Morgunblaðið - 25.11.2001, Page 60
60 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 8 og 10.10. Vit 269
Sýnd kl. 2 og 4.
Mán kl. 4. Ísl. tal. Vit 271
HÖJ Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i.14. Vit 291
RadioX
Ég spái The Others fjölda
Óskarsverðlaunatilnefning;
fyrir leik í aðal- og auka-
kvenhlutverkum, kvik-
myndatöku, leikstjórn,
handrit, svo nokkuð sé
nefnt.
SV Mbl
Sýnd kl. 2, 3.50 og 6.
Mán kl. 3.50 og 6.Íslenskt tal. Vit nr. 292
Sýnd í Lúxus VIP kl. 1.50, 3.50, 5.55, 8 og 10.10.
Mán kl. 3.50, 5.55, 8 og 10.10.Vit 309
Sýnd kl. 3.45 og 5.50. Vit 289.
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16. Vit nr. 296
Það eina sem er hættulegra en að fara yfir strikið er lög-
reglan sem mun gera það
Hingað til hefur Denzel Wasington leikið hetjur og góða
gæja, en nú breytir hann hressilega til og leikur löggu
með vafasamt siðferði. Telja margir að hann eigi eftir að
sópa til sín verðlaunum með leik sínum hér
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10. Mán kl. 4, 6, 8 og 10.10.Vit nr. 297
Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. B.i. 16 ára. Vit nr.310
Saturday Night Live
stjarnan Chris
Kattan bregður sér
í dulargervi sem FBI
fulltrúinn „Pissant“
til að ná í sönnunar-
gögn sem geta komið
föður hans í tukthúsið.
Hreint óborganlega
fyndin mynd sem þú
mátt ekki missa af!
HVER ER
CORKY
ROMANO?
Geðveik
grínmynd!
ÞÞ strik.is
SÁND
Kvikmyndir.is
Mögnuð og eftirminnileg hrollvekja sem sló hryllilega vel í
gegn í Bandaríkjunum. Hér er komin hrollvekja ársins.
Sýnd kl. 2 og 4.
Ísl. tal. Mán kl. 4.
Vit 245
FRUMSÝNING
Glæpir hafa
aldrei verið
svona
æsandi!
Kvikmyndir.is
DV Strik.is
Sýnd. kl. 2.
Ísl. tal. Vit 265.
HÁSKÓLABÍÓ
Hagatorgi www.haskolabio.is sími 530 1919
Stærsti salur landsins með 220 fm tjaldi.
Sýnd kl. 3, 5.45, 8 og 10.15. Mán kl. 2, 5.45 og 8.
Sýnd kl. 5.15 og 8. Mán kl. 8 og 10.45. B. i. 16.Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 16.
Málverkasýning á verkum Sveins Björnssonar fyrir bíógesti í innri forsal
Dramatískt listaverk!
ÓTH Rás 2
Metnaðarfull, einlæg,
vönduð! HJ-Morgunblaðið
..fær menn til að hlæja upphátt og sendir
hroll niður bakið á manni.
SG DV
..heldur manni í góðu skapi frá fyrsta
ramma til þess síðasta!
EKH Fréttablaðið
Þvílíkt náttúrutalent!
SG - DV
Ugla Egilsdóttir er hreint
út sagt frábær!
HJ Morgunblaðið
Bræðralag úlfsins
123 fórnarlömb.
Tveir menn.
Aðeins eitt svar.
l
i
i i
Hörkuspennandi hasar sem hlaðin er af hreint ótrúlegum mögnuðum
áhættuatriðum. Frá leikstjóra Crying Freeman. Með Vincent Cassel
(Crimson Rivers, Joan of Arc), Mark Dacascos (Crying Freeman)
og ítölsku gyðjunni, Monica Belucci (Under Suspicion, Malena).
N I C O L E K I D M A N
Sýnd kl. 10.45. Mán kl. 5.45 og 10.15. B.i.14.
Edduverðlaun6
ÞÞ Strik.is
ÓHT Rás 2
HL Mbl
SG DV
Kvikmynd eftir Ágúst Guðmundsson
Sýnd kl. 6, 8 og 10. Mán kl. 8 og 10.
SV Mbl
Kvikmyndir.is
Kvikmyndir.com
MÁLARINN
og sálmurinn hans um litinn.
Kvikmynd eftir Erlend Sveinsson
Ó.H.T Rás2
SV Mbl
Kvikmyndir.com
Mögnuð og eftirminnileg hrollvekja sem sló hryllilega vel í
gegn í Bandaríkjunum. Hér er komin hrollvekja ársins.
FRUMSÝNING - ÓGNVALDURINN
HJ. MBL ÓHT. RÚV
Sýnd kl. 3. Mán kl. 5.45.
Sýnd sunnudag Kl. 4.
Ó.T.H Rúv
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Mán kl. 6, 8 og 10.
Heftig og
begeistret
SV Mbl
Sýnd sunnudag Kl. 4.
LJÓÐ OG tónlist eiga vel saman,
hvort sem menn eru að ljóða yfir
svellandi bíbop, sveitatónlist eða
myljandi rokk. Sú staðreynd er ekk-
ert leyndarmál ljóðskáldum sem
mörg eru einnig rokkskáld nú á tím-
um þegar ein besta leiðin til að koma
kveðskap á fram-
færi er að klæða
hann í rokkfötin eða
bara gallabuxur og
köflótta skyrtu
sveitamannsins
eins og er á diskn-
um From Iceland to Kentucky and
Beyond, en hann hefur meðal annars
það sér til ágætis að leiða saman ís-
lensk ljóð og erlend. Þeir Michael
Pollock og Ron Whitehead áttu hug-
myndina að útgáfunni og hún komst á
koppinn þegar Michael og Bragi
Ólafsson fóru til Kentucky í mars sl.
og tóku upp megnið af disknum með
Whitehead og fleiri tónlistarmönnum
og skáldum.
Tónlist er samtvinnuð ljóðunum og
flutningur oft spunakenndur, eins og
tónlistin sé að verða til um leið og ljóð-
in. Það gefur einkar skemmtilega lif-
andi stemmningu, ekki síst þegar vel
tekst til að flétta saman ljóð og texta
eins og í flutningi Rons Whiteheads á
Kentucky Blues, þar sem nútímaleg-
ur flutningur er skemmtilega tengdur
fortíðinni með upphafs- og endastefi.
Gaman er líka að heyra samlestur/
leik Braga Ólafssonar og Danny
O’Bryan, þar sem því er líkast að
O’Bryan sé að hlusta á ljóðið samfara
því sem hann spilar og lækkar í sér
eða stoppar til að hlusta á ljóðin.
O’Bryan leikur einnig undir hjá W.
Loran Smith, en flutningur þess síð-
arnefnda er svo kraftmikill að menn
taka varla eftir saxófóninum, það eru
færri eyður fyrir blásturinn.
Snake Bite Michaels Pollock er
skemmtilegt ljóð um hetjudýrkun
æskunnar þar sem faðirinn heillar
drenginn með ævintýralegum sögum
með lærdómsundirtón og fellur vel
saman undirleikur Susie Wood. Hún
flytur einnig lag sjálf á skífunni, upp-
hafslagið The L & L Don’t Run Here
Anymore eftir Jean Ritchie sem hún
snýr úr Apalachian-söng í seinni tíma
mótmælamærð.
Ron Whitehead á tvö ljóð á diskn-
um, áðurnefnt Kentucky Blues og
Apocalypse Rag, sem er heldur síðra
upphrópanaljóð, en tónlistin við það
er skemmtilega rómantísk og eigin-
lega þvert á inntak textans.
Mickey Hess segir frá því er Clint
frændi giftir sig, sem endar heldur
illa fyrir Clint. Hess flytur ljóðið
skemmtilega og tónlistin er lifandi, en
sagan sjálf / ljóðið er frekar tilgerð-
arleg. Dream a Little Dream of Me
kemur eins og skrattinn úr sauðar-
leggnum, enda flytur Jim James lagið
eins og það er, þrungið rómantík og
tilfinningasemi og syngur það einkar
skemmtilega. Family Man er mjög
áhrifamikið ljóð í sterkum flutningi
W. Loran Smith.
Næstsíðasta lag plötunnar stingur
nokkuð í stúf við það sem á undan er
komið og spillir í raun heildarmynd-
inni, spunastemmningunni og
heillandi einfaldleikanum, með hljóð-
versíburði. Það er einnig ljóður á að
ekki sé getið um flytjanda ellefta
ljóðsins sem er mjög skemmtileg
hringrás, en samkvæmt leynilegum
upplýsingum er þar á ferð saxófón-
leikarinn Danny O’Bryan.
Tónlist
Ljóð milli landa
Ýmsir listamenn
From Iceland to
Kentucky and Beyond
ÓMI
Ljóðatónlistardiskur með þeim Michael
Dean Óðni Pollock, Ron Whitehead,
Braga Ólafssyni, Susie Wood, Danny O.
Bryan, Jim James, Mickey Hess og fleir-
um. Tekinn upp í Kentucky og á Íslandi.
Ómi gefur út.
Árni Matthíasson
VÉDÍS Hervör er ekki nema
nítján ára gömul en á þegar nokkur
ár að baki í söngbransanum, búin að
taka þátt í söngleikjauppfærslum
hjá Verzlunarskólanum og syngja
m.a. með Bang Gang. Höfuðpaur
þeirrar sveitar, Barði Jóhannsson,
er Védísi innan
handar við gerð
þessarar plötu,
stýrir upptökum og
semur með henni
nokkur lög og skil-
ar sínu afar fag-
mannlega.
Tónlistina hér mætti í einfölduðu
máli kalla poppað R&B en einnig
bregður fyrir hressum diskótöktum.
Einhverra hluta vegna stillir mað-
ur þessu verki Védísar ósjálfrátt upp
við hlið Svölu og plötu hennar, The
Real Me. Um afar ólíkar plötur er þó
að ræða; hér er ekki verið að gera
táningapopp og heildarmyndin er
ekki ýkjukennd eins og þar. In The
Caste er til muna heilsteyptara verk
þó hér vanti þessi ofurgrípandi lög
sem eru nokkur á annars ójafnri
plötu Svölu.
Védís semur allflest lögin sjálf,
auk þess að leika á píanó. Í popp-
heimi samtímans, og þá meina ég
popp, virðast hlutirnir oftar en ekki
snúast fyrst og fremst um fönguleik
stúlkna frekar en hæfileikaríka tón-
listarmenn. Platan ber með sér
ferska og skemmtilega nýbreytni að
þessu leyti. Að vísu eru lagasmíðar
Védísar sosum engar meistarasmíð-
ar, sumum þeirra hættir til að vera
nokkuð flatar og mörg laganna eru
nokkuð keimlík og áhrifalítil. En að
þessi plata komi úr brunni sem þessi
unga stúlka hefur grafið sjálf ljær
listinni óneitanlega meiri trúverðug-
leika en ella og það skilar sér í heild-
arupplifuninni. Þetta gerir líka að
verkum að það er góð og heildstæð
áferð yfir plötunni og um hana leikur
kaldur og svalur andvari. Platan er í
raun nokkuð vélræn og kuldaleg en
alls ekki á neikvæðan máta. Það
mætti líkja þessu við fönkaðan Gior-
gio Moroder (bjó til byltingarkennt
„ómennskt“ tölvupopp við enda átt-
unda áratugarins og vann m.a. með
Donnu Summer). Í lakari lögunum
hér gera þessir eiginleikar þó að
verkum að þau virðast hálf lífvana.
Í söngnum á Védís það til að halda
nokkuð aftur af sér. Mörg laganna
hefðu grætt á því ef hún hefði gefið
ögn betur í. Þegar hún leyfir rödd-
inni að detta niður í netta hæsi (eins
og t.d. í hinu mjög svo góða „Won’t
See Me Around“) gefur það lögunum
Védísar-legt sérkenni sem er kostur.
Röddin hennar er tær og góð og
þessi nálgun hennar við sönginn; að
halda aftur af dívu-rembingum, er
vel skiljanleg og pælingin er góð.
Það þyrfti þó að hugsa hana aðeins
betur út, t.a.m. hvenær það hentar
og hvenær ekki.
Til að taka einstök lög út má nefna
ábreiðu yfir smell Cars, „Drive“,
sem er flott. Mér hefur alltaf þótt
lagið hundleiðinlegt en furðulegur,
sveimkenndur blær Védísar nær að
blása nýju og áhugaverðu lífi í það.
Diskókenndu lögin eins og „Lady“
og „Hands off“ eru og svöl. Hér er í
raun ekki að finna léleg lög en heldur
ekki „popplög dauðans“, þessi sem
límast við heilann á þér og þú ert
hummandi í tíma og ótíma, þrátt fyr-
ir að þú hafir engan áhuga á því.
Í síðasta laginu sleppir Védís svo
af sér öllum beislum og leyfir tilfinn-
ingunum að flæða óheftum. Hiklaust
besta lag plötunnar, melódískt, fal-
legt og þægilega stingandi. Vert líka
að geta umslagshönnunar sem er
sérlega glæsileg.
Allt í allt er þetta hin boðlegasta
frumraun og vaxtarverkirnir hérna
eru ekki nema sjálfsagðir fylgihlutir
er listamenn byrja að þreifa fyrir
sér. Hjarta Védísar er í þessu verk-
efni, á því leikur ekki vafi, og það er
líkast til það mikilvægasta hérna.
Maður finnur fyrir því þegar maður
hlustar og það bætir upp flest það
sem á kann að vanta, tónlistarlega.
Það er því óhætt að gefa þessum
efnilega listamanni auga og eyru í
framtíðinni og forvitnilegt verður að
fylgjast með næstu skrefum.
Tónlist
Védís
In The Caste
SPOR/SKÍFAN
In The Caste, frumburður Védísar Her-
varar Árnadóttur. Védís syngur aðal- og
bakraddir ásamt því að leika á píanó og
Rhodes. Með Védísi spila Barði Jóhanns-
son (hljómborð, gítar og forritun), Hjör-
leifur Jónsson (slagverk), Hafþór Guð-
mundsson (gítar), DJ Rampage (plötu-
klór), Valgeir Sigurðsson (forritun),
Samúel J. Samúelsson (básúna), Kjartan
Hákonarson (trompet), Eyjólfur Þorleifs-
son (tenór-saxafónn), Jóhann Jóhanns-
son (forritun), Guðrún Theodóra Sigurð-
ardóttir (selló) og Kjartan Valdemarsson
(píanó).
Lög og textar eru eftir Védísi utan fjögur
lög sem Barði Jóhannsson semur með
henni. Einnig er að finna hér lagið „Drive“
en það er samið af Ric Ocasek. Upp-
tökustjórn og útsetningar voru í höndum
Barða Jóhannssonar fyrir utan lagið „Fin-
ished Melody“ en þar stjórnaði Védís
upptökum og útsetti ásamt Kjartani
Valdemarssyni. 36.47 mínútur.
Arnar Eggert Thoroddsen
In The Caste er frumburður hinnar
nítján ára gömlu Védísar.
Lævíst og lipurt