Morgunblaðið - 25.11.2001, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 25.11.2001, Qupperneq 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                             !!    !!    !"#!!  $%   !"#!!  #&  '&  !"#!%""#                                                !"       #$# %# &' # ((   )# # (%'**"                                          !"# $ %&   '!& %(% )    !                                         !"# $"% & " '()*))$ $% +$%$,- $-* . $% *))$ '() $%,- & - $- **))$  -  $%,-  ) $-- /0 --,-#                                                ! " #! $%  & &'  $%  & ()&*& +& &' $%  & ,- (&'( .   +& '' $%  &  &/ &+- & &/ &!                             !" # !  ✝ Einhildur Ingi-björg Ágústa Guðjónsdóttir fædd- ist á Vífilsmýrum í Önundarfirði 12. ágúst 1905. Hún lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 14. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Guðjón Sig- urðsson, f. 5.11. 1868 í Trostansfirði í Arn- arfirði, d. 31.12. 1937, og Helga Ein- arsdóttir, f. 31.12. 1866 á Selabóli í Ön- undarfirði, d. 23.10. 1938. Ágústa var næstyngst níu systkina, þrjú þeirra dóu í frumbernsku. Þau sem komust til fullorðinsára eru Hólmfríður Þóra, f. 21.9. 1894, d. ur, f. 5.6. 1960. 4) Guðjón Hörður, f. 15.2. 1933, d. 25.6. 1934. 5) Hjör- dís Erla, f. 4.6. 1934, maki Magnús Guðmundsson, f. 16.1. 1924. Börn þeirra eru Kjartan, f. 26.10. 1962, og Erla Stefanía, f. 11.2. 1968. Hjördís var áður gift Reyni Haukssyni. Þau skildu. Börn þeirra eru Guðný Rannveig, f. 8.8. 1954, og Haukur, f. 1.5. 1956. Hjördís átti son með Oddgeiri Halldórssyni, Hörð Ágúst, f. 6.3. 1951. Hörður er uppeldissonur Ágústu. 6) Ásgeir, f. 30.9. 1935. Hann var kvæntur Gyðu Ásbjarn- ardóttur. Þau skildu. Börn þeirra eru Ingibjörg Erla, f. 2.4. 1954, Petrína, f. 3.2. 1956, Ásgerður, f. 12.1. 1958, d. 16.1. 1958, Ásbjörn, f. 21.9. 1959, Ásgeir, f. 30.4. 1962, og Sólveig, f. 26.5. 1965. Lang- ömmubörn Ágústu eru 29 og langalangömmubörnin ellefu. Ágústa fluttist til Reykjavíkur 1930 og vann ýmis verkakvenna- störf. Lengst af bjó hún á Berg- þórugötu 41. Útför Ágústu fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju á morgun, mánu- daginn 26. nóvember, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. 10.6. 1995, Guðjón Gísli, f. 28.10. 1897, d. 25.3. 1980, María Guðrún, f. 19.12. 1899, d. 1932, Guð- bjartur Sigurður, f. 2.3. 1904, d. 10.2. 1992, og Jóna sem ein lifir systkini sín, f. 6.1. 1907. Ágústa giftist árið 1930 Pétri Guð- mundssyni frá Hesti í Önundarfirði, f. 16.4. 1903, d. 17.6. 1971. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) dóttir, f. 9.8. 1928, d. 31.3. 1929. 2) Guðni Guðmundur, f. 6.5. 1930, d. 1.7. 1930. 3) Guðný, f. 15.8. 1931, d. 8.8. 1989, maki Guðni Sigfússon, f. 29.9. 1928. Dóttir þeirra er Hild- Nú hefur hún amma okkar kvatt þennan heim södd lífdaga. Hún fæddist upp úr aldamótunum 1900 og mátti muna tímana tvenna. Líf henn- ar mótaðist af þeim þjóðfélagslegu aðstæðum og þeirri stéttaskipt- inguna sem ríkti fram eftir öldinni. Amma var alþýðukona og tilheyrði þjóðfélagshópi sem vann mikið, en uppskar ekki veraldleg gæði í sam- ræmi við erfiði sitt og strit. Hún ólst upp innst í Önundarfirði á kotbýlun- um Ármúla og Efri-Húsum sem ásamt fleiri bæjum mynduðu þyrp- ingu sem kallaðist Þorpið og fylltu íbúarnir nokkra tugi um það leyti sem amma var að alast upp. Lífsbaráttan var hörð og fátæktin mikil. Eigi að síður minntist amma uppvaxtarára sinna sem besta tíma lífs síns. Hún ólst upp hjá ástríkum foreldrum og systkinahópurinn brall- aði margt saman. Helsta skemmtun ungmennanna í sveitinni var að koma saman og spila á spil og síðan voru það böllin þar sem dansað var fram á morgun. Já, svo sannarlega kunnu amma og systkini hennar að spila, því kynntumst við systurnar þegar við áttum þess kost að spila við þau vist eða skotta. Í spilamennskunni var ekkert gefið eftir og ýmislegt látið flakka sem ekki er prenthæft. Ön- undarfjörður var ömmu alltaf ofar- lega í huga og oft ræddi hún við okk- ur um sveitina heima. Við systurnar höfum farið nokkrar ferðir vestur til að kynnast bernskuslóðum hennar og til að kynnast ættingjum okkar þar. Þorpið hennar ömmu er fyrir löngu farið í eyði, en ómur þess mannlífs sem einu sinni var bergmál- ar enn í fjöllunum háu. Þegar amma var á unglingsaldri fór hún í vist til Ísafjarðar í nokkra vetur og um tíma vann hún í fisk- vinnslu á Þingeyri. Eftir að hún og Pétur eiginmaður hennar rugluðu saman reytum bjuggu þau á Hesti, þaðan sem Pétur var, en það var eitt af býlunum í Þorpinu. Stritið var það sama og áður og árið 1930 ákváðu þau að leita betra lífs og fluttu suður. Þau höfðu þá eignast tvö börn og misst þau bæði. Þau misstu einnig dreng hér fyrir sunnan. Barnamiss- irinn var þungbærri en orð fá lýst og þótt áratugir væru liðnir gat amma aldrei rætt við okkur um börnin sín yndislegu án þess að tárast. Lífsbaráttan í Reykjavík reyndist ekki síður hörð. Það voru kreppu- tímar og lítið um atvinnu. Amma og Pétur þurftu oft að skipta um hús- næði, enda sumar kytrurnar sem þau leigðu ekki mönnum bjóðandi, með raka og rottugangi. Fjölskyldan stækkaði ört og baslið hélt áfram. Það var dýrt að lifa, eng- ar voru tryggingarnar, börnin voru oft veik og læknishjálp var dýr. Brestir komu í hjónabandið og þau slitu samvistum árið 1937. Pétur hvarf þá alveg úr lífi hennar og barnanna. Við tók erfiðasti tíminn í lífi ömmu, hún var bláfátæk einstæð móðir þriggja barna sem voru eins, tveggja og fimm ára. Systkini hennar og foreldrar voru öll fyrir vestan og engan opinberan stuðning var að fá. Þegar við spurð- um ömmu út í þessi ár talaði hún um hræðsluna og einmanaleikann sem hún glímdi við, en hún var mjög þakklát bræðrum Péturs fyrir þann mikla stuðning sem þeir veittu henni og börnunum. Okkur er óskiljanlegt hvernig ömmu tókst að lifa af þennan tíma, en líklega hefur vestfirsk seigla og þrjóska bjargað henni. Börnin veittu henni styrk til að halda áfram og frá þessum tíma helgaði amma sig þeim og síðar öðrum afkomendum. Amma framfleytti sér með þvott- um og hreingerningum og á her- námsárunum tók hún þvott fyrir bæði Bretann og Kanann eins og hún orðaði það. Nóg var að gera, enda var amma vandvirk og hreinleg með af- brigðum. Segja má að hún hafi staðið við þvottabrettið stríðið út í gegn og enginn tími vannst til að fylgjast með heimsmálum, enda hafði hún ekki efni á að kaupa nein blöð. Síðar á ævinni fylgdist hún hins vegar vel með ýmsu sem var að ger- ast hérlendis og erlendis og oft var gaman að spjalla við hana um það sem efst var á baugi. Í kringum 1945 fékk amma leigu- húsnæði á vegum borgarinnar á Bergþórugötu 41. Í húsinu bjuggu þá 30–40 manns, en klósettin voru að- eins tvö og ekkert bað. Nokkru áður hafði amma fengið fasta vinnu við skúringar á Símstöðinni og þar vann hún allt til ársins 1979 er hún þurfti að hætta vegna heilsubrests. Árið 1951 stækkaði fjölskyldan, þá fædd- ist Hörður, dóttursonur og auga- steinn ömmu, sem hún ól upp. Nokkrum árum síðar bættust fleiri barnabörn við og síðan hefur lítið lát verið á fjölgun í ættinni. Fyrstu minningar okkar systr- anna eru tengdar Bergþórugötu 41, en þar bjuggum við í frumbernsku. Síðan hafa amma og heimili hennar verið stór hluti af lífi okkar. Heim- sóknirnar til hennar í gegnum árin eru óteljandi. Alltaf var amma til staðar og engin hætta var á að við færum svangar frá henni. Minningarnar spretta fram. Amma að elda mat, þann besta ömmumat sem til var. Amma að baka snúða og kleinur. Amma að prjóna, hekla eða sauma út. Amma á leið í vinnuna. Amma að spjalla við okkur. Hún var sístarfandi og féll aldrei verk úr hendi. Heimili hennar var snyrtilegt með afbrigðum og bar handbragði hennar fagurt vitni. Þeir eru ófáir púðarnir, klukku- strengirnir og myndirnar sem amma saumaði út handa afkomendum sín- um og ófáar flíkurnar sem hún prjón- aði og heklaði. Oft var margt um manninn hjá ömmu Gúst, eins og hún var kölluð af yngri afkomendum. Á 17. júní var það siður okkar að fara til hennar í kakó og pönnslur og á Þor- láksmessu var samvera og skötu- veisla. Þótt íbúð hennar væri lítil var samt alltaf nóg pláss og ekki skorti hjartarýmið. Amma var þó alls ekki allra. Hún hafði sterkar skoðanir á ýmsum málefnum og stundum lét hún þær óþarflega tæpitungulaust í ljós, því fengum við systurnar og aðr- ir afkomendur oft að kynnast. Börn- in, barnabörnin og barnabarnabörn- in voru henni allt. Hún fylgdist með öllu því sem gerðist í lífi okkar og tók þátt í gleði okkar og sorgum. Það var ömmu þung raun að missa Guðnýju dóttur sína eftir langvinn og erfið veikindi, en eins og alltaf í lífinu hélt hún áfram, þótt beygðari væri hún en áður. Amma átti sér þann draum að eignast eigin íbúð með svölum og baðherbergi. Dag einn fyrir um 20 árum sagði hún okkur stolt frá því að henni hefði tekist að safna sér dágóðri upphæð og spurði hvort hún myndi duga fyrir útborgun í íbúð. Við gleymum aldrei vonbrigðunum í svip hennar þegar hún gerði sér ljóst að óðaverðbólgan hafði étið upp sparifé hennar og að EINHILDUR INGIBJÖRG ÁGÚSTA GUÐJÓNSDÓTTIR Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.