Morgunblaðið - 25.11.2001, Síða 32
32 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
24. nóvember 1991: „Vaxandi
þrýstingur er nú á banka-
kerfið að lækka raunvexti. Af
ummælum forsvarsmanna
samtaka atvinnuvega og
verkalýðssamtaka má ráða,
að veruleg vaxtalækkun sé
ein helzta forsenda þess að
skynsamlegir samningar tak-
ist á vinnumarkaði. Þá er að
sjálfsögðu átt við lækkun
raunvaxta en síðustu vikur og
mánuði hafa verið töluverðar
sviptingar um lækkun nafn-
vaxta. Er bersýnilegt að
bankar og sparisjóðir hafa
ekki verið á einu máli um,
hvernig standa bæri að þeim
málum.
Yfirlýsing Baldvins
Tryggvasonar, sparisjóðs-
stjóra í Sparisjóði Reykjavík-
ur og nágrennis, hér í blaðinu
fyrir nokkrum dögum þess
efnis að sparisjóðirnir gætu
ekki gengið lengra í vaxta-
lækkunum vegna tregðu
Landsbanka og Íslandsbanka
til þess að gera slíkt hið sama
vakti verulega athygli. Deil-
urnar um nafnvaxtalækkun,
sem að nokkru leyti eru til
komnar vegna hins tvöfalda
kerfis verðtryggðra og óverð-
tryggðra útlána sem hér rík-
ir, hafa hins vegar beint at-
hyglinni frá kjarna málsins,
sem er nauðsyn þess að
lækka raunvexti verulega.“
. . . . . . . . . .
29. nóvember 1981: „Í einu
dagblaðanna í Reykjavík
birtist þessi málsgrein fyrir
nokkrum dögum: „Þjóðir
Evrópu frá Póllandi til
Portúgal, frá Grikklandi til
Íslands eiga einum rómi að
krefjast þess, að Rússar
dragi SS-20 eldflaugar sínar
nú þegar burt og með-
aldrægum eldflaugum á veg-
um NATO verði ekki komið
upp í Vestur-Evrópu.“ Þessi
málsgrein gæti orðið tilefni
spennandi spurningaleiks,
þar sem leitað væri svara við
því, í hvaða dagblaði hún hafi
birst. Flestum dytti líklega í
hug, að hún hefði birst í ein-
hverju þeirra blaða, sem af
tillitssemi fjalla um viðhorf
Bandaríkjastjórnar á al-
þjóðamálum, því að í máls-
greininni felst einmitt hið
sama og var kjarninn í boð-
skap Ronalds Reagans, þeg-
ar hann flutti ræðu sína um
utanríkismál 18. nóvember
síðastliðinn. Þar lagði Banda-
ríkjaforseti áherslu á það
sjónarmið sitt, sem nýtur
stuðnings allra ríkisstjórna í
Atlantshafsbandalaginu, að
hætt verði við að smíða gagn-
eldflaugakerfi Atlantshafs-
bandalagsins í Evrópu, ef
Sovétmenn leggja niður
SS-20, SS-4 og SS-5 kjarn-
orkueldflaugar sínar. Hin
umrædda málsgrein birtist í
forystugrein Þjóðviljans
laugardaginn 7. nóvember, á
sjálfu byltingarafmæli Sov-
étríkjanna, daginn áður en
Lúðvík Jósepsson, fyrrum
formaður Alþýðubandalags-
ins, hyllti ráðstjórnina með
sovéska sendiherranum á
fundi MÍR í Þjóðleikhúskjall-
aranum.“
. . . . . . . . . .
28. nóvember 1971: „Eftir að
Kommúnistaflokkur Íslands
var stofnaður fundu áhang-
endur hans fljótt, að þeir áttu
enga von um að komast til
áhrifa í þjóðfélaginu, meðan
þeir sýndu réttan lit. Þeir
urðu þess varir, að íslenzka
þjóðin var mjög fráhverf
draumsjónum þeirra um
sæluríkið í austri. Enda var
það svo, er þannig og verður,
að vafasamt er, að nokkur
þjóð sé í eðli sínu lýðræð-
issinnaðri en Íslendingar og
andsnúnari hvers kyns kúg-
un og takmörkun á frelsi
manna til orðs og athafna.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
BANKAR ERU EKKI
BYGGÐASTOFNANIR
Miklar breytingar hafa orðið íbankaviðskiptum hér á landiá undanförnum árum.
Tæknibreytingar leika þar stórt hlut-
verk. Svokallaðar bankalínur gera
fólki kleift að eiga viðskipti við bank-
ana í gegnum síma og í netbönkum
geta einstaklingar og fyrirtæki sinnt
stórum hluta bankaviðskipta sinna.
Notkun debet- og kreditkorta hefur
farið hraðvaxandi og er hvergi meiri
en á Íslandi.
Þessi breyting hefur komið öllum
viðskiptavinum bankanna til góða,
ekki sízt fólki í hinum dreifðu byggð-
um landsins. Ekki er lengur nauðsyn-
legt að ferðast um lengri eða skemmri
veg til að fara í bankaútibú; hægt er
að sinna heima við öllum algengustu
erindum, sem fólk átti áður í banka.
Í annan stað hefur orðið mikil
breyting á rekstrar- og samkeppnis-
umhverfi banka. Samkeppnin er orðin
alþjóðleg og fer sífellt harðnandi. Til
þess að gera ríkisbönkunum kleift að
standa sig í þeirri samkeppni – og
jafnframt til að jafna samkeppnisað-
stöðu fjármálastofnana hér innan-
lands – hefur Alþingi ákveðið að selja
hlut ríkisins í þeim og ljúka einkavæð-
ingunni á næstu tveimur árum. Bún-
aðarbankinn og Landsbankinn eru
orðnir hlutafélög, sem eiga að láta
stjórnast af viðskiptalegum sjónar-
miðum eins og önnur fyrirtæki á
hlutabréfamarkaði.
Þetta er bakgrunnur þeirra ákvarð-
ana, sem Landsbanki Íslands hf. hef-
ur tekið um að fækka starfsfólki og
draga úr þjónustu útibúa sinna á
Kópaskeri, Raufarhöfn, Stokkseyri,
Eyrarbakka, Vopnafirði og Seyðis-
firði. Í máli Björns Líndal, fram-
kvæmdastjóra viðskiptabankasviðs
Landsbankans, í Morgunblaðinu í
gær kemur fram að þessar ákvarðanir
eru framhald þróunar, sem hafin er
fyrir allnokkrum árum og takmarkast
alls ekki við landsbyggðina. Þannig
hefur stöðugildum í útibúum Lands-
bankans á höfuðborgarsvæðinu fækk-
að um 200 sl. 10 ár, en um 130 á lands-
byggðinni. Útibúum hefur verið
fækkað um allt land, líka í Reykjavík.
Málflutningur sumra þingmanna
þeirra svæða, þar sem Landsbankinn
grípur nú til hagræðingaraðgerða,
bendir til að ofangreind þróun mála
hafi farið framhjá þeim. Það er skilj-
anlegt að heimamenn á þeim stöðum,
sem um ræðir, hafi áhyggjur af því
þegar fólki er sagt upp vinnunni, en
það er ósköp fátt sem ríkisvaldið, þar
með talið Alþingi, getur gert eða á að
gera í því. Alþingi hefur samþykkt að
selja bankann og þar með gefið frá sér
og stjórnvöldum yfirleitt valdið til að
hlutast til um rekstur hans. Kröfur
um skýringar, greinargerðir og að
„tekið verði á málum“ vegna þessara
ákvarðana Landsbankans benda til að
þingmennirnir telji ríkisvaldið eiga að
nota síðasta tækifærið og þvinga
Landsbankann til að hafa byggða-
sjónarmið í huga fremur en hag-
kvæman rekstur. Slíkt yrði í fyrsta
lagi skammgóður vermir, því að bank-
inn verður ekki mikið lengur í eigu
ríkisins. Í öðru lagi hefði það varla
góð áhrif á áhuga fjárfesta á hlut í
Landsbankanum ef það yrði gert að
skilyrði við sölu hans að bankinn
gætti hagsmuna einstakra byggðar-
laga fremur en hagsmuna hluthafa. Í
þriðja lagi væri fráleitt að nýta ekki
þau tækifæri til hagræðingar, sem
tækniþróunin hefur skapað. Það er
einfaldlega liðin tíð að bankar séu
reknir öðrum þræði eins og byggða-
stofnanir.
Þ
að er uppi athyglisverður
skoðanamunur á milli manna
í stjórnmálum og atvinnulífi
um ástand og horfur í efna-
hagsmálum um þessar
mundir. Augljóst er að for-
ystumenn verkalýðshreyf-
ingarinnar hafa þungar
áhyggjur og telja, að efnahagsþróunin sé að fara
úr böndum. Þetta viðhorf kom skýrt fram á fundi
forystusveitar Alþýðusambandsins og landssam-
banda þess fyrr í vikunni. Það endurspeglaðist í
ósk Grétars Þorsteinssonar, forseta ASÍ, og
Gylfa Arnbjörnssonar, framkvæmdastjóra ASÍ,
um óformlegan fund með Davíð Oddssyni for-
sætisráðherra, sem fram fór í fyrradag, fimmtu-
dag.
Áhyggjur verkalýðsforystunnar eru skiljan-
legar. Allt bendir til að forsendur verði fyrir upp-
sögn kjarasamninga eftir áramót. Forystumenn
verkalýðshreyfingarinnar þurfa að taka afstöðu
til þess, hvort þeir segi upp samningum. Geri
þeir það vakna spurningar um hvers konar
kröfugerð sett verður fram í nýjum samningum.
Þeir vita jafn vel og aðrir, að kröfur um auknar
kjarabætur mundu auka á þann vanda í efna-
hagsmálum, sem þeir sjálfir lýsa meiri áhyggjum
af en flestir aðrir. En jafnframt er ljóst að þrýst-
ingur á forystuna frá félagsmönnum verkalýðs-
félaganna fer vaxandi, þegar verðlag á nauð-
synjavörum, ekki sízt matvörum, hækkar dag frá
degi.
Innflytjendur, byggingariðnaður, talsmenn
framleiðslufyrirtækja o.fl. tala á mjög svipaðan
hátt og verkalýðsforingjarnir. Sumir þessara að-
ila takast nú á við vanda, sem fylgir nánast hruni
í viðskiptum. Það á t.d. við um bílainnflytjendur
og þá sem selja tölvur og hugbúnað. Fjölmiðla-
fyrirtækin í landinu, sem veita á annað þúsund
manns vinnu, verða rækilega vör við samdrátt í
þessum geira atvinnulífsins í minnkandi auglýs-
ingamagni, sem að vísu er miðaður við árið 2000,
sem var toppár. Og það er athyglisvert í þessu
samhengi, að hið sama á við um fjölmiðlafyrir-
tæki um allan heim.
Matvöruverzlanir verða varar við þessa þróun
á þann veg, að verzlunin er að færast frá þeim
verzlunum, sem eru með hærra verð en þá vænt-
anlega meira vöruúrval og meiri þjónustu yfir í
búðir, sem eru með lægra verð.
Samdráttur á þessum sviðum segir hins vegar
aðeins hálfa söguna. Á móti kemur, að sjávar-
útvegurinn græðir nú á tá og fingri. Þegar gengi
krónunnar var sem hæst fyrir nokkrum miss-
erum var talað um að verulega kreppti að í sjáv-
arútvegi og öðrum útflutningsfyrirtækjum. Þá
blómstruðu fyrirtæki í innflutningi, byggingar-
iðnaði, fjölmiðlun o.s.frv. Nú hefur þetta alveg
snúizt við.
Auk sjávarútvegsfyrirtækjanna er augljóst, að
tryggingafyrirtækin eru að skila góðum hagnaði,
olíufélögin þurfa ekki að kvarta og flest bendir til
þess að sum fjármálafyrirtækjanna skili miklum
hagnaði á þessu ári, þótt önnur búi við mun lakari
afkomu.
Þá fer ekki á milli mála, að samdráttur hér og
raunar bæði í Bandaríkjunum og Evrópu hefur
ekki dregið kjark úr ungum athafnamönnum. Til
marks um það eru umfangsmikil kaup bræðr-
anna í Bakkavör á fyrirtæki í Bretlandi og áform
Baugs um stærsta viðskiptasamning í sögu Ís-
lands, þ.e. kaupin á Arcadia í London. Á þessari
stundu liggur ekki ljóst fyrir, hvort af þeim kaup-
um verði, þótt hitt liggi fyrir, að fjármögnun
kaupanna hefur verið tryggð. Það skortir ekki
kjark hjá þeim sem ráðast í slík stórvirki eða
gera tilraun til að framkvæma þau eins og í þess-
um tveimur tilvikum.
Þegar horft er til baka má ætla, að menn í við-
skiptalífinu hafi byrjað að marka samdrátt í
verzlun og þjónustu undir lok síðasta árs og al-
veg ljóst að frá byrjun þessa árs hefur hann verið
mjög skýr. Auglýsingar í fjölmiðlum endurspegla
þessa þróun með skýrum hætti og þær byrjuðu
að dragast saman strax í janúar. Breytingu á við-
skiptaháttum almennings, þ.e. að færa viðskiptin
frá verzlunum með hærra vöruverð til verzlana
með lægra vöruverð, mátti líka marka í byrjun
ársins. Hið sama á við um bílainnflutninginn.
Lækkun á gengi krónunnar hefur svo hert á
þessari framvindu mála. Henni hafa líka fylgt al-
varleg vandamál í viðskiptalífinu, sem koma víða
við. Þeir athafnamenn, sem haft hafa mikil um-
svif á undanförnum árum og keypt stóra hluti í
almenningshlutafélögum, stundum í krafti er-
lendrar lántöku, hafa orðið fyrir þungum búsifj-
um vegna gengislækkunarinnar. Um skeið var
hægt að hagnast mikið á því að taka erlend lán og
ávaxta peningana hér vegna þess hve vextir voru
lágir í öðrum löndum en háir hér og aðrir ávöxt-
unarmöguleikar góðir. Þeir sem tóku þá áhættu
að gengi krónunnar yrði stöðugt og mundi ekki
breytast að ráði standa nú frammi fyrir alvar-
legum vanda, sem leitt hefur til margvíslegra
átaka í viðskiptalífinu.
Þegar á heildina er litið eru því alveg tvær hlið-
ar á því umræðuefni, sem hefur einna mest ein-
kennt þjóðfélagsumræðurnar síðustu vikurnar.
Vandamálin, sem hluti atvinnulífsins stendur
frammi fyrir, hafa valdið því, að svartsýni er um-
talsverð og menn hafa þungar áhyggjur af því, að
efnahagsmálin séu að fara úr böndunum, verð-
bólgan muni aukast en ekki minnka með öllum
þeim afleiðingum, sem því fylgja og yngri kyn-
slóðir t.d. þekkja ekki.
Það er athyglisvert að á sama tíma og umræð-
ur hér einkennast af þessum áhyggjum skjóta nú
upp kollinum í bandarískum blöðum aðvörunar-
orð um að þar í landi kunni verðhjöðnun að vera í
aðsigi, sem geti ekki síður leitt af sér vandamál
en aukin verðbólga.
Að einhverju leyti má segja að svartsýni
margra í atvinnulífinu hér endurspeglist í verði
hlutabréfa á Verðbréfaþingi Íslands en þar má
nú kaupa hlutabréf í þjóðkunnum fyrirtækjum á
ótrúlega lágu verði. Þrátt fyrir það eru viðskipti
lítil, sem helgast m.a. af því, að það er mikil pen-
ingaþurrð í viðskiptalífinu. Fyrir utan lífeyris-
sjóðina er lítið um aðila á markaðnum, sem ráða
yfir verulegum fjármunum. Þess vegna m.a.
hreyfast hlutabréfin lítið, þótt verð þeirra sé lágt.
Hvað ætlar
ríkisstjórnin
að gera?
Við þessar aðstæður
er hin hefðbundna
spurning eins og allt-
af: Hvað ætlar ríkis-
stjórnin að gera? En
það má vel vera, að
þetta sé úrelt spurning, sem eigi ekki lengur við.
Ef það er rétt, að hún eigi ekki lengur við má með
rökum segja, að það sé einn merkasti árangurinn
af starfi þeirra ríkisstjórna, sem hér hafa setið í
áratug. Var ekki krafan alltaf sú, að ríkisvaldið
léti atvinnulífið í friði og drægi úr afskiptum sín-
um? En um leið má spyrja, hvort það hafi
kannski ekki allur vandi verið leystur með því að
draga úr afskiptum hins opinbera.
Lengi var krafan sú, að Seðlabankinn fengi
sjálfstæðari stöðu, eins og seðlabankar í öðrum
löndum. Hann hefur nú fengið hana. En frá þeirri
stundu má segja, að Seðlabankinn hafi legið und-
ir stöðugri gagnrýni bæði frá stjórnmálamönn-
um og forystumönnum í atvinnulífi vegna þess
hvernig hann hefur haldið á málum.
Sú var tíðin að ríkisstjórnir voru gagnrýndar
fyrir að stjórna gengi krónunnar með valdboði.
Nú ræður markaðurinn gengi krónunnar og um
leið og það fer að gerast vakna spurningar um
það, hvort markaðurinn á Íslandi sé svo lítill að
einn eða tveir aðilar á þeim markaði geti haft
veruleg áhrif á gengið með sama hætti og fullyrt
er að gerist á verðbréfamarkaðnum.
Sú var tíðin, að vaxtabreytingar voru ákveðnar
af stjórnvöldum. Nú er þetta vald í höndum
Seðlabankans og ekki þarf að rifja upp þær um-
ræður, sem staðið hafa undanfarnar vikur og
mánuði um það hvernig Seðlabankinn hafi farið
með það vald.
Það verður ekki bæði haldið og sleppt.
Í samtali við aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins
í sumar, þá Karl Blöndal og Ólaf Þ. Stephensen,
sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra m.a.:
„...ég held, að meginmálið sé kannski að þótt allir
hafi verið fylgjandi því – að minnsta kosti í orði,
því að ég man ekki eftir neinum, sem var það ekki
– að við hyrfum frá gengisviðmiðuninni yfir í
verðbólgumarkmiðin, þá höfum við ekki séð al-
veg allt fyrir. Það mætti líkja þessu við að aðilar
fjármagnsmarkaðarins væru áfram í djúpu laug-
inni en það væri búið að taka af þeim kútinn. Þá
byrja þeir vitaskuld að hamast og halda að þeir
séu að drukkna en auðvitað læra þeir sundtökin
smám saman. Þá þurfa þeir ekki lengur kútinn
og til lengdar fer hann bara að þvælast fyrir eins
og þegar var verið að kenna okkur að synda í
gamla daga.“
„Gengisfestan hafi þá verið kúturinn?“
„Gengisfestan var kúturinn, sem hélt þeim
uppi og þeir gátu þess vegna verið rólegir í djúpu
lauginni með svartan kút á bakinu. Nú er hann
skyndilega tekinn og þá kemur klórvatn upp í þá
og þeim líður bölvanlega í bili, en svo læra þeir
sundtökin og þá synda þeir miklu frjálslegar og
betur en þegar kúturinn var á bakinu. Þannig
man ég að minnsta kosti eftir sundkennslunni í
Sundhöllinni við Barónsstíg.“
Það má velta því fyrir sér hvort þessi athygl-
isverða samlíking forsætisráðherra eigi ekki
bara við um fjármagnsmarkaðinn heldur þjóðfé-
lagið allt um þessar mundir.
Við þær aðstæður, sem skapaðar hafa verið
vitandi vits, getur ríkisstjórnin ekki gripið til