Morgunblaðið - 17.11.2001, Qupperneq 50
MINNINGAR
50 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Ragnheiður Val-dórsdóttir hús-
móðir fæddist á
Hrúteyri við Reyðar-
fjörð 19. desember
1918. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Vestmannaeyja 8.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Valdór Bóas-
son útgerðarmaður,
f. 24.6. 1885 í Borg-
argerði við Reyðar-
fjörð, d. 22.4. 1927,
og Herborg Jónas-
dóttir húsmóðir, f.
23.8. 1886 á Hrúteyri við Reyðar-
fjörð, d. 22.8. 1964. Þau bjuggu á
Hrúteyri við Reyðarfjörð. Seinni
maður Herborgar var Þorleifur
Þórðarson, f. 17.4. 1891, d. 29.6.
1951. Ragnheiður var næstyngst í
hópi ellefu alsystkina, sem voru
Jónas, f. 1.2. 1908, d. 19.3. 1977,
Sigurbjörg, f. 27.12. 1908, d. 1909,
Guðrún Bjarney, f. 24.12. 1909, d.
16.4. 1961, Bóas, f. 16.4. 1911, d.
23.10. 1983, Eðvald, f. 10.8. 1912,
d. 12.8. 1942, Benedikt, f. 21.8.
1913, d. 1913, Guðlaug Jóhanna, f.
15.10. 1914, d. 1920, Óskar, f.
10.10. 1915, d. 5.12. 1981, Jóhann
Björgvin, f. 6.1. 1917, d. 14.2. 1991,
og Jóhann, f. 20.2. 1920, d. 25.10.
2000. Auk þess átti Ragnheiður
Edda, Júlíana Sara og Kristín
Olga. 1.2) Ragnheiður, f. 28.5.
1967, dóttir hennar er Silja Elsa-
bet Brynjarsdóttir. 1.3) Emilía, f.
20.10. 1973, hennar sambýlismað-
ur er Karl Guðmundsson. 1.4) Pál-
ey, f. 6.2. 1975, hennar sambýlis-
maður er Arnsteinn Ingi
Jóhannesson, sonur þeirra er
Borgþór Eydal. 2) Guðrún, f. 15.3.
1949, gift Reyni Árnasyni, börn
þeirra eru: 2.1) Páll Eydal, f. 22.4.
1966, sambýliskona hans er Geeta
Kaur, dóttir hans er Karen Ösp.
2.2) Elísabet, f. 2.8. 1968, sambýlis-
maður hennar er Gunnar Hrafn
Gunnarsson, börn þeirra eru
Reynir Rafn og Auður. 3) Bjarney,
f. 5.9. 1961, gift Ívari Gunnarssyni,
börn þeirra eru: 3.1) Anna Ragn-
heiður, f. 4.12. 1986, 3.2) Rakel Ýr,
f. 12.3. 1990, 3.3) Páll Eydal, f.
12.8. 1997, samfeðra eldri systir er
Sigríður Þóra.
Ragnheiður kom ung til Vest-
mannaeyja sem vinnukona. Hún
var húsmóðir og starfaði einnig
lengi vel hjá Vinnslustöð Vest-
mannaeyja við snyrtingu í fisk-
vinnslu og var hún 75 ára að aldri
þegar starfsævi hennar lauk árið
1994. Ragnheiður var mikil hann-
yrðakona alla tíð og liggja ófá
verk eftir hana. Með eiginmanni
sínum tók hún þátt í félagsstarfi
íþróttafélagsins Þórs. Hún var fé-
lagi í Kvenfélaginu Líkn og sín
seinni ár var hún virk í félagi eldri
borgara í Vestmannaeyjum.
Útför Ragnheiðar fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum í
dag og hefst athöfnin klukkan 14.
samfeðra yngri hálf-
systur, Valdóru, f.
30.9. 1927, d. 1929,
sem móðir hennar tók
að sér. Þá ólu móðir
Ragnheiðar og Þor-
leifur upp fimm fóst-
ursyni: Jón Arnfinns-
son, f. 27.3. 1915, d.
24.12. 1985, Guðjón
Jónsson, f. 7.5. 1925;
Jón Björgvin Ólafs-
son, f. 9.12. 1926, d.
okt. 1993; Ingólfur
Njálsson, f. 1.5. 1928,
og Magnús Hörður
Magnússon, f. 27.7.
1935.
Hinn 18. nóvember 1941 giftist
Ragnheiður Páli Eydal Jónssyni á
Eskifirði, f. 8. desember 1919 á
Garðstöðum í Vestmannaeyjum.
Hann starfaði lengst af sem slipp-
stjóri í Vestmannaeyjum. Hann
lést 27. október 1996. Foreldrar
hans voru Jón Pálsson ísláttar-
maður, f. 24.4. 1874 undir Eyja-
fjöllum, d. 10.1. 1954, og Guðrún
Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 9.10.
1887 í Keflavík, d. 9.7. 1923. Börn
Ragnheiðar og Páls eru: 1) Borg-
þór Eydal, f. 27.9. 1941, kvæntur
Guðbjörgu Októvíu Andersen,
dætur þeirra eru: 1.1) Þórdís,
5.8.1963, gift Gunnari Þór Gunn-
arssyni, dætur þeirra eru Októvía
Elsku mamma, nú þegar ég kveð
þig langar mig að skrifa nokkur orð
um þig. Ætíð gat ég stólað á þig
þegar ég stofnaði fjölskyldu, hvort
sem það var að passa eða hjálpa mér
með saumaskapinn. Þú varst mikil
saumakona og naut ég góðs af því,
bjóst til samkvæmiskjóla, kápur og
barnaföt, sem ég var mjög stolt af
enda mikið listaverk.
Mér var ávallt sagt frá því hversu
dugleg þú varst við sveitastörfin á
ungum aldri þótt smá værir, varst
snögg og lipur og þóttir myndarleg
ung heimasæta með fallegt sítt
dökkt hár og brostir með djúpum
spékoppum.
Þegar ég var lítil og á vorin kom
fiðringur í þig að komast austur á
æskustöðvar. Við fórum þá með
skipi og var oft allra veðra von en þú
varst einstaklega sjóhraust kona þó
þú værir bæði lágvaxin og fíngerð
og ætíð fórst þú í hlutverk hjúkr-
unarkonu að hlúa að þeim sjóveiku
enda kom ekki til greina síðar meir
að taka koju í Herjólfi.
Það var líka ótrúlegt að upplifa
stemmninguna sem myndaðist í eld-
húsinu á Boðaslóðinni þegar ég var
lítil.
Þú varst að vinna í Ísfélaginu og
vorkenndir Austfirðingunum sem
komu á vertíð, þú bauðst fólkinu
með þér heim enda mundir þú
hvernig það var að vera ný í Eyjum.
Oft hefði ekki verið hægt að bæta
við svo mikið sem einni manneskju í
eldhúsið og þó var það stórt, en það
var oft glatt á hjalla á þessu aust-
firska kaffihúsi.
Fyrsta utanlandsferðin sem þú
fórst var til Danmerkur og þú fórst
hana sem fararstjóri með hóp af
ungum strákum úr Þór. Alla tíð tal-
aðir þú um hvað þessi ferð hefði ver-
ið skemmtileg og gefið þér góðar
minningar.
Þú varst einstakur dýravinur sem
hefur skilað sér beint til barnanna
minna og hlógum við í sumar þegar
ég kom með Auði langömmubarnið
þitt, þá átta mánaða, í heimsókn.
Hún sá kisustyttu hjá þér og voru
hennar fyrstu orð: „Mjá, mjá.“ Mik-
ið varst þú glöð og sagðir að hún
hefði genin þín. Þú hlúðir vel að ætt-
ingjum þínum og fyldist vel með öll-
um.
Í gosinu flutti ég austur á Vopna-
fjörð og þú og pabbi komuð oft
þangað til okkar, en aldrei gleymi ég
þegar pabbi tók bílpróf 1979 og þið
keyrðuð austur án þess að segja mér
nokkuð. Þegar ég kom heim úr
vinnu þann daginn var dekkað borð
og þið ótrúlega montin af fyrstu
ökuferð ykkar. Það var lítið mál eft-
ir þetta að renna austur á sumrin,
það var keypt spóla með Eyjalögum
eða Jónas og fjölskylda og oft voruð
þið full af bröndurum af þeirri góðu
spólu.
Alltaf varð að redda lagningu fyr-
ir þig hvar sem þú varst stödd því þú
gast ekki hugsað þér að hafa hárið í
óreiðu, enda hugsaðir þú alla tíð ein-
staklega vel um útlit þitt og ósjaldan
sem ég sagði: „Mamma, þú getur
ekki verið á pinnahælum hér.“ En
þú hefðir farið maraþon á þeim, svo
ákveðin varst þú að þetta væru
bestu skór fyrir þig.
Þið tókuð vel á móti börnunum
mínum þegar þau fóru til ykkar
pabba í skóla í Eyjum og erum við
þakklát fyrir það.
Elsku mamma, takk fyrir allar
góðu stundirnar. Guð geymi þig.
Þín
Guðrún.
Héðan skal halda,
heimili sitt kveður
heimilis prýðin í hinzta sinn.
Síðasta sinni
sárt er að skilja,
en heimvon góð í himininn.
(V. Briem.)
Amma og afi hafa verið sameinuð
á ný. Þótt söknuðurinn sé mikill hjá
okkur gleðjumst við yfir því að þessi
einstaklega samrýndu hjón ganga
saman hönd í hönd um himnastíga.
Amma var ung stúlka austur á
fjörðum er hún ákvað að fara að
heiman til Vestmannaeyja og fara
að vinna hjá stóra bróður sínum og
eiginkonu hans. Móðir hennar sagði
við hana áður en hún fór að fyrsti
maðurinn sem tæki í hönd hennar
þegar þangað kæmi yrði eiginmaður
hennar. Ungur maður, mágur bróð-
ur ömmu, var sendur til að sækja
ömmu þegar skipið kom í höfn. Þeg-
ar hann tók í hönd hennar og leiddi
hana frá borði horfðust þau í augu
og var það ást við fyrstu sýn. Seinna
sagði amma okkur að hún vissi það
strax þá að þetta var hann, hinn eini
sanni, en það var ekki fyrr en löngu
seinna sem hún mundi eftir orðum
móður sinnar. Hjónaband ömmu og
afa var einstaklega ástríkt og mikil
tillitssemi ríkti ætíð á milli þeirra.
Enda gerðu þau allt saman, þau
voru ekki bara hjón heldur einnig
bestu vinir. Þau báru mjög mikla
virðingu fyrir hvort öðru og nutu sín
bæði í hjónabandinu. Amma var
stórglæsileg kona og þegar hún kom
til Eyja í fyrsta sinn héldu menn að
kvikmyndastjarna frá Hollywood
væri komin í bæinn, svo glæsileg var
hún. Amma var alltaf fín í tauinu og
fór í hverri viku í lagningu þrátt fyr-
ir að ekkert sérstakt stæði til. Hún
var líka alltaf svo mikil dama og þó
að rigndi eldi og brennisteini fór
hún samt í háhælaða skó, kuldaskór
og strigaskór komu alls ekki til
greina hjá henni ömmu.
Amma var einstakur dýravinur og
átti iðulega gæludýr, fugla og/eða
ketti. Lengst af átti hún páfagauk-
inn Rómeó og kenndi hún honum
ýmsar kúnstir. Hún hugsaði sér-
staklega vel um dýrin sín og sauð
t.d. alltaf nýja ýsu handa kisunum
sem voru jafnan feitar og pattara-
legar. Þau voru ófá skiptin sem
amma var með veika fugla til að
hugsa um á heimilinu, vængbrotna
og ofkælda sem hún hjúkraði af alúð
og kom aftur til síns heima. Orðspor
um gæsku ömmu í garð dýra var vel
þekkt og komu krakkar gjarnan til
hennar með veikburða dýr því þau
vissu að þar var dýrunum borgið.
Amma gleymdi aldrei smáfuglunum
og smurði meira að segja tólg ofan á
brauð handa þeim svo þeir fengju
meiri næringu á veturna. Ógleym-
anlegt er þegar hún hringdi sérstak-
lega til að minna okkur systurnar á
að gefa smáfuglunum. Amma hafði
mikið samband við okkur alveg
sama hvar við værum staddar í
heiminum og fylgdist hún alltaf mik-
ið með því hvað við höfðum fyrir
stafni hverju sinni. Hún kynntist
mönnum okkar enda lagði hún rækt
við sitt fólk. Aldrei fannst ömmu
hún gera nóg fyrir okkur og lét jafn-
an fylgja þegar hún gaf okkur gjafir,
hvort sem þær voru stórar eða smá-
ar, að þetta væri nú bara smáræði.
Svona góð og gjafmild var hún
amma okkar.
Amma var alltaf með handavinnu
og minnumst við þess að hún hafði
búið um sig í herbergi þar sem hún
var með saumadótið og lampann
með stækkunarglerinu, allt tilbúið
og hver stund notuð. Hún lagði hart
að sér þegar hún var í handavinn-
unni á elliheimilinu, en þangað fór
hún á hverjum degi, hún gaf sér
varla tíma til að fara í kaffi með hin-
um konunum vegna þess að hún var
annaðhvort að klára jólagjafirnar
handa okkur eða aðrar gjafir handa
börnunum okkar. Í sumar þegar
amma fékk vitneskju um krabba-
meinið var það fyrsta sem henni
kom í hug að það eina sem hún ætti
eftir að gera væri að ljúka við að
smyrna mynd handa yngsta lang-
ömmubarninu. Amma hafði átt góða
ævi og var jafnan þakklát fyrir það.
Hún sagði okkur eftir að afi dó hve
mikilvægt væri að eiga góðar minn-
ingar og þurfa ekki að sjá eftir neinu
í lífinu. Amma og afi kenndu okkur
það með sínu lífi hvað það er mik-
ilvægt að vera góð við hvort annað
og njóta hverrar stundar. Þau voru
ófá heilræðin sem þau gáfu okkur og
munum við alltaf búa að þeim.
Amma var mjög frændrækin og
dugleg að heimsækja ættingja sína
og einnig var henni umhugað um að
við kynntumst fjarskyldum ættingj-
um okkar. Eigum við henni það að
þakka að hafa kynnst frændfólki
okkar um landið vítt og breitt.
Fannst henni mjög mikilvægt að við
mættum á ættarmótin og lét hún sig
aldrei vanta á þau. Það var alltaf
gaman að heimsækja ömmu og afa
því það var alltaf tími fyrir okkur.
Við spjölluðum um allt milli himins
og jarðar og amma sagði okkur frá
því þegar hún var ung að alast upp í
sveitinni. Amma var hafsjór af fróð-
leik um ýmis heimilisráð og leituð-
um við óspart til hennar. Þegar kött-
ur meig í gardínurnar hjá okkur,
rauðvín fór í dúkinn eða baksturinn
var að klúðrast hafði amma ráð við
því. Hjá ömmu var alltaf eitthvert
bakkelsi, pönnukökur, vöfflur, heitt
súkkulaði og ýmislegt góðgæti. Hún
veigraði sér heldur ekki við að baka
pönnukökur handleggsbrotin því
hún var góður gestgjafi og heldur
betur hörð af sér. Eftir að afi dó og
hún fór í ferðir með eldri borgurum
tók hún iðulega að sér að hjálpa
þeim sem voru henni veikari og
gerði þeim kleift að fara með í ferð-
irnar. Það mikinn náungakærleika
og fórnfýsi hafði amma okkar að
geyma. Amma var mjög mikil fé-
lagsvera og vildi alltaf vera þar sem
fjörið var enda liðtæk á mannamót-
um og þar á meðal á þjóðhátíð. Nú
síðast þegar hún var orðin rúmliggj-
andi vildi hún samt endilega sjá ljós-
in í dalnum enda átti hún margar
góðar minningar þaðan með honum
afa.
Amma vildi hafa hreint í kringum
sig og þegar hún tók til í garðinum
heima á Boðaslóðinni sást oft á eftir
henni upp götuna að tína upp sæl-
gætisbréf, svo umhugað var henni
um umhverfið. Amma var mikill
vinnuþjarkur og vann hún í fiski til
75 ára aldurs og gaf unga fólkinu
ekkert eftir í bónusnum. Hún hélt
sér alltaf í góðu formi og fannst mik-
ilvægt að vinna meðan hún hafði
heilsu til. Á níræðisaldri hlaut amma
tvisvar beinbrot og var hún ótrúlega
fljót að ná sér. Hún píndi sig í gegn-
um allar æfingar og gerði þær það
vel að hún hélt fyrri liðleika og
hreyfigetu þrátt fyrir háan aldur.
Hún var mikil áhugamanneskja um
íþróttir og fylgdist vel með í öllum
íþróttum, hún átti sér meira að
segja uppáhaldslið í NBA og horfði
gjarnan á leiki á nóttunni. Fótbolti
og handbolti í sjónvarpi var hennar
dægrastytting en ekki ,,sápur“ og
þegar heimsmeistaramót voru þá
var hátíð í bæ og mátti hún ekki
missa af leik. Það kom mönnum okk-
ar í opna skjöldu þegar hún ræddi
um kappleiki við þá því hún var vel
inni í málunum og hafði skoðanir á
því hvernig þetta ætti að vera eins
og þeir hörðustu.
Við vorum nánar henni ömmu og
eigum margar góðar minningar sem
við munum varðveita í hjarta okkar
og með börnum okkar. Amma var
trúrækin kona og við vitum að nú er
hún hjá Guði með afa.
Minning þín er ljós í lífi okkar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Systurnar
Þórdís, Ragnheiður,
Emilía og Páley.
Elsku amma, nú þegar ég kveð er
margs að minnast og margar stund-
ir sem ég á eftir að sakna.
Ég á margar minningar um afa og
ömmu á Boðaslóðinni frá því að ég
var lítil og bjó í Eyjum, því flest jól
og hátíðir vorum við fjölskyldan
saman.
Mér fannst þú svo fróð um hvaða
vítamín og næringarefni væru í
hverju. Þegar ég gekk síðan á þig og
spurði með aðdáun hvernig á því
stæði sagðir þú: „Elskan mín, þegar
maður verður veikur þá lærir mað-
ur.“ Í vetur kom sannleikurinn upp
á yfirborðið, þú og Badda sögðuð
mér sannleikann, sem var að auðvit-
að hafðir þú lesið þér til, en mest
skáldaðir þú í það og það skiptið. Ég
fer ekki ofan af því að þú hafir verið
mjög fróð og er eiginlega bara fúl að
þú og Badda skylduð eyðileggja
þessa hrifningu mína en ég veit bet-
ur.
Eftir að ég var flutt á Vopnafjörð
og kom í heimsókn til þín varð ég að
færa þér súkkulaði, því ég vissi
hversu gott þér fannst það og fyrir
utan að ég fékk ætíð bita með þér.
Þannig að ég vissi alveg hvað ég var
að gera.
Ég var svo lánsöm að búa hjá þér
og afa þegar ég kom til Eyja í fram-
haldsskóla, það eru ljúfar minningar
og góð bönd sem mynduðust bæði til
ykkar afa og Böddu sem þá var farin
að búa og nýbúin að eignast sitt
fyrsta barn. Ég er oft búin að stríða
Böddu á því að hún hafi aldrei flutt
að heiman því hún fór aldrei langt
frá þér, eiginlega var hún ætíð við
hlið þér, þó að þú hafir verið yfir fer-
tugt þegar þú áttir hana. Var ótrú-
legt hversu góðar vinkonur þið vor-
uð og þú sagðir oft við mig eftir að
afi dó að þú vissir ekki hvað þú gerð-
ir ef þú hefðir ekki hana Böddu þína.
Við munum áfram hlúa að minn-
ingum um þig og afa því við höfum
lofað þér að láta böndin ekki slitna,
vonandi bara styrkjast ef eitthvað
er.
Margar góðar stundir áttum við í
eldhúsinu þegar ég kom heim á
kvöldin og þú og afi sátuð þar og
spjölluðuð saman, eða þegar ég kom
mjög seint heim og þú varst sofnuð
með Moggann í fanginu og gleraug-
un á nefinu. Ég læddist að þér og þú
vaknaðir og sagðir: „Ég var ekki
sofnuð,“ en ég vissi betur enda
brostum við bara og þú fékkst koss
á vangann. Mér finnst mjög gott að
geta kvatt þig með eins miklar
minningar og ég hef, enda þegar þú
RAGNHEIÐUR
VALDÓRSDÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru
nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect
einnig auðveld í úrvinnslu.
Birting afmælis- og
minningargreina