Morgunblaðið - 25.11.2001, Síða 47

Morgunblaðið - 25.11.2001, Síða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 47 ALLIR vita að almanaksárið byrjar 1. janúar. Og margir vita að það eru fleiri „ár“ í umferð, því við tölum gjarn- an um skólaár og fjárhagsár o.s.frv., þar sem miðað er við annað upphaf og endi. Færri vita kannski að eitt í þeim flokki er kirkjuárið. En það er samt öðruvísi en öll hin að því leyti, að það er byggt upp af sunnudögum og öðrum helgidögum ársins. Það hefst með aðventunni eða jólaföstunni. Kirkjuárið skiptist í tvö misseri. Hátíðamisserið byrjar með aðvent- unni og lýkur með hvítasunnudegi. Hátíðalausa misserið byrjar viku síðar, með trinitatis eða þrenning- arhátíð. Sunnudagar þess tímabils geta flestir orðið 27; með hinum síðasta lýkur kirkjuárinu. Gamla kirkjuárið er því senn á enda runnið, því fyrsti sunnudagur í aðventu er 2. desember að þessu sinni. Fæðing markar upphaf, og það er einmitt ástæðan fyrir því, að kirkjuárið hefst um mánuði á und- an almanaksárinu. Aðdragandinn, sunnudagarnir fjórir, er þar nauð- synlegur undirbúningstími, rétt eins og fastan á að búa kristið fólk undir komu páskanna. Á einu kirkjuári er sagan öll flutt í kirkjum landsins á helgum dögum – eða í biblíulestrum, þar sem við á; farið er í gegnum líf og starf Jesú Krists á afar skipulegan hátt, þar sem hver dagur er með ákveðna texta á bak við sig til að vinna úr, í þremur samstæðum, A, B og C. Hver um sig geyma þær alla hjálpræðissöguna, þótt notast sé við ólíka texta, enda er Biblían stór bók og því af nógu að taka. En það eru ekki bara sálmar, pistlar og guðspjallstextar sem breytast þannig frá einum helgi- degi til annars, því eins er þessu farið með guðsþjónustulitina. Þar er að vísu ekki um jafn öra skipt- ingu að ræða, en getur þó komið fyrir á ákveðnum tímabilum. Í dag er liturinn t.d. grænn, og hefur verið svo alla þrenningarhátíðina; á næsta sunnudag verður hann hvítur, en breytist síðan og verður fjólublár næstu þrjá aðventus- unnudagana. Guðsþjónustulitina er að finna á messuklæðum og alt- arisklæðum, og jafnvel á messu- skrám. Litareglan hefur verið í mótun í kirkjunni í um þúsund ár, og tekið margvíslegum breytingum í ald- anna rás. Ýmsir litir voru fyrrum í gangi, því lengi framan af voru engar reglur til að þessu lútandi, nema þá á ákveðnum svæðum, og þær reyndar nokkuð mismunandi frá einu til annars. Á 16. öld setti Píus V., sem var páfi í Róm á ár- unum 1566–1572, fastar reglur um þetta og gilda þær enn um alla hina rómversk-kaþólsku kirkju, nema sums staðar í Afríku og Asíu. En þess ber að geta, að ekki notast öll kirkju- og trúfélög heimsins við slíkt táknkerfi lita. Þær kirkjur mótmælenda, sem nota litakerfið, fylgja nú að mestu sömu reglum og Píus V. kom á. Á Íslandi beittu menn kirkjulit- unum frjálslega á öldum áður, og var alveg sama um páfann í Róm. Þannig eru til heimildir (og klæð- isbútar) er sýna að bönnuðu litirnir voru notaðir hér, eins og t.a.m. gult, sem einungis páfinn mátti nota, blátt, sem var Maríuliturinn, og jarðbrúnt, sem var algjörlega bann- að. Íslenska kirkjan týndi svo alveg Litir kirkjuársins Gamla kirkjuárinu er að ljúka og nýtt hefst með 1. sunnudegi í aðventu, 2. desember næstkom- andi. Af því tilefni rifjar Sigurður Ægisson upp hið þögla táknmál guðsþjónustulitanna. saeson@islandia.is litum kirkjuársins þegar kom fram á 17. öld, og tók bara upp rauða lit- inn, samkvæmt dönskum reglum. Það var ekki fyrr en um 1960 að skrúðaeign kirknanna óx, og þá fór litareglan að skipta máli að nýju. Með handbók presta 1981 er gamla kaþólska reglan svo tekin upp aftur. Í þjóðkirkjunni er notast við eft- irfarandi liti: hvítt eða gyllt, rautt, grænt og fjólublátt eða svart. Þá hefur aðeins borið á því, að blátt hafi sést á aðventunni hér, t.d. á messuskrám, og eru það líklega er- lend áhrif, enda er sá litur notaður þar víða á umræddu tímabili. Einnig er gult farið að sjást dálítið á páskatímanum. Annars er um litina að segja, að hvítt – litur gleðinnar, réttlætisins, sakleysisins og hreinleikans – er við lýði 1. sunnudag í aðventu, á jólum (frá aðfangadegi til og með þrettándanum, ekki þó á 2. í jól- um), á boðunardegi Maríu, á skír- dag, á páskadögunum báðum og sunnudögum eftir páska, á upps- tigningardag, á siðbótardaginn og lokasunnudag þrenningarhátíðar. Einnig er gylltur litur notaður á Kristshátíðunum; hann er tákn ei- lífðarinnar. Rautt – litur blóðsins og eldsins og kærleikans og andans – er við- hafður á minningardögum postula og trúarhetja, sem hafa dáið vegna fylgni sinnar við Krist. Á 2. jóladag er t.d. minnst Stefáns, fyrsta písl- arvotts kristninnar. Og bænadag- ur að vetri, hvítasunnan, sem og þrenningarhátíð (1. sunnudagur eftir hvítasunnu) og kristniboðs- dagurinn (2. sunnudagur í nóv- ember) bera einnig rauðan lit. Grænt er litur vaxtar og þroska og vonar, og er á langflestum sunnudögum kirkjuársins. T.d. er hann á öllum sunnudögum eftir þrettánda og að föstutímabilinu, og á öllum sunnudögum eftir þrenn- ingarhátíð – nema inn í komi dagar með sérefni og tilheyrandi lit, eins og sumardagurinn fyrsti (hvítur), sjómannadagurinn (hvítur eða rauður), þjóðhátíðardagurinn (hvít- ur eða rauður), siðbótardagurinn (hvítur eða rauður) og allra heilagra messa (hvítur eða rauður) – auk nokkurra sunnudaga annarra. Fjólublátt er, eins og áður sagði, litur þriggja sunnudaga aðvent- unnar, og einnig er hann notaður á föstunni (nema skírdag). Á seinni árum er jafnframt farið að nota hann í auknum mæli við útfarar- og sálumessur og á föstudaginn langa; eldri hefð er þó að nota svart í áðurnefndum tilvikum. Fjólublátt er því litur íhugunar, iðrunar og hryggðar; svart litur dauða og sorgar. Litir kirkjuársins eru tjáning án orða, hljóð áminning til okkar og vitnisburður um söguna mestu og bestu, inngrip Guðs sjálfs í mann- heima. LANDSSAMBAND slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna efnir nú eins og áður til eldvarnaviku við upphaf jólamánaðarins sem að þessu sinni er vikan 26. nóvember til 2. desem- ber. Slökkviliðsmenn heimsækja nær alla grunnskóla landsins hver á sínu starfssvæði og er lagt fyrir nemend- ur sérstakt verkefni ásamt eldvarna- getraun og rætt um eldvarnir og neyðarútganga úr skólastofu æfð. Í landinu eru u.þ.b. 190 grunnskólar, þar af 62 á Reykjavíkursvæðinu, með samtals tæplega 5 þúsund grunnskólabörnum í þriðju bekkjar deildum, þ.e. 8 ára börn. Í ár eykur Brunamálastofnun verulega þátt sinn í vekefninu vegna aukinnar áherslu á fræðslu til almennings. Jafnhliða heimsóknum í skólana er afhent sérstakt verkefni með eld- varnagetraun í tilefni af eldvarnavik- unni. Eftir að hafa skilað bekkjar- kennara verkefninu fá börnin afhent endurskinsmerki brunavarnaátaks- ins með mynd af eldvarnafræðaran- um „Trausta“. Dregið verður úr innsendum lausnum í janúar og verðlaun veitt. Verðlaunaafhending fer fram í slökkviliðsstöðum víðs vegar um landið. Forvarnablaðið Slökkviliðsmaður- inn er nú sérstaklega helgað bruna- varnaátaki LSS og er gefið út í 64.000 eintökum og verður dreift við upphaf eldvarnaviku til landsmanna með Morgunblaðinu. Blaðið hefur að geyma margvíslegan fróðleik og heilræði sem gagnast öllum almenn- ingi ekki síst um jól og áramót til að fækka eldsvoðum og fyrirbyggja slysin, segir í fréttatilkynningu. Bruna- varnaátak að hefjast FYRSTAFLUGSFÉLAGIÐ, áhuga- mannafélag um flugmál, efnir til jólaskemmtunar um borð í Boeing 747 breiðþotu Flugfélagsins Atl- anta hf . Flugferðin, sem farin verð- ur sunnudaginn 2. desember nk., mun taka 60-80 mínútur og verður flogið yfir landinu með tilliti til hagstæðustu veðurskilyrða en markmiðið er að komast rétt norð- ur fyrir heimskautsbaug,“ segir í fréttatilkynningu. Morgunblaðið/RAX Jólasveinninn verður með í för í háloftajólaskemmtuninni. Jólaskemmt- un í þotu yfir Íslandi VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð heldur félagsfund þriðju- daginn 27. nóvember kl. 20.30 í Þing- hóli, Hamraborg 11, 3. hæð. Sævar Tjörvason fjallar um þátt- tökulýðræði. Steingrímur Sigfússon ávarpar fundinn og svarar fyrir- spurnum. Kynntur verður undirbún- ingur að bæjarstjórnarkosningum. Á eftir verða almennar umræður. Fundurinn er opinn bæði fé- lagsmönnum, stuðningsmönnum og öðrum sem hafa áhuga á að kynna sér starf og stefnu VG í Kópavogi, segir í fréttatilkynningu. Fundur VG í Kópavogi Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík Skúli Hannesson 475 6669 894 2669 Búðardalur Víðir Kári Kristjánsson 434 1148 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Unnur Ingólfsdóttir 467 3149 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343 Hólmavík Jón Ragnar Gunnarsson 451 3333 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Stella Steingrímsdóttir 892 3392 894 8469 Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ólafía Þóra Bragadóttir 478 1786 896 1786 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 862 3281 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8372 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Reynir Arnar Ingólfsson 486 8913 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Mos./ Teigahv. Jóna M. Guðmundsdóttir 566 6400 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 866 7958 466 2575 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Agnieszka Szczodrowska 465 1399 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/868 0920/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey Jónsdóttir 452 2879 868 2815 Stokkseyri Halldór Ásgeirsson 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Gunnhildur Eik Svavarsdóttir 456 4936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 869 7627 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281 Þingeyri Sigríður Þórdís Ástvaldsdóttir 456 8233 456 8433 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni ÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.