Morgunblaðið - 17.11.2001, Síða 46

Morgunblaðið - 17.11.2001, Síða 46
MINNINGAR 46 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ GuðmundurTómas Arason fæddist á Heyklifi við Stöðvarfjörð 28. febrúar 1923. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 11. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ari Pálsson, bóndi og vitavörður, f. 22. desember 1895, d. 18. október 1924, og kona hans, Guðrún Tómasdóttir, kenn- ari, f. 28. maí 1896, d. 15. mars 1923. Fósturforeldrar hans voru Einar Björnsson, kaup- félagsstjóri, f. 11. janúar 1878, d. 26. febrúar 1961, og kona hans Aðalheiður Pálsdóttir, ljósmóðir, f. 31. desember 1896, d. 13. maí 1988. Bróðir Guðmundar Tómas- ar var Birgir Arason, f. 27. febr- úar 1922, d. 13. apríl 1923. Fóst- ursystkini Guðmundar Tómasar eru: 1) Birgir Einarsson, f. 11. apríl 1928, 2) Stefanía Magnús- dóttir, f. 17. nóvember 1924, 3) Björn Guðmundsson, f. 11. ágúst 1953, kvæntur Saengthian Raksil, f. 1. janúar 1963. Börn þeirra eru Tom, f. 8. ágúst 1980, sambýlis- kona hans er Liv Astrid Halvur- sen Hesjedal og dóttir þeirra er Lilja Maria, f. 19. júní 2001, Nína, f. 13. ágúst 1987, Einar Tómas, f. 14. desember 1991, Guðrún Bára, 25. ágúst 1993. 4) Aðalheiður Guðrún, f. 16. nóvember 1954. 5) Friðrik Mar, f. 25. ágúst 1960, sambýliskona hans er Alda Odds- dóttir, f. 1. maí 1960. Synir þeirra eru Guðmundur Tómas, f. 25. september 1981, sambýliskona hans er Brynja Þorsteinsdóttir, og Valgeir Mar, f. 19. maí 1986. 6) Sigrún Guðmundsdóttir, f. 11. október 1969, sambýlismaður hennar er Þorlákur Björnsson, f. 29. desember 1962. Synir þeirra eru Teitur Tómas, f. 23. júlí 1995, og drengur, f. 5. nóvember 2001. Guðmundur Tómas stundaði nám við Héraðsskólann á Laug- arvatni 1940–1942. Auk þess lærði hann útvarpsviðgerðir í einn vetur á viðgerðastofu Ríkis- útvarpsins. Alla sína starfsævi vann hann hjá Kaupfélagi Stöð- firðinga á Breiðdalsvík, lengst af sem útibússtjóri. Útför Guðmundur Tómasar fer fram frá Stöðvarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Einar Ásgeirsson, f. 19. september 1946, d. 23. febrúar 2000. Hinn 14. ágúst 1948 kvæntist Guðmundur Tómas Sigrúnu Gunn- arsdóttur frá Bakka- gerði í Reyðarfirði, f. 5. janúar 1926. For- eldrar hennar voru Gunnar Bóasson, f. 10. maí 1884, d. 28. júlí 1945, og Margrét Stefanía Friðriks- dóttir, f. 7. júlí 1899, d. 4. maí 1975. Börn Guðmundar Tómasar og Sigrúnar eru: 1) Gunnar Ari, f. 25. ágúst 1950, kvæntur Heiðrúnu Öldu Hansdóttur, f. 25. september 1952. Börn þeirra eru Hans Arn- ar, f. 30. desember 1977, Sigrún Aðalheiður, f. 29. maí 1979, sam- býlismaður hennar er Geir Sverr- isson, Bára, f. 24. janúar 1981, Björk, f. 21. nóvember 1983, Gunnar Tómas, f. 23. júlí 1987. 2) Einar Guðmundsson, f. 8. febrúar 1952. Sonur hans er Guðmundur Rúnar, f. 4. desember 1990. 3) Elsku pabbi. Það var erfitt að sætta sig við að þú værir orðinn alvarlega veikur. Þú varst þó áreiðanlega hvíld- inni feginn enda veikindi þín erfið í lokin. Eftir á að hyggja er mun léttara að takast á við sorgina en við héldum þar sem þú virtist vera búinn að skipuleggja þitt síðasta ferðalag í þaula með þinni einstöku útsjónar- semi. Þú virtist kalla litla barnabarnið þitt í heiminn mun fyrr en áætlað var enda þráðir þú að fá að sjá það áður en þú færir. Þegar barnið var lagt á sængina þína sofnaðir þú þínum hinsta svefni. Við yljum okkur nú við yndislegar minningar um einstakan föður. Tengsl þín við börnin þín og fjölskyld- ur þeirra voru mjög sterk og náin. Þú vildir ávallt fylgjast með okkur og leiðbeina. Við systkinin kölluðum það m.a. tilkynningaskylduna þegar við brugðum okkur af bæ og þurftum að stoppa með reglulegu millibili til að tilkynna framgang ferðalagsins. Nú- tíma símatækni auðveldaði þér og okkur samskiptin enda varst þú fljót- ur að tileinka þér allar tækninýjung- ar. Þú varst búinn að kaupa þér sjón- varpstæki löngu áður en Ríkissjónvarpið náðist í okkar heima- byggð. Einnig varstu aðalhvatamaður að því að fá sjónvarpssendi í sveitina okkar og hafðir umsjón með honum um árabil. Seinna varstu einn af fyrstu mönnum sem fengu litasjón- varp í sveitinni og þá var yngri dóttir þín ekki lengi að teyma vinkonur sín- ar heim og sýna þeim Prúðuleikarana í lit. Síðustu árin átti móttaka er- lendra sjónvarpsstöðva í gegnum gervihnetti hug þinn allan. Þér þótti nauðsynlegt að sem flest barna þinna fylgdust með því nýjasta úti í heimi og settir því upp gervihnattabúnað hjá þeim. Þú varst mikið gefinn fyrir ferða- lög, bæði innanlands og erlendis. Tón- list var þér einnig kær og spilaðir þú sjálfur á harmonikku og orgel, án þess að hafa notið nokkurrar form- legrar tilsagnar og spilaðir því eftir eyranu. Þýsk þjóðlagatónlist var þér sérlega kær. Þá gerðir þú óspart grín að tónlistarhæfileikum barna þinna sem virtust ekki fá snefil af þessari tónlistargáfu þinni. Við systurnar nutum báðar þeirra forréttinda að starfa með þér í Kaup- félaginu okkar á Breiðdalsvík. Trú- mennska, dugnaður og heiðarleiki einkenndu störf þín þar og hafa þeir eiginleikar þínir verið okkar vega- nesti út í lífið. Elsku pabbi, þetta eru hálffátæk- leg orð hjá okkur systrunum enda erfitt að koma á blað tilfinningum okkar til þín. Við eigum endalausar minningar um þig sem einkennast af umhyggju og kærleika þínum til okk- ar. Það var alltaf léttleiki og gaman- semi í kringum þig og þannig munum við þig. Allt virðist tómlegt núna án þín en við vitum að þú munt halda áfram að fylgjast með okkur. Af alhug þökkum við starfsfólki krabbameinsdeildar Landspítalans við Hringbraut og starfsfólki líknar- deildar Landspítalans í Kópavogi fyr- ir frábæra umönnun föður okkar og hlýju í garð okkar, aðstandenda hans. Við biðjum almáttugan Guð að veita hetjunni, henni mömmu, og fjöl- skyldunni styrk á þessari erfiðu stund. Þínar dætur, Aðalheiður Guðrún og Sigrún. Ég hef ekki marga mætari menn fyrirhitt á minni lífsleið en tengdaföð- ur minn, Guðmund Tómas Arason, og nú þegar hann er genginn alvaldinu á hönd hellast minningarnar yfir mann. Upp í hugann koma orð eins og mann- gæska, lítillæti, trúmennska og heið- arleiki. En ef ég ætti í einu orði að lýsa því sem einkenndi tengdaföður minn þá yrði það að vera fjölskyldumaður því engin önnur eign var honum eins mik- ils virði og fjölskyldan. Oft varð hon- um það að orði að hann væri ríkur maður, ekki í veraldlegum skilningi, heldur í sex mannvænlegum börnum og fjöldanum öllum af barnabörnum og það fann maður að þeim orðum fylgdi sannfæring. Hann fylgdist náið með fjölskyld- unni og hvort sem farið væri milli landshluta, erlendis eða bara í dag- legu lífi varð tilkynningaskyldan að uppfyllast. Það var hringt og athugað hvernig gengi, hvernig veðrið, færðin og heilsan væri. Það þurfti því engan að undra er hann fékk NMT-síma að gjöf frá fjölskyldunni sem gerði til- kynningaskylduna enn áhrifaríkari. Hann fylgdist vel með tækninni og var mikill áhugamaður um útvörp, sjónvörp og gervihnattatækni. Með þessari tækni fylgdist hann með frétt- um, tónlist (t.d. þýskri þjóðlagatón- list) og tísku um allan heim. Hagur var hann einnig, hvort held- ur var á járn eða tré, og bera mörg verk honum góðan vitnisburð, allt frá smáviðvikum innanhúss til stærri verka. Var hann með eindæmum út- sjónarsamur og sparaði oft mikla vinnu með vel völdum athugasemd- um. Kæri Guðmundur, ég þakka þér allar okkar samverustundir og þá sér- staklega eftir að þú bjóst hér hjá okk- ur í Dalhúsum. Við eigum eftir að sakna þín sárt og þú skildir eftir þig stórt skarð sem aldrei verður fyllt. Við eigum þó minningarnar um mæta manneskju, föður, afa og tengdaföður og þær verða að duga framvegis. Þorlákur Björnsson. Elsku afi. Nú ert þú kominn til Guðs og þar líður öllum vel. Þér var áreiðanlega vel fagnað uppi í himna- ríki af foreldrum þínum og litla bróð- ur sem þú þurftir að kveðja þegar þú varst pínulítill. Þú varst heimsins besti afi og alltaf góður við mig. Frá því ég fæddist varst þú ásamt ömmu vanur að koma í heimsókn til mín a.m.k. tvisvar sinn- um á ári, í svokallaða haust- og vor- ferð, og vera hjá okkur í svolítinn tíma. Þá brölluðum við nú margt, þú sagðir mér margar sögur og söngst (Ró ró og rumma) og kynntir mér þýska þjóðlagatónlist með gervi- hnattadiskinum. Oftast sagðir þú mér söguna um Grámann í Garðshorni sem mér fannst mjög skemmtileg en þú hafðir GUÐMUNDUR TÓMAS ARASON ✝ Valgerður Guð-rún Árnadóttir fæddist á Hjalteyri við Eyjafjörð 13. nóvember 1922. Hún andaðist á Landspít- ala Fossvogi 6. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þóra Stefáns- dóttir frá Fagra- skógi, f. 11.3. 1891, d. 3.6. 1981, og Árni Jónsson frá Arnar- nesi, útvegsbóndi á Hjalteyri, f. 20.7. 1882. d. 1.10. 1950. Valgerður var þriðja í röð fimm systra. Systur hennar eru Áslaug Helga, f. 1917, Ragnheiður Sig- ríður, f. 1920, Stefanía Þóra, f. 1925, d. 2000, og Jónína, f. 1927. Valgerður giftist 26.1. 1955 Vé- steini Guðmundssyni frá Hesti í Önundarfirði, f. 14.8. 1914, d. 15.1. 1980. Börn Valgerðar og Auður Sigurborg, f. 29.8. 1939, maki Sveinn Viðar Jónsson. 2) Guðný Elín, f. 1.12. 1944, maki Guðmundur Helgason. 3) Gunn- hildur Margrét, f. 25.11.1950, maki Hafsteinn Andrésson. Valgerður lauk gagnfræða- prófi frá Menntaskólanum á Ak- ureyri. Hún stundaði nám í Hús- mæðraskólanum í Reykjavík og fór síðan til Svíþjóðar þar sem hún lauk handavinnukennara- prófi. Hún kenndi aðallega við Húsmæðraskólann á Akureyri og var þar skólastjóri árin 1951 til 1955. Valgerður og Vésteinn bjuggu á Hjalteyri fram til ársins 1967 en þá tók Vésteinn við starfi verksmiðjustjóra við Kísilgúr- verksmiðjuna við Mývatn. Eftir lát Vésteins bjó Valgerður hjá dóttur sinni í Reykjavík en dvaldi í Mývatnssveit á sumrin. Útför Valgerðar fer fram frá Reykjahlíðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Vésteins eru: 1) Árni, f. 23.6. 1955, maki Hólmfríður Þorgeirs- dóttir. Börn þeirra eru: A) Stefán Geir, f. 26.11. 1976, maki Hildur Sigbjörnsdótt- ir. Sonur Hildar er Jökull Starri Hagalín. B) Valgerður, f. 30.3. 1984. 2) Valgerður, f. 26.9. 1956, maki Sig- urður Barði Jóhanns- son. Börn þeirra eru A) Pétur Þór, f. 17.2. 1974, maki Fífa Kon- ráðsdóttir. Barn þeirra er Hlynur Þór, f. 8.11. 1996. B) Védís, f. 7.4. 1980. C) Þorsteinn Þorri, f. 29.3. 1989. 3) Vésteinn, f. 15.6. 1958, maki Sól- veig Jónsdóttir. Börn þeirra eru Hildur, f. 25.6. 1983, og Guðjón, f. 28.6. 1988. Vésteinn átti þrjár dætur af fyrra hjónabandi en þær eru: 1) Í dag er ég staddur í Mývatnssveit og er kominn hingað til að kveðja þig í hinsta sinn. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég kem í sveitina með sorg í hjarta, því alltaf var svo mikil gleði sem fylgdi því að fá að fylgja þér hingað eða koma til þín í heimsókn. Þær eru óteljandi minningarnar sem ég á um þig, amma mín. Þær fyrstu með afa og Hektori hér á Hlíðaveginum og allt þar til þú kvaddir mig svo vel á sjúkrahúsinu. Öll sólríku sumrin hér í sveitinni, all- ir göngutúrarnir, þegar ég fékk að fylgja þér stoltur til Svíþjóðar og þegar þú hélst á Hlyni undir skírn eru örfá atriði sem koma upp í hug- ann. Þótt sjónin hafi verið orðin döp- ur stöðvaði það þig ekki í að rétta hjálparhönd og alltaf varstu til stað- ar fyrir okkur. Það er skrítið að geta ekki rölt upp á loft í Kleifarselinu og fundið þig prjónandi vettlinga og sokka á alla sem vildu. Alltaf var til góðgæti í skápunum fyrir lítinn Hlyn og af gjafmildinni áttirðu alltaf nóg. Mér er það ennþá minnisstætt þegar þú gafst mér flottasta hjólið í bænum af því að mér tókst að finna giftingar- hringinn þinn. Slík var góðmennska þín og þakklæti. Betri ömmu er ein- faldlega ekki hægt að hugsa sér. Nú erum við aftur komin saman í Mývatnssveitina. En í þetta sinn ert þú komin til að hvíla hjá afa og ég kominn til að kveðja þig. Þótt sárt sé að kveðja geri ég það sáttur í hjarta því hér átt þú heima. Þetta er þinn staður, hér ertu hjá afa og hér hefur þér alltaf liðið best. Elsku amma mín. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og leyfðir mér að upplifa. Ég vildi að ég hefði getað sagt þér það betur. Ég sakna þín sárt. Pétur Þór. Elskuleg amma mín er látin. Ég trúi varla að hún sé farin því alla ævi hef ég reynt að bægja þeirri tilhugs- un frá mér að að þessum degi kæmi fyrr eða síðar. Veruleikinn verður víst ekki umflúinn og ég verð að venjast því að koma stundum heim í tómt hús. Frá því ég man eftir mér hefur amma búið heima hjá okkur. Hún hefur verið stoð og stytta okkar allra og alið okkur systkinin að miklu leyti upp. Það var varla neitt sem elskuleg amma mín gat ekki gert þrátt fyrir sjónleysi sitt. Hún sá mikið til um heimilisstörfin og var alltaf til taks. Þegar ég var lítil var ég aldrei ein heima. Hún var alltaf heima og pass- aði alla tíð okkur systkinin á milli þess sem hún sat með prjónana sína og hlustaði á hljóðbækur. Það sem ég sakna þín mikið, elsku amma. Í dag held ég að ég muni aldr- ei sakna neinnar annarrar mann- eskju eins mikið og ég sakna þín. Aldrei grunaði mig að þú færir burt frá okkur strax. Þó heilsan hefði ver- ið upp og niður núna síðustu mán- uðina var hugurinn skýr. Þú hefðir orðið 79 ára núna 13. þessa mánaðar. Um það bil tveimur vikum fyrir andlát þitt keypti ég inniskó handa þér í afmælisgjöf því við vorum nýlega búnar að fara í bæjarferð til að kaupa útiskó og reyndum líka að finna mjúka og þægilega inniskó. En búðin sem leið- in lá í var víst hætt og ég var því him- inglöð þegar ég fann skóna sem þig langaði í. Þá grunaði mig engan veg- in að svona færi. Amma og systur hennar, þær Ás- laug, Ragnheiður, Stebba, sem nú er látin, og Jonna hafa alltaf verið mjög nánar og mikið þótti mér skemmtilegt þegar ég var lítil að fara með ömmu í kaffi til stelpn- anna, og þegar þær komu heim í kaffi sat ég iðulega uppi hjá ömmu og hlustaði á þær. Þær eru yndis- legar og heppnar að eiga hver aðra að. Á sumrin lá leiðin heim í Mývatns- sveit þar sem þú áttir heima í hjarta þínu. Þar dvaldist þú öll sumur og undir þér hvergi betur. Fyrst dvald- ist Pési bróðir hjá þér og síðar meir Stefán. Ég var ekki nema eitt sumar hjá þér sumarlangt en núna fær sumarið 1997 heiðursess í minning- unni. Elsku amma, ég gæti haldið endalaust áfram að skrifa um hve mikið ég dáist að þér. Þú ert aðal fyrirmynd mín. Ég vona að bréfið sem ég skrifaði til þín hlýi þér um hjartarætur í eilífðinni. Núna ertu komin til afa míns heitins og ég veit að hann leiðir þig um himnaríki. Hvíldu í friði, elsku amma mín. Þín Védís. Valla var ein af fjórum systrum mömmu eða ein af stelpunum eins og þær kalla sig þó sú yngsta sé komin á áttræðisaldur. Þær systur hafa alla tíð verið mjög samrýndar, borið mikla umhyggju hver fyrir annarri og fylgst grannt með lífi okkar systrabarnanna. Þær hittust oft yfir kaffibolla og spjölluðu þá í gamni og alvöru um liðna tíð, meðal annars um lífið á Hjalteyri þar sem þær ólust upp. Þegar við kveðjum Völlu koma upp í hugann minningar frá bernskuárum okkar. Við minnumst hennar sem góðrar frænku í næsta húsi á Hjalteyri, móður þriggja systkina sem við lék- um okkur við í æsku enda þau þrjú og við systurnar þrjár fædd á fimm árum. Milli heimilanna var alltaf mikill samgangur, líka eftir að Valla, Vésteinn og börnin fluttu í Mývatns- sveit. Þangað var alltaf gott að koma og áttum við margar ánægjustundir á Hlíðarveginum, nú síðast í sumar þegar við dvöldum þar eina helgi með Völlu og fjölskyldunni allri. Valla var einstaklega ljúf og já- kvæð kona. Við minnumst hennar með þakklæti og virðingu og þykir dýrmætt að eiga um hana góðar minningar. Börnum hennar og fjölskyldum þeirra sendum við samúðarkveðjur. Þóra, Snjólaug og Valrós. Fyrr eða síðar kemur að kveðju- stund. Það vitum við en samt kemur hún okkur oftast á óvart. Ekki grunaði mig að símtalið góða sem við Valgerður áttum fyrir stuttu yrði það síðasta því mér fannst hún svo hress. Ég kynntist Valgerði fyrir 35 ár- um. Þá bjó hún ásamt Vésteini manni sínum á Hjalteyri, en við Gústav á Siglufirði, og voru menn- irnir okkar góðir vinir í gegnum vinnu sína. Við hittumst fyrst í Reykjavík og áttum saman skemmtilegt kvöld. Ég man hvað mér fannst Valgerður falleg kona, smekklega klædd og í alla staði VALGERÐUR GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.