Morgunblaðið - 25.11.2001, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ eru ekki mörg ár síðan bræðurnir
hófu að syngja saman opinberlega.
Upphaf þess má rekja til þess að þeir
sungu við útför föður síns, Péturs Sig-
fússonar bónda í Álftagerði, haustið
1987. Pétur var jarðsunginn frá Víði-
mýrarkirkju, sem er lítil torfkirkja, og
var hún troðfull. Hér er gripið niður í
frásögn af þessari athöfn sem var upp-
hafið að gifturíku samstarfi bræðr-
anna fjögurra.
Þetta var að öllu leyti hefðbundin
jarðarför framan af en þegar bræð-
urnir tóku um miðja athöfn að syngja
Álftirnar kvaka var eins og stífla
brysti. Það var líkt og allt sem bjó í
einni mannsævi væri teiknað upp fyr-
ir hugskotssjónum viðstaddra, öll sú
angurværð og gleði sem lífið hafði
fram að bjóða hefði tekið sér bólfestu
í hugum þeirra og að allt það sem
einn maður getur skilið eftir sig í
minningunni hefði safnast í þennan
eina brennipunkt.
Milligerð og þil er milli kórs og
kirkju sem gerir það að verkum að
þeir sem sitja frammi í kirkjunni sjá
ekki vel upp að altarinu. Bræðurnir
voru ekki að syngja fyrir áhorfendur.
Þeir voru líkt og staddir einir með
sínum nánustu, huldir á bak við tré-
verkið sem þó skýldi í engu tónunum
sem fylltu þiljað húsið. Þetta lag hafði
verið í miklu uppáhaldi hjá Pétri al-
veg frá því að hann var ungur maður
og söng það uppi á Eyvindarstaða-
heiði, sér og félögum sínum til
skemmtunar. Þetta var hans lag.
Þeir sem voru viðstaddir útförina
eiga erfitt með að lýsa henni í orðum,
svo einstök var hún. Sumum kom á
óvart að bræðurnir skyldu syngja við
athöfnina þó að enginn efaðist um
hæfileika þeirra til þess. Fólk hafði
hvorki heyrt né séð þá alla syngja
saman áður, hvort sem það voru ætt-
ingjar eða vinir, og fyrir vikið var að-
dáunin enn meiri en fyrir það eitt að
hafa kjark til að syngja við útför föð-
ur síns. Söngurinn var einlægur og
persónulegur. Það var líkt og þeir
væru að syngja beint til föður síns.
En þarna í kirkjunni heyrðist einnig
strax hvað raddir þeirra lágu vel
saman.
Ein stór fjölskylda
Saga Álftagerðisbræðra er nátengd
Karlakórnum Heimi í Skagafirði. Fað-
ir þeirra söng í Heimi og það hafa
bræðurnir einnig gert en kórinn hefur
um áratuga skeið verið kjölfesta hins
blómlega sönglífs í Skagafirði.
Álftagerðisbræður eru miklir
Heimismenn og vilja veg kórsins sem
mestan og bestan. Félagslíf hefur átt
í vök að verjast í seinni tíð vegna
sjónvarps og annarrar afþreyingar
og því þykir mörgum mikilvægt að
kórinn haldi velli. Hann er stór
hlekkur í félagslífi héraðsins, enda
fjöldi manns sem kemur þar við sögu;
um 70 söngmenn og fjölskyldur
þeirra.
Ættartengslin eru líka mikil innan
kórsins og þegar hann er á ferðalög-
um er andrúmsloftið líkt og um eina
stóra fjölskyldu sé að ræða. Algengt
er að feðgar syngi saman og synirnir
þá stundum fleiri en einn og fleiri en
tveir. Þetta er skemmtilegt áhuga-
mál enda væri vart öðruvísi hugsan-
legt að kórfélagar stæðu í þessu í
marga áratugi. Menn eru tilbúnir til
að fórna miklu og gefast ekki upp
þótt á móti blási. Eldri kórmenn láta
ekki sitt eftir liggja og gárungar tala
um að þeir hætti ekki fyrr en þeir
falla í ómegin og eru bornir niður af
kórpöllunum, lífs eða liðnir. Skiptir
litlu þótt röddin sé orðin svo brostin
að þeir syngi tví- eða þríraddað!
Atvik sem sýnir sannan félagsanda
í þessa veru átti sér stað um árið á
tónleikum í Sæluviku í félagsheim-
ilinu Bifröst á Sauðárkróki þegar
einn af eldri kórmönnum féll í yfirlið
og varð að flytja hann á sjúkrahús. Á
leiðinni út úr húsi á sjúkrabörunum
sagði hann ótrauður við félagana:
„Ykkur er alveg óhætt að halda
áfram drengir, ég drepst ekki!“
„Grenj og gól“
Það sem einkennir Heimi hvað
helst og er líklegast, þegar upp er
staðið, inntakið í sönghefð Skagfirð-
inga er hve áreynslulaus söngurinn
er. Heimismenn koma oftast vel æfð-
ir til tónleika en láta þó eins og þeir
séu að fara að taka lagið í réttunum.
Þetta hefur Óskar fundið vel og
hefur þar samanburð við aðra kóra
sem hann hefur sungið með. Þar er
verið að stilla upp í tíma og ótíma og
stressið oft mikið, vangaveltur um
hver á að standa hvar og hvernig á að
ganga inn. Hjá Heimi ganga hlutirnir
þannig fyrir sig að rétt fyrir tónleika
stendur einhver einn upp og segir:
„Jæja, nú skulum við stilla upp.“ Allir
standa á fætur og eru strax klárir í
slaginn. Að þessu hefur Óskar alltaf
dáðst jafnmikið.
Fyrst þegar hann söng með Heimi
lá honum við taugaáfalli. Rétt áður en
tónleikarnir áttu að hefjast var ekk-
ert farið að gerast, menn voru bara í
rólegheitum að spjalla hver við annan
um daginn og veginn. Á sama tíma
tvísteig Óskar sem aldrei fyrr og vissi
ekki hvernig hann átti að vera. Síðan
gengu menn af stað í hægðum sínum
en þó í réttri röð upp á kórpallana
eins og ekkert væri sjálfsagðara,
enginn flumbrugangur. Strax frá
fyrsta tóni sungu menn eins og þeir
væru á góðri lokaæfingu og létu sig
engu skipta hundruðin sem voru að
hlusta á. En þá vissi Óskar líka að
hann var kominn aftur á þær slóðir
þar sem söngur þykir svo sjálfsagður
að engum finnst taka því að fara á
taugum yfir því einu að hefja upp
raustina. Hér var Heimir að syngja
svo hátt að hans „grenj og gól“ heyrð-
ist áreiðanlega „gegnum hann Tinda-
stól“.
Sigfús – ljóðræni söngfuglinn
Hver og einn þeirra bræðra segir
sögu og rétt eins og í samsöngnum syng-
ur þar hver með sínu nefi. Hér á eftir er
gripið stuttlega niður í frásagnir
þeirra, hvers á fætur öðrum:
„Ég fór að syngja með karlakórn-
um Heimi rétt tæplega tvítugur.
Pabbi var búinn að ganga á eftir mér
að koma á æfingar. Segja má að ég
hafi verið syngjandi daginn út og inn.
„Þú getur alveg eins sungið í kórnum
í stað þess að vera hér gargandi
heima,“ sagði hann stundum. Feimn-
in var hins vegar alltaf að drepa mig
og ég þorði því ekki. En eftir mikinn
þrýsting fór ég með pabba á æfingu í
Varmahlíð en áður en hún byrjaði var
kjarkurinn búinn og ég laumaðist
heim. Ég skammast mín fyrir þetta
enn þann dag í dag, enda fékk ég
mikinn reiðilestur frá móður minni
við heimkomuna. Sagði hún að ég
hefði orðið föður mínum til ævarandi
skammar með þessu framferði.
Þegar pabbi kom heim af æfing-
unni var hann svipþungur, sá gamli,
en sagði ekki neitt. Án þess að nokk-
uð væri sagt eða ég beðinn fór ég með
honum á næstu æfingu. Það er lík-
lega í eina skiptið sem ég hafði þungt
fyrir fæti að fara þangað. Eftir þetta
var ákaflega auðvelt að mæta. Í öllu
falli hefur ekki þurft að ganga á eftir
mér til þess.“
Pétur – séntilmaðurinn
Bræðurnir eru miklir sagnamenn
og sjaldan langt í spaugið. Hér hefur
Pétur orðið; hann hefur töluvert starf-
að í pólitík og á ekki langt að sækja
áhugann:
„Bjössi frændi okkar á Krithóli var
pólitískur og mikill eldhugi. Ég
hreifst mjög af öllum hans athöfnum
og við vorum heittrúaðir í pólitíkinni.
Sá lifði sig nú inn í alla fundi og í
kringum allar kosningar var karl á
flugi. Segja má að Bjössi hafi séð um
mitt pólitíska uppeldi og fyrir það
þakka ég honum. Þegar hann birtist
var eins og nýjar víddir opnuðust í
pólitískri umræðu. Bjössi var yndis-
legur og ég verð að lauma hér að
stuttri sögu um hann.
Á mínum fyrstu árum í söng gerð-
ist það ekki oft að ég söng í Víðimýr-
arkirkju, og eiginlega aldrei með
kirkjukórnum. En ég söng þó við
fermingu Óskars bróður. Að athöfn
lokinni fóru allir út til myndatöku.
Bjössi lék þá á orgelið og við urðum
eftir inni í kirkjunni. Þegar allir voru
farnir út hnippti hann í mig og sagði:
„Ég held að okkur veiti ekki af að
taka okkur til altaris.“ Síðan gekk
hann að altarinu og þar baka til var
messuvínið. Við fengum okkur ágæt-
an slurk af víninu og varð ekki meint
af.“
Gísli – bassinn í hópnum
Sem unglingur hafði Gísli lítinn
áhuga á því að komast í karlakór og
syngja með Heimi líkt og faðir hans
og eldri bræður höfðu gert. Hann var
hins vegar upptekinn af annars konar
tónlist, enda Bítlaæðið í algleymingi
ásamt fleiri straumum. Stóri draum-
urinn var að komast í hljómsveit og
plokka þar bassagítar. Hann ætlaði
sér að verða rokkari og sá sjálfan sig í
anda í sporum Rúnars Júlíussonar,
standandi með bassagítarinn ,,pungs-
íðan“ og stelpurnar skríkjandi af að-
dáun fyrir framan tónleikasviðið.
Litlu munaði að þetta yrði að veru-
leika og að hann færi í band með Stef-
áni Gíslasyni og Viðari Sverrissyni en
úr því varð ekki. Þeirra poppdraumar
rættust þar sem að þeir fóru í sveita-
ballamúsíkina og léku meðal annars
lengi með hljómsveit Geirmundar
Valtýssonar. Leiðir Stefáns og Gísla
áttu eftir að liggja saman síðar við
aðrar aðstæður.
Það kom sér ágætlega fyrir Gísla
að félagsheimilið Miðgarður var tekið
í notkun í Varmahlíð helgina eftir að
hann varð 16 ára og kominn með ald-
ur til að fara á böll. Í Miðgarði var
farið á ball um hverja helgi og þegar
komið var fram á föstudagskvöld
myndaðist gjarnan sérstök stemmn-
ing í Álftagerði. Að fjósverkum lokn-
Einstakt bræðralag
Líf bræðranna frá Álftagerði í Skagafirði hefur snú-
ist um söng frá blautu barnsbeini. Þeir Sigfús, Pétur,
Gísli og Óskar Péturssynir eru mörgum
án efa vel kunnir enda eru bræðurnir duglegir að
ferðast milli landshluta með lögin sín. Björn Jóhann
Björnsson segir frá blómlegu sönglífi og kórstarfi í
Skagafirði og bræðurnir leggja orð í belg og segja frá
lífi sínu, störfum, áhugamálum og söngnum.
Ljósmynd/Erlingur Jóhannesson
Það er ekki oft sem söngstjóri Álftagerðisbræðra, Stefán R. Gíslason, tekur lagið með þeim en það gerðist þó á
Heimiskvöldi í Miðgarði í apríl 1997.
Ljósmynd/Stefán Pedersen
Bræðurnir frá Álftagerði hafa flestir einnig verið liðtækir leikarar. Hér er Sigfús
Pétursson fremstur í hlutverki ræningjans Jónatans í uppfærslu Leikfélags
Skagafjarðar á Kardimommubænum árið 1979. Kristján Sigurpálsson kemur
næstur sem Kasper og aftastur er Pálmi Jónsson sem Jesper. Sofandi í hengi-
rúmi sínu er Indríður Indriðadóttir frá Húsey í hlutverki Soffíu frænku.
Óskar Pétursson, lengst til vinstri, var um árið í sönghópnum Galgopum á Ak-
ureyri. Hér taka þeir lagið í einkennisbúningum úti á svölum ónefnds hótels á
Benidorm á Spáni. Tilefni söngsins var þrítugsafmæli eins söngfélagans, Þor-
steins Jósepssonar, sem er lengst til hægri. Milli þeirra Óskars eru svo Stefán
Birgisson, Atli Guðlaugsson og Vilberg Jónsson.
Sjaldan grípur sönghópurinn til flugvéla til að koma sér á tónleikastað. Þó var
það gert þegar skotist var eitt kvöld í miðri viku sumars 2001 frá Akureyri til
að syngja á Seyðisfirði. Flogið var til Egilsstaða og þaðan ekið á áfangastað.