Morgunblaðið - 25.11.2001, Page 12
12 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÁTAK GEGN
BRJÓSTAKRABBAMEINI
Í OKTÓBER 2001
Þökkum öllum þeim sem
studdu þetta átak
H
INN 27. ágúst, ein-
ungis tveim vikum
áður en hryðjuverkin
voru framin í Banda-
ríkjunum 11. septem-
ber, var hringt í Abu Dahdah,
meintan forsprakka útibús hryðju-
verkasamtakanna al-Qaeda á
Spáni. Maðurinn sem hringdi gekk
undir nafninu Shakur.
„Við erum komnir inn á flug-
svæðið og við erum jafnvel búnir að
skera fuglinn á háls,“ sagði Shakur.
Hann var staddur utan Spánar, og
þetta var eitt af mörgum símtölum,
sem fram fóru á dulmáli, milli þess-
ara tveggja manna. Símtölin voru
hleruð af spænsku lögreglunni fyr-
ir og eftir hermdarverkin í New
York og Washington. „Markmið
mitt er markmiðið og ég vil ekki
ræða það í smáatriðum,“ sagði
Shakur ennfremur.
Átján dögum eftir tilræðin
hringdi Shakur, sem sagður var
tala með miklum norður-afrískum
hreim, aftur í Abu Dahdah og sagð-
ist hafa sagt sameiginlegum vini
þeirra nýtt símanúmer sitt, þar eð
það gamla hefði verið orðið „heitt“.
Hann sagðist líka þurfa að „skipta
um andrúmsloft“, að því er fram
kemur í dómsskjölum.
Þessi atriði eru kjarninn í ákæru
sem birt var opinberlega sl. mánu-
dag, 19. nóvember, og er sögð
tengja spænskan hryðjuverkahóp
við undirbúning árásanna 11. sept-
ember. Vísað var til þeirra sér-
staklega í viðtali sl. þriðjudag við
spænskan saksóknara, sem kvaðst
telja að „fuglinn“ væri bandaríski
örninn, tákn Bandaríkjanna. Og
rannsóknardómarinn sem úrskurð-
aði Abu Dahdah og sjö aðra í
ótímabundið varðhald sagði að
„samræðurnar bendi óbeint til þess
að þeir séu að tala um árásirnar“.
Hermenn Allah
Í úrskurði rannsóknardómarans,
Baltasars Garzóns, segir m.a. að
Dahdah, sem var leiðtogi hópsins,
hafi verið lífsglaður fjölskyldumað-
ur sem ók börnunum sínum í skól-
ann og hafði nafnið sitt í síma-
skránni, að því er fram kemur í
The New York Times.
Sá sem talinn er hafa verið að-
stoðarmaður hans virtist öllu nei-
kvæðari, gekk með dökk sólgler-
augu nótt sem dag, en tók þátt í
gróðursetningarátaki við blokkina
sem hann bjó í. Einn í hópnum var
hávaðaseggur, Spánverji sem hafði
snúist til íslams, látið sér vaxa
skegg og fannst varið í að þeyta
lúðra á samkomum þar sem stríð-
inu í Afganistan var mótmælt.
Hópurinn tók að myndast 1994
þegar nokkrir róttæklingar í Madr-
íd reyndu að ná völdum í mosku í
miðborginni til þess að koma þar á
aukinni bókstafstrúarkennslu, að
því er New York Times hefur eftir
Garzón dómara. Tilraun róttækl-
inganna mistókst vegna þess að
deildir urðu meðal upphlaupsmann-
anna og þeir skiptust upp í hópa.
Einn hópurinn laut forystu Pal-
estínumanns og varð Dahdah helsti
aðstoðarmaður hans. Hópurinn
kallaði sig Hermenn Allah. Í mosk-
unni dreifði hópurinn bæklingum
um aðgerðir herskárra múslima í
Alsír, á heimastjórnarsvæðum Pal-
estínumanna, í Egyptalandi og
Afganistan. Einnig var dreift skila-
boðum frá Osama bin Laden. For-
ingi hópsins og Dahdah hófu inn-
rætingu hjá ungum múslimum sem
sýndu bæklingunum áhuga, og
fengu nokkra til að halda til bar-
daga í Bosníu, þar sem múslimir
voru í stríði við Serba, að því er
fram kemur í úrskurði dómarans.
Frásögn Garzóns dómara er að
hluta til byggð á upplýsingum er
fengist hafa með símahlerunum
sem spænsk yfirvöld hafa stundað í
mörg ár. Af úrskurði dómarans má
ráða að spænskir leyniþjónustu-
menn hafa fylgst með Dahdah og
hlustað á samskipti hans við aðra
meinta al-Qaeda-liða í Evrópu og
Asíu síðan 1997 að minnsta kosti.
Fréttaskýrandi New York Times
bendir á, að ef frásögn dómarans
sé rétt hafi Dahdah lifað fullkom-
lega tvöföldu lífi. Hann er um fer-
tugt, hárið er tekið að þynnast en
skeggið er ræktarlegt. Hann er
kvæntur spænskri konu sem snér-
ist til íslams og fór að hylja hár
sitt, að því er haft er eftir nágrönn-
um þeirra hjóna.
Dahdah keypti íbúð í rúmgóðri,
fjögurra hæða blokk þar sem eink-
um búa arkitektar og opinberir
starfsmenn. Nafnið hans er í síma-
skránni. Hann keyrði börnin sín yf-
irleitt í skólann, sem er í stærstu
moskunni í borginni.
En á sama tíma, að því er segir í
úrskurði dómarans, fór Dahdah að
fá til liðs við sig sífellt fleiri
herskáa múslima og fór að ferðast
víða. Síðan 1996 hefur hann farið
rúmlega 20 sinnum til Bretlands
þar sem hann hefur fundað með
leiðtogum Mujahedeen-hreyfingar-
innar. Hann hefur líka farið til
Tyrklands, Belgíu, Danmerkur,
Svíþjóðar, Indónesíu, Malasíu og
Jórdaníu, að því er segir í úrskurði
spænska dómarans.
Byggt
á ályktunum
En á heildina litið sýna sönn-
unargögnin, sem vitnað er til í
skriflegum úrskurði Garzóns dóm-
ara, að meint tengsl Madrídarhóps-
ins við hryðjuverkin – að minnsta
kosti í opinberum gögnum – eru
byggð á ályktunum ekki síður en
hörðum staðreyndum. Í skjalinu
eru þónokkrar vafasamar fullyrð-
ingar og villur um hóp í Hamborg,
undir forystu aðalflugræningjans,
Mohameds Attas.
Í viðtali sl. þriðjudag sagði
spænski saksóknarinn Pedro Rub-
ira að hann væri sannfærður um að
ásakanirnar, er lagðar væru fram í
úrskurði dómarans, þ.á m. um bein
tengsl Madrídarhópsins við Atta og
hermdarverkin 11. september,
væru á rökum reistar. En hann
vildi ekki svara mörgum spurning-
um um tilteknar tilvísanir í úr-
skurðinum. Hann vildi heldur ekki
segja frá því hvort hann gæti borið
kennsl á Shakur og vildi ekki ræða
frekar um önnur sönnunargögn
sem yfirvöld kunna að hafa undir
höndum til að renna stoðum undir
fullyrðingar sínar um tengsl milli
Madrídarhóps Abus Dahdahs og
Hamborgarhópsins.
Í ákærunni er Dahdah, sem er
Spánverji af sýrlenskum uppruna
og heitir réttu nafni Imad Eddin
Barakat Yarkas, sagður hafa fjár-
magnað starfsemi sína, þ.á m. mikil
ferðalög, með krítarkortasvindli og
ránum. Að þessu leyti svipar Madr-
ídarhópnum og Yarkas til fjölda
annarra hryðjuverkahópa, sem
komið hefur verið upp um í Evr-
ópu, þ.á m. í Mílanó og Frankfurt,
sem snéru sér að glæpum til fjár-
öflunar, en liðsmenn þeirra létu líta
svo út fyrir, að þeir lifðu eðlilegu
lífi.
En það sem er óljóst í úrskurði
spænska dómarans er hvort Madr-
ídarhópurinn hafi verið jafn ná-
tengdur hryðjuverkunum 11. sept-
ember og Garzon gaf í skyn þegar
hann skrifaði að liðsmennirnir í
Madríd hafi verið „beinlínis í
tengslum við undirbúning og skipu-
lagningu árásanna sem fram-
kvæmdar voru af sjálfsmorðsflug-
mönnum 11. september“.
Í skjalinu er til dæmis engu ljósi
varpað á tvær ferðir sem Atta fór
til Spánar í janúar og júlí sl. Þar er
fullyrt að meðal þeirra er Abu
Dahdah hafði samband við í Evr-
ópu hafi verið Atta og Said Bahaji
og Ramzi Binalshibh. Tveir síðar-
nefndu mennirnir bjuggu stundum
á sama stað og Atta í Þýskalandi
og flýðu landið skömmu áður en til-
ræðin voru framin. Mannanna
tveggja, auk þriðja manns sem
hafði bækistöð í Hamborg, er leitað
af þýskum yfirvöldum vegna að-
ildar að morði.
Ekki sama íbúðin
Gamla símanúmer Abus Dahd-
ahs í Madríd kom fram í dagbók
sem fannst í íbúð í Þýskalandi sem
ýmsir skipuleggjendur hryðjuverk-
anna höfðu deilt, að því er fram
kemur í úrskurði Garzons dómara.
Þessi dagbók var í eigu Bahajis,
segir í úrskurðinum.
Þýska lögreglan leitaði í íbúð
sem Bahaji, sem talinn er hafa ver-
ið viðhaldssérfræðingur Hamborg-
arhópsins, bjó í með konu sinni og
ungabarni. Þar lagði lögreglan hald
á ýmis skjöl. En þarna var ekki um
að ræða íbúðina við Marienstræti,
þar sem Atta og annar flugræningi,
Marwan al-Shehhi, höfðu búið, öf-
ugt við fullyrðingu Garzons dóm-
ara. Bahaji flutti frá Marienstræti í
ágúst 1999, að því er fram kemur í
gögnum fasteignasalans sem leigði
íbúðina út, og samkvæmt upplýs-
ingum þýskra rannsóknarfulltrúa.
Atta flutti úr íbúðinni í maí í
fyrra, og þegar hinir leigjendurnir,
þ.á m. Binalshibh, fóru út í mars sl.
var íbúðin máluð og skilin eftir
tóm, að sögn þýskra yfirvalda.
Þetta virðast allt vera smáatriði,
en í úrskurði spænska dómarans er
dregin af þessu sú stórfellda álykt-
un, að annar hópur í Evrópu hafi
vitað fyrirfram um og tekið þátt í
hryðjuverkunum í Bandaríkjunum.
Þar að auki er gefið í skyn að
Bahaji hafi lært til flugmanns en
hafi verið synjað um vegabréfsárit-
un til Bandaríkjanna. Þýsk yfirvöld
draga þetta í efa og segja hvorki
vísbendingar um að Bahaji hafi
lært flug né að hann hafi haft uppi
áform um að fara til Bandaríkj-
anna.
Þýskir rannsóknarfulltrúar segja
ennfremur, að Bahaji, sem var einu
sinni undir eftirliti í Hamborg, hafi
haft samskipti við fjölmarga rót-
tæka múslima víðs vegar í Evrópu,
en sú staðreynd ein og sér sé ekki
sönnun þess að þessir menn hafi
vitað um fyrirætlanirnar 11. sept-
ember, eins og gefið er í skyn í úr-
skurði spænska dómarans. Síma-
númer annarra róttæklinga, fyrir
utan Abu Dahdah, fundust í skjöl-
um Bahajis, en þýsk yfirvöld telja
ekki að fjöldi manns hafi vitað um
tilræðið fyrirfram.
Fjölskyldumaður
og útibússtjóri
hjá al-Qaeda
AP
Lögreglumynd af meintum forsprakka al-Qaeda-hópsins á Spáni, Imad Eddin Barakat Yarkas, öðru nafni Abu
Dahdah, eftir að hann var handtekinn ásamt sjö öðrum og úrskurðaður í varðhald um ótilgreindan tíma.
Spænski hópurinn sem
talinn er tengjast
hermdarverkunum 11.
september á sér langa
sögu. Svo virðist sem
forsprakki hans hafi
ekki bara gengið undir
tveimur nöfnum, heldur
hafi bókstaflega lifað
tvöföldu lífi. Á bak við
jákvæða manninn sem
keyrði börnin sín í skól-
ann var annar maður
sem atti börnum út í
stríð.
Madríd. The Washington Post.