Morgunblaðið - 17.11.2001, Blaðsíða 67
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 67
Vesturgötu 2, sími 551 8900
í kvöld
Vesturgötu 2, sími 551 8900Vesturgötu 2, sími 551 8900
PAPARNIR
FRÁ MIÐNÆTTI
Vesturgöt 2, sími 51 89 0
Spútnik
leikur frá miðnætti
Nú er jólabúðin þíná tveimur stöðum
Byggt og búið í Kringlunni og Smáralind
Þú getur valið um tvo góða kosti til að nálgast nánast allt sem jólaundirbúningurinn krefst:
Byggt og búið í Kringlunni og nýju glæsiverslunina í Smáralind sem hefur hlotið frábærar viðtökur.
Annað eins úrval af bökunar- og eldhúsvörum er vandfundið.
Bjóðum ótrúlegt úrval af jólaseríum ásamt aukaperum og festingum - svo ekki sé minnst á allt jólaskrautið!
Nýjar tegundir af seríum og skreytingum.
Aðeins í Byggt og búið
Fallega skreytt grenilengja
með seríu. Óvenjuleg nýjung.
Laufabrauðsjárn.
Einstaklega fallegur íslenskur gripur
sem gengur í ættir.
Jólasveinahúfurnar
frá Barðaströnd
eru bæði þykkar
og skjólgóðar
Eldhúsvog á aðeins
25% afsláttur
Fjöltengi á hálfvirði!
Fyrir sex klær, með rofa.
Verð aðeins
50 ljósa blómasería
bæði inni og úti.Fallegur jólakrans með seríu
1.250 kr.
17 peru aðventuljós
Þú sparar 1.472 kr.
4.416 kr.
244 kr.
495 kr.
Fallegu
jólasmákökuboxin
kosta aðeins
699 kr.
993 kr.
Þú getur
eignast
kostagripinn
Kitchen Aid
á 37.905 kr.
Hakkavélin sem er
ómissandi
í smákökubaksturinn
1.000 kr.
afsláttur
Sígild 20 ljósa sería með
30% afslætti. Verð aðeins
Ómissandi kökukefli
899 kr.
Piparkökumót
á hálfvirði!
99 kr.
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
ÞAÐ er ekki nema mannlegt að
vilja skilja eitthvað eftir sig í þessu
lífi, því stutt stöldrum við nú við. Í við-
tali sem Morgunblaðið átti við hljóm-
sveitina Tvö dóna-
leg haust (nafn í
lagi!) kom fram að
draumurinn hefði
ætíð verið að gefa
út geisladisk en
sveitin hefur nú
verið starfandi í um áratug. Og hér er
hann loksins sprottin fram, alskapað-
ur, og ber hið glettna heiti Mjög fræg
geislaplata.
Það dylst ekki að hér er kominn
saman hópur félaga, og það kom
reyndar fram í áðurgreindu viðtali,
sem hafa rekið sveitina í gegnum tíð-
ina eins og skákklúbb, fremur en
rokksveit. Í tilfellum sem þessum, en
þetta litla land okkar býður upp á þau
mörg, er alltaf sú hætta yfirvofandi að
einkakímnigáfa þeirra sem standa að
tiltækjunum verði hreinlega óþolandi.
Oftar en ekki verða svona ævintýri
öðrum sem á hlýða nokkuð skrýtin,
erfitt er að tengja við texta og þann
félagabrag sem er alltumlykjandi.
En Tvö dónaleg haust sleppa við
þessar hættur blessunarlega, svona
að mestu leyti. Vissulega eru sum lög
og textar gegnsýrð af bröndurum
sem meðlimum þykir ábyggilega
sprenghlægilegir en hljóma í mínum
eyrum a.m.k. fremur hjákátlega. En á
heildina litið reynist platan hin áhlýði-
legasta og kemur þar til ómenguð
spilagleði; studd nokkuð hressilegum
lagasmíðum.
Tónlistinni mætti lýsa sem ein-
földu, melódísku pönkrokki. Engar
tilraunir eru gerðar til að þróast frá
þessum þremur, fjórum hljómum sem
þarf til að spýta út nokkrum rokk-
slögurum og fer þetta haustgreifun-
um bara vel. Það er vel hægt að
ímynda sér að söngur Guðmundar
Inga Þorvaldssonar geti farið nett í
taugarnar á einhverjum sálum en
fyrst og síðast leggur hann röddina
eftir því sem er í gangi hér (fíflalegt
aulagrínsrokk) og ferst það vel úr
raddböndum.
Hægari lögin hér afhjúpa þó þá fé-
laga sem þokkalegustu lagasmiði,
nenni þeir að leggja sig eftir því, næg-
ir að nefna lög eins og „Fjallkonubón“
og „Þau hjónin“. Þar sýna þeir félagar
nokkuð meiri vigt en annars staðar á
plötunni. Afbragðs hljómur ljær plöt-
unni líka faglegt yfirbragð sem hún
græðir á.
Hér er aðallinn gáski og gleði,
sundurlaus samtíningur „sem varð að
gefa út“. Útkoman er hin ásættanleg-
asta, fyrir hlustendur sem hljómsveit
og þjónar tilgangi sínum vel: að vera
græskulaust gaman til handa þeim
sem vilja þiggja það.
Tónlist
Græskulaust gaman
Tvö dónaleg haust
Mjög fræg geislaplata
R&R
Mjög fræg geislaplata, fyrsti hljómdiskur
hljómsveitarinnar Tvö dónaleg haust.
Sveitina skipa þeir Guðmundur Ingi Þor-
valdsson (söngur), Sigfús Ólafsson
(trommur), Stefán Gunnarsson (bassi)
og Tryggvi Már Gunnarsson (gítar). Þeim
til aðstoðar voru Ómar Örn Magnússon
(píanó), Skúli Magnús Þorvaldsson
(trompet), Regína Ósk Óskarsdóttir
(raddir) og Hjörleifur Valsson (fiðlur). Lög
og textar eftir Guðmund Inga og Tryggva
Má. Upptökustjórn og hljóðblöndun var í
höndum Rafns Jónssonar. 40.49 mín.
Arnar Eggert Thoroddsen
Morgunblaðið/Kristinn
Hin mjög svo fræga hljómsveit Tvö dónaleg haust.
ÞEGAR ekkert er aðhaldið verða
til plötur eins og þessi hér. Gít-
arleikari úr heimsfrægri rokkhljóm-
sveit tekur sig til,
eftir að vera búinn
að pukrast úti í
horni með eigin
hugmyndir í ára-
fjöld; hugmyndir
sem hefur verið
hafnað af félögunum í Pearl Jam
eða hann ekki þorað að sýna þeim,
og gerir eitt stykki plötu þar sem
hann dembir þeim öllum í einn bing
og öllum pirringnum með.
Niðurstaðan? Jú, að sjálfsögðu
brotakennt og flekkótt safn laga,
þar sem sum lögin virka ágætlega
en önnur alls ekki. Við könnumst
við áþekka hluti frá mönnum eins
og Paul McCartney, John Lennon,
Paul Simon, Steve Marriott –
reyndar öllum þeim sem hafa ein-
hvern tíma verið hluti af einhverju
þrusubandi en finna það svo hjá
sjálfum sér að gera það „á sinn
hátt“. Gengur betur næst Stone
minn. Svo verðið þið Pearl Jam fé-
lagar að slaka aðeins á í minnimátt-
arkenndinni. Þó þið séuð voða fræg-
ir þá þurfið þið ekki að hafa svona
miklar áhyggjur af því að þið séuð
búnir að tapa listrænum hugsjón-
um. Þið þurfið a.m.k. ekki að sanna
neitt fyrir okkur. Þetta gengur
ágætlega hjá ykkur. Tónlist
Þegar
ekkert er
aðhaldið
Stone Gossard
Bayleaf
Sony
Fyrsta einyrkjaskífa Stone Gossard, gít-
arleikara Pearl Jam.
Arnar Eggert Thoroddsen
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Silhouette
MORTÉL
Eins og notað er í
sjónvarpsþættinum
kokkur án klæða
Verð frá kr. 4.500
Klapparstíg 44
sími: 562 3614