Morgunblaðið - 17.11.2001, Side 53
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 53
✝ Anna SigurborgGuðjónsdóttir
fæddist í Vestmanna-
eyjum 24. ágúst 1928.
Hún lést á Sjúkrahúsi
Suðurlands 7. nóvem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Sigurborg Einars-
dóttir og Guðjón Þor-
leifsson skipasmiður.
Alsystur hennar eru
Laufey, Alda og Þór-
leif og hálfbræður
hennar eru Einar
Vídalín Einarsson og
Anton J. Guðjónsson.
Anna giftist 31.12. 1948 eftirlif-
andi eiginmanni sínum, Pétri Pét-
urssyni múrara frá Stóru-Hildisey
í Austur-Landeyjum. Synir þeirra
eru: 1) Birkir, f. 1946, kvæntur
Ragnheiði Hallgrímsdóttur, f.
1946, eiga þau þrjá syni, Pétur
Vigni, Hallgrím og Guðjón Birki.
2) Agnar, f. 1948, kvæntist Þór-
eyju Guðjónsdóttur,
f. 1944, d. 1999, eiga
þau tvö börn, Sig-
rúnu og Þór. Sam-
býliskona Agnars er
Hjördís Þorfinns-
dóttir, f. 1953. 3)
Gylfi, f. 1957, kvænt-
ur Guðrúnu Jónu
Valdimarsdóttur, f.
1961, eiga þau þrjá
syni, Valdimar,
Heimi og Bjarka.
Langömmubörnin
eru sjö.
Anna og Pétur
hófu búskap að
Lundi og síðan að Fagurhóli í
Vestmannaeyjum. Þau fluttu til
Reykjavíkur 1969 og bjuggu þar
til 1993 er þau fluttu á Selfoss.
Anna vann lengst af við verslunar-
störf auk húsmóðurstarfanna.
Útför Önnu fer fram frá Stokks-
eyrarkirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 14.
Elsku Anna mín. Það er svo margs
að minnast, ég get ekki talið það allt
upp, svo ég geymi það í hjarta mínu.
Ég vil þakka þér, Anna mín, fyrir allt
sem þú hefur gert fyrir okkur, það er
svo ótalmargt. Ég er svo þakklát fyr-
ir að hafa átt þig sem tengdamóður,
okku samdi alltaf svo vel, mér finnst
eins og ég sé að missa mömmu mína
aftur. Það er skrítið að koma í Suður-
engið og þú ekki þar. Þegar fjöl-
skyldan kom saman varst þú manna
hressust og söngst hæst af öllum og
það var skylda að ég og þú syngjum
„Kvöldið er fagurt“ og „Góða tungl“
tvíraddað, þú gafst þig ekkert með
það. Fyrir tíu árum greindist þú með
krabbamein. Þetta er búinn að vera
ótrúlegur tími, sama á hverju gekk,
alltaf varst þú jafn bjartsýn, jákvæð
og dugleg, ótrúlega sterk. Þú hjálp-
aðir þér svo mikið sjálf og „hann
þarna uppi“ var alltaf með þér. Þú
varst svo trúuð, fórst með bænirnar
og baðst fyrir fólkinu þínu.
Nú líður að jólum, þau verða skrít-
in án þín, Anna mín, þú varst svo
mikið jólabarn, föndraðir mikið og
dreifðir því á milli okkar.
Elsku Pétur minn, þú hefur staðið
eins og klettur við hlið Önnu þinnar
og hjúkrað henni, þinn missir er mik-
ill.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því.
Þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Þín tengdadóttir,
Guðrún Jóna.
Elskulega amma, njóttu
eilíflega Guði hjá,
umbunar þess, er við hlutum,
ávallt þinni hendi frá,
þú varst okkur ungu’ hjörtum,
eins og þegar sólin hlý,
vorblómin með vorsins geislum
vefur sumarfegurð í.
Hjartkær amma, far í friði,
föðurlandið himneskt á,
þúsundfaldar þakkir hljóttu
þínum litlum vinum frá.
Vertu sæl um allar aldir,
alvaldshendi falin ver,
inn á landið unaðsbjarta,
englar Drottins fylgi þér.
(Höf. ók.)
Elsku amma, takk fyrir allt.
Guð geymi þig.
Þínir
Valdimar, Heimir og Bjarki.
Elsku Anna mín. Nú þegar ég
kveð þig sit ég eftir með söknuð í
hjarta, en er jafnframt svo ham-
ingjusöm fyrir það að hafa fengið
tækifæri til að kynnast þér, þakklát
fyrir að Anna Ír og Birkir skyldu
eiga svona yndislega langömmu.
Ömmu sem gaf sér tíma til að vera
með þeim og passa þau. Ömmu sem
gaf sér tíma til að ræða málin og
hlusta. Ömmu sem föndraði svo
skemmtilega muni sem við varðveit-
um. Ömmu sem hélt skemmtileg
jólaboð. Ömmu sem var hrókur alls
fagnaðar. Ömmu sem var jákvæð og
barðist áfram í veikindum sínum.
Ömmu sem skilur eftir sig yndisleg-
ar minningar.
Elsku Pétur minn, þú studdir vel
við bakið á Önnu í veikindum hennar,
missir þinn er mikill. Við Pétur,
Anna Ír og Birkir biðjum góðan Guð
að styrkja þig.
Enginn þarf að spyrja hvar gröf þín er,
því hún er þar,
sem grasið er grænast.
Þar er vetrarsnjórinn hvítastur,
himinninn heiðastur
og þar syngur vorfuglinn skærast.
Nei, enginn þarf að spyrja
hvar gröf þín er.
Hún er þar sem tár okkar þorna
og orð okkar þagna.
(B. G.)
Þín
Jóna Dóra.
Yngsta systirin af fjórum frá Fag-
urhóli í Vestmannaeyjum, Anna, er
látin. Elst er Laufey, þá Alda (látin
fyrir nokkru), Þóra og yngst Anna.
Þær hafa alla tíð verið mjög sam-
rýndar og miklar vinkonur. Þegar
þær stofnuðu heimili úti í Eyjum,
ungar að árum, kom það af sjálfu sér
að mikill samgangur varð á milli
heimilanna. Börnin þeirra, sem voru
á svipuðum aldri, mynduðu sterk
vinatengsl. Þær voru allar miklar
hannyrðakonur, saumuðu, prjónuðu
og ekki síst, hekluðu. Þær eru ljóslif-
andi æskuminningar okkar með
þeim úti í Eyjum: Þær að sauma, eða
hekla, tala hátt saman, hlæja dátt
saman og tala p-mál ef við krakk-
arnir máttum ekki skilja það sem
þær sögðu. Í p-máli var Anna frænka
í essinu sínu! Ógleymanleg! Einnig
föndruðu þær mikið löngu áður en
það komst í tísku. Þá voru ekki fönd-
urbúðir á hverju horni eins og nú er
og erfitt var að nálgast efni sem þær
sáu í dönsku blöðunum.
Anna og fjölskylda flutti upp á
land í kringum 1970. Fyrst á Selfoss,
síðan til Reykjavíkur, en er gaus í
Vestmannaeyjum 1973 fluttu allar
systurnar upp á fasta landið. Börnin
voru að fullorðnast og stofna eigið
heimili og þá vilja tengslin rofna, all-
ir hafa nóg með sitt. En Fagurhóls-
systur fundu ráð við því. Drifið var í
ættarmóti, þar sem börnin og fjöl-
skyldur þeirra og Vídalíns bróður
þeirra komu saman einu sinni á ári.
Enn voru þær á undan tískustraum-
unum, það var varla búið að finna
ættarmótin upp. Ættarmótin eru
kakómót, þar ríkir gáski og gleði.
Börnin fá að njóta sín. Þar hefur
Anna frænka verið í fararbroddi við
að hafa nógu mikið sprell hjá krökk-
unum. Því hún var alltaf kát og hress
og hafði gaman af að skemmta sér og
öðrum. Það var aldrei lognmolla í
kingum hana Önnu og hún var
skemmtilega hávær. Verður hennar
sárt saknað þar sem annars staðar.
Þegar Anna greindist með
krabbamein kom í ljós að hún var
ekki bara gleðimanneskja, hún var
hörkutól og gædd miklum sjálfsaga.
Hún tókst á við veikindin af einurð
og festu. Hún fór eftir tilmælum
lækna, en hún leitaði líka óhefðbund-
inna lækninga, sk. náttúrulækninga,
og ekki síst sótti hún styrk í trúna.
Æðruleysisbænina hafði hún að leið-
arljósi. Án efa hjálpaði það til að hún
átti góða tíma inn á milli og þrátt fyr-
ir mörg áföll reis hún alltaf upp aftur
og alltaf jafn glæsileg. Við dáðumst
að henni fyrir dugnaðinn, kjarkinn
og þorið. Hún lifði lífinu lifandi. Ef
hún mögulega gat tók hún þátt í og
gerði allt sem hún hafði áhuga á og
iðulega dreif hún Þóru systur sína
með sér, hvort sem það var að fara
upp í Borgarnes að heimsækja Lauf-
eyju systur sína, fara á þorrablót á
Stokkseyri eða á fermingarmót út í
Eyjar. Oft var hún sárþjáð en lét
engan bilbug á sér finna.
Minning um kæra frænku sem var
kjarkmikil, hugrökk og djörf lifir í
hjarta okkar.
Innilegar samúðarkveðjur til Pét-
urs, Birkis, Agnars, Gylfa og fjöl-
skyldna þeirra, einnig til systra
hennar, Þóru og Laufeyjar.
Þóru og Kjartans börn.
Mig langar að minnast æskuvin-
konu minnar Önnu Guðjónsdóttur
frá Fagurhóli í Vestmannaeyjum
sem í tíu ár hefur barist hetjubaráttu
við erfiðan sjúkdóm. Alltaf átti hún
von og trú, talaði við Guð og var
bænheyrð aftur og aftur. Góðir
læknar og hjúkrunarfólk gerðu allt
sem þau gátu. Heima fékk hún mikla
hjálp hjá eiginmanni sínum og fjöl-
skyldu. Allir gerðu sitt besta. Lífið
er barátta og hún var hetja í sinni
baráttu.
Nú ætla ég að rifja upp æskuárin
okkar. Ég man fyrst eftir í barna-
skóla. Við vorum saman í bekk, báð-
ar feimnar og hæglátar, ég þekkti
hana lítið þá. Það var ekki fyrr en ég
fór að vinna í bakaríinu hjá Friðriki
Haraldssyni á Sandi að við urðum
vinkonur. Sandur var næsti bær við
Fagurhól og Ása systir bakarans var
besta vinkona Önnu alla tíð. Ásta
frænka mín vann með mér í bakarí-
inu, Ása í verslun og Anna í neta-
gerð. Við vorum mikið saman allar
fjórar. Eftir vinnu fórum við oft í
göngu. Stóri rúnturinn lá vestur á
Hamar, suður með Hamrinum, út að
Stórhöfða og til baka um Lamba-
skorur, Haugana og Urðirnar. Um
helgar fórum við af og til upp í fjöllin,
Heimaklett og Klif.
Við áttum saman ógleymanlega
æsku og unglingsár. Síðan tók alvara
lífsins við og við urðum allar ungar
húsmæður, giftum okkur og blessuð
börnin komu í heiminn. Hún eign-
aðist þrjá syni, Birki, Agnar og
Gylfa, sem reynst hafa foreldrum
sínum stoð og stytta síðan þau fluttu
á Selfoss. Þótt alvara lífsins væri
tekin við var sama samband og vin-
átta áfram. Nú hittumst við í sauma-
klúbbum, jólaboðum og spilakvöld-
um. Alltaf var Anna hrókur alls
fagnaðar, því hláturinn og lífsgleðin
streymdu frá henni og enginn komst
undan því að hrífast með. Svo kom að
því að Anna og Pétur fluttu til
Reykjavíkur og síðan á Selfoss. Þá
varð vík milli vina en síminn brúaði
víkina að nokkrun leyti. Ef við áttum
leið til Reykjavíkur var alltaf kíkt
inn á Háaleitisbrautinni. Seinni árin
hefur sambandið milli okkar verið
jafnt og stöðugt. Við höfum átt ynd-
islegar samverustundir þegar haldin
hafa verið árgangsmót, öðru nafni
fermingarafmæli, hérna úti í Eyjum,
þá höfum við náð vel saman með
skólasystkinum okkar. Á síðustu
mánuðum höfum við oft átt saman
gott spjall í símanum og ekki bara
spjall, heldur líka dillandi hlátur af
og til. Alltaf sást þú björtu hliðarnar,
hversu veik sem þú varst. Í haust
komum við til ykkar og þið fóruð
með okkur niður á Eyrarbakka og
Stokkseyri. Þar sátum við í góðu
spjalli yfir kaffisopa og við hlökkuð-
um til að hittast aftur. En svona er
lífið, við ráðum svo litlu.
Nú er stríði Önnu við sjúkdóm
sinn lokið. Hún er komin í þá höfn er
bíður okkar allra. Ég vil þakka henni
samverustundirnar og bið algóðan
Guð að geyma hana.
Pétur minn, missir þinn er mikill
og sorg þín djúp. Við biðjum Guð að
vera með þér og þínu fólki í sorginni
og gefa ykkur styrk.
Alda Björns og Hilmir.
ANNA SIGURBORG
GUÐJÓNSDÓTTIR
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
Minningarkort
Hjartaverndar
535 1825
Gíró- og greiðslukortaþjónusta
Látinn er í Reykja-
vík Stefán Bogason
læknir, gamall skóla-
bróðir minn, vinur og
samstarfsmaður um
árabil.
Ekki verður í þessum fátæklegu
kveðjuorðum rakin ætt eða uppruni
Stefáns, enda munu aðrir gera það.
Leiðir okkar Stefáns lágu saman
mestalla ævi okkar, fyrst sem skóla-
bræðra við Menntaskólann á Akur-
eyri, síðar í Háskóla Íslands og loks
vorum við samstarfsmenn um ára-
bil. Það má víst segja að kynni okk-
ar hafi verið bæði löng og góð.
Við hófum nám við Menntaskól-
ann á Akureyri skömmu eftir stríð,
báðir um svipað leyti. Kynni okkar
þar urðu strax náin og vinátta þró-
aðist með okkur. Þegar í upphafi
varð vart hjá því komist að veita
Stefáni athygli sakir hans sterka
STEFÁN
BOGASON
✝ Stefán ÓlafurBogason fæddist
í Kelduhverfi 2. sept-
ember 1927. Hann
lést á Landspítala við
Hringbraut 16. októ-
ber síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Dómkirkjunni 24.
október.
persónuleika og prúð-
mannlegu framgöngu.
Stefán var góður
námsmaður og raunar
farsæll í hverju sem
hann tók sér fyrir
hendur. Þegar í lækna-
deild Háskóla Íslands
kom tókust enn frekari
vináttubönd með okk-
ur, enda ekki af ólíkum
stofnum runnir. Stefán
var af merkum bænda-
ættum úr Garði í
Kelduhverfi, en faðir
hans var orðlagður
hagleiksmaður. Móðir
hans var Sigurveig Einarsdóttir,
sem lengi var húsfreyja í Garði í
Kelduhverfi, en síðar rak hún hótel
á Kópaskeri. Gestrisni og greiðvikni
foreldra Stefáns, og þá ekki síður
móður hans var við brugðið. Und-
irritaður getur borið um hlýju frú
Sigurveigar og gestrisni, enda kom
ég oft á hótel hennar á Kópaskeri,
þáði þar góðgerðir og annan greiða
en aldrei mátti heyra á borgun
minnst.
Eftir að Stefán lauk námi í lækn-
isfræði lagði hann stund á svæfingar
og deyfingar sem sérgrein. Hann
starfaði einnig um árabil sem heim-
ilislæknir í Reykjavík og var með af-
brigðum vinsæll af öllum sínum
sjúklingum og raunar öllum þeim er
hann þekktu. Þá starfaði Stefán um
árabil á Landspítalanum í Reykja-
vík, en einnig sinnti hann sérgrein
sinni á St. Jósepsspítala í Hafnar-
firði og gegndi ýmsum öðrum mik-
ilvægum læknisstörfum.
Enn lágu leiðir okkar Stefáns
saman er hann varð aðstoðartrygg-
ingayfirlæknir árið 1982. Það starf
rækti hann af sérstakri alúð svo að
eftir var tekið.
Stefán var sérstakur persónu-
leiki, prúður í framkomu, en gat ver-
ið ákveðinn og þótt hann talaði lítið
og sjaldan var á hann hlustað þegar
hann talaði. Vinsældir Stefáns með-
al samstarfsmanna sinna hjá Trygg-
ingastofnun ríkisins voru með ein-
dæmum. Hann var hvers manns
hugljúfi en skemmtilegur á gleði-
stundum.
Ég vil segja að ef einhver maður á
nafnbótina heiðursmaður skilið þá
er það Stefán Bogason.
En nú eru leiðir skildar um sinn.
Við sem þekktum Stefán Bogason
lækni vel þökkum honum samfylgd-
ina og kveðjum hann með söknuði.
Sár söknuður er nú kveðinn að
konu Stefáns, Guðrún Kolfinnu Sig-
urgeirsdóttur, börnum þeirra og
barnabörnum þeirra og öðrum ætt-
mennum. Öllu þessu góða fólki fær-
um við Sigríður okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Stefáns
Bogasonar.
Sigríður og Björn Önundarson.