Morgunblaðið - 17.11.2001, Page 47

Morgunblaðið - 17.11.2001, Page 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 47 áhyggjur af því að sagan væri aldrei eins hjá þér. Þú ákvaðst því að kynna þér betur upprunalegu söguna til að geta sagt mér hana rétta. Sagan var nú eitthvað ljótari en þig minnti og því ákvaðst þú að halda þig við þína eigin útgáfu af sögunni. Þegar þú varst heima á Breiðdals- vík, en ég í Reykjavík, töluðum við mikið saman í síma. Ég hringdi oft í þig með ýmsar spurningar um lífið og tilveruna og fékk ávallt skýr svör, enda vita afar allt. Elsku afi, þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af henni ömmu, ég skal passa hana vel fyrir þig. Þinn afastrákur, Teitur Tómas. Elsku afi. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Það er svo skrítið að þú sért farinn, við trúðum því alltaf að þetta myndi lagast, þú varst alltaf svo jákvæður. Þú fylgdist alltaf svo vel með því sem við vorum að gera, mundir eftir öllum afmælum og ef þú gast mögulega hjálpað okkur eitthvað þá gerðir þú það. Við gleðjumst yfir því að þú skyldir lifa það að litli prins- inn fæddist, en hann fær því miður ekki að kynnast þér eins og við. Hann mun þó eflaust fá að heyra margt um þig. Elsku amma, þú ert búin að vera svo dugleg. Við vitum að söknuður þinn er mikill en við vonum að allar góðu minningarnar hjálpi þér í sorg- inni. Þín barnabörn Hans, Sigrún, Bára, Björk og Gunnar Tómas. Með nokkrum orðum langar mig til að minnast góðs vinar, Guðmundar Tómasar Arasonar, sem látinn er eft- ir erfið veikindi, 78 ára að aldri. Móðir Guðmundar dó er hann var nokkurra daga gamall og faðir hans drukknaði rúmu ári síðar. Guðmund- ur kynntist því aldrei foreldrum sín- um, en föðursystir hans, Aðalheiður Pálsdóttir, og maður hennar, Einar Björnsson í Hamri á Breiðdalsvík, tóku drenginn í fóstur og leit hann alla tíð á þau sem foreldra sína. Ekki er ofmælt að segja að Guðmundur hafi strax á unga aldri kynnst mann- gæsku í sinni fegurstu mynd, því fóst- urforeldrar hans tóku tvö önnur börn í fóstur og það þriðja tímabundið, auk þess sem þau eignuðust einn son. Upp úr 1940 stundaði Guðmundur nám í tvo vetur í Héraðsskólanum á Laugarvatni, sem var góð menntun á þeirra tíma mælikvarða, en aðstæður voru þó aðrar á fyrri hluta aldarinnar og ekki sjálfgefið að kostur væri á framhaldsnámi, þótt áhugi og hæfi- leikar væru fyrir hendi. Ekki efa ég að hugurinn hafi staðið til frekara náms, en þess var ekki kostur. Hann starfaði um áratuga skeið hjá Kaupfélagi Stöðfirðinga á Breiðdals- vík, framan af sem starfsmaður versl- unarinnar þegar Pétur Sigurðsson var þar útibússtjóri, en um miðjan sjöunda áratuginn tók hann við starfi Péturs og gegndi því í 25 ár. Öll störf sín vann Guðmundur af einstakri samviskusemi og trúmennsku. Á tím- um tækja og tækni mætti ætla að starf útibússtjóra snerist fyrst og fremst um skrifstofustörf, en allan starfstíma Guðmundar vann hann einnig við afgreiðslustörf eftir því sem nauðsyn bar til, einkum þó við mót- töku og afgreiðslu skipa. Strandferða- skipin fluttu lengst af aðföng út á land, þau komu á öllum tímum sólar- hringsins, oftast utan hefðbundins vinnutíma og þá varð allt að vera tilbúið svo áætlun þeirra raskaðist ekki. Og áður en höfn var byggð á Breiðdalsvík þurfti að sækja vörur á litlum báti út í skipin og var það mikil erfiðisvinna eins og nærri má geta. Hér sem annars staðar var hægt að treysta á Guðmund. Hann var ávallt reiðubúinn til þess að liðsinna öðrum ef eitthvað bjátaði á og gekk í það af fórnfýsi og alúð að leysa mál hvers sem aðstoðar hans óskaði eða var í vanda staddur. Þótt Guðmundur gerði verslunar- og skrifstofustörf að ævistarfi sínu hafði hann alla tíð mikinn áhuga á öllu er varðaði tækni, umfram allt þó út- varps- og sjónvarpstækni og hafði hann aflað sér haldgóðrar þekkingar á því sviði. Á yngri árum starfaði hann um skeið á verkstæði ríkisútvarpsins, en var að öðru leyti sjálfmenntaður á þessu sviði. Gaman var að heyra Guð- mund segja frá því hvernig honum tókst að ná veikum sjónvarpssending- um frá Gagnheiði áður en endur- varpsstöð kom í Breiðdalinn. Með hugmyndaauðgi og þrautseigju lán- aðist honum að nota endurkast fjalla til að ná nýtilegu sjónvarpsmerki. Þessa nutu margir Breiðdælingar á þeim tíma fyrir tilstilli Guðmundar. Á níunda áratugnum var hann svo fyrst- ur Breiðdælinga til að setja upp mót- tökudisk fyrir gervihnattasjónvarp og átti hann margar ánægjustundir á síðari árum við að horfa á fræðslu- og skemmtiefni frá öðrum löndum. Hann fór gjarnan snemma á fætur til að geta horft á morgunfréttir hjá Sky sjónvarpsstöðinni og þegar leið á dag- inn stillti hann á norskar eða danskar stöðvar til að fá fréttir frá Norður- löndunum. Hann var og óþreytandi við að aðstoða sveitunga sína við upp- setningu þessara tækja og miðla af reynslu sinni. Þegar Guðmundur var ungur drengur fengu fósturforeldrar hans eitt fyrsta útvarpstækið sem kom í Breiðdal. Ekki er ólíklegt að sú nýja tækni, sem þá var svo framandi, hafi gripið hug barnsins og víst er að ljós- vakatæknin var Guðmundi hugleikin alla tíð og þekking hans á því sviði yf- irgripsmikil. Guðmundur og kona hans, Sigrún Gunnarsdóttir áttu barnaláni að fagna, börn þeirra eru sex og hafa þau öll aflað sér góðrar menntunar og veit ég að Guðmundur var afar stoltur yfir velgengni allra barnanna. Kynni okkar Guðmundar hófust vorið 1977 þegar ég flutti til Breið- dalsvíkur og frá fyrsta degi sýndi hann mér einstakan velvilja og vin- semd. Vinátta okkar um aldarfjórð- ungs skeið og hlýhugur hans í minn garð hafa verið og verða mér ómet- anleg um ókomin ár. Ég bið Guðmundi Guðs blessunar og sendi fjölskyldu hans einlægar samúðarkveðjur. Hákon Hansson. ✝ Kristján EldjárnVigfússon fædd- ist á Kúgili í Þor- valdsdal 28. júlí 1917. Hann lést á heimili sínu á Ár- skógssandi 12. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Elísabet Jóhanns- dóttir og Vigfús Kristjánsson útvegs- bóndi, lengst af kenndur við Litla- Árskóg. Kristján fluttist eins árs að Grund og sjö ára að Litla-Árskógi 1925 ásamt for- eldrum og systkinum. Kristján var þriðji elstur af níu systk- inum. Eftirlifandi systkini eru Hulda, giftist Jóhannesi Reykjalín Trausta- syni, Georg, Hann- es, Jón, kvæntur Rut Kristjánsdótt- ur, Guðrún Jó- hanna, giftist Gísla Kristjanssyni, Jó- hanna Gíslína, gift Hjalta Bjarnasyni, tveir bræður hlutu nafnið Reynir en þeir dóu á unga aldri. Kristján kvæntist ekki. Útför Kristjáns fer fram frá Stærra-Árskógskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Það er mér ljúft og skylt að minnast móðurbróður míns Krist- jáns Eldjárns Vigfússonar frá Litla-Árskógi, þar sem hans lífs- göngu er nú lokið í þessum heimi. Þeir sem þekktu þennan ljúfa dreng, þennan mannvin og marg- brotna listamann hljóta í einlægni að þakka hinum æðsta höfuðsmið fyrir að kalla hann til sín nú og binda enda á hans löngu veikindi sem takmörkuðu svo starfsorku, lífsgleði og listaferil þessa hugljúfa frænda míns. Kristján var um margt mjög sér- stakur maður, einn af þeim sem aldrei sögðu styggðarorð til nokk- urs manns, hvers manns hugljúfi og alltaf tilbúinn að gera greiða eða rétta hjálparhönd þeim er á þurfti að halda og meðan heilsa hans leyfði. Færi eitthvað öðruvísi en hann ætlaði kom stundum orðið „ansans“, stærri orð heyrði maður ekki frá hans vörum. Kristján hafði mikla unun af öllu er fegraði lífið og tilveruna, var mikill áhugamað- ur um blóma- og skógrækt sem hann vann við að koma upp ásamt fleiri félögum og sem er nú til ynd- isauka fyrir komandi kynslóðir. Litli-Árskógur hefur alla tíð ver- ið stórt nafn og sterk minning í huga mér frá bernskuárum mínum. Þetta stóra glæsilega hús, margoft verðlaunað fyrir fegurð, snyrti- mennsku og fágaða umgengni, lýs- ir miklu um hvern hug Kristján og hans eftirlifandi bræður Hannes og Georg báru fyrir fegurð, um- hverfinu og náttúrunni. Kristján var hlédrægur, fámáll, vinnusamur, vandvirkur og afskap- lega stórbrotinn listamaður í öllu er hann tók sér fyrir hendur. Hann átti auðvelt með að gera ljóð og eru mörg til eftir hann. Hann var snillingur með penna og skrautskrift hans var eftirsótt langt út fyrir sveitina. Þeir sem hafa séð öll þau lista- verk og myndir sem hann hefur gert eða átt þátt í að skapa fyllast lotningu fyrir svona huga og hönd- um er þau skapa og allt gert í frí- tíma frá krefjandi búskaparstörf- um og öðrum áhugamálum. Því spyr maður sig stundum: Hvað ef hann hefði getað helgað sig alfarið listsköpuninni? Hluti listaverka hans mun gleðja kom- andi kynslóðir þar sem þau eru varðveitt á Minjasafni Dalvíkur- bæjar. Þegar Kristjáns er minnst í hinsta sinn kemur upp í huga mér sá mikli bróðurkærleikur sem ein- kennt hefur hann og systkin hans og sérstaklega Hannes og Georg, sem í gegnum súrt og sætt hafa stutt hver annan og var það ein- hver mesta hamingja Kristjáns síð- ustu árin að fá að vera undir þeirra vernd og umsjón. Hafi þeir miklar þakkir fyrir. Nú er lausnarans kall komið og enginn efast um hvar sæti hins trúfasta Kristjáns E.Vigfússonar er, í nýjum heimkynnum. Ég votta eftirlifandi systkinum mína dýpstu samúð. Hafsteinn Jóhannesson Reykjalín. Við minnumst oft bernskuár- anna með gleði og ljúfri minningu um umhverfið og umgengni við okkar nánustu. Og hvað oft er ekki sótt á þá staði, sem heilluðu okkur mest? Allt til ársins 1959 var heimili flestra okkar systkinanna í Litla Árskógi, þar sem við bjuggum ásamt foreldum okkar, afa, ömmu og móðurbræðrunum þremur. Þar fengum við að kynnast og starfa með Kristjáni frænda og þó að við flyttum á næsta bæ var samgang- urinn alltaf mikill á milli bæjanna. Kristján frændi fór ekki hratt yfir, en áorkaði mjög miklu. Það var sama hvort það var búrekst- urinn eða áhugamálin, það virtist allt svo einfalt hjá honum. Oft var Kristján að sinna list sinni og greip þá til hlutanna þegar tími gafst til frá bústörfunum. Settist þá gjarnan við eldhús- borðið til að vinna við hina ýmsu listmuni sem eftir hann liggja. Oftar en ekki vorum við ekki langt frá og gerðumst ef til vill óþarflega nærgöngul. Þá sagði Kristján rólegur: Krakkar mínir, hristið þið nú ekki borðið svona mikið. Það virtist ekki trufla ein- beitinguna þótt fólk væri að starfa og leika í kringum hann. Í frístundum skrapp hann æði oft í skógreitinn til að hlúa að trjá- gróðrinum eða í kirkjuna sem stóð honum alltaf nærri. Einbeiting, næmi og færni ein- kenndi listamanninn Kristján, eig- inleikar sem hann fékk í vöggugjöf og ræktaði vel. Frændi kær, við kveðjum þig því kvöld þitt komið er. En minning sæl um mætan dreng mun aldrei gleymast mér. Kæri frændi, minningin lifir. Systkinin frá Sólvangi. KRISTJÁN VIGFÚSSON glæsileg. Árið 1967 fluttu þau hjónin með börn og bú í Mývatnssveit, en Vésteinn hafði verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar. Þremur árum síðar fluttum við einnig í Mý- vatnssveit og urðum næstu nágrann- ar þeirra. Voru móttökurnar ógleymanlegar, enda gestrisni þeirra hjóna ávallt mikil og viðmót hlýlegt. Breyting hafði orðið á frá fyrstu kynnum. Valgerður hafði fengið augnsjúkdóm sem olli því að hún missti töluverða sjón. Má nærri geta hvað það hefur verið mikið áfall fyrir Valgerði sem var lærður handa- vinnukennari og fyrir fjölskyldu hennar. En hún gafst ekki upp og stýrði heimilinu með styrkri hendi. Valgerður trúði því að hún héldi þeirri sjón sem hún þó hafði og hélt sínu striki með ótrúlegum viljastyrk og dugnaði, sem hún hafði í ríkum mæli. Gott var að eiga Valgerði fyrir vinkonu og nágranna. Það var eins og hún hefði tekið mig að sér, allt vildi hún fyrir mig gera. Hún ann- aðist börnin mín ef ég þurfti að vera frá heimilinu í lengri eða skemmri tíma, sneið jólafötin á dætur mínar og svona mætti lengi telja. Í janúar 1980 missti Valgerður mann sinn og flutti hún þá til Reykjavíkur og bjó þar í skjóli dótt- ur sinnar og tengdasonar til dauða- dags. Fólkið hennar gerði henni kleift að dvelja í húsinu sínu hér í Mývatnssveit á sumrin þar sem henni leið mjög vel og var það henni mjög mikils virði. Það var alltaf til- hlökkunarefni að fá Valgerði norð- ur. Mér fannst sumarið ekki komið fyrr en hún var mætt á staðinn. Valgerður var einstök kona. Aldrei heyrði ég hana kvarta og vildi hún vera sjálfri sér nóg að flestu leyti, svo rík var sjálfsbjarg- arviðleitni hennar. Átti hún það til að gera góðlátlegt grín að sjálfri sér ef eitthvað fór úrskeiðis. Hún fylgd- ist vel með öllu, hlustaði mikið á út- varp og hljóðsnældur og ekki sat hún auðum höndum á meðan, held- ur var alltaf með einhverja handa- vinnu, annaðhvort að hekla eða prjóna. Þegar Valgerður kom í sum- ar í sína síðustu dvöl í sveitina var hún orðin alveg blind, en hennar já- kvæða hugarfar og andlegi styrkur hafði ekki brugðist. Hún hélt áfram að prjóna og þeir voru ófáir vett- lingarnir og sokkarnir sem urðu til í sumar. Hún komst með góðu móti yfir til mín án hjálpar, sem var henni kappsmál. Þetta sumar verður dýrmætt í minningunni. Við höfðum tækifæri til að vera meira saman en oft áður, tala meira saman og fara í fleiri gönguferðir. Ég vil þakka Valgerði tryggð og vináttu í gegnum árin og þakka Guði fyrir að hafa látið leiðir okkar liggja saman. Minningin um þessa góðu konu mun lifa með okkur sem þekkt- um hana. Hennar verður sárt sakn- að. Ég sendi öllum aðstandendum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Dagur líður, fagur, fríður, flýgur tíðin í aldaskaut. Geislar hníga, stjörnurnar stíga stillt nú og milt upp á himinbraut. Streymir niður náð og friður nú er búin öll dagsins þraut. (V. Briem.) Blessuð sé minning Valgerðar Guðrúnar Árnadóttur. Þóra Ólafsdóttir. Þau eru misjöfn handaböndin á lífsleiðinni. Handaband Völlu ömmu var einstaklega hlýtt og mjúkt og lif- ir með okkur systrunum um ókomna tíð. Hún tók okkur alltaf í fang sér sem við værum hennar eigin börn. Hún mun búa í hjarta okkar sem ein- stök kona. Nú þegar komið er að kveðju- stundinni rifjast upp ótalmargar stundir heima hjá Völlu ömmu í Mý- vatnssveitinni, þar sem hún bjó um áratugaskeið. Þangað fórum við oft- sinnis og dvöldum hjá henni um lengri og skemmri tíma og það verð- ur að segjast að sólin er hátt á himni í þessum minningum okkar. Hlýja og manngæska voru hennar mikilvæg- ustu lyndiseinkunnir að okkar mati og þær skiluðu sér til okkar með ríkulegum hætti. Á þennan hátt hef- ur Valla amma haft varanleg áhrif á okkur. Hún kenndi okkur mann- gæsku. Sumardvöl í Mývatnssveit hjá afa og ömmu var okkur ætíð tillhlökk- unarefni, sveitin heillaði okkur börnin, með hraunum, vatninu og ægifagurri náttúru sem á ekki sinn líka. Amma Valla tók þátt í þeirri upplifun. Af sínu hæglæti og ró kenndi hún okkur að njóta lífsins og náttúrunnar sem var allt í kringum okkur. Og þolinmæðin gagnvart endalausum ærslum okkar og uppá- tækjasemi verður seint skilin til fulls. Þegar þetta er skrifað hrannast minningarnar upp og standa ljóslif- andi fyrir hugskotssjónum okkar. Nestisferðirnar voru ófáar með krökkunum úr sveitinni upp í fjall með fullt af kræsingum úr eldhúsi ömmu niðri í sveit. Hún töfraði fram skyrsúpu sem við finnum enn ilminn af og ekki sviku kanilsnúð- arnir. Þegar við stelpurnar komumst af unglingsaldri og eignuðumst börnin okkar tók hún þeim eins og sínum og var það hennar von og vísa. Það segir mikið um kosti hennar að aldr- ei gleymdi hún einu einasta þeirra og var óspör á spurningar um líðan þeirra og vöxt í hvert sinn sem fund- um okkar bar saman. Hlýjan til þeirra skilaði sér oft og iðulega í sokkum og vettlingum sem yljuðu í ærslum dagsins. Þrátt fyrir sjón- depurð á seinni árum voru þessar gjafir alltaf eins og sniðnar á hvern einasta fingur og fót. Þannig var þessi mikla kona sem við kveðjum nú með virðingu og þökk. Hún gerði okkur að betri manneskjum og býr áfram með okk- ur sem áminning þess að mann- gæska er það í fari fólks sem mestu skiptir. Elín, Hrönn og Auður Ýr Sveinsdætur. EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til- tekna skilafrests. Skilafrestur minningargreina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.