Morgunblaðið - 17.11.2001, Page 61

Morgunblaðið - 17.11.2001, Page 61
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 61 Handverksmarkaðurinn í dag laugardag kl. 11-16 • Gjafirnar eru hjá okkur ! Baráttufundur tónlistarskóla- kennara TÓNLISTARSKÓLAKENNARAR í Félagi tónlistarskólakennara og Félagi íslenskra hljómlistarmanna standa fyrir baráttufundi í aðalsal Háskólabíós sunnudaginn 18. nóv- ember kl. 14. Fjölmörg tónlistaratriði verða á dagskránni. Sinfóníuhljómsveit Ís- lands, Karlakór Reykjavíkur, Karla- kórinn Fóstbræður, einsöngvarinn Ólafur Kjartan Sigurðarson, Stór- sveit Reykjavíkur og KK. Ávörp á fundinum: Eiríkur Jóns- son, Sigrún Grendal Jóhannesdóttir og Björn Th. Árnason. Heiðursgestir verða Rögnvaldur Sigurjónsson, Guðmundur Jónsson, Ágúst Einarsson og Þórólfur Þór- lindsson. Kynnir verður Helga Braga Jónsdóttir leikkona. LEIÐRÉTT Rangt föðurnafn Í minningargrein um Sæmund Guðmundsson 16. nóvember sl. var faðir hans sagður Þórarinsson. Hið rétta er að hann hét Guðmundur Þórarinn og var Tómasson. Beðist er velvirðingar á þessum mistök- um. Phenergan flokkað sem ofnæmislyf Í blaðinu í gær, föstudag, var sagt frá dómi Hæstaréttar þar sem staðfestur var gæsluvarðhaldsúr- skurður Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir síbrotamanni. Meðal mála á hendur manninum er inn- brot í Sæþór EA-101 þar sem lyf- inu phenergan var stolið. Lyfið er kallað deyfilyf í dómi Hæstaréttar og verkjalyf í úrskurði héraðsdóms. Var síðara heitið notað í frétt blaðsins. Í kjölfar ábendingar les- anda var lyfinu slegið upp á net- doktor.is, þar sem það er flokkað sem ofnæmislyf. Segir á vefnum að lyfið sé notað gegn spennu og kvíða og minniháttar taugaveiklun og einnig gegn áfengissýki, svefntrufl- unum og óróa. Einnig sem róandi lyf fyrir smávægilega uppskurði og fl. Leiðréttist þetta hér með. Athugasemd frá Tálkna ehf. MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Hlyni Ársælssyni fyrir hönd Tálkna hf., út- gerðar Bjarma BA frá Tálknafirði. Athugasemdin er vegna skrifa inn- herja í Viðskiptablaði Morgunblaðs- ins síðastliðinn fimmtudag: „Ég var að lesa frétt þína varðandi ráðstöfun útgerðar Bjarma BA 326 á kvóta skipsins. Ég hefði viljað benda þér á að rangar ályktanir eru dregn- ar af þeim tölum sem þú hefur skoð- að á vefnum. Það er algjörlega and- stætt markmiðum útgerðar Bjarma BA að leigja frá sér aflaheimildir. Ástæður fyrir færslum af bátnum undanfarið eru góðar og gildar og aðeins tímabundnar, en ekki fram- kvæmdar í ágóðaskyni. Á síðasta ári voru leigðar inn á Bjarma BA 326 aflaheimildir fyrir sem svarar til tæpra 36 milljóna og inn á önnur skip vegna kvótaskuldar um 5 milljónir króna. Gert er ráð fyr- ir að leigðar verði inn heimildir fyrir mun hærri upphæð í ár eða fyrir allt að 120 milljónir króna. Ástæður þess að aflaheimildir hafa verið færðar af bátnum frá 1. september eru eftirfarandi: Annars vegar var verið að færa til baka yfir á annað skip aflaheimildir sem til- heyra byggðakvóta Vesturbyggðar, en útgerðin er ekki lengur aðili að þeim samningi, ekki var því um að ræða greiðslu fyrir þann kvóta. Þessar eftirstöðvar námu sem svar- ar 63 tonnum í þorskígildum. Hins vegar varð útgerðin að leigja frá sér tímabundið, ég endurtek, tímabund- ið nokkra tugi tonna af þorski til að standa skil á afborgunum lána. 35 tonn af þorski voru leigð inn á skipið í gær þannig að staðan í þorski er þá tæp 40 tonn í mínus í þorski, og inn- an fárra vikna mun meira hafa verið leigt inn á skipið heldur en út af því. Hluta af kvóta í steinbít, ufsa og karfa hefur verið skipt upp í þorsk. Ekki er því um að ræða að útgerð skipsins sé að braska með kvóta. Ég vil því vinsamlegast biðja þig um að leiðrétta þessa frétt þar sem hún er mjög skaðleg okkar málstað.“ Sýning á skipulagstillögum TILLÖGUR og niðurstöður ramma- skipulags fyrir Halla, Hamrahlíðar- lönd og suðurhlíðar Úlfarsfells, verða til sýnis á 2. hæð Kringlunnar næstu daga. Sýningin verður opnuð í dag og stendur til 30. nóvember. Þar gefst borgarbúum tækifæri til að kynna sér tillögur þeirra sex hópa sem tóku þátt í gerð saman- burðartillagna fyrir svæðið ásamt umsögn og niðurstöðu rýnihóps á vegum Borgarskipulags Reykjavík- ur. Tillaga Björns Ólafs og V.A. arkitekta var valin best af rýnihópn- um. Námstefna um jafnvægi starfs og einkalífs TÆPLEGA 400 konur úr starfsliði Íslandsbanka hvaðanæva af landinu hafa skráð sig á námstefnu fyrir kon- ur í starfsliði bankans í dag, laugar- daginn 17. nóvember, kl. 10–16 á Grand hóteli í Reykjavík. Námstefnan er liður í stefnu Ís- landsbanka í jafnræðismálum, en meðal markmiða hennar er að ná há- marksnýtingu mannauðs fyrirtækis- ins og huga að jafnvægi á milli starfs og einkalífs. Sambærileg námstefna var haldin fyrir ári undir sömu yfir- skrift: Virkjum það afl sem í okkur býr! Tilgangur námstefnunnar er að hvetja konur í starfsliði bankans til að efla og skapa sjálfum sér þær aðstæð- ur og eiginleika sem skipta mestu máli við að mæta áskorunum í starfs- umhverfi nútímans. Á námstefnunni verður m.a. fjallað um mikilvægi aukins sveigjanleika í starfi, tengsl árangurs og tilfinninga- greindar, hvernig tilfinningagreind nýtist í starfi og hvort hægt sé að rækta hana með sér. Efnið tengist niðurstöðum stefnumótunar Íslands- banka sem nú er í framkvæmd. Einnig munu fara fram umræður um jafnvægi starfs og einkalífs, fram- sögu hafa Halldóra Ólafsdóttir geð- læknir, Hulda Dóra Styrmisdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og kynn- ingarmála Íslandsbanka, og Ása Magnúsdóttir, lánasérfræðingur úti- bús Íslandsbanka við Lækjargötu. El- ín Hirst fréttamaður mun stýra um- ræðunum. Af 850 starfsmönnum Íslandsbanka eru 580 konur og verða því um 70% kvenna í starfsliði bankans samankomnar á þessari námstefnu. JÓLAHLAÐBORÐ, smáréttahlað- borð og kaffihlaðborð er meðal þess sem gleðja mun augu og bragðlauka gesta á 25 ára afmæl- ishátíð Gaflsins í Hafnarfirði sunnudaginn 18. nóvember nk. Fyrir veislunni stendur Jón Pálsson veitingamaður, sem stofnaði Gaflinn árið 1975 og hef- ur rekið veitingastaðinn sam- fleytt sl. aldarfjórðung. Á löngum rekstrarferli hefur Gaflinn hrundið af stað ýmsum nýjungum í veitingarekstri, segir í frétta- tilkynningu. Afmælishátíðin stendur frá klukkan 15 til 17 á sunnudag, en auk veitinga munu tónlistarmenn- irnir Guðmundur Steingrímsson og Karl Möller leika af fingrum fram. Gestum verður boðið að þiggja kræsingar af hlaðborðum klukkan 15:30. Allir eru velkomn- ir á meðan húsrúm leyfir. Afmælishátíð Gaflsins í Hafnarfirði JÓLAKORT Íþróttasambands fatl- aðra er komið út. Að þessu sinni hannaði Kristín Rós Hákonardóttir kortið, sem gefið er út til styrktar íþróttastarfsemi fatlaðra á Íslandi. Aðildarfélög ÍF hafa hafið sölu á kortunum. Jólakort ÍF komin út EYSTRASALTSKEPPNIN í stærð- fræði, sú 12. í röðinni, var haldin í Hamborg dagana 2.-6. nóvember síðastliðinn. Að þessu sinni tóku 11 þjóðir þátt í keppninni. Auk Eystra- saltsríkjanna þriggja og Norð- urlandaþjóðanna kepptu Pólverjar og Þjóðverjar. Auk þess var liði frá Ísrael boðið að taka þátt í keppninni að þessu sinni. Keppendur eru allir í menntaskólum. Keppnin er að því leyti óvenjuleg að keppendur, fimm frá hverri þjóð, mega hafa samvinnu sín á milli um lausn dæma. Íslenska liðið skipuðu þau Sigurður Örn Stefánsson úr Menntaskólanum á Akureyri og Ragnheiður Helga Haraldsdóttir, Eyvindur Ari Pálsson, Þorbjörn Guðmundsson og Höskuldur Pétur Halldórsson öll úr Menntaskólanum í Reykjavík. Þessi hópur raðaði sér í efstu sætin í forkeppni í stærð- fræðikeppni framhaldsskóla sem haldin var um miðjan október. Gestirnir frá Ísrael sigruðu með fullt hús stiga og hefur það aldrei gerst áður. Í öðru sæti voru Eist- lendingar og Lettar og Norðmenn jafnir í 3.-4. sæti. Eins og svo oft áð- ur lentu Íslendingar aftast, en þó munaði litlu á þeim og Svíum, sem fengu einu stigi meira (af 100) og Finnum sem voru litlu ofar. Danir voru svo þar á undan. Íslenska liðið leysti dæmi úr öll- um hlutum keppninnar. Hún skipt- ist í talnafræði, rúmfræði, talning- arfræði og algebru og leystu Íslendingar tvö dæmi af hverju sviði. Í rúmfræðinni stóðu þeir sig einna best Norðurlandabúa. Næsta ár verður keppnin haldin í Tartu í Eistlandi. Til gamans kemur hér eitt dæmi úr keppninni: Átta dæmi voru samin fyrir próf. Sérhver nemandi fékk þrjú þeirra. Engir tveir nemendur fengu meira en eitt sameiginlegt dæmi. Hver er stærsti mögulegi fjöldi nemenda? Stærðfræðikeppni í Hamborg lokið Ganga og fundir á vegum Útivistar GENGIÐ verður á vegum Útivistar sunnudaginn 18. nóvember frá Kald- árseli, yfir Helgafell og meðfram Valabóli og komið niður að Kaldár- seli aftur. Fararstjóri Gunnar Hólm Hjálmarsson. Brottför frá BSÍ kl. 13. Mánudaginn 19. nóvember verður kynningarfundur fyrir unglinga á Hallveigarstíg 1 kl. 20. Stefnt er að ferðum eingöngu ætluðum ungling- um auk þess sem sérfararstjóri yrði í sumum ferðum. Einnig kynnir Helga Harðardóttir félagsstarf. Gönguferð á Reykjanesi FERÐAFÉLAG Íslands efnir til gönguferðar á Reykjanesi sunnu- daginn 18. nóvember kl. 10.30. Gangan hefst við Hrútagjár- dyngju, gengið sem leið liggur að Fjallinu eina. Fararstjóri verður Hjalti Kristgeirsson. Þetta er um 3 – 4 klst. ganga. Lagt verður af stað frá BSÍ kl 10.30 með viðkomu í Mörkinni 6 og austan við kirkjugarðinn í Hafn- arfirði. Safna gleraugum til að senda til Indlands VINIR Indlands verða með söfnun á notuðum gleraugum í Kolaportinu dagana 17. og 18. nóvember. Gleraug- un á að senda til Indlands, en þar er unnið að því m.a. að setja upp sjón- miðstöðvar. Augnlæknar og hjúkrun- arfólk ferðast á milli fátækra þorpa, kanna augu og sjón fólks, gera minni- háttar aðgerðir og útdeila gleraugum til þeirra sem þurfa. Tekið verður við gleraugum nálægt austurinngangi (sömu megin og lögreglustöðin er), segir í fréttatilkynningu. ÍF gefur út geisladisk ÍÞRÓTTASAMBAND fatlaðra hef- ur gefið út geisladiskinn „Jólin eru að koma“ til eflingar íþróttastarfi fatlaðra. Á diskinum eru gömul og sígild jólalög, en auk þess eru tvö ný frum- samin jólalög frá hljómsveitunum Buttercup og Í svörtum fötum. Hljómsveitirnar gáfu lögin og vinnu sína. Diskurinn verður seldur í sím- sölu, auk þess sem hann verður seld- ur í verslunum Skífunnar og Rúmfa- talagersins. Vefsíða félagsins er isisport.is/if. Íþróttasamband fatlaðra er útgef- andi geisladisksins og allur ágóði rennur til starfsemi sem fram fer á vegum ÍF, segir í fréttatilkynningu. Stofnun Samtaka tónlistarskólastjóra SAMTÖK tónlistarskólastjóra á landsbyggðinni, STÁL, verða stofn- uð sunnudaginn 18. nóvember í sal Tónlistarskóla Seltjarnarness. Þessi samtök munu fyrst og fremst standa vörð um hagsmuni og sér- áherslur tónlistarskóla á landsbyggð- inni og annarra tónlistarskóla sem reknir eru af sveitarfélögum. Einnig munu samtökin vinna að þróun kennsluhátta og hverju því sem lýtur að eflingu tónlistarskólanna í skóla- samfélaginu og menntun þjóðarinnar. Samtökin munu leitast við að starfa náið með Samtökum tónlistarskóla- stjóra, STS, og styðja þau samtök í þeim málaflokkum sem við á hverju sinni. Á stofnfundinum verður farið yfir þessi máefni sveitarfélagsrekinna tónlistarskóla, kosin fyrsta stjórn STÁL og samþykkt ályktun stofn- fundar. Síðan er fyrirhugað að af- henda þá ályktun á baráttufundi tón- listarskólakennara sem fram fer í Háskólabíói kl. 14 sama dag. Kökubasar Kvenfélags Hallgrímskirkju KVENFÉLAG Hallgrímskirkju stendur fyrir kökubasar í Garðheim- um í Mjódd sunnudaginn 18. nóvem- ber kl. 13-17. Kvenfélagið afhenti sóknarnefnd Hallgrímskirkju nýjan skírnarfont að gjöf fyrr í þessum mánuði og verður hann vígður á fyrsta sunnudegi í aðventu í messu klukkan 11. Skírnarfonturinn er gerður af Leifi Breiðfjörð listamanni og gefinn af kvenfélagi kirkjunnar og er köku- basarinn liður í fjáröflun fyrir þess- ari gjöf. Kaffi og rjómavöfflur, segir í fréttatilkynningu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.