Morgunblaðið - 25.11.2001, Qupperneq 26
26 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
var skipstjórinn. Menn voru að setja
á sig björgunarvesti.“
Mennirnir um borð í Notts
County, sumir sjómenn með áratug-
areynslu, fundu nú einkennilegar
hreyfingar og heyrðu torkennileg
hljóð sem þeir höfðu jafnvel aðeins
heyrt áður í hryllingskvikmyndum. Í
hvert skipti sem alda kom undir
skipið og lyfti því heyrðust óhugnan-
legir brestir í stálinu á botninum sem
var að merjast í stórgrýtinu þar sem
þetta mörg hundruð tonna skip var
að skorða sig.
Menn setti hljóða að heyra
draugalegt brakið í skipsskrokknum
og yfirbyggingunni, gálgum, blökk-
um og öðrum málmi innan um
öskrandi vindrokurnar þar sem sjór-
inn, um eða undir frostmarki, fruss-
aðist um allt og smaug inn um hverja
glufu. Hraðinn á söltum sjónum var
svo mikill að minnsti dropi var eins
og skerandi ísnál ef hann skall á and-
liti eða öðru mjúku holdi.
Richard fannst skipið vera að
brotna í spón:
„Það var eins og allt væri að slitna
og liðast í sundur. Við heyrðum hátt,
urgandi brakhljóð. Skipið hafði rek-
ist á eitthvað en hvað var það og hvar
var það? Klettar, sker eða stórgrýti?
Björgunarbáturinn fýkur burt
Algjör örvænting ríkti um borð –
öngþveiti. Allir vildu helst komast
burt frá þessu. Nú tók blóðið að
streyma fyrir alvöru.
„Burt frá skipinu, burt frá skip-
inu!“ hrópuðu menn. „Hvar eru líf-
bátarnir?“
Það var að renna upp fyrir okkur
hvað hafði gerst.
„Yfirgefið skipið,“ kallaði skip-
stjórinn. Mér fannst þó augljóst að
skipið væri að farast með okkur alla.
Ég skynjaði óskaplega hræðslu í
kringum mig.
Björgunarbátarnir voru það eina
sem komst að í huga okkar. Einn
þeirra var áveðurs aftarlega á skip-
inu. Honum hentum við fyrir borð. Í
fyrstu virtist allt ætla að ganga að
óskum. Báturinn blés upp um leið og
hann var kominn fyrir borð og það
kipptist í spottann sem var bundinn
við skipið. En þegar báturinn var út-
blásinn í öldunum við skipshlið feykti
vindurinn honum skyndilega upp.
Ég ætlaði ekki að trúa mínum eig-
in augum. Eins og hendi væri veifað
tókst báturinn á loft, fauk upp með
síðunni, yfir lunninguna og upp að
yfirbyggingunni. Við horfðum allir
skelfingu lostnir á það sem var að
gerast. Ekki varð við neitt ráðið.
Báturinn hélt áfram. Þetta rífandi,
öskrandi fárviðri lyfti nú bátnum alla
leið yfir bátadekkið og yfirbygg-
inguna. Þungur báturinn sveif líkt og
loftbelgur. Þegar tók í bandið sem
hann var festur við slitnaði það eins
og tvinni. Báturinn var horfinn – yfir
skipið. Út í skelfilegt svartnættið.
Við færðum okkur yfir að hlésíðu
skipsins þar sem annar gúmbátur
var. Nú var að minnsta kosti skjól af
yfirbyggingunni. Báturinn blés upp.
En þetta gekk illa. Við toguðum bát-
inn í átt að brúnni þannig að við hefð-
um sem best skjól. Báturinn lét mjög
illa á öldunum. Eitthvað varð að gera
til að halda honum stöðugum svo að
menn gætu stokkið niður í hann.“
Hékk á fingurgómunum
Robert Bowie háseti, maðurinn
sem hafði hreytt ónotum í Richard
og hinn manninn er þeir komu um
borð í skipið á Humberfljóti í upphafi
ferðar, ákvað að stökkva fyrir borð í
því skyni að reyna að hemja gúmbát-
inn.
„Einn af okkur verður að reyna að
halda bátnum flötum á meðan allir
hinir stökkva um borð,“ sagði hann.
Robert stökk niður í bátinn. Hann
lagðist á bakið ofan á yfirbreiðslu
bátsins með bæði hendur og fætur
útglennta.
Richard horfði á þegar einn af fé-
lögum hans hélt í lunninguna og ætl-
aði að láta sig síga niður í bátinn nið-
ur til Roberts:
„Maðurinn var kominn með annan
fótinn á gúmbátinn þegar geysiöflug
vindhviða reið yfir. Skyndilega
fannst mér gúmbáturinn stingast
niður. Ég stökk til að grípa í mann-
inn sem var að fara niður. Hann var
að sleppa lunningunni til að fara í
gúmbátinn. Mér fannst hann hanga
á fingurgómunum. Gúmbátnum var
að hvolfa. Vindurinn lyfti bátnum
upp og Robert Bowie flæktist í yf-
irbreiðslunni og varð undir honum.
Ég greip í stakk mannsins sem var
að fara á eftir honum og hélt dauða-
haldi í hann. Engu hafði mátt muna
að hann færi sömu leið og Robert.
Nokkrir félagar okkar komu og
hjálpuðu mér við að draga manninn
um borð aftur.
Robert var undir gúmbátnum í
jökulköldum sjónum. En við náðum
ekki bátnum. Hann var bundinn við
skipið en öldurnar og stormurinn
tóku af okkur öll völd. Bátinn rak nú
alveg aftur með skipinu. Sjórinn
flæddi öðru hvoru upp á ísilagt þil-
farið til okkar þar sem við áttum
mjög erfitt með að fóta okkur. Menn
misstu jafnvægið hver á fætur öðr-
um.
Bjargið mér út úr þessu!
Við heyrðum skerandi ópin í Ro-
bert.
Hrollur fór um mig er ég ímyndaði
mér hvernig maðurinn barðist um á
hæl og hnakka þarna niðri í bátnum í
jökulköldum og brimsöltum sjó í
myrkrinu. Ég fann hjartað ólmast,
ekki bara af áreynslu heldur ótta.
Við toguðum allt hvað af tók. „Við
verðum að ná manninum aftur um
borð!“ öskruðu menn móðir og más-
andi. Hávaðinn í rokinu var svo mik-
ill að við heyrðum naumast hver í
öðrum nema með því að hrópa upp í
eyrað á næsta manni.
Menn rembdust og æptu:
„Samtaka strákar! Toga núna!“
Aftur og aftur og aftur.
Við horfðumst í augu við þá skelfi-
legu staðreynd að því lengri tími sem
leið því meiri var hættan á að við
misstum félaga okkar.
Robert æpti:
„Komið mér aftur um borð, komið
mér aftur um borð!“
Ég var með grátstafinn í kverk-
unum að heyra skerandi ópin. En við
megnuðum ekki að toga bátinn til
okkar. Við höfðum ekkert í náttúru-
öflin. Þótt gúmbáturinn væri á hvolfi
tók hann óskaplegan vind í sig. Þetta
var eins og að vera með uppblásinn
risaflugdreka. Vindstyrkurinn, snjó-
koman og krafturinn í öldunum voru
ofjarlar okkar.
Stundum náðum við að toga hann
örfáa metra í átt að skipinu en aldrei
þannig að við næðum taki á sjálfum
bátnum.
Það var líkt og sjórinn skolaði Ro-
bert fram og til baka, eins og í
þvottavél, inni í gúmbátnum.
„Hjálpið mér! Bjargið mér út úr
þessu!“ veinaði hann.
Aldrei áður hafði ég kynnst bar-
áttu upp á líf og dauða. Rödd Ro-
berts dofnaði smám saman. Hann
var greinilega að örmagnast.“
Bókin Útkall í djúpinu, eftir Óttar
Sveinsson, kemur út hjá Íslensku bóka-
útgáfunni. Bókin er 216 blaðsíður að
lengd.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Átök brutust út á Keflavíkurflugvelli og síðar við sjúkrahúsið á Ísa-
firði. Á myndinni sést þegar Úlfur Gunnarsson yfirlæknir reynir að
stugga blaðamönnum og ljósmyndurum frá – allir vilja komast inn til
að fylgjast með endurfundum Eddomhjónanna.
Morgunblaðið/P. Jackson
Smaladrengurinn Guðmann Guðmundsson á Kleifum með for-
eldrum sínum og yngri systkinum. Guðmann hjálpaði Harry Eddom
heim á bæ og bjargaði með því lífi hans. Í Útkallsbókinni greinir
Guðmann frá atburðunum.
The Sun
Myndin sem slegist var um á sjúkrahúsinu á Ísafirði. Blaða-
menn The Sun höfðu tryggt sér einkarétt á að taka myndir af
endurfundum hjónanna og var þessi mynd á forsíðu blaðsins.
Högni Torfason
Harry Eddom á sjúkrahúsinu á Ísafirði. Næturlangt og fram á morgun rak hann
með látnum félögum í gúmbát, allan næsta dag gekk hann eftir héluðu og tor-
færu skriðubelti áður en hann kom að sumarbústað. Hann gat ekki brotið sér
leið inn vegna dofinna útlima. Heila nótt norpaði hann undir húsvegg, nær
dauða en lífi, áður en smalapiltur kom undir hádegi daginn eftir og fann hann.
Við lifum á póst-módernískum, einsleit-um og afstöðulausumtímum. Þetta eru eng-in ný sannindi, því
segja má að þetta hafi blasað við
um alllangt skeið hér á Vest-
urlöndum.
Tískan sveiflast með þvílíkum
leifturhraða að engin leið er að
henda reiður á henni, myndband á
MTV er orðið gamaldags eftir vik-
una og klassískt
eftir hálfan mán-
uð.
Allt umhverfi
okkar er meira og
minna eins, hvort
sem við sveimum
um Reykjavík,
Kaupmannahöfn, London, Berlín
eða New York. Sömu auglýsing-
arnar blasa við um sömu sjónvarps-
þættina og bíómyndirnar. Hvar-
vetna eru sömu búðirnar, sömu
skyndibitastaðirnir og meira að
segja sami leigubílstjórinn við stýr-
ið, ættaður frá Austurlöndum.
En það felst ákveðin mótsögn í
þeirri staðreynd að á sama tíma er
umhverfi okkar fjölbreyttara en
nokkru sinni fyrr. Við erum ein-
faldlega með allt litróf verald-
arinnar fyrir augunum, allan tím-
ann, alls staðar, þökk sé spámanni
okkar tíma, sem réttara sagt, skjá-
manni.
Með sífellt einfaldari og ódýrari
tækni færir sjónvarpsskjárinn okk-
ur statt og stöðugt myndir og hljóð
frá öllum heimshornum. Skjámað-
urinn, sem auðvitað hefur þúsund
mismunandi andlit, leiðir okkur í
augsýnilegan sannleika um allt sem
linsan beinist að hverju sinni og
stundum verður áhrifamesti sann-
leikurinn beinlínis til fyrir augum
okkar, alveg óvart, eða hver mun
gleyma myndskeiðinu þar sem
maður með kaffibolla hrekkur í kút
þegar farþegaþota ristir sér leið
inn í WTC-turninn í bakgrunni.
En hefur þetta upplýsingaflóð
gert okkur að betri mönnum? Ég
held ekki. Ég held að það hafi gert
okkur að enn meiri sérhags-
munaseggjum en nokkru sinni fyrr.
Einmitt vegna þess hve áreiti
allrar veraldarinnar er orðið mikið
og stöðugt og á okkur dynja jöfnum
höndum veruleikabrot frá Hús-
dýragarðinum og Kabúl, höfum við
glatað eiginleikanum til að taka
ígrundaða afstöðu, byggða á raun-
verulegri yfirsýn. Það bylur á okk-
ur stanslaust pus af upplýsingum
og við náum ekki að vinsa úr þeim
og búa til raunverulega þekkingu.
Það eina sem við náum að gera,
fyrir utan hrein tilfinninga-
viðbrögð, er að bregðast við sam-
kvæmt eðlisávísun. Að halda nán-
ast eðlislægri vöku okkar yfir eigin
hagsmunum. Áleitnasta spurningin
er ekki: Ef þetta er svona, hvað
finnst mér um það og hvað get ég
gert til að hafa áhrif á það? Áleitn-
asta spurningin er fremur: Hefur
þetta í för með sér eitthvert vesen
fyrir mig, eða kannski eitthvert
tækifæri?
Tími samtaka um tiltekna hug-
sjón gagnvart samfélagi mannanna
virðist að mestu liðinn. Við kjósum
okkur ekki leiðtoga vegna trúar
okkar eða þeirra á einhvern mál-
stað, heldur einvörðungu út frá því
sem við teljum henta okkur best
sjálfum, hér og nú. Við erum ekki
lengur virkir þátttakendur í sam-
félagi. Eina félagið sem við erum
öll í er Félag áhugamanna um eigin
velgengni.
Í Félagi áhugamanna um eigin
velgengni er gott að vera. Þar er
ekkert vesen. Engir formlegir
fundir, engar félagslegar skyldur
eða sjálfboðavinna. Það eru ekki
heldur nein árgjöld eða söfn-
unarátök.
Mottó félagsins segir allt sem
segja þarf: Allt og allir fyrir einn,
það er að segja mig.
Félag áhuga-
manna um
eigin velgengni
HUGSAÐ
UPPHÁTT
Eftir
Sveinbjörn I.
Baldvinsson