Morgunblaðið - 25.11.2001, Page 20
20 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Úlfar Þórðarson hafði aðeins lokið
öðru ári í læknisfræði þegar hann
var kvaddur til að leysa Jónas
Kristjánsson, frænda sinn og hér-
aðslækni í Skagafirði, af í tvo mán-
uði og leist honum ekki á blikuna.
Eftir þessa tveggja daga innsetn-
ingu í störf héraðslæknis í Skaga-
firði fór Jónas og ég sat eftir með
tuttugu rúma spítala, sem var tölu-
vert á þessum árum, þar sem ég
kunni engin skil á neinu. Ég var
tuttugu og þriggja ára, nýbúinn með
miðhlutann í læknisfræði og kunni
ekkert í læknisfræði. Ég var óskap-
lega kvíðinn og miður mín yfir þessu
öllu, hræddastur að sjálfsögðu við
að klúðra öllu saman og valda e.t.v.
óbætanlegu tjóni. En það var ekki
um annað að ræða en að duga eða
drepast og ég ákvað að taka fyrri
kostinn. Þegar ég hugsa um þetta í
dag 65 árum síðar skil ég ekki
hvernig þetta var látið viðgangast.
Tanndráttur á túkall
Daginn eftir að Jónas fór kom
fyrsti sjúklingurinn. Það var minn
fyrsti sjúklingur og ég ekki einu
sinni orðinn læknir. Það var
snemma morguns að ég stóð fyrir
utan hús Jónasar þar sem ég bjó. Þá
bar þar að ungan mann sem spurði
eftir Jónasi. ,,Hann er ekki heima,“
svaraði ég. Það kom á hann og hann
spurði, hálförvæntingarfullur: ,,Er
þá enginn læknir fyrir hann?“ Á
milli okkar var girðing, svona u.þ.b.
í mjaðmarhæð: ,,Jú, hann er hér,
þarftu að tala við mig?“ sagði ég og
stökk jafnfætis yfir girðinguna.
Manninum varð svo um að hann
hrökk undan og starði vantrúaður á
mig. Bæði var að honum brá þegar
ég skaust svona upp fyrir framan
hann og svo hitt, að ég var nú ekki
beint trúverðugur sem staðgengill
héraðslæknisins. Ég var ekki aðeins
kornungur, heldur fremur
strákslegur í útliti. Ég var jafnan
álitinn yngri en ég var.
Maðurinn reyndist mjög illa hald-
inn af tannverk. Það vildi svo vel til
að ég hafði notað morguninn til að
lesa mér til um hvernig ætti að
draga tennur og hafði rétt nýlokið
við að lesa um hvernig ætti að deyfa
neðri kjálkann. Ég reyndi að bera
mig mannlega og sagði: ,,Við skul-
um fara út á sjúkrahús og líta á
þetta. Hvar er verkurinn?“ Og bað í
hljóði að tönnin væri í neðri góm. ,,Í
neðri kjálkanum,“ svaraði maður-
inn. ,,Það var nú gott,“ sagði ég og
andaði léttar.
Við gengum saman út að spít-
alanum sem var örstutt. Maðurinn
var augljóslega ekki búinn að ná sér
eftir áfallið og gekk eins langt frá
mér og hann gat. Ég gekk hægra
meginn á götunni og hann hélt sig á
vinstri kantinum og gaut til mín
augum annað slagið. Sem við nálg-
uðumst spítalann nam hann staðar
og sagði eftir nokkurt hik: ,,Ertu
vanur að draga tennur?“ ,,Blessaður
vertu, ég er alltaf að þessu,“ sagði
ég öllu öruggari með mig eftir að ég
vissi að tönnin var í neðri góm. Aft-
ur kom löng þögn. ,,Hvað kostar
það,“ spurði hann þá. Ég sagði hon-
um að það kostaði tvær krónur með
deyfingu en eina krónu ódeyft. Svo
fáránlegt sem það hljómar, var
þetta val sem menn urðu raunveru-
lega að velta fyrir sér. Króna til eða
frá skipti verulegu máli, svo mikil
var fátæktin til sveita þá. Hann
hugsaði sig lengi um en sagði svo:
,,Ég held ég fái deyfingu.“
Ég átti eftir að draga tennur úr
mörgum sveitamanninum, oft án
deyfingar. Það höfðu ekki allir ráð á
þeim munaði. Það kom ósjaldan fyr-
ir að menn biðu mín við vegkantinn
þegar ég var á ferð um héraðið í
læknisvitjunum og báðu mig að
kippa úr sér tönn. Ég lærði því fljótt
að vera alltaf með tangirnar með
mér og einhvern veginn virtust
menn alltaf vita hvort ég var á ferð
um héraðið í læknisvitjunum og
hvar mig var að finna.
Jónas átti forláta tangir og hafði
kennt mér að blanda deyfilyf. Þótt
ég kynni ekki að draga tennur, þá
kunni ég talsvert í anatómíu, sem
kom sér vel. Ég hitti svo vel á taug-
ina að maðurinn steindofnaði upp í
haus. Ég dró svo tönnina upp með
glæsibrag. Allt gekk þetta hratt og
vel fyrir sig, sjúklingnum til mikillar
undrunar og mér til óumræðanlegs
léttis. Fréttin barst eins og eldur ís-
inu um sveitina. Ég hafði staðist
mína eldskírn sem héraðslæknir í
Skagafirði. Engu að síður hafði fólk
greinilega sínar efasemdir um þenn-
an strákling og það með réttu.
Sósíalisti á sólóflugi
Árið 1932 tilkynnti Úlfar foreldr-
um sínum að hann væri farinn til
Englands að læra að fljúga. En
hann tók sig ekki aðeins á flug í
bókstaflegri merkingu og kvöld eitt
á Englandi fór hann á flug í hlut-
verki innblásins sósíalista.
Eftir að skólanum lauk vorið 1932
fengum við Baldvin [Jónsson hæsta-
réttarlögmaður] vinnu við
að leggja túrbínuleiðslu í rafstöð-
ina inn við Elliðaár. Þessi fyrsta raf-
stöð Reykjavíkur var reist 1921 en
nú hafði verið ákveðið að leggja
vara-túrbínuleiðslu að stöðinni.
Leiðslan, sem var mikið mannvirki á
þessum tíma, var byggð úr timbri
og þéttar gjarðir utan um sem voru
skrúfaðar saman. Síðan var hún
tjörguð og tyrft að mestu yfir hana
alla.
Okkar verk var að slá saman
plankana með mikilli sleggju. Þetta
var erfið vinna en mér fannst hún
afskaplega skemmtileg. Baldvin var
að vísu fljótlega hækkaður í tign og
gerður að nokkurs konar uppskip-
unarstjóra niður við höfn. Átti hann
að fylgjast með og skrá allt efni sem
flutt var til landsins í leiðsluna og
sjá um flutningana inn í Elliðaárdal.
Þessi starfsframi Baldvins atvikað-
ist þannig að hann hafði tekið upp á
því að koma skipulagi á vinnufyr-
irkomulagið hjá okkar vinnuhóp
sem varð til þess að umsjónarmaður
verksins fylltist slíkri aðdáun á
skipulagshæfileikum hans að hann
hækkaði hann umsvifalaust í tign.
Yfirumsjón verksins var hins vegar
í höndum þýsks verkfræðings sem
var óttalega fýldur og stór upp á sig
og eyddi aldrei einu orði á okkur
vinnuþrælana. Það gerði nú ekki
mikið til og við létum hann ekki
gera okkur lífið leitt. Karlarnir sem
ég vann með voru hver öðrum frum-
legri og skemmtilegir. Flestir þeirra
voru utan af landi, komnir til
Reykjavíkur í leit að vinnu og höfðu
unnið erfiðisvinnu allt sitt líf. Allir
voru þeir miklir vinir mínir og
mörgum árum seinna þegar ég var
orðinn starfandi læknir í Reykjavík
urðu margir þeirra sjúklingar mínir.
Þetta sumar varð ég tuttugu og
eins árs. Allt frá unglingsárum, eða
frá því að draumar mínir um að
verða sjómaður biðu endalegt skip-
brot, hafði ég átt mér annan draum,
að læra að fljúga. Ég var sannfærð-
ur um að í fluginu lægi framtíðin. Í
mörg ár hafði ég lagt til hliðar
hverja krónu sem ég vann mér inn
með það fyrir augum að læra að
fljúga. Ég var ákveðinn í að fara í
flugnám á Englandi þegar ég hefði
skrapað saman nægilega miklu til
að taka sólópróf. Enginn vissi um
þessar fyrirætlanir mínar annar en
Lauga barnfóstran okkar, sem var
mér sem önnur móðir, henni trúði
ég fyrir þessu leyndarmáli mínu.
Lauga brást heldur ekki trúnaði
mínum og studdi mig sem best hún
gat. Hún þekkti sjómann sem sigldi
á England og af honum keypti hún
fyrir mig ensk pund. Nú var ferða-
sjóðurinn orðinn það gildur að ég
gat farið að gera ráðstafanir til að
Gæðingarnir hans Jónasar Kristjáns-
sonar. Úlfar og Kristján Jónasson,
hressir með lífið, í útreiðartúr í
Skagafirði, sumarið 1938.
Systkinin á Kleppi (f.h.) Hörður, Úlfar, Sveinn, Nína, Agnar, Gunnlaugur og
Sverrir. Myndin er tekin árið 1927.
Úlfar Þórðarson, ungur og áhugasamur flugmaður, fyrir framan vélina sína í Reading á Englandi 1932.
Úlfar Þórðarson augnlæknir er þjóðkunnur eftir 60 ára fer-
il sem læknir. En hann lét einnig að sér kveða í uppbygg-
ingu í íþrótta- og heilbrigðismálum og var einn af frum-
kvöðlum flugs á Íslandi. Unnur Úlfarsdóttir fjallar um
litríkan feril hans og uppruna.
Lífskraftur
og léttleiki
hefur opnað LASIK-aðgerðarstofu þar sem leiðréttir eru sjónlagsgallar
(nærsýni, fjarsýni og sjónskekkja) með lasertækni.
Fyrirtækið er starfrækt í Spönginni 39, 112 Reykjavík
og hægt er að leggja inn tímapantanir í síma 577 1001.
Einnig er bent á eftirfarandi vefsíður: www.lasik.is og www.sjonlag.is
Augnlæknar stöðvarinnar eru Jóhannes Kári Kristinsson
og Einar Stefánsson.