Morgunblaðið - 17.11.2001, Page 51
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 51
komst suður þá gistuð þið afi ætíð
hjá mér. Í eitt skiptið þegar þú
komst og ég bauð þér í húsdýra-
garðinn, en þvertók fyrir að fara
með þig á háu hælunum, þá endaðir
þú í inniskónum þínum en ég fékk
sko að heyra það að þú hefðir alveg
getað labbað í hælunum.
Þú og afi voruð alveg yndisleg
hjón og afi passaði ávallt að hita bíl-
inn fyrir þig og opna svo fyrir þér
hurðina, geri aðrir betur, enda sakn-
aðir þú hans sárt eftir að hann dó og
þér fannst oft einmanalegt hjá þér í
seinni tíð. Það er aðdáunarvert að
þú dreifst þig nú samt í ferðalög,
austur til mömmu og pabba og í
ferðalög með Böddu og fjölskyldu að
ógleymdum eldriborgaraferðum og
starfsemi með þeim.
Ég gleymi ekki hversu hissa
Gunni minn var þegar hann fattaði
að þú vissir meira um fótbolta en
hann. Þú varst að horfa á beina út-
sendingu með ÍBV, en hann hló og
sagði að þið væruð eins og táningar
að rífast við dómarann.
Þú varst alltaf svo mikil reglu-
manneskja. Þess vegna hefur mér
alltaf fundist fyndið að á ættarmóti
’90 voru allir að drekka kokkteil, en
þú sagðir sko nei takk, en skamm-
aðir afa fyrir að skilja eftir ávextina,
og borðaðir þá sjálf. Mikið gátum
við hlegið þegar þú varðst rjóð í
framan og fattaðir að auðvitað varst
þú líka búin að fá þér.
Ég mun búa að því hversu klár þú
varst í höndunum og myndirnar sem
Reynir minn og Auður eiga eru
merki um það og ótrúlegt í veikind-
unum þínum í sumar þegar þú með
naumindum kláraðir myndina henn-
ar Auðar. Ekki fannst þér leiðinlegt
að fyrstu orðin hennar Auðar voru
„mjá glöð“ og sagðir að kisugenin
hefðu skilað sér, enda varst þú ein-
staklega mikill dýravinur.
Þú varst mjög ættrækin og fylgd-
ist vel með öllum. Þegar við spjöll-
uðum saman í síma oft á tíðum fékk
ég allar fréttir af öllum í gegnum
þig. Það verða viðbrigði þegar svona
ættarhöfðingi fellur frá að halda
tengslunum, en það er í okkar valdi.
Ég sakna þín og ég, Gunni, Reyn-
ir og Auður þökkum fyrir allar ynd-
islegu stundirnar. Nú segi ég eins
og þú sagðir ávallt við mig: „Guð
geymi þig.“
Þín
Elísabet.
Elsku amma. Nú ertu komin til
afa og við vitum að þér líður vel
núna, það er bara svo sárt að kveðja.
Við systurnar eigum svo margar og
góðar minningar um þig því þú varst
heimsins besta amma. Alltaf varst
þú tilbúin að hlusta á okkur og þeg-
ar við komum í heimsókn þá gafst
þú okkur ávallt eitthvað gott að
borða. Þú kenndir okkur að spila
þegar við vorum litlar og hefur það
örugglega ekki verið auðvelt verk.
Góðu stundirnar sem við áttum sam-
an í sumarfríum voru margar og
minnisstæðar.
Þegar við gistum hjá þér og afa
og vöknuðum á nóttunum og gátum
ekki sofið, þá fórum við að spila, tala
saman og stundum horfðum við á
sjónvarpið. Þú varst alltaf að verja
okkur þegar við gerðum eitthvað
sem við áttum ekki að gera, þá sagð-
ir þú að það gæti ekki verið að við
hefðum gert það, því við værum svo
frábærar og þú talaðir um okkur og
við okkur eins og við værum englar.
Síðan varst þú alltaf svo dugleg að
gera eitthvað fallegt í handavinnu
og varst ætíð að gefa okkur hluti
sem þú bjóst til.
Í mörg ár fórum við systurnar
með ykkur afa í kirkju á jólunum en
núna seinni árin eftir að afi dó höf-
um við nöfnurnar alltaf farið saman
og, elsku amma mín, mikið á ég eftir
að sakna þess.
Elsku amma, nú vitum við að þér
líður vel hjá afa og þið fylgist með
okkur vaxa úr grasi, minningin um
ykkur verður alltaf hjá okkur og
munum við systurnar alltaf halda
minningunni á lífi fyrir hann Palla
litla en hann var svo mikill sólar-
geisli eins og þú sagðir alltaf.
Elsku amma, takk fyrir allt. Guð
geymi þig.
Anna Ragnheiður
og Rakel Ýr.
Elsku langamma, mig langar að
minnast þín með nokkrum orðum.
Takk fyrir að hafa verið svona góð
langamma.
Nú ert þú farin, og ég sit hér eftir.
Silja Elsabet Brynjarsdóttir.
Þegar lífi þínu er nú lokið eftir
langt stríð við þann sem öllu ræður
langar mig að þakka þér fyrir það
sem þú varst okkur systkinunum,
börnum okkar og fjölskyldum. Ég
held að ég særi engan með því að
lýsa því yfir að þú varst okkur svo
mikils virði að ég held að þú hafir
verið okkur næstum sem annað for-
eldri. Fannst mér mikil huggun í
sambandi við andlát föður míns fyrir
rúmu ári að þú værir eftir. Reyni ég
nú að vera ekki eigingjörn og gleðj-
ast yfir því að þú hefur fengið hvíld,
þótt söknuður og sorg fylli huga
minn yfir því að geta aldrei framar
talað við þig í síma eða hitt þig. Það
var sama hversu veik þú varst, alltaf
mundir þú eftir að spyrja um afkom-
endur okkar og var það aðdáunar-
vert hvað þú mundir ætíð nöfn
þeirra og hvað þau voru að gera og
hvar þau voru hverju sinni, fylgdist
með fæðingum barna í fjölskyld-
unni, mundir eftir afmælisdögum
okkar og iðulega hringdir þú til færa
okkur hamingjuóskir ef eitthvað var
að gerast. Var það nú ekki á hvers
manns færi að leggja þetta á minnið
með þennan rúmlega 60 manna af-
komendahóp föður míns. Sárt er að
hugsa til þess að með þér hverfi það
seinasta af systkinum pabba sem
voru svo mikill þáttur í barnæsku
okkar systkina. Fyllist ég trega og
finnst mér sem komið sé að tíma-
mótum í lífi mínu og vissum kafla sé
lokið og að það sé svo endanlegt og
einungis minningarnar séu eftir. Við
svona tækifæri kemur í ljós mikil-
vægi þess að halda góðu sambandi
við eldri ættinga því að þeir eru yf-
irleitt hluti af æsku og uppvexti
hvers og eins. Þeir eldri tengja sam-
an kynslóðir og muna atburði úr lífi
foreldra og forfeðra okkar sem ann-
ars falla í gleymsku. Er það mikils-
vert að halda á loft þessum brotum
úr lífi hvers einstaklings til að skilja
tilgang margs sem með tímanum
breytist á þann hátt að erfitt er fyrir
þann sem á eftir kemur að koma
auga á ástæður fyrir svo mörgu og
öðlast skilning á því án slíks sam-
bands við þá eldri. Mér finnst ég
hafa verið heppin því að náið sam-
band var í fjölskyldu minni við
frændfólkið.
Við allar hátíðlegar stundir í fjöl-
skyldunni, jafnt sorgar sem gleði,
var það viss þáttur að systkini
pabba kæmu og væru viðstödd. Frá
því að ég man eftir mér var það
einnig viss partur af sumrinu að þú
kæmir austur.
Fannst þér aldrei sem sumarið
væri komið fyrir alvöru nema þú
kæmist austur á Hérað. Mikill heið-
ur fannst mér vera mér sýndur, að
þið hjónin skylduð vilja gista á heim-
ili mínu í þessum heimsóknum þeg-
ar faðir minn hélt ekki lengur heim-
ili á Þrándarstöðum. Allir höfðu
gaman af því þegar þú komst í heim-
sókn, jafnt yngri sem eldri, og ekki
held ég að köttunum okkar hafi þótt
ónýtt að fá þig í heimsókn því þeir
nutu þess í matargjöfum og klappi.
Þrátt fyrir að eiga yndislegan eig-
inmann, heimili og börn í Vest-
mannaeyjum var alltaf sama þráin
til Austurlands í huga þér. Aust-
firski uppruninn sagði til sín og hin
sterku bönd sem voru bundin í æsku
leystust ekki, heldur héldust traust
alla ævi. Þrándarstaðir voru og
verða sjálfsagt alltaf í þínum huga
að fara heim; hef ég það á tilfinning-
unni að þú og pabbi séuð búin að
hittast og séuð að fylgjast með ykk-
ar afkomendum og rifja upp æsku-
minningarnar. Þú varst þakklát fyr-
ir hvaðeina sem var gert fyrir þig
þótt ekki væri það stórt í augum
annarra. Til dæmis er mér minn-
isstæð ferð í Dalhús eitt sumarið.
Mikið var gaman að sjá þig gleðjast
yfir því að líta aftur augum staðinn
þar sem þú hafðir eytt hluta af
æskuárunum, 18 ára hafðir þú farið
þaðan og ekki komið þangað síðan.
Allt var svo jákvætt í þínum augum,
þú sást bara betri hliðar fólks og
sást tilgang með öllum viðburðum
sem þú mættir í lífi þínu og sættir
þig við hvaðeina sem yfir þig dundi,
jafnt eldgos sem og fráfall manna
eða málleysingja sem þér þótti vænt
um. Það var sama hvar og hvenær
og á hvað tíma sólarhringsins maður
sá þig, alltaf varst þú jafn fín og vel
til höfð.
Þú varst órög við að klæðast lit-
ríkum nýtísku fötum og settir með
því kærkominn lit á tilveruna í grá-
myglu hversdagsleikans. Fyllist ég
stolti fyrir þína hönd að heyra að
fram á seinustu stundu hafðir þú
hugann við útlitið og hugsaðir um að
hafa hárið í lagi og vera vel snyrt
þótt þú værir fárveik. Hef ég oft
sagt að svona vildi ég verða þegar
ég yrði komin á þennan aldur.
Þið hjónin voruð samtaka í því að
hugsa vel um útlitið og hafa allt
snyrtilegt jafnt úti sem inni. Fannst
mér gaman að fylgjast með því
hversu mikið þið nutuð þess að eign-
ast bíl á seinni árum, hafa örugglega
ekki margir bílar fengið eins góða
meðferð og verið bónaðir eins vel og
ykkar. Í þetta eina skipti sem við
fjölskyldan komum til Vestmanna-
eyja í heimsókn til ykkar var eins og
við værum háttsettir gestir, þvílíkar
voru móttökurnar. Þá var gott að
eiga góðan bíl til að skoða Vest-
mannaeyjar.
Æskuheimilið á Stuðlum var ekk-
ert frábrugðið öðrum heimilum né
fjölskylduformi á þeim árum sem þú
varst að alast upp. Þessi tíu börn
sem fæddust á 12 árum og ekkert
varð ráðið við sjúkdóma og vina-
missi en þrjú af þeim systkinunum
dóu ung. Föðuramma mín, Herborg,
sá að mestu ein um þennan barna-
hóp og uppeldi þeirra því að Valdór
afi minn stundaði sjó og verslunar-
störf auk þess að vinnan krafðist
þess að hann þurfti að dvelja fjarri
heimilinu langtímum saman. Sam-
heldni og gott samkomulag milli
barnanna hjálpaði mikið því fljótt
tóku eldri börnin til við þá vinnu
sem féll til á bænum. Lífsþægindi,
svo sem vatn í krönum heitt eða
kalt, rafmagn og fleira sem okkur
finnst svo sjálfsagt í dag, þekktist að
sjálfsögðu ekki á Stuðlum frekar en
á öðrum sveitaheimilum þeirra tíma.
Ekki var til staðar nein félagsleg
samhjálp á þessum árum og lífið
krafðist þess að allir tækju til hend-
inni þótt smáir væru við þau störf
sem kölluðu á hverju sinni. Þrátt
fyrir það er þessi meiður af Stuðla-
ættinni landsþekktur fyrir dugnað
og áræði í störfum til sjávar og
sveita enda uppvaxtarárin dýrmæt-
ur skóli fyrir lífsbaráttuna.
Að alast upp í stórum systkina-
hópi gefur gott veganesti fyrir lífs-
tíð, það eykur á samstarfshæfni og
aðlögum.
Sambandið milli ykkar systkin-
anna var alltaf eins og best varð á
kosið og höfðuð þið í vöggugjöf hlot-
ið dýrmæta eiginleika frá foreldrum
ykkar, lífsgleði, bjartsýni og dugn-
að. Þessir ómetanlegu eðliskostir
forfeðranna komu að góðum notum í
lífi og starfi hvar sem þið tókuð til
hendinni. Voruð þið öll eftirsótt og
vinsæl til allra þeirra starfa sem
komu í ykkar hlut. Þrátt fyrir lang-
an og erfiðan vinnudag höfðuð þið
öll gaman af því að fara á þær
skemmtanir sem tækifærin buðu
upp á. Fannst mér gaman að heyra
þig rifja upp minningar frá því að
þið voruð ung, heyra sögur af því
þegar þið voruð að ganga langar
leiðir til að fara á dansleiki og svo
heim undir morgun og stundum
beint í mjaltir eða heyskap. Þeir
sem voru samtíða þér og voru á
þessum dansleikjum tala um það
hvað þú hafir verið falleg, kát og
hvað þú hafir verið vinsæl af pilt-
unum til að dansa við. Svífandi létt,
nett og falleg og hafir svifið um gólf-
ið frá upphafi til enda skemmtunar-
innar.
Elsku Rænka frænka, ég vil
þakka þér fyrir ljúfa samfylgd á
liðnum árum og allt sem þú hefur
verið mér og mínum.
Kæri Borgþór, Gugga, Badda og
fjölskyldur, megi Guð leiða ykkur í
gegnum þennan erfiða tíma en
minnist þess að hinir látnu eru ekki
horfnir, heldur eru þeir aðeins farn-
ir á undan okkur og bíða okkar.
Ykkar frænka
Ólafía Herborg.
!
"# $
%& '
! "# ! "#$"
%&
'" ! "#$" ' %(#)
* " + ! "#$" ,) ""-)"#)
! "# . (" ! "#$"
. /"" ! "##) *0 1 #- "'!""
0 "0/ "$'0 "0 "0/ "
223 4
&"# 5
67 "'4-)1""$"
6/ ' "67 "'$" %". ! "##)
&& 67 "'#) -)". $"
0 "0/ "$'0 "0 "0 "
#
**8 6*
.*
)1 ! !9
.&' * "# ' ).&&#) #)
* "# ,$ &&
' ' $"
*&" ""* "#
7! "#
")&($"
$'0 "0/ "
)
& 3
8:
;
3
"
& *#&
+,( - < 7! "#$"
<#) % * $"
""<#) . &! ! 1
<#) '%6 "$"
* %"<#) * =-/"$"
0 "0/ "$'0 "0 "0/ "
.
-*8 2
3
( +.&& "#
&1 ! & /"' 1& >
$
%& "-
+/( - ' *'' $" *& "0$ ' &#)
"" *'' #) '! "# ,) $"
0 "0/ "$'0 "0 "0/ "
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins
í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.