Morgunblaðið - 17.11.2001, Síða 68

Morgunblaðið - 17.11.2001, Síða 68
FÓLK Í FRÉTTUM 68 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FÁAR rokksveitir hafa notið annarra eins vinsælda á síðustu árum og Chic- ago-sveitin Smashing Pumpkins. Ekki er bara að hún seldi plötur í milljónavís, heldur naut hún á sama tíma virðingar fyrir að vera framsæk- in og tilraunakennd, sem fer sjaldn- ast saman við vinsældir. Skammt er síðan Smashing Pumpkins lagði upp laupana og við hæfi að menn minnist hennar með safnskífu á við þá sem kemur út á morgun, ekki síst þegar með fylgir aukadiskur af óútgefnu eða sjaldheyrðu efni. Þó Smashing Pumpkins hafi byrj- að sem samstarfsverkefni náði söngv- ari sveitarinnar og helsti lagasmiður snemma undirtökunum og eins gott eftir á að hyggja, enda var hún við það að geispa golunni þegar Corgan setti félögum sínum þá afarkosti að þeir létu hann um stjórn eða hættu ella. Corgan er frábær lagasmiður og hefur margsannað snilli sína á því sviði, en það hefur líka sett svip sinn á sveitina hve hann hefur verið iðinn við að sálgreina sjálfan sig á plasti, enda kraumaði margt ókræsilegt í hans sálarkássu. Skilnaðarbarn William Patrick Corgan er hálffer- tugur og skilnaðarbarn sem setið hef- ur í honum alla tíð. Hann hugðist verða körfuboltahetja, en þegar hann sá vin sinn spila á rafgítar eitt sinn voru örlög hans ráðin og eftir að hann náði að safna sér fyrir gítar fóru allar frístundir í gítarleik. Ekki leið á löngu þar til að Corgan var búinn að stofna hljómsveit, The Marked, sem lék þunglamalegt rokk. Í þeirri sveit var trymbillinn Jimmy Chamberlin, sem síðar varð besti vinur hans, og tók þátt í að stofna með honum nýja sveit með James Iha á gítar og D’Arcy Wretzky á bassa. Sveitin fékk heitið Smashing Pumpkins og tók ekki langan tíma að komast á samn- ing hjá Virgin plötuútgáfunni. Fyrsta platan hét Gish og kom hún út 1991. Henni var vel tekið en um líkt leyti varð grunge-byltingin í rokkinu vest- an hafs og þar sem Smashing Pumpkins lék listaspírurokk átti hún á brattann að sækja um tíma. Þegar kom að því að taka upp plötu númer tvö var ástandið innan sveit- arinnar orðið heldur klént, Chamb- erlin á kafi í sukki og svínaríi og Wretzky og Iha, sem voru par, orðnir miklir óvinir. Corgan var sá eini sem hélt haus og gekk svo langt að hann samdi öll lög og lék á öll hljóðfæri á skífunni nema trommurnar. Þegar upptökum lauk kallaði hann síðan saman sveitina og sagði mönnum að annaðhvort helguðu þeir sig Smash- ing Pumpkins og beygðu sig undir hans stjórn eða færu að fást við ann- að. Félagar Corgans brutu odd af of- læti sínu og eins gott, því platan, Siamese Dream, rokseldist um heim allan og gerði Corgan og félaga að stjörnum. Eftir langa og stranga tónleikaferð til að fylgja skífunni eftir héldu liðs- menn í frí, en Corgan gat ekki hætt að vinna; þremur dögum eftir kom- una heim til Chicago var hann kom- inn af stað í hljóðverinu aftur. Tvöföld metsöluskífa Þriðja breiðskífa Smashing Pumpkins, Mellon Collie and the Infi- nite Sadness, var tvöföld tveggja tíma skífa með 28 lögum. Stjórar Virgin voru ekki á því að gefa hana út, vildu hafa diskinn einn, en Corgan hafði sitt fram og rétt fyrir sér að vanda; platan seldist í meira magni en dæmi voru um fyrir með tvöfalda plötu, hátt í tíu milljón eintök farin þegar þetta er ritað. Árin sem á eftir fylgdu voru bæði hræðileg og ánægjuleg; ánægjuleg að því leyti að hljómsveitinni gekk allt í haginn útá- við, platan seldist vel og ævinlega var uppselt á tónleika í sífellt stærri stöð- um. Innan hljómsveitarinnar var þó sitthvað í ólagi, ekki síst það að Chamberlin var enn á kafi í fíkniefna- neyslu og sumarið 1996 spillti tón- leikaför sveitarinnar að sukkbróðir hans, hljómborðsleikarinn Jonathan Melvoin, sem lék með sveitinni á tón- leikum, lést á hótelherbergi Chamb- erlins. Chamberlin var snimmhendis rekinn úr sveitinni, sem var Corgan eðlilega aukaáfall, því þá var enginn vinur hans eftir í Smashing Pumpk- ins, og ekki léttist lundin við það að hann missti móður sína um haustið eftir langvarandi baráttu hennar við krabbamein. Chamberlin snýr aftur Tónleikaferðinni til að kynna Mel- lon Collie lauk í febrúar 1997 og vinnusemi Corgans var söm við sig, því þegar var haldið í hljóðver að vinna að næstu skífu. Vinnan gekk þó ekki nema miðlungi vel, því ekki tókst að gera þá þjóðlagaskífu sem stefnt var að. Á endanum var Corgan einn í hljóðverinu að glíma við plötuna og tókst loks að ljúka henni um veturinn 1997/98, en þess má geta að á smíða- tímanum gekk Chamberlin aftur til liðs við Corgan og D’Arcy hætti. Plat- an fékk heitið Adore og kom út 1998. Hún þótti stinga talsvert í stúf við fyrri skífur, lágstemmd og tregafull, og seldist fyrir vikið ekki nema miðl- ungi vel. Hugsanlega má þó skrifa það á að tónleikaferð til að kynna skífuna var í styttra lagi, en Corgan lá á til að komast í næstu plötu, MACHINA: The Machines of God, sem kom út snemma árs 2000. Sala á henni var enn minni, enda breytt and- rúmsloft í tónlistarheiminum, R&B og gelgjupopp allsráðandi. Corgan varð svo gramur að hann lýsti því yfir að tónleikaferðin til að kynna MACHINA yrði síðasta ferð Smash- ing Pumpkins, hann hygðist leggja sveitina niður. Hann stóð og við þau orð sín og lokatónleikarnir voru haldnir í rokkbúllunni Metro í Chi- cago, en á þeim stað hélt sveitin ein- mitt sína fyrstu tónleika. Þá um haustið stóð Corgan í stríði við útgáfu sína vegna þess að hann vildi gefa út afgangslög sem urðu til þegar MACHINA var tekin upp, en Virgin ekki. Á endanum komu lögin, 25 alls, út á Netinu undir nafninu Machina II: The Friends and Ene- mies of Modern Music, og mátti hver sækja sér sem sýndist. Á þeim áratug sem sveitin starfaði hafði hún því sent frá sér efni á sem nam þrettán breið- skífum þannig að ekki skorti Corgan innblásturinn. Á þessu ári hafa liðsmenn Smash- ing Pumpkins síðan fengist við sitt- hvað, James Iha stundað sinn sólófer- il og Billy Corgan unnið að sólóplötu með Chamberlin sér til halds og trausts, aukinheldur sem hann lék með New Order í sumar. Samstarf Corgans við Chamberlin hefur reyndar getið af sér nýja sveit, Zwan, og mun hún halda sína fyrstu tónleika seinna í mánuðinum, á vesturströnd Bandaríkjanna. Einnig setti hann saman tvö DVD söfn og síðan skífuna sem er kveikja þessarar samantekt- ar, safnplötuna tvöföldu The Smash- ing Pumpkins Greatest Hits, sem gefur gott færi á að velta fyrir sér merkilegum ferli sveitarinnar. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Billy Corgan í lokaferðinni í Dominion-leikhúsinu í Lundúnum.Smashing Pumpkins í árdaga. Bandaríska rokksveitin Smashing Pumpkins var virt og vinsæl. Árni Matthíasson skoðaði væntanlega safnskífu sveitarinnar sálugu. Virt og vinsæl Vitsmunir (Wit) Drama Bandaríkin/Bretland, 2001. Skífan VHS. Bönnuð innan 12 ára. Leikstjórn: Mike Nichols. Handrit: Emma Thompson og Mike Nichols, byggt á leikriti eftir Marg- aret Edson. Aðalhlutverk: Emma Thomp- son, Christopher Lloyd, Eileen Atkins, Audra McDonald. ÞESSI sjónvarpsmynd sem nýlega vann til tveggja Emmy-verðlauna er einkar vönduð aðlögun á harmrænu leikriti eftir Margaret Edson. Þar segir frá Vivian Bearing, virtum bók- menntaprófessor sem greinist með krabbamein. Um er að ræða magnaða sögu, sem finnur samhljóm með dauðastríði aðalpersónunnar og til- vistarhugleiðinga sextándu aldar ljóð- skáldsins Johns Donnes, jafnframt því sem fjallað er um vitsmunaleg við- brögð sjúklingsins við skelfilegum veruleika sjúkdóms- ins. Kvikmyndin nýtur alls sem prýtt getur gott kvikmyndaverk, hug- myndaríki í aðlögun, stórleiks Emmu Thompson, og handrits sem uppfullt er af gullmolum en nær einnig að fanga ómannlegt veikindaferlið sem að lokum hefur rúið sjúklinginn öllu þreki. Bæði er þar um að kenna við- stöðulausum framgangi sjúkdómsins og ópersónulegu heilbrigðiskerfinu sem gerir sjúklinginn að læknisfræði- legu viðfangi, án þess að kunna nokk- ur skil á þeim andlega stuðningi sem sá sjúki þarf á að halda. Það er hinn margrómaði leikstjóri Mike Nichols sem hér heldur um stjórnartaumana og er um töluverða áherslubreytingu að ræða í hans verkefnavali. Í stað stjörnum prýddra stórmynda eins og hann er vanur að gera, s.s. Primary Colors, Wolf og The Graduate, fáum við hér frá honum látlausa sjónvarps- mynd sem fjallar af djúpu innsæi um tilvistarlegar og vitsmunalegar hliðar lífsins – og dauðans. Heiða Jóhannsdóttir Myndbönd Djúpt innsæi Marlene Drama Þýskaland/Ítalía, 2000. Bervík VHS. Leyfð öllum aldurshópum. Leikstjórn: Joseph Vilsmaier. Aðalhlutverk: Katja Flint og Herbert Knaup. FÁAR leikkonur hafa markað jafn djúp spor í kvikmyndasöguna og þýska leikkonan Marlene Dietrich sem í röð mynda leikstjórans Josef von Sternbergs gerði ódauðlega ímynd háskakvendisins tilfinninga- kalda. Hér er ævi hennar lýst, og hefst frásögnin þegar Dietrich var óþekkt sviðsleik- kona í Þýskalandi. Þá er fylgst með því er hún er uppgötvuð af Sternberg, við- brögðum hennar við uppgangi nasismans og flutningi hennar yfir til Hollywood. Í anda hefðbundinna „ris og fall“ kvikmynda, sjáum við einnig hvernig ferill hennar tekur loks dýfu. Katja Flint sýnir sterkan leik í titilhlutverkinu, sem er vitan- lega lykilatriði fyrir góða kvikmynd, og endurgerð Berlínarborgar milli stríða er vel heppnuð. Marlene líður hins vegar mikið fyrir samhengislaust handrit, þar sem stórmyndatilburðir missa sín mjög. Helst mætti halda að hér væri á ferðinni stytt útgáfa af lengri sjónvarpsseríu, svo áberandi eru á köflum stökkin í tíma og rúmi. Þetta gerir að verkum að myndin fell- ur sennilega fáum í geð nema þeim sem kvikmyndasögulegan áhuga hafa á viðfangsefninu. Heiða Jóhannsdóttir Gyðja hvíta tjaldsins „BARÁTTA Elling og Kjell Bjarne er vissulega ýkt, af því að þeir eru bernskir og eiga við geðræn vanda- mál að stríða, en líkt og allir aðrir eru þeir að reyna að ná ákveðnum mark- miðum, en óttast eigin takmarkanir og sjálfstraustið er ekki alltaf mikið,“ segir Peter Næss, leikstjóri kvik- myndarinnar Elling, sem frumsýnd var á kvikmyndahátíð í Háskólabíói í gærkvöld. Peter Næss hefur aðallega starfað í norsku leikhúsi, en árið 1999 gerði hann gamanmyndina Algjörir timb- urmenn. Árið 1997 var hann ráðinn sem leikstjóri að Oslo Nye Teatre, þar sem hann leikstýrði verkinu Ell- ing og Kjell Bjarne, en handrit þess var unnið upp úr einni af fjórum skáldsögum Ingvars Ambjornsens um hinn sérstaka Elling. „Sá sem rit- aði leikritið, Axel Hellstenius, hefur að mestu fengist við að skrifa kvik- myndahandrit. Leikritið bar þess merki og þegar við hófum æfingar þurftum við að sleppa mörgum atrið- um, sem við treystum okkur ekki til að leysa á sviði,“ segir Peter. „Tak- markanir sviðsins gerðu það að verk- um að við einbeittum okkur að því að segja sögu Ellings og Kjell Bjarne þar sem þeir bjuggu í litlu íbúðinni sinni, nýlausir út af geðsjúkrahúsi. Innilokunin og óttinn við umheiminn varð meginþema leikritsins. Við kvik- myndun verksins var hins vegar kjör- ið að víkka sjónarhornið og þá not- uðum við handritið nánast óbreytt. En fyrstu 10 mínútur myndarinnar og síðustu 15 mínúturnar voru hvergi í upphaflegu handriti. Þetta er ekki leikrit á kvikmyndatjaldi, heldur sjálfstæð kvikmynd, þótt hún beri uppruna sínum vitni á þann hátt, að mikið er um samræður.“ Í kvikmyndinni er fylgst með Elling, sem hefur alla ævi búið einn með móður sinni. Þegar hún deyr er hann vist- aður á geðsjúkrahúsi, en tveimur ár- um síðar á hann að takast á við dag- legt líf, í íbúð sem hann deilir með félaga sínum af sjúkrahúsinu, Kjell Bjarne. „Þetta er mynd um vináttu,“ segir leikstjórinn. „Allir þarfnast ein- hvers og vilja að aðrir þarfnist þeirra. Kvikmyndin einblínir ekki á sál- fræðilegan vanda aðalhetjanna, held- ur mannlega reisn þeirra og sam- stöðu. Auðvitað er samstaða ekki tískuorð núna. Í Noregi ríkir mikil peningahyggja, en myndin víkur aldrei að peningum, völdum eða feg- urð, bara baráttunni fyrir eigin lífi. Líklega hefur almenningi þótt nota- legt að sjá slíka mynd.“ Elling og Kjell Bjarne í okkur öllum Vinsældir myndarinnar Elling í Noregi skýrast að mati leik- stjórans af því að vinirnir Elling og Kjell Bjarne kljást við ósköp svipaða hluti og við gerum öll. Ragnhildur Sverris- dóttir spjallaði við Peter Næss skömmu fyrir frumsýningu. Hátt í 800 þúsund manns sáu myndina í Noregi. „Um 60 þúsund manns sáu leikritið og um 200 þúsund keyptu bókina,“ segir Peter, svo það er ljóst að Norðmenn þekkja Elling vel. Kvikmyndin verður sýnd um alla Evrópu og Bandaríkin, en Peter segir að sér hafi komið ánægjulega á óvart að hún hefði jafn alþjóðlega skír- skotun og raun ber vitni, því margir hefðu kallað hana sérnorska. Hún verður framlag Noregs til Ósk- arsverðlaunanna, en Peter segist engar væntingar gera til þeirra. „Ég hef aldrei átt mér drauma um að verða Hollywood-leikstjóri og hef meiri áhuga á að vinna í leikhúsinu og grípa í kvikmyndagerð.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.