Morgunblaðið - 17.11.2001, Síða 43
Í fiskveiðistjórnun þar sem afl-
inn má ekki fara umfram ákveðið
hámark er annaðhvort beitt sókn-
arkerfi eða kvótakerfi. Áður en
kvótakerfið var tekið upp var beitt
sóknarkerfi. Í því fólst gífurleg só-
un verðmæta, menn börðust fyrst
og fremst um að ná sem mestum
afla, en hugsuðu minna um að
koma með verðmætan afla að
landi. Bátarnir tonnuðu sig eins og
kallað var. Aflanum var ausið á
land án tillits til getu vinnslunnar
til að taka á móti. Fiskvinnslan
beindist að björgun verðmæta eins
og það var kallað, sem fólst í að
vinna aflann í einhverja afurð, en
ekki í þá afurð sem arðbærust var
hverju sinni.
Við tilkomu kvótakerfisins varð
gífurleg breyting í þessu efni.
Þjóðarbúið fær nú langtum meiri
verðmæti út úr takmörkuðum afla
en nokkru sinni fyrr. Jafnframt
hefur dregið úr útgerðarkostnaði.
Það er vegna þess að eiginleikar
kvótakerfisins með framseljanleg-
um aflaheimildum leiða til þess að
það dregur úr verðmætarýrnun,
eða að hún hverfur að mestu.
Þetta á við um fyrstu fjögur atrið-
in hér að framan. Það er fullyrt
hér að brottkast hafi einnig stór-
lega minnkað á fyrstu árum kvóta-
kerfisins, en hefur sennilega auk-
ist aftur, þó að erfitt sé að henda
reiður á því.
Markmið kvótakerfisins er að
stuðla að sem arðbærastri nýtingu
fiskistofna. Eftir því sem meiri ár-
angur næst í þeim efnum hækkar
verð aflaheimildanna. Þær verða
einfaldlega verðmætari. Færa má
að því rök að það sé innbyggður
hvati í kvótakerfinu að kasta verð-
mætum fiski og að sá hvati aukist
eftir því sem kvótakerfið verði
skilvirkara. En einnig má færa að
því rök að verðmætarýrnun sem
verður vegna brottkasts í kvóta-
kerfi, sé aðeins brot af þeirri verð-
mætarýrnun sem verður í sókn-
arkerfi.
Að undanförnu hafa óprúttnir
útgerðarmenn og skipstjórar, sem
ekki ráða sjálfir yfir aflaheimild-
um, leigt til sín kvóta á verði sem
er hærra en markaðsverð aflans
ber að meðaltali og henda síðan
rýrari hluta aflans, sem ekki
stendur undir kvótaleigunni.
Í stað þess að þjóðfélagið bregð-
ist af einurð og festu við þessum
vanda er farið að vorkenna
skúrknum. Í fjölmiðlum er hann
gerður að aumkunarverðu fórnar-
lambi kvótakerfisins. Skúrkarnir,
fjölmiðlar og sumir þingmenn
ganga í einn kór til að nota brott-
kastið til að fá kvótakerfið afnum-
ið.
Yfirvöld verða að bregðast við
með réttum aðgerðum. Finna
verður leiðir til að breyta kvóta-
kerfinu þannig að dregið verði úr
þeirri freistingu til brottkasts sem
nú er innbyggt í kerfið. En einnig
verður að koma í veg fyrir þau lög-
brot sem menn eru farnir að
hreykja sér af í fjölmiðlum.
Kvótakerfið er mikilvægt hags-
tjórnartæki, það er ein af und-
irstöðum þeirrar velmegunar sem
við búum við. Stöðva verður þá að-
för sem gerð er að því með brott-
kasti á afla, sem virðist hafa þann
megintilgang að brjóta kerfið nið-
ur.
Ég mótmæli aðgerðaleysi ríkis-
valdsins og krefst þess að það
verji hagsmuni þegna sinna.
Höfundur er efna- og hagfræðingur.
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 43
ar“ eru um heim allan og það
storkar „hinum“ og gerir marga ör-
væntingarfulla. Þegar vatnahestur-
inn í vatnsbólinu er beðinn um til-
litssemi gagnvart litlu dýrunum,
dillar hann bara eyrunum.
Þegar alþjóðleg hryðjuverk eru
farin að skelfa fólk í ríku löndunum,
dregur úr hlutverki þjóðríkisins en
millibilsríki og ríkjasamsteypur
vaxa að sama skapi. Við þessar að-
stæður er augljóst að umræða um
kosti og galla þjóðríkja og ríkja-
bandalaga magnast upp og öll eft-
irsóknarverðu gildin um fjölbreytni
og fjölmenningu um öll lönd kunna
að lúta í lægra haldi fyrir örygg-
iskröfum og endurskoðun á allri
starfsemi „hinna“, hvar sem er og
þá fylgjast menn hver með öðrum úr
víggröfum. Schengenmúrar verða
til í öllum efnum og jafnframt því
dregur úr hagvexti og yfirburðum
kapitalismans, en hætta er á að for-
dómar og ofbeldi geti vaxið. Þá
vaknar spurningin: „Hvað getur
sameinað heiminn“? Öll vestrænu
gildin verða næstum að pjátri í
glímu við vandamál sem stafa frá
löndum, sem skortir þessi gildi;
hvaða þýðingu hafa mannréttindi
fyrir óupplýst fólk sem hefur ekki í
sig og kemst hvergi? Frelsið er opið
og um leið veikt, til að byrja með,
gagnvart alræðisöflum, sem einoka
fréttir og ræktað hafa fólk, sem
metur ekki gildi lýðræðislanda. Fas-
ismi síðustu aldar varð ógnvænleg-
ur, en lýðræði fór með sigur að lok-
um; gegn trylltu hlaupi nashyrninga
Ionescos fannst ekkert ráð annað en
ofbeldi, en í þeim efnum eru það hin-
ir ofbeldisfullu sem setja leikregl-
urnar. Kröfur um mannúð og samn-
inga í glímu við ofbeldi í fátækasta
landi heims, sem hýsir saklaust fólk
og hættulegustu glæpamenn, eru
ekki til þess fallnar að stöðva ofbeldi
fyrst um sinn. Vatnahestar eru sein-
þreyttir til vandræða en þegar þeir
reiðast er betra að vara sig; hvoft-
urinn á þeim er sá stærsti. Stríðið er
ekki bara um gott og illt heldur
einnig og ekki síður um varanlegt
réttlæti og virðingu annarra manna.
Höfundur er efnaverkfræðingur.
Fullkomnaðu
verkið
með
þakrennukerfi
þakrennukerfi
BLIKKÁS EHF.
SKEMMUVEGUR 36
200 KÓPAVOGUR
SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111
Fagm
enns
ka
í
fyrir
rúmi
Söluaðilar um land allt
Mörkinni 3, sími 588 0640G
læ
si
le
ga
r
gj
af
av
ör
ur
Tannstönglabox
kr. 2.470
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18.
Lau. frá kl. 11-14.