ógiftra) kvenna á hispurs-
lausan hátt og draga nafn sitt það-
an.
Síðan þessir dálkar hófu göngu
sína hefur mikið vatn runnið til
sjávar. Þeir urðu flestir mjög vin-
sælir og í kjölfarið hefur fylgt
tímabil þar sem ný hlutverk
kvenna hafa komið fram í bók-
menntum og kvikmyndum.
Kvikmyndin Charlie’s Angels er
ein slíkra kvikmynda, en hún var
frumsýnd hérlendis í fyrra og naut
mikilla vinsælda. Hetjur mynd-
arinnar eru þrjár ungar konur,
sem kunna að berjast og takast á
við þau verkefni sem þeim eru falin
af yfirmanni þeirra, Charlie. Þær
eru allar miklar skutlur, sjálf-
stæðar, en oft seinheppnar eins og
stelpurnar í dálkunum og Bridget.
Skutlurnar hans Charlie’s voru
hetjur og það var Bridget Jones
líka, þrátt fyrir alla sína galla og
ósiði. En stelpubækur af þessum
toga, eða „skutlurit“ eins og þau
hafa verið kölluð hafa einnig verið
skrifuð af íslenskum höfundum.
Bókin Dís, eftir þrjár ungar ís-
lenskar skáldkonur, kom út seint á
síðasta ári. Dís fjallar um sam-
nefnda persónu sem er einhleyp á
þrítugsaldri og býr í miðbæ
Reykjavíkur. Hún er óráðsett og
ráðvillt í bæði karlamálum og sinni
eigin framtíð. Dís naut mjög mik-
illa vinsælda eins og aðrar bækur
af sama meiði og var ein söluhæsta
bókin í jólabókaflóðinu í fyrra.
Aðrar vísbendingar, en sölutöl-
ur bókanna Dísar og Dagbókar
Bridget Jones, benda einnig til
þess að íslenskar konur taki þátt í
þeirri alheimsvakningu kvenna að
lesa bækur og horfa á sjónvarps-
þætti og kvikmyndir eftir konur,
sem fjalla um konur. Vinsældir
sjónvarpsþáttanna Beðmál í borg-
inni, sem sýndir eru í Sjónvarpinu,
eru enn ein vísbendingin um það.
Þátturinn hlaut nýverið Emmy-
verðlaunin sem besti gamanþátt-
urinn og hefur einnig hlotið Golden
Globe-verðlaunin síðastliðin tvö ár
fyrir það sama. Í þáttunum takast
leikkonan Sarah Jessica Parker og
einhleypar vinkonur hennar á við
hversdagsleikann og spennuna í
samskiptunum við hitt kynið.
Þessi listi yfir vinsælar bækur,
dálka, sjónvarpsþætti og kvik-
myndir sem fjalla um konur og
höfða til kvenna, er nú orðinn
nokkuð langur. Og þá er von að
menn velti fyrir sér af hverju þess-
ar vinsældir stafa?
Spurningunni er alls ekki auð-
svarað en sú skýring kemur einna
helst upp í hugann að konur hafi
lengi verið sveltar umfjöllun um
sjálfa sig og sínar leiðir til að lifa
lífinu. Allir hafa þörf fyrir að vera
hluti af einhverjum hóp eða stefnu
og eiga fyrirmyndir. Það hefur
komið fram að margar konur
tengja sig alls ekki þjóðmála-
umræðunni vegna þess að hún er
fyrst og fremst rædd á forsendum
karla, samanber nýlega rannsókn
um konur og umræðu um sjáv-
arútvegsmál. Þær hafa heldur ekki
getað sett sjálfar sig í samhengi
eða fundið fyrirmyndir í hetjum
kvikmyndanna eins og til dæmis
James Bond-myndunum, nema þá
helst í líki einhverra af hans ótal
ástkonum sem sitja brjóstgóðar
við fætur hetjunnar. Kvikmyndin
um engla Charlies leysir þennan
vanda og ungar stúlkur og konur
gátu loksins átt sér fyrirmyndir
sem voru snjallar og klókar kven-
hetjur sem kunnu að slást og
redda málunum.
Bridget Jones leysir líka ákveð-
inn vanda kvenna. Hún sýnir þeim
fram á að fleiri en þeim gengur
brösulega í karlamálum, eiga erfitt
með að vera í sífelldri megrun og
drekka eins og dama. Þetta eru
staðreyndir úr lífi margra nútíma-
kvenna sem loksins fengust við-
urkenndar með Bridget.
Sama á við um ungrú Bradshaw
sem Sarah Jessica Parker leikur í
sjónvarpsþáttunum Beðmál í
borginni og vinkonur hennar. Þær
eru einhleypar konur á fertugs-
aldri sem fara á stefnumót, stunda
skyndikynni og fara á bömmera.
Með þáttunum er sýnt fram á að
bömmerar og skyndikynni eru
hluti af lífi kvenna og Jóna í Hlíða-
hverfinu og vinkonur hennar þurfa
ekki að hafa áhyggjur af því að
vera einar í þeim bransa.
Það sem öll þessi dæmi eiga
sameiginlegt eru veikleikar
„stelpnanna“ og frávik þeirra frá
hefðbundinni og viðtekinni ímynd
þar sem konan er falleg, prúð og
skynsöm. Þau eru mótvægi við
hina fullkomnu kvenímynd sem við
sjáum á forsíðum tímarita, í kvik-
myndum og fjölmiðlum, þar sem
konan er falleg og grönn, gengur í
nýjustu tísku og er í sambandi við
myndarlega menn. Vinsældir áð-
urnefndra þátta, kvikmynda og
bóka felast kannski fyrst og fremst
í því að þessi fullkomna kvenímynd
er tilbúin blekking sem á alls ekki
við konur nútímans. Ófullkomnar
sögupersónur stelpudálka, skutlu-
rita og sjónvarpsþátta eiga mun
betur við.
Stelpu-
dálkar og
skutlurit
„Bridget Jones leysir líka ákveðinn vanda
kvenna. Hún sýnir þeim fram á að fleiri
en þeim gengur brösulega í karlamálum,
eiga erfitt með að vera í sífelldri megrun
og drekka eins og dama.“
VIÐHORF
eftir Rögnu
Söru Jóns-
dóttur
rsj@mbl.is
ÉG HEF hagsmuna
að gæta og krefst
þess að ríkisvaldið
verji þá, því mínir
hagsmunir eru um
leið almannahagsmun-
ir. Ég krefst þess að
allar þrjár greinar
ríkisvaldsins, löggjaf-
arvald, framkvæmda-
vald og dómsvald,
leggist á eitt um að
stöðva þá aðför sem
nú er gerð að kvóta-
kerfinu, sem er eitt
mikilvægasta hag-
stjórnartæki Íslend-
inga.
Hagsmunir mínir
felast ekki í því að ég eigi kvóta,
því hann á ég ekki, heldur í því að
fiskveiðiauðlindin verði nytjuð með
hámarkshagkvæmni. Í því felst
m.a. að sem allra verðmætastur
afli sé dreginn á land með eins
litlum tilkostnaði og frekast er
unnt. Með því móti fáum við þann
mesta arð sem unnt er að fá af
fiskveiðiauðlindinni. Þar liggja
mínir hagsmunir og þar liggja al-
mannahagsmunir. Því meiri arð
sem fyrirtækin í landinu skapa,
þar með talin sjávarútvegsfyrir-
tæki, því meiri verður velmegun
Íslendinga.
Kvótakerfið er skilvirk aðferð til
að ná hámarksafrakstri við nýt-
ingu fiskveiðiauðlindarinnar. Þó
hefur það innbyggðan veikleika,
sem tengist brottkastinu. Þennan
veikleika hafa óprúttnir útgerðar-
menn og skipstjórar tekið að berja
í til að brjóta það niður. Það sem
verra er, allmargir al-
þingismenn og fjöl-
miðlar taka undir og
réttlæta óhæfuverk
þessara manna. Þátt-
ur fréttastofu RÚV er
afar sérstæður í þessu
samhengi. Þeir sýna
gagnrýnislaust svið-
settar myndir af
brottkasti. „Líður
eins og glæpamanni“,
er letrað þvert yfir
forsíðu helgarblaðs
DV. Þannig lýsir skip-
stjóri annars RÚV
bátsins tilfinningum
sínum þegar hann
kastar brott fiski og
landar framhjá vigt. Er þetta ekki
eðlileg tilfinning? Er ekki eðlilegt
að þeim, sem fremji glæp, líði eins
og glæpamanni?
Brottkast er veikleiki kvótakerf-
isins. Hér er ekki fjallað um lönd-
un fram hjá vigt. Þar er um að
ræða glæpastarfsemi og fjármála-
legt misferli, sem ekki verður séð
að tengist einu fiskveiðistjórnunar-
kerfi fremur öðru.
Brottkast hefur ætíð tengst fisk-
veiðum og á sér miklu lengri sögu
en kvótakerfið. Alla síðustu öld,
þar til kvótakerfið var tekið upp
stóðu sjómenn á mörgum skipum
við lensportin og tróðu í sjóinn
margskonar meðafla og smáfiski.
Færa má rök fyrir því að fyrst eft-
ir að kvótakerfið var tekið upp hafi
dregið úr brottkasti, þegar farið
var að nýta meðafla eins og kola,
svo dæmi sé tekið. Kolinn er nú
þjóðinni mikilvæg auðsuppspretta,
en skapaði lítinn auð áður. Einnig
hefur kvótakerfið stuðlað að því að
skip hafa sótt út fyrir fiskveiði-
lögsögu landsins, þar sem útgerð-
armenn hafa aflað sér og þjóðinni
allri fiskveiðiréttinda. Þetta er
einn af stórum kostum kvótakerf-
isins og ræðst einkum af þeim eig-
inleika þess sem kallaður er frjálst
framsal.
Verðmæti fiskveiðiauðlindarinn-
ar fyrir þjóðarbúið felst í mismun
á verðmæti aflans og kostnaði við
að ná honum á land. Margt getur
orsakað rýrnun auðlindarinnar.
Þar á meðal er:
1. Sóun í útgerðarkostnaði
vegna samkeppni um að ná fisk-
inum áður en aðrir ná honum.
2. Fiskurinn skemmist eða rýrn-
ar í veiðarfærum.
3. Léleg meðferð um borð, þar
sem meira er hugsað um magn en
gæði.
4. Í aflahrotum er fiskinum mok-
að á land þannig að ekki hefst
undan að vinna aflann.
5. Brottkast afla.
Ég hef hags-
muna að gæta
Halldór
Árnason
Kvótinn
Skúrkarnir, fjölmiðlar
og sumir þingmenn,
segir Halldór Árnason,
ganga í einn kór til að
nota brottkastið til að fá
kvótakerfið afnumið.
AUÐVITAÐ eiga öll
dýrin í skóginum að
vera vinir, en flest
þeirra eru jurtaætur
en ekki öll og þá vand-
ast málið. Maðurinn
hefur valdið svo mikilli
röskun á yfirborði
jarðar og í lífríkinu að
nú er svo komið, að öll
svæði heims liggja
undir ásókn og sum
þeirra líða æ meiri
skaða af margvíslegu
tagi, skógar- og gróð-
ureyðing, uppsöfnun
þrávirkra efna, tak-
mörk orkubeislunar og
umhverfisspilling; til-
vist mannsins er ógnað víðsvegar
um heiminum. Öryggi er flestum
eftirsóknarverðast og öðrum lífs-
gildum þyngra á metum. Frelsi,
jafnræði og bræðralag voru slagorð
frönsku byltingarinnar og vestræn
menning hefur reynst fólki gjöful
um flest gildi og öryggi hefur fylgt í
kjölfarið, en í þeim efnum verður
fólk stundum að taka fleiru en gott
þykir, ekki síst sjúkdómum og ham-
förum. Ef fólk rispar sig á fingri er
farið til læknis en öryggisþörfin
veldur oft öfgafullum viðbrögðum út
af smámunum en sumir verja meiri
fjármunum til heilsu kjöltudýra en
fólk hefur annars staðar; skyndilega
vaknar fólk svo upp við vondan
draum og veit ekki sitt rjúkandi ráð.
Aðrir hafa safnað birgðum matvæla
og útbúið sér byrgi með öllum nauð-
synjum til að tryggja sig ef til stríðs
eða hamfara kemur. Öryggi hinna
útvöldu er orðið svo mikið að það
veldur öryggisleysi og óstöðugleika,
ekki síst af hálfu þeirra sem ekki
njóta hins sama; lifnaðarhættirnir
eru orðnir dýrir og skaðsamlegir og
þrengja að öðrum sem fyllast ör-
væntingu, ekki síst þeim sem búa á
mörkum tilvistar vegna hungurs,
sjúkdóma og landeyðingar.
Er öryggi forsenda
hagvaxtar?
Í hinni helgu bók
segir að fuglar himins-
ins safni ekki korni í
hlöður; full ástæða er
til að minna fólk á að
ekkert algilt öryggi er
til og að hollt er að líta
í kring um sig og fylgj-
ast með því hvernig
aðrir fóta sig í tilver-
unni, en öryggi getur
allt eins falist í því að
veita nágrönnum að-
stoð svo samfélag
þjóða sé stöðugt og
varanlegt. Kapitalismi
og alheimsviðskipti felast að stórum
hluta til í bjartsýni og viðskiptavilja
fólks, jafnvel eyðslusemi og ofgnótt
í bland. Augljóst er hvað gerist ef
veraldarvafstur fólks er skorið nið-
ur við brýnustu þarfir. Sjálfþurft-
arbúskapur í öllum efnum skerðir
heimsviðskipti og neyslugleði og
efnahagslegir yfirburðir dragast
saman. Alheimsviðskipti hafa gert
alla jörðina að markaði án þess að
nokkur vissa sé fyrir því að lögmál
frjáls markaðar gangi upp á heims-
vísu fyrir alla þótt þau hafi gert
margar þjóðir ríkar. Japanir hafa
siglt hraðbyri upp í hæstu hæðir
meðan þeir voru að leggja undir sig
heimsmarkaði; þegar það hafði
gerst stöðvaðist vöxturinn og eig-
inleikar sem voru styrkleiki breytt-
ust í veikleika; predikarinn segir jú
að hinir fyrstu verði síðastir. Marg-
prísaður hagvöxturinn vinnur eins
og vél sem gengur sjálfala meðan
framleiðsluafurðir seljast; fátækum
þjóðum er ráðlagt að „þróast“ og
hefja framleiðslu og kaupa hitt og
þetta til að komast inn í heimsvið-
skiptin, jafnvel með því að hefja
framleiðslu á hátækniafurðum og
öðru rjómaafsprengi ríku landanna.
Tæknin hefur valdið byltingu á
heimsvísu í samskiptum, vísindum,
afköstum og lífskjörum með frelsi
og bjartsýni. Nýi veruleikinn býður
upp á umferðabrautir og greiðan
flutning alls stafnanna á milli; þegar
frelsi til alls nálgast að vera algjört,
kemur í ljós að glæsileikinn er oft
mestur þegar tortímingin er næst.
Netið er sýkt af mannavöldum og
upplýsingaverðmæti eyðilögð; þeg-
ar skapaður er frjáls aðgangur að
öllu gildir það einnig fyrir tortím-
andi öfl. Frelsið er orðið svo mikið
að það skapar nýtt ófrelsi; því fylgir
einnig afskipta- og skeytingarleysi
gagnvart þeim sem ekki geta notið
þess.
Fasismi á
fátæktarslóðum
„Við“, hinir útvöldu, um fimmt-
ungur mannkyns í háborgum lífs-
kjaranna, byggjum múra í kring um
okkur til að varðveita lífsgildi og
forréttindi en verjumst aðgangi
„annarra“ með hörku. Það gengur
tæpast upp á alheimsvísu þannig að
„allir hinir“ geti notið hins sama; til
þessa er ekki nægilegt svigrúm í
mörgum efnum. Ef íbúar frumskóga
fella þá til eigin nota verður mikil vá
fyrir dyrum. Meðan heimur hinna
útvöldu getur lifað við hrópandi
andstæður í efnahag í heiminum
með leikreglum frjáls markaðar,
verða margir að sinnulausum og for-
dómafullum ofneysludýrum, líkust-
um vatnahestum. Hagsmunir „okk-
Vér vatnahestar
Jónas
Bjarnason
Stríð
Stríðið er ekki bara um
gott og illt, segir Jónas
Bjarnason, heldur einn-
ig og ekki síður um var-
anlegt réttlæti og virð-
ingu annarra manna.