Morgunblaðið - 17.11.2001, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 17.11.2001, Qupperneq 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 49 ✝ Emma SigríðurJóhannsdóttir frá Jaðri á Bíldudal fæddist 24. júní 1917. Hún lést á heimili sínu í Sandgerði 9. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Jóhann Ei- ríksson, f. 13.9. 1874, d. 10.9. 1937, og seinni kona hans Sal- óme Kristjánsdóttir, f. 24.6. 1889, d. 18.2. 1943. Emma eignað- ist ellefu alsystkini og eru sex þeirra lát- in. Þau voru Kristján Ólafur Gunn- ar, f. 3.9. 1908, Högni, f. 7.9. 1910, Ragnar, f. 22.6. 1911, Gústaf Adólf, f. 5.11. 1912, Gunnlaugur, f. 21.7. 1914, og Marínó Gísli, f. 22.8. 1928. Eftirlifandi alsystkini Emmu eru Jón, f. 27.7. 1915, Hulda, f. 9.11. 1918, Halldóra, f. 12.9. 1922, Högni, f. 7.4. 1924, og Þorsteina, f. 12.5. 1925. Emma átti einnig sex hálfsystkini og eru þau öll látin. Þau voru Valgerður, f. 31.5. 1897, Eiríkur, f. 22.11. 1898, Kristín Pál- ína, f. 23.6. 1900, Jóhann, f. 10.11. 1902, og Ólafur Jón, f. 17.1. 1904, og barn óskírt, fætt andvana 1906. Móðir þeirra var fyrri kona Jó- hanns, Guðrún Ólafsdóttir, f. 14.9. 1873. Hinn 23.7. 1950 giftist Emma Gísla Ólafi Gíslasyni frá Setbergi í Sandgerði, f. 6.7. 1922, d. 24.1. 2000. Foreldrar hans voru þau Gísli Jónatan Einarsson, f. 5.9. 1896, d. 27.2. 1977, og fyrri kona Henry og Viktoría Marie. Huib á tvö börn fyrir og heita þau Kevin og Sharon. 7) Ólafur, f. 18.5. 1956, maki Helga Sóley, f. 8.2. 1957. Börn þeirra eru Rebekka, Guðjón Þorberg, Salóme og Ólafur Örn. Helga á einn son fyrir og heitir hann Halldór. Emma ólst upp í foreldrahúsum á Jaðri á Bíldudal. Eins og þá var títt fór Emma ung til vinnu, bæði þá í kaupavinnu á bæjum í sveit- unum í kring og eins við fisk- vinnslu. Árið 1943, eftir að móðir hennar og bróðir, ásamt unnustu hans, fórust á sviplegan hátt á vs. Þormóði, fluttist Emma til Hafn- arfjarðar og vann þar sem ráðs- kona. Þar eignaðist Emma sitt fyrsta barn, dótturina Salóme. Þar vann Emma bæði sem ráðskona og einnig sem kokkur í verbúðum. Það var síðan árið 1945 sem hún kynntist þeim manni, sem átti eftir að verða hennar lífsförunautur, Gísla Ólafi Gíslasyni. Flutti hún þá til Sandgerðis og vann upphaflega sem ráðskona meðan hún og Ólaf- ur voru að koma sér upp heimili. Fljótlega eftir það, eða í janúar 1946, eignuðust þau sitt fyrsta barn saman, Gísla Ólaf. Eins og all- flestar konur af hennar kynslóð helgaði Emma sig fjölskyldu sinni og heimili allt að árinu 1976 er hún fór aftur út á vinnumarkaðinn og vann þá sem kokkur, bæði hjá Flugleiðum um nokkurra ára skeið og einnig á Hlévangi, heimili fyrir aldraða í Keflavík. Emma og Ólafur áttu sér heimili í Sandgerði fram að árinu 1975 er þau fluttu búferlum til Keflavíkur, en fluttust aftur til Sandgerðis árið 1993 og áttu heimili þar það sem eftir var. Útför Emmu fer fram frá safn- aðarheimilinu í Sandgerði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. hans Ólafía Kristín Guðjónsdóttir, f. 12.8. 1896, d. 1.4. 1931. Emma og Ólafur eign- uðust sjö börn saman, en Emma átti eina dóttur fyrir, Salóme Kristjánsdóttur, f. 23.7. 1943. Maki henn- ar er Kári Sæbjörns- son, f. 12.1. 1943. Börn þeirra eru Dagný, Arnbjörg Drífa, Erla og Kári Sæbjörn. Börn Emmu og Ólafs eru eftirtalin: 1) Gísli Ólafur, f. 9.1. 1946, maki Sigríður Bryndís, f. 15.2. 1948. Börn þeirra eru Emma, Sig- urjón og Alda. 2) Örn Ómar, f. 18.11. 1946, maki Efemía Guð- björg, f. 28.8. 1945. Börn þeirra eru Vignir og Andrés. 3) Guðjón Þorberg, f. 1.1. 1948, maki Ólöf Guðný, f. 20.10. 1944. Börn þeirra eru Sævar, Gunnar og Gyða Björk. 4) Gústaf Adólf, f. 12.1. 1949, frá- skilinn. Börn hans eru Linda, Vil- bert, Arnviður Adólf, Ólafía Guð- björg, Jóhann Salómon og Gústaf Adólf. 5) Eðvarð Sigurvin, f. 17.1. 1950, maki Annfrí Johannesen, f. 23.6. 1950. Börð Eðvarðs eru Her- dís Dröfn, Daníel Hrafn, Sigurpáll Davíð, Kristjana Þórunn, Emma Lovísa og Laufey Ebba. Annfrí á fjögur börn fyrir og eru þau El- ísabet Marý, Magnús Björgvin, Konráð Leo og Gústaf Kristján. 6) Ólafía Guðbjörg, f. 5.1. 1953, maki Huib Klop, f. 17.12. 1960. Börn hennar eru Eiríkur Ólafur, Stefán Elsku Emma amma. Þú hafðir allt sem góður vinur og yndisleg amma hefur að bera, ég veit að ég get ekki lýst þér betur í orðum. Ég þakka all- ar stundirnar sem ég átti með þér því að þær hlýja mér um hjartarætur og hugga í söknuðinum. Ég veit að ég get ekki sagt aftur að ég ætli að kíkja á ömmu í einn kaffibolla sem endaði náttúrulega ávallt í miklu fleiri. Ég er og verð alltaf ákaflega þakk- lát fyrir að hafa fengið að kveðja þig. Kveðjustundin var sár en ég verð að taka því og hugga mig við það að ég held að þú hafir verið sátt við að þinn tími var kominn. En eins og svo oft áður þá varst það þú, elsku amma, mín sem hughreystir mig og hugg- aðir. Þú svona lítil og brothætt að grínast og koma mér til að hlæja, á þeirri stundu sem mér fannst allt vera að bresta í kringum mig, því ég vissi að þetta var kveðjustundin. Ég lofa þér því að minninguna um þig muni ég varðveita og að börnin mín fái að muna hversu yndisleg Emma amma þeirra var. Fólk sem þekkti þig segir við mig: „Hún amma þín var svo hress og góð kona.“ Það er alveg satt, þú varst snillingur að koma fólki í gott skap og slá á létta strengi. Mér myndi ekki endast nóttin né dagurinn að skrifa allar góðu minn- ingarnar sem mér koma í huga og því langar mig að lokum að þakka þér fyrir að vera amma mín. Þú byggðir þína brú yfir boðaföllin og gerðir það með reisn eins og þér var einni lagið. Bless elskan mín, Gyða Björk. EMMA SIGRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR ugt af tímaskorti. Heimsóknir mínar til frænda míns hefðu svo sannar- lega mátt vera fleiri en raunin varð þessi tvö ár sem ég hef búið í grennd við hann hér á Selfossi. Það var með ólíkindum hvað hann gat fylgst vel með öllu sem ég var að sýsla og staðið klár á hlutunum allt fram undir það síðasta. ,,Sæl vertu frænka mín, nú er orð- ið langt síðan þú hefur komið,“ sagði hann, kyssti hlýtt á kinn og strauk um vanga. ,,Mikið áttu þarna góða úlpu, þetta er nú aldeilis gott í kuld- anum.“ Svo var sest inn í stofu: ,,Jæja, segðu mér nú einhverjar fréttir frænka.“ Þegar ég hafði tínt til allt sem mér datt í hug tók Geiri við og hafði alltaf frá einhverju nýju að segja. Svo komu sögur frá liðnum tíma. Hann sagði mér þær margar og fyrir það er ég er honum afar þakklát. Oft tengdust þær tímum þegar þau amma voru ung að árum og fylgdu Ingibjörgu móður sinni í vinnumennsku austur í sveitir. Eða sagan þegar hann varð svo veikur og fékk brjósthimnubólguna. En nú verða þær ekki fleiri að sinni sögurnar hans Geira. ,,Já, það verður örugglega tekið vel á móti honum blessuðum,“ sagði systir hans þegar hún frétti lát hans og ég tek undir þessi orð ömmu minnar. Vertu sæll, elsku frændi, og hafðu þökk fyrir allt. Þín frænka Hrefna. Vorið nálgast, vetur líður vaxa lækir, traust og þor. sólin hækkar, skugginn skríður, skaflar hverfa í dauðans spor. Loftið andar, láin sýður, lóan syngur, faðir vor. Vorið nálgast, vetur líður, vaxa lækir, traust og þor. Vorið kemur, vinnudagur verkamannsins fer í hönd. Enn þá jafnast heimsins hagur, hlýnar jökulbyggð og strönd. Enn þá geislafossinn fagur freyðir yfir Norðurlönd. Vorið kemur, vinnudagur verkamannsins fer í hönd. (S.H. Litla-Hvammi.) Vinur minn og nágranni Sigurgeir Gunnarsson hefur tekið upp tjald- hælana og kvatt þennan heim. Með honum er horfinn einn mesti og skemmtilegasti „lífskúnstner“ sem ég hef kynnst. Það var fyrir bráðum fimmtíu ár- um, eða upp úr síðustu öld miðri, að leiðir okkar lágu fyrst saman, ég bláfátækur sveitastrákur, en hann á besta aldri og vann á bílaverkstæði Kaupfélags Árnesinga hér á Sel- fossi, við að tinkveikja vatnskassa, mjólkurbrúsa og hvað eina sem lag- færingar þurfti við. Á þeim tíma þekktist ekki að fleygja hlutunum ef með nokkru móti mátti gera við þá. Það var með ólíkindum hvað Geiri gat gert með lóðbolta og tini og til hans leituðu menn oft um langan veg til að fá hann til að laga tól og tæki sem aðrir höfðu gefist upp við og töldu ónýt. Hann var einkar handlaginn eins og það var kallað, gafst ekki upp fyrir en í fulla hnef- ana og hafði oftast sigur. Á vinnustað var hann sannkall- aður gleðigjafi, vinnufélagarnir söfnuðust að honum til að heyra hann segja sögur og skrítlur. Gerði einhver sig líklegan til að láta hóp- inn hlæja á hans kostnað gat hann verið fljótur á sinn sérstæða hátt að svara fyrir sig og sneri þá óðara taflinu við. Einu sinni við eitt slíkt tækifæri sýndi maður nokkur hon- um flatkjöftu sem hann sagðist hafa smíðað og var hreykinn af gripnum. Geiri velti tönginni lengi fyrir sér og skoðaði á alla kanta og sagði svo eins og við sjálfan sig, já enginn er svikinn af verkunum þínum væni minn og svo skelltirðu á hana Made in England. Svo kveikti hann í píp- unni sinni eins og ekkert hefði ískor- ist og sagði jáa, hann er á norðan hjá honum núna. Annar eðlisþáttur Geira var lundarfarið, aldrei man ég eftir honum í vondu skapi eða að hann mætti ekki vera að því að ræða heimsmálin eins og þau komu fyrir, enda fylgdist hann vel með öllu og lagði þá sitt til málanna með sínum útúrdúrum. Hann hafði gott vald á málinu og var eftirminnilegur og snjall sagnamaður. Og nær er mér að halda að hefði hann lent í öðru skipsrúmi á lífsleiðinni hefði hann orðið jafnoki snillinganna Þorbergs og Árna. Geiri var hafsjór af fróðleik og með afbrigðum minnugur á menn og atburði og hafði sérstakan og óvenjulegan frásagnarstíl sem log- aði af fyndni og snilldarlegum orða- tiltækjum og tilvitnunum sem eng- inn gat leikið eftir. Á öllum þessum langa ferli hef ég ekki vitað til eða heyrt að hann hafi nokkru sinni eignast óvildarmenn eða hann lenti í útistöðum við nokkurn. Þvert á móti stækkaði vina- og kunningjahópur- inn nánast til síðustu stundar því öll- um þótti vænt um Geira og alveg sérstaklega hændust börn að honum og höfðu gaman af að tala við hann. Þau hjónin Sigurgeir og Kristín byggðu sér einbýlishús í Lyngheiði 13 og bjuggu þar síðan, meðan ævin entist, og ólu upp sín börn, þar til þau fóru úr foreldrahúsum, öll nema yngsti sonurinn Hörður, sem búið hefur með föður sínum og verið hans stoð í ellinni allt til þess síð- asta. Kristínu konu sína missti Geiri fyrir allmörgum árum og varð það honum mikið áfall því hún var traustur lífsförunautur. Þegar Geiri hætti hjá Kaupfélag- inu rak hann í mörg ár á eigin veg- um tinsuðuverkstæði í skúrnum heima hjá sér og honum leið vel þeg- ar hann var kominn út í skúr eitt- hvað að dunda við amboð, öngla og ífærur og annað sem þurfti að vera í lagi. Hann var sannkallað náttúru- barn og beið jafnan vorsins með óþreyju og leitaði þá hugurinn á veiðislóðir í á eða vatni. Hver vissi nema veiði færi að glæðast, einhver- staðar þar sem hægt væri að bleyta í öngli. Kannski færi hann að verða við, austur í Þjórsá og þá þurfti að fara að gæta að „Hreiðrinu“ hvernig það kæmi undan vetrinum. Já, Geiri minn blessaður, var eftirminnilegur og margar ánægjustundirnar sem maður átti með honum þau hartnær þrjátíu ár sem við bjuggum hvor á móti öðrum við götuna. Hann var mikill vinur sona minna og oft fóru þeir yfir til hans ef eitthvað var að leikföngum, hjólum og seinna fyrstu bílskrjóðunum sem þeir eignuðust og alltaf leitaðist Geiri við að ráða fram úr vandamálinu. Það eru ógleymanlegar stundirnar þegar hann kom röltandi yfir götuna, oft- ast á morgnana, sat glaður og reifur við eldhúsborðið, fékk eina rettu hjá Nínu og sagði sögur. Eða þá að sjá hann úti við, gá til veðurs, opna vitin og eins og frísa móti golunni og draga inn ferskan gróðurilminn, halla undir flatt og dæsa yfir öllu saman. Taka svo upp stein eða bréf- snepil á götunni og velta fyrir sér og koma svo kannski með heilu söguna um eitthvað sem hann tengdi þessu sem hann var að virða fyrir sér og handfjatla. Við Nína urðum þess heiðurs að- njótandi að hann bauð okkur í ní- ræðisafmælið sitt hinn 22. júlí síð- astliðinn. Afmælisdagurinn heilsaði fagur og bjartur og veislugestir hitt- ust í garðinum heima hjá honum kl. tíu fyrir hádegi, drukkin var hestas- kál og síðan sest upp í rútu og ekið austur fyrir Þjórsá, komið við í Marteinstungukirkju og hlýtt á meðhjálparann segja sögu kirkjunn- ar og síðan lá leiðin austur að Selja- landsfossi þar sem fjölskyldan veitti öllum viðstöddum hinn besta og ríkulegasta beina. Þaðan var haldið austur að Skógum með viðkomu í tveimur kirkjum og á Skógum tók Þórður Tómasson sá valinkunni fræðaþulur á móti hópnum og leiddi um safnið, söng og spilaði á sinn skemmtilega hátt sem honum er einum lagið. Þegar því var lokið var öllum boðið til veislu í skólahúsinu og þar var setið að spjalli fram á kvöld. Við Nína vorum sammála, þessi afmælisferð var sú besta sem við höfðum farið. Fararstjórarnir voru tveir valinkunnir heiðursmenn, Óskar Þór Sigurðsson kennari lýsti á leiðinni sögustöðum, kirkjum, fjöllum og bæjum því hann er gjör- kunnugur sögu héraðanna beggja sem ferðast var um og hinn far- arstjórinn Páll Lýðsson, bóndi og fræðimaður í Litlu-Sandvík, sagði skemmtisögur af Geira sem entust alla ferðina út. Páll mun hafa haldið til haga sögnum og sögum hjá Geira sem hann hefur tekið upp á seg- ulband og kann ég Páli mínar bestu þakkir fyrir það framtak sitt. Heima lentu allir heilir við sólarlag sælir og glaðir eftir góðan og eftirminnilegan dag. Afmælisbarnið var sem ætíð áður öllum til sóma og ánægju, glaður og lítillátur að vanda. Lífshlaup Sigur- geirs Gunnarssonar er á enda runn- ið með honum hverfur í moldu mikill fróðleikur og mikil saga, manns sem upplifði mestu breytingar allra tíma á Íslandi. Manns sem lifði án tildurs og skrums og gerði ekki kröfur um metorð eða völd. Þrátt fyrir það hygg ég að hann hafi verið á ævi- kvöldi sáttur við sitt hlutskipti, sátt- ur við allt. Og var albúinn til að leggja á djúpið, út milli skerjanna á Stokkseyrarsundi. Heil verði hans heimkoma á landi lifenda. Við Nína og fjölskylda okkar öll, sendum börnum hans, fjölskyldum ættingjum og vinum hugheilar sam- úðarkveðjur á skilnaðarstund. Megi algóður Guð varðveita í huga ykkar minninguna um Sigurgeir Gunnars- son. Árni Valdimarsson. Í gær hringdi í mig vinur minn til síðustu 40 ára, Páll Lýðsson, og sagði mér að tengdafaðir bróður síns, Sigurgeir Gunnarsson, væri dáinn. Ekki ber dauðann óvænt að garði níræðs manns, en samt fann ég til angurs er ég fékk að vita að nú hitti ég ekki þennan mann er ég kæmi brátt aftur í heimsókn til Ís- lands eftir átta ár til endurfunda við tengdason Sigurgeirs og fjölskyldu hans. Sigurgeir var einmitt sá mað- ur sem aldrei gleymist þeim sem einu sinni hefur kynnst honum. Reynsla mín af Sigurgeiri var sú að hann væri gæddur einstakri blöndu af mannlegu næmlyndi og forvitni um lífið og allt umhverfi sitt. Þessi blanda var einstök að því leyti að ég hafði engin kynni af Sigurgeiri fyrr en hann var kominn við aldur og hafði þá hvorki þá sömu sjón og heyrn sem á yngri dögum. Það hindraði hann þó ekki frá því að skoða veröldina af meiri kostgæfni og einlægni en margir yngri menn sem töldust hafa öll skilningarvit á hreinu. Ég hitti Sigurgeir í fyrsta sinn ár- ið 1990 og þá kynntumst við í hans grónu heimkynnum á Selfossi og þar í kring. Ég varð strax hugfang- inn af athyglisgáfu hans og frum- legum athugasemdum um hina hversdagslegustu atburði. En alveg varð ég gáttaður á honum er hann kom í heimsókn hingað til okkar í Noregi með tengdasyni sínum sum- arið 1993. Kannski hefði mátt ætla að maður á níræðisaldri, sem aldrei fyrr í lífi sínu hafði komið út fyrir landsteinana, yrði nú meira eða minna áttavilltur á erlendri grund. Ekki varð það nú svo með Sigurgeir. Frá fyrsta til hins síðasta augna- bliks var hann fanginn af öllu hinu nýja og óþekkta hér í landi, allt frá járnbrautarlestum og veggöngum niður í maðka og snigla. Allt þetta skynjaði hann og meðtók með þeim krafti sem margt yngra fólk hefði mátt öfunda hann af. Sem dæmi tek ég það hversu vel hann naut náttúrunnar í kringum sig. Síðasta daginn sem hann var hjá okkur kom kona mín að honum snemma morguns liggjandi á gras- balanum bak við fjósið á sumarbýli okkar. Hún spurði hvort honum hefði orðið illt. Það var nú öðru nær. Hann lá þarna bara og drakk í sig áhrifin frá öllu því óþekkta í kring- um sig, skóginum og hlýju sumar- loftinu, svo hann gæti munað betur hvernig allt þetta var. Hans munnlega frásagnarlist var þeirrar gerðar sem ég hefi aldrei kynnst hjá öðrum. Hann gerði frum- legar og hnyttnar athugasemdir um alla mögulega hluti. Einu sinni sýndi ég honum bók sem ég bjóst ekki beint við að hann hefði ástæður til að meta. Bæði var hún á norsku og auk þess sá hann illa á bókina. Ég hafði líka orð á þessu við hann. Þá svaraði hinn aldni heiðursmaður: „Það þýðir nú lítið að sýna kettinum sjöstjörnuna.“ Ekki veit ég hvort þetta er gamalt íslenskt orðtak, en ég gleymi að minnsta kosti aldrei svari hans. Né heldur því hversu frjálslega hann orðaði það þegar hann spurði eftir salerninu: „Er til staður hérna þar sem maður getur vætt þúfu?“ Sig- urgeir var hlýr og elskulegur maður sem naumast hefur nokkru sinni lagt illt orð til annarra. Guðmundur tengdasonur hans sagði mér að þeg- ar aðrir komu með illkvittnislegar athugasemdir um nánungann hefði Sigurgeir bara sagt: „Hann er með sínu lagi.“ Sigurgeir hefur naumast fengið mikla formlega menntun en þar í mót hefur honum verið gefin þeim mun meira af hinni innri menntun, ekki minnst það sem kallast mætti sálargöfgi. Ég tel því til forréttinda í lífi mínu að eignast vináttu þessa óvenjulega manns og lýsi friði yfir minningu hans. Arne Torp, Bærum, Noregi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.