Morgunblaðið - 25.11.2001, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 25.11.2001, Qupperneq 41
Takk fyrir allt, elsku afi, takk fyrir að kenna okkur að spila og tefla. Við skulum passa ömmu fyrir þig. Jesú er heppinn að hafa þig, því þú ert svo góður. Alexander og Kristófer. Af eilífðar ljósi bjarma ber sem brautina þungu greiðir. Vort líf sem svo stutt og stopult er það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (E. Ben.) Ég horfi til baka hljóður og hefi margs að minnast, því æviárin eru orðin æði mörg. Þá dvelur hugurinn oft við endurminningar frá árunum mínum á BSR sem spanna yfir meira en helming ævi minnar. Þegar ég kom á BSR snemma árs 1948 var Stebbi farinn að keyra þar, en í dag- legu tali kölluðum við hann alltaf Stebba. Mér varð hann fljótt hug- stæður og fann að við áttum ýmislegt semeiginlegt. Hann var Norður- Þingeyingur úr Núpasveitinni inn af botni Axarfjarðar. Sveitin er grösug og búsældarleg og afmarkast af botni fjarðarins og fjöllum er sunnar dregur. Hann mun hafa átt erfið upp- vaxtarár, því föður sinn missti hann átta ára gamall. Mér er það efst í huga þegar leiðir okkar lágu saman hvað hann var mildur og ljúfur í allri umgengni, bóngóður og vildi hvers manns vanda leysa og lagði gott til þeirra mála sem voru til hagsbóta fyrir okkar stétt. Hlédrægur að eðl- isfari og ýtti engum til hliðar til að koma sjálfum sér feti framar. Skoð- anir hafði hann á mönnum og mál- efnum sem hann lét síst í ljósi þegar honum þótti miður því engan vildi hann særa. Svipurinn hreinn og þýð- ur og þegjandi vottur um drengskap, traust og vináttu þegar honum fannst vel á málum haldið. Á þeim ár- um sem við kynntumst fyrst vorum við margir á líku reki á stöðinni og í þann veginn að festa ráð okkar, eign- ast konu og börn og mynda heimili. Þá var fátítt að leigubifreiðastjórar ættu þak yfir höfuðið og síst við sem yngri vorum. Þá áttu nú ekki allir allt til alls. Þótti gott ef hægt var að hola sér niður í lélegt leiguhúsnæði. En tímarnir breyttust til hins betra og létum við bílstjórarnir ekki okkar eftir liggja í þeim efnum. Okkar hag- ur eins og annarra batnaði til mikilla muna og ekki leið á löngu þar til flestir áttu þak yfir höfuðið. Stebbi giftist eyfirskri konu, Láru Val- steinsdóttur, og áttu þau þrjú börn svo út af þeim eru margir niðjar komnir. Þau hjón voru mjög gestris- in. Stebbi bjó yfir léttum húmor, ræð- inn, skemmtilegur og vermdi alla með hlýju viðmóti. Hann var ágætur skákmaður, einn af þeim bestu á stöðinni. Einnig góður bridsspilari og mun hann hafa stundað það sér til gamans til þess síðasta. Eftir að leið- ir okkar skildu á BSR, en ég hætti þar nokkrum árum á undan honum og missti konu mína fyrir tæpum níu árum, lágu leiðir okkar sjaldan sam- an en það hlýnaði yfir okkur báðum þegar við hittumst þótt oftar hefði mátt vera. Það þarf langan vinnudag til að hafa sæmilegar tekjur af akstri og annríki líðandi stundar gefur lít- inn frítíma. Þetta þekktum við Stebbi vel en góðar eiginkonur studdu börnin okkar til vaxtar og þroska, þegar okkar vinnutími utan heimilis var of langur til að geta sinnt uppeldinu sem skyldi. Ég lít til baka og er þakklátur fyrir hvað Guð hefur fyrir mig gjört. Stebbi hafði átt við langvarandi vanheilsu að stríða en með meðulum og góðri læknishjálp var hægt að halda heilsunni í sæmi- legu horfi. Þegar lokadagur þessa góðvinar míns rann upp fékk hann hvíldina án meiri þjáningar en hann hafði áður þurft að þola. Skammdeg- ið grúfir yfir, dimmt og drungalegt, en ég verð þess naumast var þegar ég orna mér við glæður frá kyndli minninganna og veit að nú er hann lagður af stað inn á þá björtu braut sem liggur að musteri allrar dýrðar. Eiginkonu og niðjum þeirra sendi ég mínar bestu samúðarkveðjur. Ég kveð þig að síðustu með þakklæti og virðingu fyrir traust og góð kynni. Jakob Þorsteinsson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 41 ✝ Elísabet Engil-ráð Ísleifsdóttir var fædd á Sauðár- króki 18. september 1910. Hún lést Hjúkrunarheimilinu Eir 16. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Engilráð Val- gerður Jónasdóttir, f. 10.3. 1876, d. 12.4. 1957, og Ísleifur Gíslason, hagyrðing- ur og kaupmaður, f. 20.6. 1873, d. 29.7. 1960. Elísabet ólst upp á Sauðárkróki til 12 ára ald- urs er foreldrarnir slitu samvistir. Flutti þá með móður sinni til Reykjavíkur og átti þar heima síð- an. Elísabet lauk stúdentsprófi frá MR 1931. Hún giftist 6.10. 1934 Kristjóni Kristjónssyni, frá Útey í Laugardal, þá fulltrúa hjá Sam- bandi íslenskra samvinnufélaga og síðar frkvstj., f .8.10. 1908, d. 6.1. 1984. Kristjón var sonur hjónanna Sigríðar Bergsteins- dóttur, ljósmóður, f. 11.5. 1871, d. 6.9. 1950, og Kristjóns Ásmunds- sonar bónda í Útey, f. 9.8. 1882, d. 18.3. 1955. Börn Elísabetar og Kristjóns eru: 1)Bragi, fornbók- sali, f. 17.7. 1938. Hann kvæntist 1.9. 1966 Nínu Björk Árnadóttir, skáldi, f. 7.6. 1941, d. 16.4. 2000. Þau skildu 1998. Synir þeirra eru: A) Ari Gísli, fornbóksali, f. 3.3. 1967, kona hans er Sigríður I. Hjaltested, leikskólastjóri, f. 19.8. 1962. Dóttir þeirra er Ragnheiður Björk, f. 28.11. 1997. B) Valgarð- steinn Máni, f. 5.3. 1984, fram- haldsskólanemi, móðir hans Elísa- bet Rónaldsdóttir kvikmynda- gerðarmaður; Örnólfur, barnaskólanemi, f .13.7. 1996, móðir hans er Anita Jónsdóttir námsráðgjafi; og Þórhildur Helga, leikskólanemi, f. 28.3. 1999, móðir hennar er Ingibjörg Þórisdóttir leikkona. Dóttir Jó- hönnu og Höskuldar Skarphéðins- sonar, skipherra, f. 15.6. 1932, er D) Kolbrá, búfræðingur og bók- menntafræðinemi, f. 20.10. 1971. Dóttir Kolbrár og Sigurðar P. Guðjónssonar er Magdalena, leik- skólanemi, f. 23.2. 1999. 3) Val- gerður, kennari, f. 12.11.1945. Hún giftist 23.7. 1966 Birni Theo- dórssyni viðskiptafræðingi, f. 3.10 1943. Fósturdóttir þeirra er Krist- ín Pétursdóttir, viðskiptafræðing- ur, f. 24.7 1969. Maður hennar er Árni Guðbrandsson flugumferðar- stjóri, f 10.11. 1964. Dætur þeirra eru Dóra Björg, barnaskólanemi, f. 3.8. 1994, og Vala Birna leik- skólanemi, f. 25.10. 1999. Elísabet vann með skóla á sumr- in, lengst af hjá Vigfúsi Guð- mundssyni, veitingamanni. Síðar starfaði hún sem ritari á Nýja dagblaðinu og Útvarpinu, Iðnskól- anum og hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga. Hún var heima- vinnandi húsmóðir í Reykjavík frá 1937–1959. Þá hóf hún störf sem gjaldkeri á Bifreiðastöð Íslands og vann þar til starfsloka 1980. El- ísabet bjó síðustu fjögur ár á Hjúkrunarheimilinu Eir. Útför El- ísabetar fór fram frá Fossvogs- kapellu og var gerð í kyrrþey að ósk hennar. ur, háskólanemi, f. 21.3. 1971, sambýlis- kona hans er Hulda- Vilhjálmsdóttir myndlistarmaður, f. 6.6. 1971. C) Ragnar Ísleifur, háskólanemi í Hollandi, f. 21.2. 1977, sambýliskona hans er Sigrún Sum- arliðadóttir, háskóla- nemi í Hollandi, f. 10.6. 1980. Samferða- kona Braga er Jónína Benediktsdóttir, rit- ari, f. 5.10 .1943. 2) Jóhanna, f. 14.2. 1940, blaðamaður og rithöfundur. Hún giftist 31.8. 1957 Jökli Jakobssyni, rithöfundi, f. 14.9. 1933, d. 25.4. 1978. Þau skildu 1969. Börn þeirra eru: A) Elísabet Kristín, rit- höfundur, f. 16.4. 1958. Sonur hennar og Guðjóns Kristinssonar, hleðslumanns og útskurðarmeist- ara, er Kristjón Kormákur, starfsm. Íslenskrar erfðagrein- ingar, f. 4.2. 1976. Dætur hans og Helgu Guðjónsdóttur, f. 5.1 1971, eru Jóhanna Líf og Alexía Sól, f. 14.4. 1997, og Helena Mánadís, f. 8.6. 2000; Garpur og Jökull, fram- haldsskólanemar, f. 26.4. 1984, faðir þeirra er Ingi Bæringsson ráðgjafi. B) Illugi, rithöfundur, f. 13.4. 1960. Kona hans er Guðrún S. Gísladóttir leikari, f. 12.12. 1954. Börn þeirra eru Vera Sóley, grunnskólanemi, f. 13.9. 1989, og Ísleifur Eldur, leikskólanemi, f. 26.4. 1999. C) Hrafn, rithöfundur, f. 1.11. 1965. Kona hans er Guðrún Eva Mínervudóttir, rithöfundur, f. 17.3. 1976. Börn Hrafns eru Þor- Ísleifur Gíslason kaupmaður, hag- yrðingur og lífskúnstner var búsett- ur á Sauðárkróki frá upphafi tutt- ugustu aldarinnar í nær sextíu ár. Hann var glaðsinna manneskja, sem allir á Króknum virtu, nákvæmur og samvizkusamur og reglusamur með afbrigðum, dálítíð tímalaus og gat gleymt sér á hjali við menn og mál- leysingja – og kom ekki alltaf á til- settum tíma í kveldmatinn til konu sinnar og ömmu minnar, Valgerðar Jónasdóttur, sem komin var af Steini ríka í Stóru-Gröf. Þessi sæmdarhjón bjuggu í ást- litlu hjónabandi á annan áratug, þá skildu þau og amma flutti til Reykjavíkur árið 1922 með 12 ára dóttur sína. Þar gerðist amma Val- gerður sauma- og ræstingakona, bjó í einu vænu herbergi með aðgang að gaseldavél á nærliggjandi gangi, vann fyrir dótturinni, sendi hana í Landakotsskóla og síðar í gamla Menntaskólann og þaðan varð hún stúdent árið 1931. Í bekknum henn- ar var líkt og forðum úrval afkom- enda íslenzka aristókratísins: Hall- dór H. Jónsson, síðar arkitekt, Halldór stórkaupmaður Kjartans- son, Erlingur læknir, sonur Þor- steins skálds Erlingssonar, Geir Borg hagfræðingur, sonur Stefaníu leikkonu Guðmundsdóttur, Tóta Hafstein náfrænka Hannesar ráð- herra, ljúflingur og læknir Gunnar Cortes, Hulda Jakobsdóttir síðar bæjarstjóri og fleira yndisfólk. Þetta voru glöð og starfsöm ár og kynni bekkjarfélaganna voru alla tíð náin og innileg. Ég held hún hafi ekki síðar á ævinni bundizt vináttu- böndum nema við örfáar manneskj- ur aðrar, utan þessa ágæta mennta- skólaárgangs. Svo fór hún að vinna á kontórum og dagblöðum og fréttastofum 4ða áratugarins; kynntist ungum bónda- syni frá Útey við Laugarvatn og giftist honum árið 1934. Hann fékk ágæta stöðu hjá Sambandinu heitnu og vann þar langar tíðir og var vin- sæll og vel látinn maður, sem líka umgekkst skrítið fólk eins og Stein Steinarr og Villa frá Skáholti utan vinnutíma. En svo gekk hann í Sjálf- stæðisflokkinn rétt fyrir 1960 og þurfti eftir það að skipta um starfs- vettvang. Svona var þetta bara í þann tíð. Svo eignuðust foreldrar mínir þrjú börn á átta árum og þau voru samhent við uppeldi unganna, hann hlýr og notalegur og skilnings- ríkur – hún öguð og ákveðin en þægileg í umgengni án mikillar lík- amlegrar nálgunar. Svona var amma líka, oft hörð, stundum fá- skiptin, en stöku sinnum hlý og góð, þegar henni þótti það við eiga. Afi Ísleifur kom reglulega í heim- sóknir vor og haust. Hann virtist al- vörulaus grallari og spaugari með kveðskap á vörum og allskyns dul- arfull galdrauppátæki og tröllkon- usögur fyrir okkur krakkana. Aldrei töluðu þau amma og afi saman eftir skilnaðinn. Það vildi hún ekki – og þá var það bara svona. Þegar amma var orðin gömul og nánast alveg blind, var innréttað fyrir hana kames heima hjá okkur. Pabbi fór og náði bara í hana – hálf- nauðuga – og hún bjó hjá okkur þar til hún fór á spítalann til að deyja. Í herberginu hennar var allt önnur lykt en hjá okkur, það var ilmur úr gömlu kaffikvörninni hennar, af sméri og harðfiski og þyngslalykt úr gömlum fatnaði og undirsængum. Þarna bara var hún síðustu árin sín, við sáum hana meira, en það var ekkert meira talað saman en áður. Það ríkti heimilislegt jafnrétti hjá foreldrum okkar: hjónin sáu bæði jöfnum höndum um matseld og ann- að stell. Stundum voru vinnukonur, því húsfrúin vann oft úti. Vinnu- stúlkurnar trúðu okkur krökkunum oft fyrir ástamálum sínum og alls- kyns vandamálavafstri. Frú Elísa- bet vildi ekkert um slíkt vita. Svona liðu árin í þægilegu jafn- vægi, aldrei varð þeim hjónum sundurorða utan einu sinni, en þá allgressilega, svo var það afgreitt, stungið undir stól og ekki meira um það. Þegar pabbi dó bara rúmlega sjö- tugur fékk móðir okkar heilmikið þunglyndi um hríð og fór á spítala, en hristi það fljótlega af sér og hélt eftir það sínu gamla striki: Sinnti um heimili sitt, bróderaði og saum- aði, safnaði allskyns dóti, sem hún fyllti með skápa og skúffur, tók á móti börnum og barnabörnum og lifði eðlilegu lífi, þar til hún var orð- in of heilsuslök til að vera ein. Þá fór hún á prýðis ellistofnun. Þar hélt hún líka sínu striki, var þægileg og til fyrirmyndar eins og ævinlega. Og svo sofnaði hún útúr lífinu þessi 91 árs gamla móðir okkar mið- aldra systkina fyrir nokkrum dög- um og var kvödd í kyrrþey sl. mið- vikudag. Æskuferill hennar varð til þess, að hún var ætíð vinnusöm og öguð og réttsýn, líkt og móðir hennar var alla tíð. Hjónaband hennar var far- sælt og hlýtt, hún bjó við vissa of- verndun frá hendi bónda síns – hún kunni því bara vel – en hún var líka sjálfstæð manneskja og góð fyrir- mynd barna sinna í daglegu fari. Tilfinningar sínar lét hún ekki mikið í ljós við börnin sín, en þónokkuð við barnabörnin og heilmikið við barna- barnabörnin. Líf hennar leið við dugmikla far- sæld, bóndi hennar unni henni mjög og börn hennar virtu hana á eigin forsendum. Barnabörnunum þótti vænt um hana og dauði hennar var þjáningalaus og tímabær skapgerð hennar. Bragi Kristjónsson. Amma Elísabet, takk fyrir að vera alltaf svona fín, takk fyrir að hafa hlutina alltaf á sínum stað, takk fyrir að vera þakið á húsinu mínu þegar ég var lítil, og takk fyrir að tína með mér gula kuð- unga. Elísabet (Ella Stína). Amma mín, hún Elísabet Engil- ráð, er látin. Rétt eins og kertalogi, sem blíðlega hefur verið blásið á, slokknaði ljósið hennar, sem hefur lýst okkur, afkomendum hennar, í svo fjöldamörg ár. Og rétt eins og amma gerir hún það með sínum eig- in stíl, hún fer hvorki fyrr né seinna en hún sjálf ákveður. Kötturinn er sagður fara sínar eigin leiðir, eiga níu líf og mér býður í grun að frú Engilráð hafi fyrir löngu slegist í för með honum og saman spígspori þau nú, ekki óánægð með sjálf sig eftir frábæra frammistöðu. Í gegnum tíð- ina, eftir að heilsu ömmu minnar fór að hraka, komu oft (og mér er óhætt að segja oft) þau augnablik að við héldum að hún væri að kveðja þenn- an heim og við báðum einlæglega allar góðar vættir um að það þyrfti einfaldlega ekki að taka langan tíma. En amma reis upp að nýju, glaðhlakkaleg og sposk, henti frá sér hjólastólnum, sem hún var farin að notast við á síðustu árum, og byrjaði að ganga á ný, stolt og ánægð. En hverjum hefði þetta átt að koma á óvart? Amma var töffari og nagli fram í fingurgóma og aðvitað gæfist hún ekki svo auðveldlega upp og hreinlega gæfi spilið. Það var ekki í anda spilamennsku ömmu minnar. Ég man eftir, frá því er ég var krakki, þessum sífellda dugnaði, hröðu göngulagi hennar og hvernig small í inniskónum er hún arkaði um, hvernig henni var umhugað um að hún og sínir stæðu sig og skiluðu sínu, þessari hörku, þessari blíðu og þessum sífellda starfa sem var ömmu minni svo nauðsynlegur. Hversu gott var að koma til henn- ar eftir skóla, hlusta á tifið í stofu- klukkunni og heyra hvernig hún sló hátt og drungalega á heilum og hálf- um tíma, finna værðina leggjast yfir sig, dotta smástund í sófanum, á meðan amma sat hjá og saumaði. Vera ávallt velkomin og amma virkjaði okkur til þess að taka þátt í því sem hún var að gera á hverjum tíma. Hvort sem það var 5.000 stykkja púsluspil sem þyrfti að klára, gulrótamarmelaði að laga, jólaföndur að búa til eða annað, amma fékk okkur í bandalag með sér og allir voru með. Við tímamót sem þessi hrannast minningarnar upp, hver leiðir af annarri og allar eru þær góðar og hlýjar, sannfæra mig enn betur um að ég átti alveg einstaka ömmu. Full þakklætis og auðmýktar tek ég ofan og hneigi mig fyrir þessari sérstöku konu sem lýsti líf mitt og síðar einn- ig dóttur minnar. Ég þakka henni kærlega samfylgdina og óska henni innilega góðrar ferðar. Starfsfólki á Eiri og vistfólki þakka ég kærlega fyrir hlýju og góða umönnun. Kolbrá Höskuldsdóttir og Magdalena Sigurðardóttir. Ég er að skoða ljósmyndirnar, hræra í minningunum. Elísabet ‘löngu’ kynntist ég fyrir 19 árum þegar hún tók mér opnum örmum inní fjölskyldu sína. Hún sleppti aldrei takinu. Jafnvel þegar ég eignaðist börn inní allt aðrar fjölskyldur, þá átti hún pláss fyrir þau líka. Af ljósmyndunum horfir hún beint á mig, fínleg og mjúk, einbeitt og stolt. Á borðstofuborðinu lá alltaf nýtt púsluspil, hundruð örsmárra litríkra stykkja sem hún fékk raðað uppí hinar fegurstu myndir. Hún gaf sér alltaf tíma. Naut þess að koma reglu á óregluna. Við hópurinn hennar alltaf í ring- ulreið, en þegar hún kallaði okkur til sín mættum við á réttum tíma. Hún var höfuð fjölskyldunnar. Stjórnun hennar fólst í sterkri rétt- lætiskennd og hreinni samvisku. Velþóknun hennar var okkur hæsta einkunn. Hér sitjum við í eldhúsinu. Hún með Mána í fanginu og dagatalið með nælunum í bakgrunninn. Hver næla átti sinn afmælisdag eða brúð- kaupsdag. Það skyldi aldrei gerast að hún gleymdi hátíðisdögum þessa stóra hóps. Fimm ættliðir. Það var hægt að ræða allt við El- ísabet löngu. Hún hafði hárbeittan húmor sem byggði á visku, alltaf stutt í hláturinn. Hún var diplómat af guðs náð en aldrei hrædd að segja skoðanir sínar. Hún vissi hvað hún vildi og hvernig best væri að komast þangað. Þannig var hún. Hún er fyrirmynd fimm ættliða. Börn, barnabörn og barnabarna- börn sem hafa getað fundið dýr- mæta fjársjóði í að spegla sig í stoltri sjálfsmynd Elísabetar. Af ljósmyndunum horfir hún beint á mig, fínleg og mjúk, einbeitt og stolt. Og þarna sit ég hjá henni við eld- húsborðið stolt og þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Elísabet Ronaldsdóttir. ELÍSABET ENGILRÁÐ ÍSLEIFSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um El- ísabet Engilráð Ísleifsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.