Morgunblaðið - 25.11.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.11.2001, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í BÚÐ í hverfinu Reimersholmen í Stokkhólmi varð vettvangur ís- lenskra skálda veturinn 1945-1946. Þar bjuggu hjónin Valgerður Briem og Bergur Pálsson, einn af bestu vinum Steins Steinars, og þau leigðu Jóni úr Vör og hans fallegu sóma- konu, Bryndísi Kristjánsdóttur, eitt herbergi í íbúð sinni ásamt aðgangi að eldhúsi. Jón úr Vör hafði gift sig skömmu áður en hann hélt utan og Jón Óskar skáld verið svaramaður hans. Steinn kemur oft í heimsókn sem vænta má, ýmist til að heimsækja Jón úr Vör eða Berg, Hannes Sig- fússon er þar tíður gestur og Magn- ús Ásgeirsson slæst í hópinn um skeið. „Jón hefur keypt mublur í her- bergið fyrir á annað þúsund sænsk- ar krónur,“ skrifar Hannes Sigfús- son Elíasi Mar, „tvo djúpa stóla, sófa, borð, tvöfaldan patentbedda, mynd á vegg, teppi á gólf, lampa. Hjá þeim er sem vistlegast. Ég hef enn ekki séð hamingjusamari hjón. Þau vakna ekki fyrr en á hádegi, skreiðast þá fram í eldhúsið og fá sér í gogginn, leggjast síðan fyrir aftur og liggja í faðmlögum það sem eftir lifir dags. Það er varla að þau rísi upp við olnboga þótt ég komi og heimsæki þau.“ Hinn 22. nóvember sitja þeir að sumbli hjá Jóni úr Vör í góðu yf- irlæti Steinn, Magnús og Hannes Sigfússon. Umræður eru fjörlegar sem vænta má. Magnús hafði þann kæk að stappa niður fæti „í hröðum dyn eins og til að drífa fram eldmóð í samræðurnar,“ eins og Hannes orðar það, „lét skósóla glymja við gólfi í takt við ótrúlega mælsku sína. Hann var í miðri frásögn og bar ótt á, talaði dálítið í kverkina og hnaut um orðin þegar mest lá við að herða á frásögninni að hnyttilegum punkti.“ Um þessar mundir er mál Knuts Hamsuns á allra vörum. Hann hefur nýlega verið fluttur frá sjúkrahúsi í Grímstað, er vistaður á gamal- mennahæli í Landmark og sætir geðrannsókn. Á þessu tímabili, frá því vorið 1945 og þar til á Jónsmessu 1948, þegar dómur hæstaréttar féll, skrifar hann sína síðustu og óvið- jafnanlegu bók, Grónar götur. „Eina afsökun Hamsuns væri sú að hann reyndist geðveikur,“ álítur Jón úr Vör. „Auðvitað er maðurinn geðveikur, það erum við allir,“ segir Steinn. „Og það er einmitt svívirðingin að vera að efast um það,“ bætir Magn- ús við. „Hið eina, sem hægt er að telja snillingum á borð við Hamsun til gildis, það er geðveikin!“ Hannes Sigfússon skrifaði smá- sögu á sænsku um þessar mundir og sendi hana Elíasi Mar með svohljóð- andi ummælum: „Hún er skrifuð eftir að ég hef verið hér í sex vikur. En nú, þegar ég hef þannig sannanir fyrir því, að ég gæti orðið snillingur á sænsku, þá hef ég ákveðið að eyða þeim árum sem ég á eftir ólifuð við að semja varnarræðu fyrir Knut Hamsun á íslensku. Þetta eru örlög- in, Elías. Þetta er það sem maður ræður ekki við.“ Magnús stingur upp á að fara nið- ur í borgina áður en veitingahúsum verði lokað. Hann biður Jón úr Vör að hringja á leigubíl og þeir þre- menningar kveðja ungu hjónin með virktum. Magnús ræður ferðinni; hann gefur bílstjóranum fyrirmæli um að aka til vínkrár nokkurrar í Vasagötu þar sem hann þekkti til húsa. „Sú hét Móna Lísa,“ skrifar Hannes Sigfússon, „og fagnaði okk- ur með sífrulegu hálfbrosi í skugga- legum salarkynnum sem voru þétt- setin skrafhreifum lýð. Gestirnir voru ekki veislubúnir nema síður væri, og borðsiðir voru ekki teknir hátíðlega. Nokkrir gestanna sváfu fram á arma sína krýndir afvelta flöskum, tómum glösum og kúffull- um öskubökkum. Aðrir brýndu raustina á undarlegum lagleysum og slógu taktinn með ferlegum armslögum. Enginn hastaði á þá. Þjónarnir virtust löngu samdauna andrúmslofti staðarins og létu sér fátt um finnast. Þeir sveimuðu milli borðanna í flekkóttum hvítjökkum sem virtust ataðir blóði, en það mun hafa verið rauðvín sem hafði slest á þá úr flöskum og glösum. Því hér flaut vínið án minnsta snefils af hemju og hófsemi mitt í siðavönd- ustu borg heimsins... Hið eina sem dró úr anarkistisku frjálsræði þessa staðar var að hér var aðeins létt vín í glösum.“ Magnús telur ástæðu til að benda félögum sínum á, að þótt þeir sjái rottur hlaupa yfir gólfið, þá sé ekki um deleríum tremens að ræða held- ur ískaldan veruleika. Sjálfur hafði hann orðið alvarlega smeykur eitt kvöldið þarna, en verið róaður af þjónunum. „Mér er ekkert í nöp við rottur,“ segir Steinn Steinarr. „Fyrir nokkr- um árum deildi ég herbergi með heilli fjölskyldu af því slekti, án þess að nokkurn tíma skærist í odda milli okkar sambýlinganna.“ Þeir sitja að rauðvínsdrykkju til klukkan eitt um nóttina. Þá stendur Steinn á fætur og flytur vísu, sem hann hafði ort fyrir munn Egils Skallagrímssonar nokkrum dögum áður. Hún varð til á Margaretas Konditori á meðan hann beið eftir Bergi Pálssyni, sat og orti og dáðist að hárgreiðslu gengilbeinunnar. Hann flytur vísuna háum og skýrum rómi, eins og allsgáður sé, enda drakk hann aldrei mikið magn áfengis: Reit ek Margaretas rór á Konditórí rúnir myrkum muna miðum á dag þriða. Hár blés vindr í hærum, haust kvam skjótri flaustran. Fekk mér fagnaðs nökkurs frísýr servitrísu. Í sölum sænskra góðborgara Drykkjan sem þreytt er á sóða- kránni Mónu Lísu er eins konar kveðjuveisla, því að Magnús Ás- geirsson hyggst fara til Kaup- mannahafnar daginn eftir. „Það verður skarð fyrir skildi og óyndi mikið í borginni þegar þú ert farinn,“ segir Steinn og leggur hönd á öxl skáldbróður síns. „En ég kem á eftir þér, strax og ég hef fengið meiri peninga senda frá Ragnari mínum í Smára. Pyngjan er nefni- lega farin að léttast og gerist nú ískyggilega mjóslegin.“ Eftir að Magnús er farinn verða samskipti Hannesar og Steins nán- ari. „Ég tók upp þann sið að heim- sækja Stein í hótelherbergið hans á Drottningargötu tvisvar–þrisvar í viku stundvíslega klukkan tólf og vekja hann með léttu blaki á öxlina,“ skrifar Hannes. „Hann var léttsvæf- ur og reis þegar upp við dogg í rönd- óttum náttfötum, úfinn og með rauða brodda á skeggstæðinu, van- svefta í augum og heldur ófrýnileg- ur, stundum dálítið fúll.“ „Mig grunaði að hann hefði sofið skemur en ég,“ heldur Hannes áfram, „kannski dundað við orð og setningar í næturkyrrðinni þegar aðrir sváfu, því það lágu stundum pappírsarkir á gólfinu við rúmstokk- inn áður en hann steig fram úr og kom þeim á vísan stað. Ég þorði ekki að spyrja hvort getgáta mín væri rétt, en settist hæversklega á stól og beið þolinmóður eftir að hann lyki við að klæða sig og snyrta. Hann var sérlega natinn við að raka sig og ýrði rakvatni um kjálkabörðin og breiða efrivörina. Hármakkann greiddi hann upp frá háu, gáfulegu enninu og aftur á hnakka og notaði greiðu við morgunsnyrtinguna, en þegar leið á daginn var hann vanur að nota fingurna. Hárið var mikið og óstýrilátt, móbrúnt og dálítið upplit- að af veðrum, með undiröldu af lokkafalli. Morgunsnyrtingin var mikilvæg til að greiða okkur aðgang að dýrum veitingahúsum sem jafnan voru fyrstu áfangastaðirnir á dag- leiðum okkar um miðborgina. Hreina skyrtu sótti hann í klæða- skáp og gljáfægða skó frá ganginum framan við dyrnar. Síðan smeygði hann sér í yfirhöfnina, snöggloðinn frakka grábláan sem náði honum að hnésbótum og hann aldrei hirti um að hneppa. Síðan vorum við ferð- búnir. Ég var höfði hærri en hann, en það lék aldrei vafi á því hvor okkar var fyrirliðinn. Hann var vanur að ganga djarflega fyrir einkennis- klædda dyraverði og heilsa kump- ánlega upp á þá, jafnvel seilast til að klappa þeim á öxl sem risar voru í samanburði við hann. Og þeir bugt- uðu sig innvirðulega og lyftu hönd að skyggni einkennishúfunnar, þó að sumir feldu ofurlítið bros í munn- vikunum um leið og þeir hleyptu okkur inn.“ Fyrir kom að þeim félögum var vísað frá á fínustu stöðunum. Þá reiddist Steinn óskaplega og „bar Svíum á brýn flesta skapgerðar- bresti sem eina þjóð mega van- prýða: fáránlegt drembilæti sem hreykti sér af rótum sjúklegrar van- máttarkenndar og ótta við að verða sér til athlægis“. „Þeir halda dauðahaldi í fáránleg formsatriði,“ sagði hann, „af ótta við að allt fari úr böndunum og í ljós komi hvílíkar mannleysur þeir eru og aumingjar. Og þeir voka hver yfir öðrum eins og ránfuglar, þessir sperðlar, í endalausu titlaþvargi upp að fótskör guðs almáttugs!“ En jafnskjótt og þeim var hleypt inn á næsta veitingahús, dyravörður bauð þá velkomna, þjónn vísaði til borðs og bar þeim á silfurbakka tartalettur, öl og snaps – þá var Steinn aftur í essinu sínu. Hann lét sér líða vel í fáguðum sölum sænskra góðborgara; spaugaði meira að segja meinleysislega við þjóninn sem þakkaði fyrir, brosti og hneigði sig. Glasið sem geigaði „Komdu með okkur Hannesi til Kaupmannahafnar, Bergur minn! Danir eru glaðlyndir og óðum að ná sér eftir stríðið. Það er ekki verandi hér í Stokkhólmi; þetta er steingeld borg og hrútleiðinleg.“ Steinn Steinarr er kominn í íbúð vina sinna við Reimarshólma til að kveðja. Hann þrýstir hönd Bergs Pálssonar með ofangreindum um- mælum, en Bergur kveðst ekki vera nógu loðinn um lófana til að fara með þeim félögum. „En kannski kem ég til ykkar seinna,“ segir hann. „Hver veit?“ Steinn kastar fram vísu: Þó að fley þitt fljóti ei fínansmegin héðan, herrann segi hej på dej, hinir þegi á meðan. Og Bergur hlær hjartanlega eins og honum er lagið. Ásthildur Björnsdóttir sagði, þegar hún rifjaði upp liðna tíð: „Í hvert skipti sem ég heyrði hláturinn hans Bergs, komst ég í gott skap.“ Steinn bjóst við peningaupphæð frá Ragnari í Smára, og Hannes Sig- fússon hafði skrifað Pálma H. Jóns- syni, bókaútgefanda á Akureyri, og beðið um fyrirframgreiðslu en hann var langt kominn með að þýða fyrir hann bók um einkabréf Hitlers og Mussolinis. Þeim leiðist svo biðin að Steinn leitar á náðir Vilhjálms Finsens sendiherra og mælist til að hann sendi greiðslurnar til sendiráðsins í Kaupmannahöfn þegar þær berist. Finsen tekur löndum sínum ljúf- mannlega; það er sjálfsagt að verða við ósk þeirra, og að svo búnu halda þeir félagar yfir sundið, fátækir að fé en ríkir af von og trausti til vel- gjörðamanna sinna. Þeir fara með næturlestinni frá Stokkhólmi til Hafnar í lok janúar 1946, sofa vært á ferjunni og vakna ekki fyrr en lestin nemur staðar á Hovedbanegården. Í hrollköldu morgunsári finna þeir upplýsingaþjónustuna og biðja um ódýrasta hótelherbergi sem hægt sé að fá í borginni. Eftir drykklanga stund er þeim vísað á prest nokkurn sem hafi herbergi til leigu fyrir snauða ferðamenn, en það reynist nístingskalt og aðstæður allar séu hinar frumstæðustu. Eftir að hafa sofið tvær nætur í köldu víti klerksins er fé þeirra fé- laga með öllu gengið til þurrðar. Þeir láta leigubíl aka sér til íslenska sendiráðsins eldsnemma morguns, þótt þeir eigi ekki fyrir fargjaldinu; þurfa að bíða í bílnum óratíma að þeim finnst, þar til Tryggvi Svörf- uður birtist eins og engill af himnum ofan. Góðvildin í pírðum og smáum augum hans leynir sér ekki bak við þykk hornspangagleraugu. Engir peningar hafa borist, en hlýlegt viðmót Tryggva kveikir bjartar vonir. „Steinn Steinarr,“ hváir hann. „Eruð þér ekki skáld?“ „Það má vel vera,“ svarar Steinn. „Ég hef gefið út nokkur kver.“ „Meðal annarra orða,“ segir Tryggvi og lyftir brúnum. „Ætlið Kapítalískt hænsnabú Kaflar úr ævisögu Steins Steinars eftir Gylfa Gröndal Portret af Steini Steinarr eftir Gísla Sigurðsson listmálara. Steinn Steinarr telst efalítið í hópi merkari ljóð- skálda Íslands á tuttugustu öldinni, enda hefur hver kynslóðin á fætur annarri tileinkað sér skáld- skap hans og hafa ótal þjóðsögur spunnist um skáldið. Í frásögn Gylfa Gröndal er reynt að varpa nýju ljósi á raunveruleg ævikjör skáldsins, ljóð hans, ástir og ævintýri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.