Morgunblaðið - 25.11.2001, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 25.11.2001, Qupperneq 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Námskeið í hugleiðslu „Taking the stress out of modern living“ Enski búddamunkurinn Venerable Kelsang Drubchen mun hefja nýtt námskeið um hugleiðslu og hvernig nota megi hana til að útrýma stressi úr nútíma lífsstíl. Gjald fyrir hvert skipti er 1.000 kr., en námsmenn og öryrkjar greiða 500 kr. Almennar upplýsingar: 568 3417, 554 0937 eða www.karuna.is á þriðjudögum 27. nóv - 18. des. frá kl. 20.00 - 21.30 í stofu 101, Odda, Háskóla Íslands FAGUR fiskur í sjó heitir ný barna- og fjölskylduplata með helstu söngperlum Atla Heimis Sveinssonar sem út kemur um þessar mundir hjá Óma, tónlistarútgáfu Eddu miðlunar og útgáfu. Það er Edda Heiðrún Back- man leikkona sem annast listræna útfærslu verksins – flytur börnum og fullorðn- um frumsamda tónlist Atla Heimis úr íslenskum leik- verkum, í nýjum búningi. Edda Heiðrún er aðal- söngvari plötunnar, en við flutninginn hefur hún feng- ið til liðs við sig gestasöngv- ara, útsetjara og hljóðfæra- leikara en tónlistarstjórn er í höndum Vilhjálms Guðjónssonar. Á hljómplötunni er sótt til hefðar sem á sér ríkulega sögu hér á landi, þ.e. leikhústónlistar, og hefur Sveinn Einarsson ritað inngangsritgerð í umgjörð hljómdisksins um hinn ríka þátt slíkrar tónlistar í íslenskri list- sköpun seinni ára. Lögin sem valist hafa á plötuna eru úr íslensku leik- verkunum Dimmalimm, Ofvitanum, Ég er gull og gersemi og Sjálfstæðu fólki, en auk þess hefur Edda Heið- rún valið á plötuna nokkur ný og gömul sönglög eftir Atla Heimi. „Ég átti þann draum að gera vand- aða plötu fyrir börnin. Jafnframt langaði mig að vinna með eitthvað sem tengdist atvinnu minni sem leik- kona og fór þá að líta til þeirrar tón- listar sem samin hefur verið við ís- lensk leikverk,“ segir Edda Heiðrún um aðdraganda þessa hljómplötu- verkefnis. „Milli tónlistar og leikhúss er dularfullt ástarsamband, en mörg þessara laga sem eru upphaflega flutt í leikhúsinu hafa orðið mjög ást- sæl meðal Íslendinga. Þó gera ekki allir sér grein fyrir því að þau eru sprottin úr leikverkum. Kannski er þetta vegna þess að í leikhúsinu er tónlistin oft notuð á mjög drama- tískum eða kómískum augnablikum. Það er a.m.k. einhver dularfullur kraftur í þessum lögum sem hefur fleytt þeim út í samfélagið þar sem þú hafa lifað.“ Sem dæmi um þessi leikhúslög nefnir hún Skólavörðuholt Þórbergs, Kvæðið um fuglinn, og Marívers úr Sjálfstæðu fólki. „Lögin er mér síðan sérstaklega hjartfólgin því ég hef tekið þátt í mörgum af þessum sýn- ingum.“ Edda Heiðrún segist hafa byrjað á því að líta til verka Atla Heimis, og fundið þar tónlist til að fylla heila hljómplötu. Í kjölfarið kallaði hún til sjö útsetjara, Atla Heimi sjálfan, Ólaf Gauk, Vilhjálm Guðjónsson, Guðna Franzson, Þóri Baldursson, hljómsveitina Drum n’ brass og Pét- ur Grétarsson og hefur hver þessara aðila unnið með tónlistina með sínum hætti. „Mig langaði með þessu til að auka fjölbreytnina og búa til einhvers kon- ar nálgun samtímatónlistarfólks á tónlist Atla Heimis. Það má segja að þetta sé nokkurs konar virðingar- vottur við tónskáldið,“ segir Edda Heiðrún og segir að hennar eigin þáttur í hljóm- plötunni felist í því að ganga inn í ákveðna tónlistarheild, fremur en að stilla sér upp í forsæti þess. Söngtúlkun leikarans Við vinnslu plötunnar seg- ist Edda almennt hafa haft það að leiðarljósi að vanda til verksins í alla staði, en með því hafi hún viljað færa börn- unum ríkulega tónlist til að hlusta á og kynnast. Þannig leika á plötunni klassískir hljóðfæraleikarar sem fremstir eru á sínu sviði og fríður flokkur gestasöngvara syngur. Edda Heiðrún bendir á að utan Ólafs Kjartans Sigurðarsonar óperu- söngvara séu gestasöngvararnir flestir úr röðum leikara. „Atli Rafn Sigurðarson syngur Söng Péturs úr Dimmalimm og Ég hef farið víða ver- öld úr Gull og gersemi eftir Svein Einarsson sem byggist á ævisögu Sölva Helgasonar. Baldur Trausti Hreinsson syngur lög úr Sjálfstæðu fólki, ásamt Steinunni Ólínu Þor- steinsdóttur, Ásu Hlín Svavarsdótt- ur og Ingu Backman. Þá syngur Eg- ill Ólafsson Skólavörðuholtið,“ segir Edda Heiðrún og bendir á að með vali á gestasöngvurum og í sínum söng leggi hún einmitt áherslu á hið líflega yfirbragð söngtúlkunar leik- ara þar sem röddin fær að njóta sín sem næst talröddinni. „Þannig er ekki endilega róið á mið ærsla og léttleika í lögunum. Í túlkun þeirra er oft mikil dramatík, sem gefur börn- um og fullorðnum hlustendum tilefni til að kynnast tilfinningum og vanga- veltum sem sækja á í lífinu en eiga sér jafnframt djúpar rætur í okkar bókmennta- og leikhúshefð,“ segir Edda Heiðrún að lokum. Dularfullt ástarsamband tónlistar og leikhúss Atli Heimir Sveinsson Edda Heiðrún Backman FLAUTUTÓNLIST sem á rætur sínar að rekja til Frakklands er vin- sæl á efnisskrám flautuleikara víða um heim og ekki að ástæðulausu. Efnisskrá kvöldsins, sem bar yfir- skriftina „100 ár af flaututónlist“, hafði að geyma verk frá blómatíma flaututónlistarinnar. Tónlist sem ann- aðhvort var samin í París eða henni tengd, nema vera skyldi upphafsverk- ið, eftir Johann Nepomuk Hummel, sem passaði stíllega, kannski ekki al- veg fyllilega í heildarmyndina. Hum- mel þessi lærði tónsmíðar hjá Haydn, og eftir því sem kemur fram í tón- leikaskrá, einnig hjá Mozart. Hlýtur Hummel (1778–1837) því að hafa ver- ið mjög ungur í námi hjá honum, að- eins þrettán ára er Mozart deyr. Sónatan í D-dúr eftir Hummel er falleg og björt þótt hún sé nokkuð fantasíuleg í formi. Á upphafstónum heyrðist brátt að flytjendurnir, þær Áshildur Haraldsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir, væru á allan hátt mjög vel samstilltar. And- stæður voru í byrjun ekki mjög skarpar en það breyttist þó er á leið. Andante-kaflinn er mjög stuttur og virkaði sem nokkurskonar Intró í lokakaflann, Rondo, þar sem flytj- endur voru einkar sam- taka í ryþma- breytingum. Flaututónlistin hefur þróast í meðförum franskra flautuleikara sem oft hafa einnig sam- ið fyrir sitt eigið hljóð- færi. Þótt þær tónsmíðar hafi sjaldn- ast valdið straumhvörfum í tónlistarsögunni, sýna þær okkur hverju hljóðfæraleikarar sem þekkja sitt hljóðfæri fá áorkað og hvar mörk þess eru. Nocturne et Allegro Scherz- ando eftir franska flautuleikarann Philippe Gaubert flokkast þar á með- al. Sykursætt kvöldljóðið, þar sem flytjandi verður að geta sýnt fram á hlýjan og fallegan tón, og Scherz- andóið fyrir virtúós-spilamennsku. Áshildur sýndi okkur fram á allt þetta og meira en það. Tónskáld kvöldsins var André Jol- ivet. Kyngimögnuð tónlist hans kref- ur áheyrandann um skilyrðislausa at- hygli frá byrjun til enda. Fyrsti þáttur hans, sem bar yfirskriftina Fluide, var mikið samspil þrástefja, ryþma, og tónsviðið nýtt til hins ýtr- asta. Straumur sem maður fylgir ef maður fellur út í. Annar kafli, Grave, einkenndist af tilbúnum „modus“ í anda Messiane þar sem flautan lék mikið á neðsta tónsviði sínu með hlýj- um opnum tón. Í síðasta kaflanum, Violent, þar sem reyndi ekki síst pí- anóleikarann, var samleikur þeirra Áshildar og Önnu Guðnýjar mjög kraftmikill og skýr. Flutningur þessa frábæra verks var í heild afar sann- færandi og sterkur. Eftir hlé var fyrsta sónatan eftir Bohuslav Martinu, sem skrifuð var árið 1945. Fyrsti kaflinn, sem hafði að geyma litlar einleiks- strófur í píanói, lék Anna Guðný yfirmáta skýrt og fyrirhafnar- laust. Annar kaflinn var mjög fallega mótaður, með miklum litbrigðum og lokakaflinn var hreint út sagt „brill- iant“. Það var nokkuð ljóst að flytjendur voru í toppformi, og þegar þarna var komið sögu hefði ég haldið að nóg væri komið til að fylla heila „bravúr“-tónleika. En til að sýna fram á, eftir alla þessa dagskrá, að þær væru ekki einu sinni farnar að blása úr nös, léku þær það verk sem talið er vera einn af mikilvægari prófsteinum flautuleik- ara um allan heim, Chant de Linos, samið árið 1944 fyrir tónlistarháskól- ann í París gagngert sem prófstykki. Verkið, sem er eftir Jolivet, lýsir sorgarsöng gríska guðsins Linosar. Eins og fram kemur í tónleikaskrá er verkið skrifað í kirkjutóntegundum og „krefst þess að flytjendur fari út á ystu mörk tæknilegrar getu og túlk- unar“. Verkið byggist mikið upp á þrástefjum og er mjög spennandi og „töff“ áheyrnar, og fluttu þær Áshild- ur það af mjög miklum glæsibrag og með tilþrifum og verður vart annað sagt um tónleikana í heild sinni en það. Í toppformi TÓNLIST Salurinn Áshildur Haraldsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir léku verk eftir Hummel, Gaubert, Martinu og Jolivet. Þriðjudaginn 20. nóvember kl. 20. FLAUTUTÓNLEIKAR Kári Þormar Áshildur Haraldsdóttir MÁNUDAGUR Ársfundur Listaháskóla Íslands verður kl. 20.30 í leikhúsi Listahá- skólans, Sölvhólsgötu 13. Rektor, framkvæmdastjóri og deild- arforsetar kynna starfsemi skólans og framtíðaruppbyggingu. Fyr- irspurnir og umræður verða að lokn- um framsöguerindum. Fundurinn er öllum opinn. Hlaðvarpinn Tveir kvenrithöfundar og tveir kvenþýðendur lesa úr verk- um sínum kl. 20.30. Jónína Bene- diktsdóttir les úr bók sinni Dömufrí og Unnur Úlfarsdóttir les úr ævi- sögu Úlfars Þórðarsonar, augnlækn- is. Anna Valdimarsdóttir les úr bók- inni Leiðin til lífshamingju og Halla Sverrisdóttir les úr bókinni Eyði- merkurblómið. Hús málarans Upplestrarkvöld á vegum bókaforlagins Bjarts hefst kl. 20.30. Rakel Pálsdóttir les úr bók sinni Kötturinn í örbylgjuofninum, flökkusögur úr samtímanum, Bragi Ólafsson les úr skáldsögu sinni Gæludýrin, Jón Kalman Stefánsson les úr skáldsögunni Ýmislegt um risafurur og tímann, Sigfús Bjart- marsson les úr ferðabókinni Sól- skinsrútan er sein í kvöld og Óskar Árni Óskarsson les úr prósasafninu Lakkrísgerðinni. Kynnir er Huldar Breiðfjörð. Listaklúbbur Leikhúskjallarans Lesið úr ljóðabókum bókaútgáf- unnar Eddu, kl. 20.30. Bækurnar eru eftir Margréti Lóu Jónsdóttur, Valgerði Benediktsdóttur, Matthías Johannessen, Magnús Ásgeirsson, Egil Jónasson og Pálma Örn Guð- mundsson. Að auki verða lesin ljóð eftir Tomas Tranströmer í þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur og Hal Sirowitz í þýðingu Aðalsteins Ás- bergs Sigurðssonar. Tónlistarmenn- irnir Sigurður Flosason og Jóel Pálsson leika af fingrum fram. Þá skemmtir djasssöngkonan Kristjana Stefánsdóttir og Óskar Guðjónsson saxófónleikari, höfundur geisla- disksins „Láttekkieinsogðúsértekk- iðanna“. JL-húsið við Hringbraut, 3. hæð húsakynni Alliance Française. Í til- efni Evrópska tungumálaársins flyt- ur Jacques Melot fyrirlestur kl. 20.30, sem ber heitið Fordómar og áróður í tungumálum – Hugleið- ingar um núverandi stöðu franskrar tungu og annarra. Listaháskóli Íslands, Laug- arnesvegi 91 Polly Apfelbaum heldur fyrirlestur kl. 12.30. Hún til- heyrir hópi listamanna sem hafa endurskilgreint málverkið á síðasta tug 20. aldar. Hún er þekkt fyrir notkun sína á gólfinu sem „rými fyr- ir málverk“. Í DAG KÓR Menntaskólans við Hamrahlíð flytur tónlist á 13 tungumálum í hátíðarsal skól- ans í dag, sunnudag, kl. 16. Flutt verður veraldleg tónlist á öllum tungumálum sem kennd eru við skólann og er efnisskrá- in flutt í tilefni af evrópska tungumálaárinu 2001. Aðgangur er ókeypis. Tónlist á 13 tungu- málum Bíósalur Mír, Vatnssíg 10 Balt- neski fulltrúinn (Dépútat Baltíkí) nefnist gömul sovésk kvikmynd sem sýnd verður kl. 15. Myndin sem gerð var á árunum 1936 og 1937 varð víð- fræg á sínum tíma, og segir frá öldn- um og virtum vísindamanni, Polesaj- ev prófessor, sem gekk til liðs við alþýðuna í rússnesku byltingunni 1917. Myndin er með enskum texta. Að- gangur er ókeypis. Miðgarður, Skagafirði Tenórarnir Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Sigurjón Jóhannesson frá Víðimel halda tónleika kl. 21. Undirleikari á píanó er Ólafur Vignir Albertsson. Þeir flytja eftirlætis einsöngslög sín og dúetta. Félagsheimilið Drangey, Stakka- hlíð 17 Söngsveitin Drangey heldur jólatónleika kl. 17. Stjórnandi er Snæbjörg Snæbjarnardóttir. Háteigskirkja Kór Háteigskirkju og kammersveit heldur tónleika kl. 20. Á efnisskrá er kirkjutónlist fyrir kór og kammersveit. Flutt verða verk eftir Vivaldi, Johann Sebastian Bach, W.A. Mozart og íslenskt verk fyrir kór, eftir Gunnar Reyni Sveins- son. Stjórnandi er Douglas A. Brotchie, organisti Háteigskirkju. Með kórnum syngja Gyða Björg- vinsdóttir, sópran, Hólmfríður Jó- hannesdóttir, alt, Eyjólfur Eyjólfs- son, tenór og Hjálmar P. Pétursson, bassi. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Norræna húsið Í tengslum við Æv- intýrasýninguna Köttur úti í mýri... hafa nokkrir ráðherrar lesið sögur fyrir börnin í Söguherberginu. Nú er komið að sögu Valgerðar Sverr- isdóttur iðnaðar- og viðskiptaráð- herra og les hún kl. 13. Nýlistasafnið Geir Svansson, annar tveggja sýningarstjóra sýning- arinnar „Omdúrman“ verður með leiðsögn kl. 15. Aðgangur er ókeypis. Safnið er opið frá 12-17. Ráðhús Reykjavíkur Harmonikufélag Reykjavíkur held- ur létta tónleika kl. 15 undir heitinu Dagur harmonikunnar. Fram koma m.a.: Tríó Ulrichs Falk- ner, Ragnheiður Hauksdóttir söngv- ari, Kjartan Jónsson og Þórir Lár- usson auk hrynsveitar, og tvær stærstu hljómsveitir félagins, Létt- sveit Harmonikufélags Reykjavíkur undir stjórn Jóhanns Gunnarssonar og Stormurinn undir stjórn Arnar Falkner. Aðgangur er ókeypis. Hveragerðiskirkja Unnur Fadila Vilhelmsdóttir píanóleikari heldur tónleika kl. 17. Flutt verður Píanó- sónata op. 31 í Es dúr eftir L. v. Beethoven, Ballaða nr. 4 eftir F. Chopin og Píanósónata nr. 8 eftir S. Prokoffieff. Í DAG Selfosskirkja Tónleikar til heið- urs Pálmari Þ. Eyjólfssyni tón- skáldi og org- anista verða kl. 16. Fram koma Unglingakór Sel- fosskirkju, Hörpukórinn, Jórukórinn, Sam- kór Selfoss, Kirkjukór Eyrarbakka, Stokkseyrar og Gaulverjabæjarkirkna, Kór Fjöl- brautaskóla Suðurlands, Kirkjukór Selfoss og Karlakór Selfoss. Glúmur Gylfason leika á Brúðarmars eftir Pálmar á orgel kirkjunnar og Hel- ena R. Káradóttir leikur píanóverkið Sólnætur. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Edinborgarhúsið, Ísafirði Opin bók nefnist bókmenntavaka sem hefst kl. 16. Einar Már Guðmunds- son les úr bókinni Kannski er póst- urinn svangur, Ingibjörg Hjart- ardóttir les úr bókinni Upp til Sigurhæða, Þórunn Valdimarsdóttir les úr bókinni Hvíti skugginn, Sigfús Bjartmarsson les úr bókinni Sól- skinsrútan er sein í kvöld og Svein- björn I. Baldvinsson les úr bókinni Sólin er sprungin. Sigrún Eldjárn flytur erindi um barnabækur og bókaskreytingar. Villi Valli sér um tónlistarflutning milli atriða. Í DAG Pálmar Þ. Eyjólfsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.