Morgunblaðið - 17.11.2001, Blaðsíða 54
MINNINGAR
54 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Georg Þór Krist-jánsson fæddist í
Vestmannaeyjum
25. mars 1950. Hann
lést á heimili sínu
sunnudaginn 11.
nóvember. Foreldr-
ar hans voru Helga
Björnsdóttir frá
Seyðisfirði, f. 2.4.
1931, d. 17.2. 1994,
og Kristján
Georgsson frá Vest-
mannaeyjum, f.
13.11. 1928, d. 12.4.
1977. Systkini
Georgs Þórs eru:
Björn, f. 1951, Guðfinna, f. 1953,
Margrét, f. 1958, Mjöll, f. 1959,
Drífa, f. 1959, Óðinn, f. 1961, og
Þór, f. 1961.
Hinn 6. ágúst 1976 kvæntist
Georg Þór eftirlifandi eiginkonu
sinni, Kristrúnu Hörpu Rútsdótt-
ur, f. 2.6. 1952. Foreldrar hennar
maður skólafélagsins 1965 til 1966
og starfaði í skátafélaginu Faxa
1962 til 1969. Hann var varafor-
maður Eyverja, félags ungra sjálf-
stæðismanna, 1980 til 1985. Georg
Þór var fyrst kjörinn í bæjarstjórn
Vestmannaeyja árið 1978. Hann
sat alls fjögur kjörtímabil í bæj-
arstjórn, þrjú fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn en kjörtímabilið 1994 til
1998 sat hann fyrir H- listann sem
hann stofnaði ásamt stuðnings-
mönnum sínum. Georg Þór starf-
aði sem forseti bæjarstjórnar frá
desember 1983 til júní 1984. Þá sat
Georg Þór í fjölda nefnda á vegum
Vestmannaeyjabæjar. Georg Þór
gekk í Kiwanisklúbbinn Helgafell
árið 1978. Hann gegndi stöðu rit-
ara í þrígang og var síðast kjörinn
ritari við stjórnarkjör í haust.
Georg Þór var forseti Helgafells
árið 1988 til 1989, svæðisstjóri
Sögusvæðis 1994 til 1995 og varð
síðan æðsti maður Kiwanishreyf-
ingarinnar á Íslandi er hann
gegndi stöðu Umdæmisstjóra Ís-
lands og Færeyja 1998 til 1999.
Útför Georgs Þórs fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum í
dag og hefst athöfnin klukkan 11.
eru Ragnheiður Bene-
diktsdóttir, f. 2.7.
1924, og Rútur Kr.
Hannesson, f. 16.8.
1920, d. 18.8. 1984.
Börn Georgs Þórs og
Hörpu eru: Kristján,
f. 5.10. 1975, sonur
hans er Georg Þór, f.
10.4. 2000; Ragnheið-
ur Rut, f. 23.6. 1977;
og Helga Björk, f.
20.10. 1982. Fyrir átti
Georg Þór Lilju, f.
15.2. 1970, unnusti
hennar er Romano
Phernamburq.
Georg Þór hefur unnið mikið að
félagsmálum í Vestmannaeyjum.
Hann var formaður handknatt-
leiks-og knattspyrnudeildar
íþróttafélagsins Þórs og í stjórn
Knattspyrnudeildar ÍBV 1976–
1978. Hann tók mikinn þátt í fé-
lagsstarfi í gagnfræðaskóla, for-
Þar kom að þeirri stund að ég
þurfti að kveðja pabba minn. Þegar
ég hugsa til baka koma óteljandi
gleðistundir upp í hugann. Það er
mjög óþægileg að hugsa til þess að
þær verði ekki fleiri en minningarnar
munu lifa um ókomna tíð. Hversu ró-
legur og afslappaður hann var alltaf
var alveg einstakt, alltaf svo hress og
kátur og aldrei langt í sprellið.
Það verður skrítið fyrir okkur
mömmu að horfa á enska boltann
alein og fá ekki hans álit en ég veit að
hann verður ekki langt undan og spá-
ir auðvitað í spilin. Það var alltaf líf og
fjör hjá okkur þegar við vorum að
horfa á enska boltann og einu skiptin
sem maður heyrði karlinn bölva var
þegar illa gekk hjá okkar liði.
Ég er mjög stoltur að hafa eignast
lítinn dreng og gat gefið honum nafn
föður míns.
Hann mun ávallt lifa í minning-
unni.
Kristján og Georg Þór.
Mig langar til að minnast í fáum
orðum elsku pabba míns, Georgs
Þórs.
Nú er hans hetjulegu baráttu lok-
ið, sem hann var búinn að heyja síð-
astliðið hálft ár. Nú þarf hann ekki að
kveljast lengur, elsku kallinn minn.
Ég sakna hans svo sárt og sakna þess
svo að geta ekki leitað til hans lengur,
því hann átti alltaf svar við öllu og átti
maður alltaf hug hans allan og ég
minnist orða hans: „Við reddum
þessu.“ Hann var alltaf til staðar fyr-
ir hvern sem var og voru allir jafnir í
hans huga. Elsku hetjan mín verður
alltaf efstur í mínum huga og ég elska
hann af öllu mínu hjarta. Hvíli hann í
friði, elsku hjartans engillinn minn.
Það er mín huggun að vita að honum
líður vel núna með öllum hinum engl-
unum. Guð blessi elsku mömmu mína
og okkur öll sem elskuðum hann.
Hans dóttir
Ragnheiður Rut.
Ég ætla aðeins að minnast elsku
pabba míns. Það er gott að vita að
hann er laus við þennan sársauka-
fulla sjúkdóm og er kominn á betri
stað, þar sem Guð er að ráða hann í
æðri hlutverk. Ég get ekki lýst því
hve sárt ég sakna hans og hve sárt
var að horfa upp á hann veikjast
svona á stuttum tíma. Ég hlýja mér
við allar yndislegu minningarnar um
hann, hve mikill kjarnakall hann var
og ótrúlega vel gerður. Ég hristi
stundum hausinn yfir öllum þessum
hlutum sem hann gerði fyrir fólk og
yfirleitt fékk hann það góða til baka.
ó, hann var svo ótrúlega rólegur og
yfirvegaður þegar erfiðast var eins
og þegar allir voru brjálaðir yfir
framkvæmdunum fyrir utan húsið
okkar, þar sem hann var lasinn inni
en hann sagði bara: „Hva, einhvern
tímann verður að gera þetta.“
Gott dæmi um vel gerða persónu
og er þetta bara smáatriði og frekar
ómerkilegt miðað við allar þær eft-
irminnilegu gjörðir og orð sem hann
lét eftir sig.
Jæja, pabbi minn, ég elska þig svo
rosalega mikið og ég veit að við hitt-
umst einhvern tímann aftur. Megi
Guð og hans englar vera með þér og
styrkja mömmu og okkur öll sem
elskuðum þig.
Þín dóttir
Helga Björk.
Þrautin er búin og friður hjá þér.
Esku Goggi, þá ertu farinn sem
skilur eftir stórt ör hjá okkur systk-
inunum. Hann var elstur átta systk-
ina, fæddur 1950 og þau yngstu 1961,
svo það var oft líf og fjör á okkar
heimili. Í maí fengum við þær slæmu
fréttir að elsti bróðir okkar væri með
krabbamein og var okkur brugðið.
Var þetta okkur systkinunum erfið-
ara en honum, því hann var þeim eig-
inleikum gæddur að hafa jafnaðargeð
og sjá björtu hliðarnar á öllu.
Hann var alltaf kátur og glaður, til
í allt skemmtilegt. Allar þær stundir
þegar við töluðum við Gogga var
aldrei neitt að honum enda í nógu að
snúast.
Hann var hrókur alls fagnaðar í
öllum boðum, skemmtilegur og léttur
í lund, alltaf veislustjóri ef eitthvað
var um að vera hjá fjölskyldunni.
Þegar við systkinin sitjum hér rifjast
upp gamlar minningar um Gogga frá
því við vorum lítil á Faxastíg 11.
Hann átti mjög skemmtilegt her-
bergi, mikið plötusafn og munum við
sérstaklega eftir Hollies, Bítlunum
og ekki má gleyma öllum lukkutröll-
unum, stórum og smáum, sem hann
safnaði en við systur hans þurftum að
þurrka af þegar hann bað okkur að
taka til fyrir sig.
Nú er komið að leiðarlokum, elsku
Goggi, við þökkum þér samfylgdina
og biðjum Guð að styrkja Hörpu,
Lilju, Kidda, Röggu og Helgu á þess-
ari erfiðu stundu.
Gott er sjúkum að sofna,
meðan sólin er aftanrjóð,
og mjallhvítir svanir syngja
sorgblíð vögguljóð.
(Davíð Stefánsson.)
Hvíl þú í friði.
Systkinin.
Síðastliðinn sunnudag barst okkur
hjónunum til Spánar sú frétt að
Georg Þór, bróðursonur minn, væri
allur. Þótt þessi fregn hafi ekki kom-
ið okkur á óvart var okkur samt mjög
brugðið og víst er að tilveran verður
ekki söm og áður. Með Georg Þór er
farinn einn sterkasti hlekkurinn í
fjölskyldukeðjunni ef svo má taka til
orða.
Það er táknrænt að hann skuli
hafa kvatt okkur á hinum alkunna
vopnahlés- og friðardegi 11. nóvem-
ber og endað þar með skammvinna
en erfiða baráttu við illvígan sjúk-
dóm. Aðdáunarvert er með hve mikl-
um kjarki hann tók þessum grimmu
örlögum er sýnt þótti hvert stefndi.
En alltaf var hann jafn hress og kát-
ur eins og hann var vanur þótt hug-
urinn væri eflaust dapur.
Georg var fyrsta barnabarn for-
eldra minna, þeirra Georgs Gísla-
sonar frá Stakkagerði og Guðfinnu
Kristjánsdóttur frá Klöpp. Ég man
enn gleðisvipinn á föður mínum er
hann hampaði þessum hvítvoðungi
og nafna sínum.
Georg var mikill Vestamannaey-
ingur enda liggja þar djúpt rætur
hans, þar sem föðurættin er ein sú
rótgrónasta í Eyjum. Fyrsta barna-
barn hans og alnafni var sjöundi ætt-
liðurinn sem fæddist í Eyjum frá ætt-
móðurinni Margréti Jónsdóttur, en
hún var fædd á Gjábakka í Vest-
mannaeyjum árið 1848. Margrét var
móðir Kristjáns afa míns í Klöpp, gift
Ingimundi Jónssyni frá Pétursey í
Mýrdal.
Foreldrar Georgs, þau Kristján
Georgsson og Helga Björnsdóttir,
bjuggu einmitt í Klöpp um tíma
ásamt börnum sínum, í húsinu sem
afi minn og langafi Georgs byggði um
aldamótin 1900. Þar niður við höfnina
voru því æskustöðvar Georgs og
systkinanna, ævintýraheimur sem
hvergi finnst nema á Eyjunni okkar
með höfnina, Strandveginn, Hrófin
og Sprönguna sem eitt stórt leiksvið.
Fyrir fáum árum komu saman í
Grímsnesinu afkomendur foreldra
minna ásamt fjölskyldum og áttum
við þar saman gleðistund yfir helgi.
Við Georg tókum þá tal saman og sló
ég því fram í gríni að þar sem ég væri
elsti afkomandinn og nokkurs konar
„godfather“ en hann sá næstelsti
bæri honum að taka við embættinu
þegar ég félli frá. Hló hann mikið að
þessu og kvað þetta vera sjálfsagðan
hlut. Hvorugan okkar óraði þá fyrir
því að endalokin yrðu þessi.
Georg var vel gerður maður og var
margt til lista lagt. Hann var hvers
manns hugljúfi og sífellt tilbúinn að
koma til hjálpar ef svo bar undir.
Hann var jafnan stilltur í skapi og er
mér nær að halda að hann hafi erft
jafnvægisgeð föður síns og langafa í
Klöpp. Hann vann mikið að fé-
lagsmálum og fetaði þar í fótspor áa
sinna. Hann var mikill Þórari og vann
fyrir það félag eins og faðir hans og
afi Georg höfðu gert á undan honum.
Hann keppti að sjálfsögðu í knatt-
spyrnu í bláröndóttu Þórs-peysunni.
Ungur gerðist hann skáti og starfaði
í skátafélaginu Faxa. Hann var félagi
í Kiwanisklúbbnum Helgafelli, sem
er einn öflugasti Kiwanisklúbbur á
landinu. Sýnir það best mannkosti
hans að hann var valinn umdæmis-
stjóri starfsárið 1998–1999, en það er
æðsta embætti hreyfingarinnar. Þá
var hann einn af Hrekkjalómunum –
því furðulega fyrirbæri – og féll hann
vafalaust vel í þann hóp enda hug-
myndaríkur og spaugsamur að eðlis-
fari. Hann var alla tíð mikill sjálf-
stæðismaður og starfaði mikið fyrir
flokkinn og var m.a. fulltrúi hans í
bæjarstjórn. Þar kom að honum þótti
hann ekki eiga samleið með félögum
sínum þar og bauð hann þá fram sér
lista í kosningunum til bæjarstjórnar
og náði þar sæti sem efsti maður
listans og litlu munaði að hann færi
inn við annan mann. Sýnir þetta
glöggt hversu vinsæll hann var meðal
bæjarbúa sem vissulega kunnu að
meta mannkosti hans.
Það er mikið áfall fyrir hvert bæj-
arfélag þegar ungt mannkostafólk
fellur frá. Þó er missirinn mestur fyr-
ir fjölskylduna. Konan hans, hún
Harpa, er búin að standa eins og
klettur við hliðina á honum í mjög
erfiðu veikindastríði. Börnin Lilja,
Kristján, Ragnhildur og Helga sjá á
bak góðum föður sem allt vildi fyrir
þau gera. Og litli Georg Þór Krist-
jánsson fær því miður aldrei að kynn-
ast afa sínum nema af afspurn.
Sagt er að öll él birti upp um síðir.
Ekki veit ég hve mikill sannleikur
felst í þessari samlíkingu, en mörg
verða élin gengin yfir áður en ég
sætti mig við að þessi frændi minn er
ekki lengur á meðal okkar.
Guð blessi Georg Þór Kristjáns-
son.
Theodór S. Georgsson.
Þar er erfitt á þessari stundu að
setjast niður og skrifa um mág minn
og vin, sem rétt fimmtugur að aldri
þurfti að lúta í lægra haldi fyrir ill-
vígum sjúkdómi sem hann hafði bar-
ist við síðan í vor. Goggi sem maður
hafði ímyndað sér að yrði karla elst-
ur, svo sterkur og kröftugur sem
hann var, er allt í einu horfinn okkur
og við stöndum eftir og söknum hans
sárt. Hugurinn leitar til baka til Vest-
mannaeyja í ársbyrjun 1974 er við
systur ég og Harpa fórum ásamt vin-
konum okkar til Eyja. Ferðinni var
heitið á vertíð og bjuggum við á ver-
búð, ásamt fleira ungu fólki. Þetta
var hress og duglegur hópur, mikil
vinna og góður peningur. Þetta var
mín fyrsta ferð til Eyja og þótti mér
mikið til koma og þykir enn þann dag
í dag. Ég fór suður um vorið, en
Harpa varð eftir, þá búin að kynnast
mannsefni sínu og varð þá ekki aftur
snúið. Eftir stutt kynni komu þau til
Reykjavíkur, keyptu sér trúlofunar-
hringa, þá þykkustu og breiðustu
sem ég hef séð. Þau dvöldu á Hótel
Holti og ég og vinur þeirra sem ég
man að var kallaður Gilli fengum
þann heiður að sjá um athöfnina. Ég
setti hringinn á Gogga og Gilli á
Hörpu, síðan var farið niður og
snæddur dýrindis kvöldverður. Þetta
var allt saman mjög skemmtilegt.
Einhverjar efasemdarraddir höfðu
nú ekki trú á að þetta entist eftir
svona stutt kynni, en það var nú öðru
nær. Þau voru með samheldnari
hjónum sem ég hef kynnst. Þau eign-
uðust þrjú yndisleg börn, en fyrir átti
Goggi eina dóttur. Í apríl á síðasta ári
eignuðust þau sitt fyrsta barnabarn,
bráðmyndarlegan dreng sem er al-
nafni afa síns.
Það var alla tíð mikill samgangur á
milli okkar. Við heimsóttum þau til
Eyja, stundum um áramót og þau
komu í bæinn og dvöldu þá hjá okkur.
Þau voru reyndar oftar á ferðinni,
enda mikið í félagsstörfum og þá var
staldrað við í leiðinni.
Harpa og Goggi voru ákaflega
gestrisin og oft margt um manninn á
heimili þeirra, ekki síst af ungu fólki
vinum barnanna sem hændust sér-
staklega að þeim. Þá eiga þau mikið
af góðum vinum. Það sé ég alltaf er
ég kem þangað.
Í vor þegar krabbameinið greind-
ist í Gogga þurftu þau oft að koma til
Reykjavíkur þar sem hann þurfti á
lyfjameðferð að halda. Þá sýndi sig
best hvað hvaða mann hann hafði að
geyma, svo æðrulaus og sterkur
gagnvart okkur hinum, þrátt fyrir
miklar kvalir oft á tíðum og þrek
Hörpu alveg ótrúlegt. Hún vék ekki
frá honum eina einustu stund og
hjúkraði honum þar til yfir lauk.
Á þjóðhátíðinni í sumar héldu þau
upp á 25 ára brúðkaupsafmæli sitt og
voru þá veikindin farin að setja mark
sitt á Gogga. Í október fórum við ég
og bróðir minn Heiðar og heimsótt-
um þau, þá var mjög af Gogga dregið
og er við kvöddum hann þá sagði
hann: „Þetta verður allt í lagi.“ Alltaf
sterkur.
Goggi var skemmtilegur, hlýr og
traustur. Það var alltaf hægt að leita
til hans og ef eitthvað kom upp á þá
sagði hann gjarnan: „Hva, ekki mál-
ið, við reddum þessu.“ Hann hafði
ákaflega fallega rithönd og þær eru
ófáar gestabækurnar sem hann
skreytti á gæruskinn við ýmis hátíð-
leg tækifæri fyrir vini og vandamenn,
sem vakið hafa mikla athygli, enda
mjög sérstakar. Hann var sem klett-
ur og sannur Vestmanneyingur og
skilur eftir sig stórt skarð í fjölskyld-
um okkar og vinahópi. En mestur er
þó missirinn hjá konu og börnum
sem sjá á eftir ástríkum eiginmanni
og föður. En minningin um hann
hjálpar okkur að takast á við sorgina
og það sem framundan er.
Ég vil að endingu fyrir hönd fjöl-
skyldu minnar, móður, systkina
minna og fjölskyldna þeirra þakka
Gogga fyrir ómetanlega vináttu í
gegnum árin, um leið og við vottum
Hörpu, Kidda, Ragnheiði Rut, Helgu
Björk, Lilju, Laugu og litla Gogga
svo og systkinum Gogga og fjölskyld-
um þeirra okkar dýpstu samúð.
Rut Rútsdóttir.
Vestmannaeyjar á 6. áratugnum.
Leiksviðið er blómleg byggð með ið-
andi atvinnulífi og lágreistum húsum
fullum af krökkum. Landslagið í
kring er allt í vináttusambandi við
byggðina, tignarleg fjöll og klettar
þar sem kjarkurinn var prófaður
þegar litlir fætur reyndu sig í klifri,
stundum var bratt, stundum þurfti að
feta einstigið, en áreynslan borgaði
sig og aldrei var maður svikinn,
Sprangan, forboðin en spennandi, og
sjórinn lífæð byggðarinnar, Eiðið
sem dró að eins og segull járnið og
ekki má gleyma Skansinum. Eitt
stórt leiksvæði þar sem heimur full-
orðinna og barna mættist. En kjarni
bæjarins afmarkaðist þó af rúntin-
um, af Vestmannabraut 25 í suðri,
heimili okkar systkinanna, og Klöpp í
norðri. Innan þessa örugga svæðis
voru húsin Hlíðarhús, Veggur, Hóll,
og London þar sem léttfættar, telpur
í brúnum heilsokkum, kotum og
klukkum og drengir í köflóttum To-
ledoúlpum gengu út og inn. Þetta var
á þeim tíma þegar mömmurnar eld-
uðu fisk í hádeginu og kölluðu inn í
þrjú kaffi. Saga frændfólksins í
Klöpp fléttaðist saman við okkar á
þessum árum, Klöpp var okkar ann-
að heimili. Þar ríkti stanslaus gleði,
þar sem húsmóðirin stjórnaði heim-
ilinu úr eldhúsinu, oftast ófrísk, með
barn á arminum og krakkaskara í
kringum sig, en með breitt bros þrátt
fyrir þröng húsakynni og lítil þæg-
indi. Barnaafmælin í Klöpp voru há-
punktur samkvæmislífsins. Þá var
boðið upp á sérstaka tertu, randalín
þar sem skiptust á botnar í öllum
regnbogans litum. Og þegar gott var
veðrið var flatmagað í garðinum, inn-
an um njóla og hundasúrur þar sem
margir metrar af bleium blöktu á
snúrum í sólinni og gúanólyktin hékk
í loftinu. Það var í þessu umhverfi
sem frændi okkar, Georg, sleit barns-
skónum. Hann var elstur átta barna
og fyrsta barnabarn afa og ömmu.
Hann var skírður í höfuðið á afa
Georg og var eftirlæti foreldra sinna.
Georg var alvörugefið barn, fríður
sýnum og prúðmenni í framgöngu.
Ég hygg að bæði það að hann var
elstur svo og einstakir eðliseiginleik-
ar hans, meðfædd ábyrgðartilfinning
og bráðþroski hafi gert það að verk-
um að gerðar voru kröfur til hans,
sem hann brást ekki. Hann byrjaði
ungur að leika knattspyrnu, auðvitað
með Þór og gegndi ábyrgðarstöðum
fyrir félagið. Í gagnfræðaskóla tók
hann mikinn þátt í félagsstarfi, var
meðal annars formaður skólafélags-
ins og þegar hann byrjaði að starfa í
stjórnmálum var það auðvitað fyrir
Sjálfstæðisflokkinn, en hann sat þrjú
kjörtímabil í bæjarstjórn fyrir flokk-
inn og var m.a. forsteti bæjarstjórn-
ar. Hann fetaði því örugglega í fót-
spor feðranna og starfaði einnig
lengstum við afgreiðslu og verslunar-
störf eins og nafni hans og afi. Fáa
veit ég sem nutu þess með jafn skýr-
um hætti að starfa í félagsmálum og
frænda, enda gegndi hann ábyrgðar-
störfum fyrir fjölda þeirra.
Eyjavist okkar systkinanna lauk í
byrjun 7. áratugarins og þar með
urðu samskiptin strjálli. Það bárust
þó fréttir og Goggi frændi kom alltaf
við þegar hann kom „suður“. Nú var
pilturinn orðinn ungur maður, mynd-
arlegur, dökkur á hár, sem var móð-
urarfurinn austan af landi, fríður sín-
um, karlmannlegur, dulur alla jafnan
en þó geislandi kátur. Oft var hann í
fylgd vina og kunningja og var
ógjarnan slegið á létta strengi með
GEORG ÞÓR
KRISTJÁNSSON