Morgunblaðið - 25.11.2001, Síða 14

Morgunblaðið - 25.11.2001, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MÁLÞING Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands efnir til málþings þriðjudaginn 27. nóvember nk. um efnið: Baráttan gegn hryðjuverkamönnum og stríðið í Afganistan Málþingið verður haldið í Hátíðarsal Háskólans og hefst kl. 16.30. Það er öllum opið. Frummælandi á málþinginu verður sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, frú Barbara J. Griffiths. Að loknu erindi hennar fara fram pallboðsumræður með þátttöku ráðstefnugesta. Þátttakendur í pallborðsumræðum verða: Ambassador Bandaríkjanna, Barbara J. Griffiths Ambassador Bretlands, John Culver Ambassador Frakklands, Louis Bardollet Ambassador Þýskalands, dr. Hendrik Dane Ambassador Finnlands, Timo Koponen, talsmaður Evrópubandalagsins Stjórnandi pallborðsumræðna verður dr. Gunnar G. Schram, formaður stjórnar Alþjóðamálastofnunar. HÁSKÓLI ÍSLANDS N Ú þegar andstæðingar talibanastjórnarinnar í Afganistan hafa náð bróðurparti landsins á sitt vald vakna spurn- ingar um hvert framhald herfarar Bandaríkjamanna verði. Jafnframt eru menn í Bandaríkjunum teknir að huga að næsta verkefni í því „hnattræna stríði gegn hryðju- verkaógninni“, sem George W. Bush forseti Bandaríkjanna lýsti yfir eftir fjöldamorðin vestra 11. september. Líkt og áður hefur verið vikið að á þessum vettvangi hefur herför Bandaríkjamanna gegn talibana- stjórninni og hryðjuverkahópum al- Qaeda-samtakanna í Afganistan um flest verið eftir bókinni. Þótt í upp- hafi væri jafnan talað á þann veg að mjög svo óhefðbundinn hernaður væri í uppsiglingu hefur hann um flest reynst nokkuð fyrirsjáanlegur og í allgóðu samræmi við viðtekin viðmið á þessu sviði; Norðurbanda- lagið hefur séð um framrásina og notið stuðnings Bandaríkjamanna úr lofti. Landsvæði og borgir á valdi talibana hafa fallið og komist ýmist undir stjórn Norðurbandalagsins eða einstakra herstjóra og ætt- bálkahöfðingja. Skæruliðastríð? Þegar þetta er ritað um hádegi í gær, laugardag, herma fréttir að af- ganskir talibanar séu á leið frá borginni Kunduz en óljóst er hvort erlendir vígamenn og liðsmenn al- Qaeda-hryðjuverkanetsins gefast einnig upp. Líklegt var talið að þeir veldu frekar að berjast áfram en að lenda í höndum Norðurbandalags- manna. Hætta var því enn talin á því að fjöldamorð yrðu framin í Kunduz. Kandahar, miðstöð trúar þeirra og valda, verja talibanar enn af hörku. Ætla verður að næsta stig átak- anna verði um flest frábrugðið því, sem við hefur átt fram til þessa. Í suðurhluta landsins gæti verið í uppsiglingu skæruliðastríð fari svo að hinir áköfustu í röðum talibana og erlendir málaliðar hreyfingar þeirra og al-Qaeda-hryðjuverkanets Osama bin Ladens ákveði að enn skuli barist. Venjulegar víglínur munu þá að mestu þurrkast út og loftárásir munu ekki koma að sömu notum og áður. Sérsveitum Banda- ríkjamanna og hugsanlega fleiri þjóða verður þá beitt í skyndiárás- um á afmörkuð skotmörk. Þar sem George W. Bush Banda- ríkjaforseti hefur heitið því að upp- ræta al-Qaeda-hreyfinguna og hafa hendur í hári bin Ladens verður að öllum líkindum þörf fyrir að hafa til- tækan meiri liðsafla á jörðu niðri en hingað til. Þótt hátæknivopn geti vafalaust komið að notum á þessu stigi herfararinnar, sem trúlega mun reynast hið síðasta, verður að ætla að sérsveitum verði beitt í því skyni að afla upplýsinga um dval- arstaði liðsmanna al-Qaeda og bin Ladens. Ummæli bandarískra ráða- manna eru öll á þann veg að líklegt má telja að hann haldi sig í suður- hluta landsins. Bandarískir sér- sveitamenn verða þá í mun meiri hættu en hingað til í Afganistan þótt fullvíst megi telja að mjög sérhæfðir og fámennir flokkar hafi verið á ferð í þessum hluta landsins vikum ef ekki mánuðum saman. Traust hefð er fyrir skæruliðahernaði í suður- hlutanum og þar, einkum í nágrenni Kandahar, hefur gríðarlegum fjölda jarðsprengna verið komið fyrir. Erfitt verður að fullyrða hvenær þessu stigi átakanna lýkur. Loka- markmiðið er augljóslega að ná bin Laden, handtaka hann eða drepa. Það sama á við um „erlenda talib- ana“, þ.e. útlendinga, sem gengið hafa til liðs við hreyfinguna af hug- sjónaástæðum, liðsmenn al-Qaeda- hryðjuverkanetsins í landinu og helstu leiðtoga talibanastjórnarinn- ar. Þetta er sá harði kjarni, sem Bandaríkjamenn þurfa að sigrast á ætli þeir sér að uppfylla markmið herfararinnar. George W. Bush forseti er þegar tekinn að vara við óhóflegri bjart- sýni. Í liðinni viku sagði forsetinn að enn væri „mikið starf óunnið“ við að uppfylla markmið Bandaríkja- manna. „Þetta kann að taka lengri tíma en sumir hafa ætlað,“ sagði Bush. Hugtakið „sigur“ verður erf- itt að skilgreina í samhengi herfar- arinnar í Afganistan en ætla verður að það muni felast í handtökum eða dauða bin Ladens, leiðtoga talibana, vígasveita al-Qaeda og „erlendra talibana“. Því fer fjarri að herförinni í Afg- anistan sé lokið. „Heimurinn betri án Saddams“ Engu að síður eru fjölmargir sér- fræðingar og stjórnmálamenn vestra teknir að mæla fyrir um hvert skuli vera næsta verkefni í „stríðinu hnattræna“ gegn hryðju- verkaógninni. Þar takast á ólík sjón- armið. Þannig hafa þær raddir heyrst að ráðlegt sé að næsta verk- efni á þessu sviði fari ekki fram í ísl- ömsku ríki. Lagt hefur verið til að næst verði farið gegn FARC-skæru- liðahreyfingunni í Kólumbíu en þessi skammstöfun stendur fyrir „Fuerzas Armadas Revolucionarias de Colombia“ eða „Vopnaðar bylt- ingarsveitir Kólumbíu“. Þá hefur Sómalía verið nefnd í þessu viðfangi en vitað er að hryðjuverkahópar nýta sér það algjöra stjórnleysi, sem þar ríkir. Þeim fer þó fjölgandi vestra, sem segja að setja beri Saddam Hússein Íraksforseta efstan á verkefna- skrána. Óhætt er að segja að Bush- stjórnin sæti nú dagvaxandi þrýst- ingi um að fara gegn Saddam þegar herförinni lýkur í Afganistan. Fremstir í flokki fara þekktir „haukar“ úr röðum repúblíkana og má þar nefna Paul D. Wolfowitz, að- stoðarvarnarmálaráðherra, Richard Perle, mjög þekktan sérfræðing á sviði varnar- og hermála, John McCain, þingmann frá Arizona og fyrrum stríðshetju, og dálkahöfund- ana William Safire og Charles Krauthammer. Enn hafa þekktir demókratar ekki hvatt beinlínis til þess að farið verði af fullum þunga gegn Saddam. Hins vegar hefur þingmaðurinn Joseph Liberman, varaforsetaefni flokksins í síðustu forsetakosningum, skorað á Bush- stjórnina að setja sér það markmið að koma Saddam Hússein frá völd- um. Það vill hann m.a. gera með stórauknum stuðningi við hópa íraskra stjórnarandstæðinga utan landsins. Lieberman hefur hins veg- ar enn ekki lýst sig fylgjandi herför Bandaríkjamanna gegn Saddam. Saddam lifði af Persaflóastríðið og í tíu ár hefur hann staðist þrýst- ing Bandaríkjamanna; meira en það raunar, frá árinu 1998 hefur hann komist upp með að hundsa gerða samninga um vopnaeftirlit og staða hans virðist um margt sterkari en fyrr þrátt fyrir að Bandaríkjamenn hafi beitt loftárásum í refsingar- skyni. Fullvíst er að Saddam vann að því að koma sér upp gereyðing- arvopnum og heimildir eru fyrir því að það sé enn markmið hans. Sadd- am Hússein er maður, sem almenn sátt ríkir um í Bandaríkjunum, að æskilegt sé að koma frá völdum. „Heimurinn væri um flest geðslegri og betur væri fyrir írösku þjóðinni komið væri Saddam Hússein ekki við völd,“ sagði Condoleezza Rice, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkja- forseta, í liðinni viku. Engar sannanir fyrir ábyrgð Íraka Þannig telja ráðamenn í Banda- ríkjunum og vafalaust fleiri æski- legt að binda enda á valdaskeið Saddams Hússein en auðvelt verður það ekki. Í fyrsta lagi er þess að geta að erfitt gæti reynst að réttlæta herför gegn Saddam á grundvelli hins „hnattræna stríðs gegn hryðju- verkaógninni“. Nákvæmlega ekkert liggur fyrir, sem bendir til þess að Írakar hafi komið nálægt árásinni á Bandaríkin 11. september. Það stað- festa heimildarmenn í samtölum við bandarísk dagblöð. Að vísu hefur komið fram að Mohammed Atta, sem talinn er hafa verið foringi hryðjuverkamannanna 11. septem- ber, átti í fyrrasumar fund með íröskum leyniþjónustumanni í Prag. Hins vegar er ekkert vitað með vissu um efni þess fundar þótt vangaveltur ýmsar hafi verið opin- beraðar. Í öðru lagi er ljóst að herför gegn Saddam myndi aldrei njóta stuðn- ings á borð við þann, sem aðgerð- irnar í Afganistan hafa fengið. Þetta á við um Bandaríkin sjálf auk þess sem ætla má að Evrópuríki reynd- ust ekki tilbúin til að styðja slíka ákvörðun, a.m.k. ekki á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga. „Ríki Evrópu myndu spyrja mjög alvar- legra spurninga í því samhengi, svo það sé orðað með diplómatískum hætti,“ sagði Joschka Fischer, utan- ríkisráðherra Þýskalands, á mið- vikudag. Einhliða herför Banda- ríkjamanna gegn Saddam gæti þannig valdið skaða í stað þess að skila árangri. Í þriðja lagi ræður Saddam yfir raunverulegum herafla og heldur uppi ákveðnum varnarviðbúnaði, sem ekki verður sagt um talibana í Afganistan. Herma raunar fregnir að sérsveitir og lífvörður forsetans hafi verið á hæsta stigi viðbúnaðar frá 11. september. Saddam býst því við hinu versta. Vígstaða forsetans og hinnar föllnu stjórnar talibana verður aldrei lögð að jöfnu. Fræði- lega gæti því slík herför reynst áhættusöm og erfið. Þannig gerist sú hugsun áleitin að nauðsynlegt reyndist að beita landhersveitum ætluðu Bandaríkjamenn að fullvissa sig um að geta Íraka til að framleiða og fela efna- og sýklavopn hefði ver- ið upprætt. Í fjórða lagi er að auki vandséð að ríki á borð við Sádi-Arabíu myndu reynast tilbúin að taka þátt í slíkum hernaði en Bandaríkjamenn myndu vafalaust þurfa á aðstöðu að halda þar í landi til að halda uppi loft- árásum á skotmörk í Írak. Í fimmta lagi ber að huga að póli- tískum áhrifum hugsanlegrar árás- ar á Írak. Í versta falli gæti hún þýtt endalok þess „hnattræna bandalags gegn hryðjuverkaógninni“, sem Bandaríkjamenn hafa myndað með árangri, sem hlýtur að teljast ágæt- ur. Sá ávinningur gæti, hið minnsta, reynst í hættu. Áhættunnar virði? Þegar litið er yfir þetta svið er vandséð að bandarískir ráðamenn telji það áhættunnar virði að ráðast af fullum þunga gegn Saddam. Mun líklegra er að þess verði freistað enn frekar að auka þrýstinginn á stjórn hans. Á hinn bóginn vakna þá um leið efasemdir og spurningar um hvernig herða megi skrúfuna enn frekar; tal um að útlagahópar geti magnað upp andstöðu gegn forset- anum og jafnvel steypt honum af stóli er í besta falli misskilningur. Takmarkaðar loftárásir hljóta hins vegar að teljast valkostur í stöðunni. Það, sem ritað hefur verið hér að ofan, er þó háð því að ekki komi fram óvefengjanlegar upplýsingar um hlutdeild Íraka í hryðjuverkun- um 11. september. Hafi þeir komið þar nærri er ekki óhugsandi að handtökur víða um heim og yfir- heyrslur yfir talibönum í Afganistan leiði slík tengsl í ljós. Þá má heita víst að Bandaríkjamenn myndu sameinast um það markmið að ljúka valdaferli Saddams Hússeins. Stuðningur við slíkar aðgerðir yrði þá að líkindum umtalsverður en að mestu bundinn við Vesturlönd. Verkefninu í Afganistan er fjarri því lokið. Ráðamenn í Bandaríkjun- um leggja nú áherslu á að uppfylla beri markmiðið í Afganistan áður en tekið er til við að huga að næsta verkefni í „hryðjuverkastríðinu“. Það eina, sem sagt verður með vissu á þessari stundu er að þau verða fleiri. Er Saddam næstur? Reuters asv@mbl.is ’ Ríki Evrópumyndu spyrja mjög alvarlegra spurn- inga í því samhengi, svo það sé orðað með diplómatískum hætti ‘ Líkur eru á því að lokastig herfarar- innar gegn talibönum og hryðjuverka- hópum í Afganistan sé skammt undan. Ásgeir Sverrisson veltir fyrir sér stöðunni í Afganistan og segir frá vaxandi þrýstingi á Bandaríkjastjórn um að fara næst gegn Saddam Hússein Íraksforseta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.