Morgunblaðið - 25.11.2001, Síða 33

Morgunblaðið - 25.11.2001, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 33 hefðbundinna aðgerða frammi fyrir þeim vanda, sem við er að etja í efnahagsmálum. Hún getur ekki ákveðið gengi krónunnar. Hún getur ekki ákveðið vexti. Hún getur ekki gripið til sértækra aðgerða til þess að styðja við bakið á atvinnulíf- inu á einstökum stöðum eins og t.d. Raufarhöfn. Það sem ríkisstjórn og Alþingi geta hins vegar gert er það sama og fjöldinn allur af fyrirtækjum hefur verið að gera á þessu ári vegna gjör- breyttra aðstæðna í efnahagsmálum en það er að skera niður útgjöldin. Þessa dagana er verið að vinna við fjárlagagerð fyrir næsta ár á Alþingi. Það mátti greina á samtali, sem Morgunblaðið birti við Geir H. Haarde fjármálaráðherra fyrir nokkrum dögum, að það er heldur þungt í ráð- herranum vegna þrýstings um aukin útgjöld á sama tíma og þrýstingurinn á að vera að draga úr þeim. Eitt helzta ráð ríkisstjórnarinnar til þess að hafa áhrif á þróun efnahagsmála er einmitt að skera niður útgjöld vegna þess að þjóðin hefur ekki efni á sama útgjaldastigi og fyrir nokkrum misserum. Með sama hætti og það á við um fjöl- skyldur og fyrirtæki á það líka við um ríki og sveitarfélög. Ríkisstjórnin getur líka beitt öðrum almenn- um aðferðum til þess að hafa áhrif á gang efna- hagslífsins, m.a. með aðgerðum í skattamálum. Það hefur ríkisstjórnin gert með því að boða mjög róttækar breytingar í skattlagningu fyr- irtækja, sem augljóslega eru þegar farnar að hafa áhrif. Að öðru leyti má auðvitað segja að Seðlabankinn geti beitt þeirri háþróuðu fjár- málatækni, sem nú hefur rutt sér til rúms og hann hefur skapað sér svigrúm til en er gagn- rýndur fyrir að nota ekki nema að takmörkuðu leyti. Sannfæring forystumanna Forystumenn ríkis- stjórnarinnar, þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, hafa sterka sannfæringu fyrir því, að þeir séu á réttri leið. Þetta kom skýrt fram í fyrrnefndu samtali Morgunblaðsins við Davíð Oddsson 24. júní sl. þegar hann sagði, að ríkisstjórnin mundi ekki grípa til neinna „pataðgerða“. Og þetta kom skýrt fram hjá þeim báðum í samtölum við Morg- unblaðið sl. fimmtudag. Þá sagði Halldór Ásgrímsson m.a.: „Það er al- veg ljóst að uppsögn kjarasamninga og deilur á vinnumarkaði geta ekki orðið til annars en að draga máttinn úr efnahagslífinu og skapa hættu á óstöðugleika. Við þessar aðstæður verða menn að sýna samstöðu. Ríkisvaldið verður að sýna fulla aðgát og halda útgjöldum innan marka. Við verðum jafnframt að verja velferðarkerfið, sem er hagsmunamál launþega og alls almennings og við þurfum að standa við ákvarðanir um sölu rík- isfyrirtækja, sem markaðurinn hefur gengið út frá.“ Og Davíð Oddsson sagði sama dag í viðtali við Morgunblaðið: „Vandamálið er það að gengið hefur sigið meira en nokkur telur vera frambæri- legar skýringar á, a.m.k. á efnahagurinn ekki að leiða til þess. Það er alveg ljóst, að framlegð í sjávarútvegi og í útflutningsatvinnuvegunum er að aukast gríðarlega. Fyrr eða síðar mun það skila sér í mjög hækkandi gengi. Það gæti meira að segja þurft að gæta þess, að gengið hækkaði ekki of ört. Það er ekki vafi í mínum huga að þó að þessi óróleiki sé núna og hinn svokallaði mark- aður sé svona undarlega stemmdur núna, kannski vegna innkaupa, sem tengjast jólunum, muni gengið hækka þegar frá líður.“ Ef horft er til stjórnmálanna eiga fáir jafn mik- ið í húfi og þessir tveir forystumenn ríkisstjórn- arflokkanna, að sú sannfæring, sem lýsir sér í orðum þeirra um að þeir séu á réttri leið, standist þegar á reynir. Nýir tímar Það er alveg ljóst að við lifum á nýjum tím- um á mörgum sviðum og þar á meðal í efnahagsmálum. Gömlu aðferð- irnar, sem notaðar voru dugðu ekki og þess vegna voru þær lagðar til hliðar. Það er til lítils gagns að dusta rykið af þeim. Það fer heldur ekki á milli mála, að efnahagslíf okkar er mjög háð efnahagssveiflum í helztu við- skiptalöndum okkar. Það getur ekki hjá því farið, að við njótum góðs af því þegar vel gengur í öðr- um löndum en jafnframt að það hafi neikvæð áhrif á okkar stöðu, þegar erfiðlega árar annars staðar. Það er staðreynd, að samdráttur var byrjaður í efnahagslífi Bandaríkjanna fyrir at- burðina 11. september. Hið sama á við um Evr- ópu. Slíkt ástand hefur verið viðvarandi í Japan í mörg ár. Þetta eru helztu viðskiptalönd okkar. Neikvæð þróun þar ýtir undir hana hér. Átökin í Afganistan hafa haft áhrif í þá átt að draga úr viðskiptum á alþjóðavettvangi. Fólk ferðast minna en áður og það hefur gífurleg áhrif út um allt bæði hér og annars staðar. Fyrir nokkrum vikum voru hér nokkrir er- lendir sérfræðingar á ráðstefnu um skattamál. Þeir fóru yfirleitt jákvæðum orðum um þróun efnahagsmála á Íslandi, þótt augljóst væri að þeir töldu nauðsynlegt að beita meira aðhaldi í ríkisfjármálum. Þýzkur hagfræðingur, sem var í þeim hópi, spáði því í samtali við einn viðmælanda sinn að efnahagslífið í Bandaríkjunum mundi taka við sér fyrir mitt næsta ár og í Evrópu skömmu síð- ar. Hann taldi líklegt að á sama tíma að ári liðnu mundi efnahagslífið á Vesturlöndum vera komið á fulla ferð á nýjan leik. Aðspurður um hvort stríðið í Afganistan mundi ekki hafa neikvæð áhrif svaraði hann að það væri svo lítið stríð, að það hefði ekki mikil efnahagsleg áhrif. Jafnvel þótt þessir spádómar rætist er ekki þar með sagt að slík þróun hefði strax áhrif hér á Íslandi en hún mundi hjálpa til. Það er ekki hægt að mótmæla þeim rökum Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar að hér séu til staðar allar efnahagslegar forsendur fyrir því að vel gangi. Sjávarútvegurinn gengur vel. Að vísu hefur staða þorskstofnsins valdið vonbrigðum en í stórum dráttum eru undirstöður atvinnulífsins traustar. Verðlag er mjög hátt á erlendum mörkuðum. Við eigum að hafa alla möguleika á að ráða við þá aðlögun að breyttum aðstæðum sem nú stendur yfir, en hún er óneit- anlega sársaukafull og veldur óróa og áhyggjum. Morgunblaðið/Kristinn Við Reykjavíkurhöfn. Við þessar aðstæður er hin hefðbundna spurning eins og alltaf: Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera? En það má vel vera, að þetta sé úr- elt spurning, sem eigi ekki lengur við. Ef það er rétt, að hún eigi ekki lengur við, má með rökum segja, að það sé einn merkasti árang- urinn af starfi þeirra ríkisstjórna, sem hér hafa setið í áratug. Var ekki krafan alltaf sú, að ríkisvaldið léti at- vinnulífið í friði og drægi úr afskiptum sínum? En um leið má spyrja, hvort það hafi kannski ekki allur vandi ver- ið leystur með því að draga úr afskiptum hins opinbera. Laugardagur 24. nóvember

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.