Morgunblaðið - 25.11.2001, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÁGÚST og Lýður Guð-mundssynir segjastmjög samrýmdir bræð-ur. Slógust þó einsoghundur og köttur í æsku,
segir annar og hinn bætir við: „Er það
ekki einsog hjá öllum góðum systk-
inum?“
Þeir hlæja.
„En ég er hræddur um að pabbi
gamli hafi verið orðinn þreyttur á að
fara sífellt upp á slysavarðstofu með
annan hvorn okkar, þann sem hafði
fengið gat á hausinn í það skiptið í
slagsmálum,“ segir hinn forvitnum
blaðamanni, sem langar til að komast
að því hverjir þeir eru eiginlega, þess-
ir náungar sem í vikunni gengu frá
stærstu fyrirtækjakaupum í íslenskri
viðskiptasögu. Bakkavör – sem þeir
stofnuðu ásamt föður sínum fyrir 16
árum – keypti þá breska matvælafyr-
irtækið Katsouris Fresh Foods
(KFF) fyrir 15,6 milljarða króna.
Léku sér í Bakkavörinni
„Við erum Nesbúar,“ segir Lýður
þegar bræðurnir eru spurðir að því úr
hvaða jarðvegi þeir eru sprottnir og
Ágúst bætir við: „Við ólumst upp í
Bakkavörinni á Seltjarnarnesi. Þaðan
er nafnið á fyrirtækinu komið. Við
lékum okkur í þessari vör við sjóinn
þegar við vorum litlir.“
Ágúst, sem er 37 ára og stjórnar-
formaður Bakkavör Group og for-
stjórinn Lýður, 34 ára, segjast hafa
verið ósköp venjulegir strákar á sín-
um tíma. „Við sinntum ýmsum hefð-
bundnum störfum; vorum í sveit á
sumrin, bárum út Moggann og þess
háttar.“
Stofnun fyrirtækisins, 1986, má
rekja til þess er þorskkvóti í Barents-
hafi var skorinn heil ósköp niður um
miðjan níunda áratuginn. Lýður var
enn í Verzlunarskólanum þegar þetta
var en Ágúst í Frakklandi að læra
tungumálið. „Faðir okkar, Guðmund-
ur Lýðsson, er vélstjóri og hafði verið
tengdur sjávarútveginum. Þetta byrj-
aði þannig að hann fékk beiðni um að
útvega fyrirtæki í Svíþjóð þorsk-
hrogn til framleiðslu á kavíar í túp-
um,“ segir Ágúst. „Niðurskurður
kvótans hafði þau áhrif að hrogn vant-
aði á Norðurlöndunum og því sneri
fyrirtækið sér hingað.
Við byrjuðum í þessu með karli föð-
ur okkar en leiðir skildi fljótt og við
höfum rekið fyrirtækið alfarið síðan
1987. Fyrirtækið var náttúrlega
stofnað með nánast engu hlutafé og
stóð ekki undir neinni yfirbyggingu
og segja má að fyrstu árin hafi farið í
að koma undir okkur fótunum fjár-
hagslega.“
Lýður segir þá bræður hafa unnið
með skóla eins og algengt var meðal
íslenskra unglinga á þeim árum „og
ég vann í hrognunum með skólanum
fyrsta árið“.
Bakkavör leigði fyrst gamalt frysti-
hús í Garðinum undir starfsemina.
„Hálfgerðan skúr,“ segir Lýður.
Ævintýrið byrjaði þannig að þeir
bræður óku á milli fiskverkenda og
keyptu af þeim óverkuð hrogn. „Áður
hafði það ekki tíðkast; þetta var fyrir
daga fiskmarkaðanna, menn fengu
fiskinn óslægðan í hús og unnu allt
sjálfir en þarna fórum við að kaupa
hrognin og verka,“ segir Ágúst.
Fastir starfsmenn fyrirtækisins
voru lengi vel aðeins þrír, bræðurnir
og einn verkstjóri. Þeir stússuðu í öllu
sjálfir og það var ekki fyrr en 1992
sem starfsmannahópurinn fór að
stækka þegar þeir opnuðu reykhús í
Kópavogi.
„Í nokkur ár vorum við bara með
vertíðarfólk í vinnu, fyrir utan verk-
stjórann, þá fimm mánuði sem þorsk-
hrognavertíðin stóð. Á þessum tíma
sá Lýður um bókhaldið og fjármálin
og kom svo í söltunina þegar hann var
búinn með pappírsvinnuna,“ segir
Ágúst og yngri bróðir hans botnar:
„Þetta gerir það að verkum að við
þekkjum hvert handtak innan fyrir-
tækisins.“
Ágúst: „Þessi þekking er lykilatriði
ásamt reynslunni. Þegar við vorum
ungir fannst manni reynslan engu
máli skipta; ungir-menn-geta-allt
hugsunarhátturinn; en eftir því sem
maður eldist gerir maður sér alltaf
betur og betur grein fyrir því að það
er nánast ekkert sem skiptir máli
nema reynslan!“
París, Reykjanesbær, London...
Hvað skyldu Kaupmannahöfn,
París, Gautaborg, Hamborg, Birm-
ingham, London, Varsjá, Helsinki,
Reykjanesbær og Valdivia í Chile
eiga sameiginlegt?
Jú, þar rekur Bakkavör Group fyr-
irtæki.
Fyrirtækið átti eina verksmiðju í
Birmingham og með kaupunum á
KFF bætist önnur við í London.
Ágúst: „Við erum komnir á þá hillu í
matvælageiranum sem er mest
spennandi; að framleiða ferskan þæg-
indamat. Pöntun kemur til verksmiðj-
anna í Englandi klukkan níu að
morgni, varan er afhent fyrir klukkan
fimm, komin í búðina um kvöldið og
fólk kaupir hana í síðasta lagi daginn
eftir.“
Í verksmiðjum þeirra bræðra í
Bretlandi eru framleiddir fjórir vöru-
flokkar. Í fyrsta lagi ídýfur og salat-
sósur, annars vegar smáréttir ýmiss
konar, í þriðja tilbúnar máltíðir og í
fjórða lagi meðlæti af ýmsu tagi.
Mikið er um alls kyns konar þjóð-
arrétti; gríska, austurlenska og þar
fram eftir götunum og er mikil
áhersla lögð á ferskleikann.
„Í matvælagerð gerast hlutirnir
fyrst í Bretlandi, þó einhverjum kunni
að finnast það ótrúlegt. Fólk af mjög
mörgu þjóðerni býr í Bretlandi og eft-
ir að þar voru opnaðir veitingastaðir
víða að úr heiminum komust Bretar
upp á lag með að borða ýmislegt ann-
að en breska matinn; nýrnabökurnar
og annað sem þeir eru þekktir fyrir.
Þeim finnst þessi framandi matur
góður en fólk getur ekki búið hann til
sjálft. Lausnin var því að gera því
kleift að geta keypt matinn tilbúinn
og ferskan í næstu búð.“
Í Skandinavíu selja fyrirtæki
bræðranna margvíslegt sjávarfang;
síld, kavíar í túpum og grásleppukaví-
ar svo eitthvað sé nefnt. Í Frakklandi
eru þeir mikið í hrognavöru, laxakaví-
ar, krabbakjöti, hörpuskel og fleiru
sem þarlendir hrífast af og verksmiðj-
an í Chile vinnur krabbakjöt.
Velgengnin
„Við vorum fertugasta stærsta fyr-
irtæki landsins í fyrra, með 300
manns í vinnu og veltum fimm millj-
örðum. Við höfum hagnast vel und-
anfarin ár og eiginfjárstaðan er sterk;
við erum með með 2,2 milljarða í eigið
fé, græddum 247 milljónir fyrir skatta
í fyrra og græddum 183 milljónir fyrir
skatta árið á undan. Samt vita ekki
margir af okkur hérlendis. Líklega
vegna þess að hér heima hefur ekki
farið fram nema um 10% af heildar-
starfseminni, og fer niður í 2–3% eftir
yfirtökuna á KFF,“ segir Lýður.
Bræðurnir eiga nú 44% af Bakka-
vör Group og er fyrirtækið skráð á
Verðbréfaþingi Íslands. „Afgangur-
inn er í eigu lífeyrissjóða og almenn-
ings. Íslenskir hluthafar eru um
5.000, en í fyrra, þegar við vorum með
hlutafjárútboð, skráðu sig um 10.000
manns fyrir hlut sem var eitt stærsta
útboð sem hafði farið fram á einkafyr-
irtæki.“
Fyrsta fullvinnsluverksmiðjan
„Við færðum starfsemina í Kópa-
voginn 1989 og vorum þar allt til 1996.
Byggðum þá tvær verksmiðjur suður
með sjó,“ segir Lýður; „annars vegar
fullvinnsluverksmiðju í Reykja-
nesbæ, þá fyrstu hérlendis, og það var
mikill áfangi fyrir okkur að koma fyr-
irtækinu úr skúrnum.“
Áður en kaupin á KFF áttu sér
stað í vikunni var Bakkavör Group
með 120 manns við framleiðslu mat-
væla í Bretlandi, jafn marga í Svíþjóð,
50 í Frakklandi og 25 í Reykjanesbæ
auk þess að eiga stærstan hluta fyr-
irtækis í Chile sem vinnur krabba-
kjöt. Þá er félagið með sölu- og dreif-
ingarfyrirtæki í Póllandi, Finnlandi
og Þýskalandi.
Blaðamaður stenst ekki mátið og
stynur upp: Þetta hljómar eins og æv-
intýri!
„Já, þetta er líka búið að vera heil-
mikið ævintýri í sjálfu sér,“ svarar
Ágúst. „Bakkavör er ekki spútnikfyr-
irtæki sem varð til í gær, við duttum
ekki allt í einu í einhvern lukkupott.
Fyrirtækið er svo gamalt að þegar
það var stofnað held ég að hvergi hafi
verið faxtæki á Íslandi nema í Eim-
skipafélaginu. Við fengum ekki tele-
fax fyrr en 1989.“
Hann segir fyrirtækið hafa byggst
upp hægt, en örugglega. „Segja má að
þegar Grandi gerðist hluthafi í fyr-
irtækinu 1995 komu í fyrsta sinn „al-
vöru“ peningar í fyrirtækið. Grandi
eignaðist 40% á móti 60% hlut okkar
bræðra og Brynjólfur Bjarnason for-
stjóri Granda kom inn í stjórnina.
Þetta var mikilvægt því það gerði
okkur kleift að standa í verksmiðju-
byggingum suður með sjó og fara al-
veg yfir í fullvinnslu, sem voru mikil
tímamót í sögu fyrirtækisins.
Kaupþing kom svo inn í fyrirtækið
1998 sem hluthafi og endurfjármagn-
aði fyrir okkur allar skuldir, sem var
afar mikilvægt fyrir okkur á þessum
tíma því við vorum í gamla frystihúsa-
kerfinu, afurðalánakerfinu, sem hent-
aði okkur einstaklega illa vegna þess
að við vorum með hrogn en ekki fisk.
Ekki í hraðfrystingu eða söltun eða
einhverju slíku.“
Ágúst segir kaupin á sænska fyr-
irtækinu, sem nú er Bakkavör Swed-
en, hafa verið mikið stökk. „Það voru
stærstu fyrirtækjakaupin okkar fram
að því og Kaupþingsmenn voru þar
með okkur. Það fyrirtæki var þá
þrisvar sinnum stærra en Bakkavör;
velti 18–1900 milljónum en við um
700. Starfsmenn sænska fyrirtækis-
ins voru þá 120 en okkar 40.“
Lýður: „Kaup okkar á breska fyr-
irtækinu eru því ekki fyrsta risavaxna
verkefnið sem við förum í en við erum
auðvitað orðnir stærri sjálfur nú og
það gefur okkur meira vogarafl til
þess að ná lengra.“
Þeir bræður bera starfsfólki Kaup-
þings vel söguna; það hafi stutt við
bakið á Bakkavör í útrás fyrirtækis-
ins „og nú nutum við fulltingis þeirra
þegar við gerðum þennan stærsta
lánasamning við erlenda banka sem
íslenskt einkafyrirtæki hefur fengið
fyrr og síðar,“ segir Lýður og eldri
bróðirinn bætir við að gaman sé að sjá
hve Íslendingar séu orðnir hæfir í
samanburði við erlenda starfsbræður
þeirra. „Hér hefur orðið til fólk með
mikla hæfileika á þessu sviði. Það er
líka gaman að hugsa til baka og velta
því fyrir sér hve viðskiptaumhverfið
hefur breyst síðan við vorum að byrja.
Það sem við höfum verið að gera var
einfaldlega ekki hægt 1986.“
Þeir rifja upp að þá var bannað að
taka lán erlendis og „öllum gjaldeyri
sem kom inn í landið varð að gjöra svo
vel að skila í Seðlabankann á því gengi
sem honum datt í hug á hverjum
tíma,“ segir Lýður.
Blaðamaður er ekki viss um að allir
skilji hvernig í ósköpunum fyrirtæki
eins og Bakkavör fer að því að kaupa
mun stærra fyrirtæki erlendis. Skyldi
það ekki vera mikið mál?
„Það er að minnsta kosti mögulegt
ef nokkrir þættir eru í góðu lagi,“
svarar Lýður og bætir við: „Í okkar
tilfelli er það meginatriði að bæði fyr-
irtækin eru mjög sterk; bæði eru með
trausta eiginfjárstöðu og bæði hafa
skilað miklum hagnaði undanfarin ár.
Það er rétt að við erum miklu minni
en KFF en við fáum stuðning fjár-
mögnunaraðila við að taka fyrirtækið
yfir.“
KFF skuldar ekki krónu við yfir-
tökuna; því fylgja raunar um 800
milljónir króna í banka, bendir Lýður
á, og það „auðveldar okkur að breyta
fjármagnssamsetningu fyrirtækis-
ins.“
Hann segir Bakkavör færa KFF
mjög mikilvæga þætti. „Þeir starfa
bara í Bretlandi en við erum dreifðir
og getum væntanlega fært þau „kons-
ept“ yfir á meginlandið í framtíðinni
sem KFF hefur verið að vinna að í
Bretlandi.“
Bræðurnir segja það mikinn kost
að daginn sem þeir taka yfir fyrirtæk-
ið þurfi ekki að byrja á því að taka til í
rekstrinum. „Við mætum bara á stað-
inn, heilsum upp á starfsfólkið og
fáum okkur kaffisopa.“
Fyrirtækin tvö hafa verið í svipuð-
um rekstri og helstu viðskiptavinir
þeir sömu; hinar ýmsu keðjur stór-
markaða í Evrópu.
Fyrrverandi eigendur KFF, gríska
Katsouri-fjölskyldan, verða hluthafar
í Bakkavör Group. Eignast þar hlut
fyrir tvo milljarða og tveir aðalmenn
þess setjast í stjórn. Ágúst segir það
Bakkavör í leik
Forstjórinn Lýður, til vinstri, og
stjórnarformaðurinn Ágúst Guð-
myndssynir á æskuslóðunum við
Bakkavör á Seltjarnarnesi.
Tveir ungir menn stofnuðu fyrirtæki og fóru að
verka þorskhrogn með föður sínum fyrir hálfum
öðrum áratug. Skapti Hallgrímsson hitti Ágúst og
Lýð Guðmundssyni sem stjórna fyrirtækinu enn
og eru nú með nítján hundruð manns í vinnu í níu
löndum við að framleiða og selja matvæli.