Morgunblaðið - 25.11.2001, Síða 58
FÓLK Í FRÉTTUM
58 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SÍMI 564 0000 - www.smarabio.isSÍMI 564 0000 - www.smarabio.is5 hágæða bíósalir
Sýnd kl. 2 og 4. Mán kl. 4. Með íslensku tali.
Miðasala opnar kl. 13
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10. Mán kl. 4, 6, 8 og 10.10. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Mán kl. 4, 6, 8, 10.
Empire
SV Mbl Rás 2
MOULIN
ROUGE!
Hausverkur
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
DV
Kvikmyndir.com
1/2
Ungfrú
Skandinavía
Íris Björk
Ljóskur
landsins
sameinist!
Glæsileg leysigeislasýning
á undan myndinni.
Bardagasnillingurinn Jet Li fer hér á kostum í
frábærri hasarmynd sem
inniheldur stórkostlegar tæknibrellur og
mögnuðustu bardagaatriði sem sést hafa.
FRUMSÝNINGFRUMSÝNING
Eltingarleikurinn við
hættulegasta glæpamann
alheimsins er hafinn.
Reese Witherspoon
fer á kostum sem
ljóska sem sannar
hvað í ljóskum býr
Lúði lúðanna með sítt að aftan, í snjóþvegnum gallabuxum
og finnst hann svalasti töffarinn...því miður er enginn
sammála honum! Endalaust fyndin mynd frá framleiðendum
Big Daddy og Wedding Singer og snillingurinn David Spade
(Just Shoot Me) er súper-lúðinn! Sýnd kl. 1.30, 3.40, 5.50, 8 og 10.10
Mán kl.3.40, 5.50, 8 og 10.10 .EKKI ER langt síðan breskapoppbylgjan, Britpop, varallsráðandi og þar fórufremstar í flokki hljóm-
sveitirnar Pulp og Blur. Báðar eru
þær enn starfandi en vinsældirnar
hafa dvínað til muna. Pulp er þó
til alls líkleg, eins og heyra má á
nýrri skífu sveitarinnar, We Love
Life, þar sem hún er meðal annars
með hinn goðsagnakennda Scott
Walker sér til halds og trausts.
Pulp náði hápunkti frægðar
sinnar með breiðskífunni A Diff-
erent Class, sem var létt og gríp-
andi poppplata með eitruðum text-
um. Sú kom út fyrir sex árum og
síðan hefur sveitinni orðið lítið
ágengt og var ekki hugað líf um
tíma.
Höfuðpaur Pulp, Jarvis Cocker,
hefur staðið vaktina frá því hann
setti saman pönksveit í Sheffield
1978, er piltur var á sautjánda
árinu. Hljómsveitin hét þá Arabi-
cus Pulp, að sögn Cockers vegna
þess að félagar hans vildu ekki að
hún héti bara Pulp, en hann hafði
sitt fram síðar.
Ekki gekk Pulp-félögum vel að
komast áfram og á endanum var
Cocker orðinn einn í sveitinni.
Hann var þó ekki af baki dottinn,
endurstofnaði hljómsveitina með
nýjum mannskap 1983 og tók þá
upp fyrstu breiðskífuna. Hún þyk-
ir ekki beysin og ekki varð Pulp II
langlífari en fyrirrennarinn. Coc-
ker lagði því tónlistina á hilluna
um tíma og fór í háskóla. Í Há-
skólanum í Sheffield kynntist hann
tónlistarmanninum Russell Senior
og hrinti með honum úr vör þriðju
gerð Pulp.
Önnur breiðskífa Pulp, Freaks,
kom svo út, og enn féllu hug-
myndir Cockers í grýtta jörð, en
margur varð til að hafa orð á því
hve sterk áhrif Scotts Walkers
hefðu verið á tónlist sveitarinnar.
Cocker ákvað að fullreynt væri
með sveitunga sína í Sheffield og
hélt því til Lundúna sem varð til
að sveitin breytti enn um stefnu,
því þar komst Cocker í tæri við
danstónlist sem var í algleymingi á
þeim tíma. Það mátti og heyra á
plötunni Separations, sem kom út
1992.
Frægð og frami
Hún varð til að vekja áhuga á
sveitinni og His’n’Hers sem kom
út 1993 var vel tekið. Í kjölfarið
hóf sveitin að setja saman lög fyr-
ir fimmtu plötu sína og eitt fyrsta
lagið sem varð til var „Common
People“, sem Cocker vildi þegar
gefa út sem smáskífu þótt varla
væri byrjað að taka upp breiðskíf-
una. Útgáfan streittist á móti en
lét síðan undan og „Common
People“ varð gríðarlega vinsælt
um heim allan. Þegar platan Diff-
erent Class kom loks út seldist
hún metsölu eins og getið er.
Það tók sveitina þrjú ár að gera
næstu plötu og kom flestum á
óvart hversu frábrugðin hún var
metsöluskífunni; í stað þess að
þræða sömu sölubraut sendi Pulp
frá sér drungalega og þunglama-
lega plötu, This Is Hardcore, sem
seldist lítið.
Þegar loks kom að því að taka
upp nýja plötu fyrir tveimur árum
var hljómsveitin ekki með lögin
sem hún ætlaði að taka upp á
hreinu og var um tíma að hugsa
um að henda öllu saman og byrja
upp á nýtt. Það var ekki síst
vegna samstarfsörðugleika við
upptökustjórann Chris Thomas
sem stýrði meðal annars upp-
tökum á metskífunni Different
Class. Þar kastaðist í kekki því að
Pulp vildi taka upp hráa og af-
slappaða plötu, en ekki eyða orku í
symbal sem kom inn 20 míkrósek-
úndum of seint, eins og Jarvis
Cocker orðaði það í viðtali í sum-
ar. Eftir níu mánaða upptökur var
því ákveðið að fá inn nýjan upp-
tökustjóra og Scott Walker varð
fyrir valinu, enda segist Jarvis
Cocker hafa dáð hann lengi.
Með Walker við takkana gekk
allt að óskum og platan var að
mestu tilbúin í febrúar síðast-
liðnum, en látin ryðja sig áður en
hún var sett á markað. Nýja plat-
an kom svo út fyrir stuttu og heit-
ir We Love Life. Eftir því er tekið
að á skífunni eru þeir Pulp-liðar
léttari á bárunni en á This Is
Hardcore, en þó ekki eins glað-
sinna og á Different Class.
Sonur olíumilljónungs
Scott Walker heitir reyndar
Scott Engel, eða það var hann í
það minnsta skírður skömmu eftir
fæðingu 1943. Hann var einka-
barn, sonur olíumilljónungs, en
ólst upp í Hollywood hjá móður
sinni eftir skilnað foreldranna.
Hann stundaði listalíf af kappi, tók
þátt í leiksýningum og lagði stund
á hljóðfæraslátt. Engel hreifst af
bresku bylgjunni eins og fleiri og
stofnaði hljómsveit í þeim stíl með
þeim Gary Leeds og John Maus.
Til að gera sveitina meira spenn-
andi kölluðu þeir sig Walker-
bræður, Walker Brothers, og tóku
allir eftirnafnið Walker, sem En-
gel hefur haldið upp frá því.
Þeir sáu í hendi sér að mesta
fjörið væri í Bretlandi og héldu
þangað, enda hafði fyrsta smáskífa
þeirra fengið heldur harkalega út-
reið í bandarísku pressunni. Í
Bretlandi var þeim betur tekið,
þeir komu lögum á vinsældalista
og seldu vel af plötum. Frægðin
tók þó á taugarnar og Scott Walk-
er leiddist út í drykkju til að halda
sönsum. Það reyndist aftur á móti
ekki vel og um tíma íhugaði hann
alvarlega að svipta sig lífi. Heilla-
vænlegra var að slíta samstarfinu í
sveitinni og það gerði Scott Walk-
er og hóf í framhaldinu sólóferil.
Skífa með lögum Brels
Fyrsta breiðskífan sem hann
sendi frá sér vakti talsverða at-
hygli, því í stað íburðarmikillar
popptónlistar voru á plötunni út-
gáfur Walkers á lögum Jacques
Brels. Plötunni, Scott, var vel tek-
ið og ekki síður næstu plötum,
Scott 2 og Scott 3, en Scott 2
komst meðal annars í efsta sæti
breska breiðskífulistans.
Ekki fann Scott Walker fróun í
vinsældunum, bætti við sig í
drykkjunni og einangraði sig sem
mest hann mátti frá frægðinni.
Smekkur manna var líka að breyt-
ast og þegar fjórða skífan kom út,
Scott 4, var ekki hljómgrunnur
fyrir henni þótt hún þyki langbest
af plötunum fjórum.
Walker hélt áfram að starfa að
tónlist þótt ekki hafi hann notið
vinsælda, en enn minni vinsælda
nutu fyrrverandi félagar hans úr
Walker Brothers. Þeir fóru þess á
leit við hann að sveitin yrði end-
urreist og 1975 kom út ný Walker
Brothers-skífa sem fékk prýði-
legar viðtökur. Það dugði þó ekki
til þrátt fyrir tvær breiðskífur til
og á endanum var Scott Walker
aftur orðinn einn. Það virðist ein-
mitt hafa verið það sem hann vildi,
því hann sinnti ekki óskum Brians
Enos og Davids Bowies um sam-
starf, en báðir höfðu þeir að sögn
hrifist af vinnu Scotts Walkers við
síðustu plötu Walker-bræðra, Nite
Flights, sem kom út 1978. Walker
vildi aftur á móti fá að vera í friði
og næstu árin hélt hann sig til
hlés að mestu. 1983 kom út platan
Climate of Hunter sem var skref
frá poppinu sem einkennt hafði
starf hans fram að þessu, meira
lagt upp úr áferð og hljómum en
laglínum og viðlögum. Hann tók
einnig að syngja óháð því sem var
á seyði í laginu, beita röddinni
eins og hljóðfæri, og textarnir
voru ofurraunsæir eða hversdags-
legir á víxl.
Brautryðjandastarf
og almenn snilli
Getur nærri að Climate of
Hunter var dauflega tekið af
plötukaupendum og þeir sem fjöll-
uðu um plötuna á sínum tíma átt-
uðu sig engan veginn á henni, en
þess má geta að dómar sem birst
hafa um plötuna síðar hafa yf-
irleitt verið mjög jákvæðir og
margir framsæknir listamenn orð-
ið til þess að lofa Scott Walker
fyrir brautryðjandastarf og al-
menna snilli.
Tólf ár tók Scott Walker að
setja saman nýja plötu og sú hefur
verið kölluð erfiðasta hljómplata
áheyrnar sem komið hefur út í
Bretlandi. Á henni má segja að
Walker segi algerlega skilið við
laglínur, söngur hans er iðulega á
mörkum þess að vera söngur og
tónlist á mörkum þess að vera tón-
list. Þrátt fyrir það er platan mik-
ið meistaraverk, torleiði á tindinn
en útsýnið frábært þegar upp er
komið.
Í ljósi ofangreinds þóttu meiri-
háttar tíðindi þegar Scott Walker
tók að sér að stýra upptökum á
We Love Life, enda hafði hann
aldrei gert annað eins áður,
þ.e.a.s. stýrt upptökum hjá annarri
hljómsveit eða öðrum listamönn-
um. Á We Love Life má þó heyra
að hann kann vel til verka og er
þetta vonandi vísir þess að hann
láti ekki tólf ár líða í næstu skífu.
Tónlist á sunnudegi
Árni Matthíasson
Scott Walker
og Pulp
Þótt breska poppbylgjan sé hnigin eru
öðlingssveitir þess tíma margar enn að.
Árni Matthíasson segir frá nýrri skífu Pulp
sem hinn dularfulli Scott Walker vélaði um.
Hljómsveitin Pulp. Nýja platan We
Love Life, er tekin upp af Scott
Walker og mun það vera í fyrsta
sinn sem hann stjórnar upptökum
fyrir einhvern annan en sjálfan sig.