Morgunblaðið - 25.11.2001, Page 64

Morgunblaðið - 25.11.2001, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. NÚ STENDUR yfir bygging fjöl- nota íþróttahúss í Kópavogi og er áætlað að það verði tekið í notkun í mars nk., að sögn Bjarna G. Þór- mundssonar, umsjónarmanns íþróttavalla hjá Breiðabliki. Íþróttahúsið er byggt með því að byggja yfir grasvöll Breiðabliks. Framkvæmdir hófust í júlí sl. en kostnaður er áætlaður á bilinu þrjú til fjögur hundruð milljónir króna. Þarna verður knattspyrnuvöllur í fullri stærð en þar verður einnig um 400 metra hlaupabraut, hlaupa- braut með gerviefni og aðstaða fyr- ir langstökk og stangarstökk. Hús- ið mun rúma um 1.000 áhorfendur í sæti. Morgunblaðið/Golli Fjölnota íþróttahús byggt í Kópavogi ÁKI Ármann Jónsson veiðistjóri segir að refastofninn sé nú í hámarki um allt land en hann var síðast í lág- marki á árunum 1980 til 1983. „Stofninn hefur verið á uppleið síð- an,“ segir Áki og bætir því við að- spurður að „náttúruleg stofnsveifla“ valdi því. Refastofninn náði síðast hámarki hér á landi á árunum 1957 til 1958. Sömu sögu er að segja af minka- stofninum, segir Áki, því hann er einnig í hámarki um þessar mundir. „Minkastofninn hefur verið á öruggri uppleið hér á landi allt frá því hann kom fyrst hingað til lands,“ segir Áki, en minkurinn var fyrst fluttur til landsins í byrjun fjórða áratugarins. „Hann var kominn hringinn í kringum landið á árunum 1974 til 1975 og hefur síðan þá verið að gjörnýta sér þau búsvæði sem hann hefur verið að finna.“ Aliminkur sleppur Aðspurður segir Áki að reikna megi með að um eitt til tvö hundruð aliminkar sleppi út úr minkabúum hér á landi á ári hverju en á Íslandi eru starfrækt vel á fimmta tug loð- dýrabúa. Áki vitnar m.a. í rannsókn veiðistjóraembættisins í Skagafirði á síðasta ári en af þeim 29 minkum sem veiddir voru, voru fimm til sex aliminkar. Svipaðar rannsóknir hafa ekki verið gerðar á öðrum landsvæð- um en Áki bendir á að Danir eigi við svipað vandamál að stríða, þ.e. þar í landi sleppi um fjöldinn allur af minkum úr minkabúum á ári hverju. Refastofninn er nú í hámarki EFTIRSTÖÐVAR ríkissjóðstekna, að teknu tilliti til afskrifta og nið- urfærslu, námu alls 46 milljörðum kr. um seinustu áramót, samanbor- ið við 50,6 milljarða í lok ársins 1999. Þar af nema heildareftir- stöðvar virðisaukaskatts 32 millj- örðum, en þegar tekið hefur verið tillit til óbókfærðra tekna vegna áætlana nema eftirstöðvarnar 18,1 milljarði kr. Um 8,7 milljarðar þessara óinn- heimtu eftirstöðva eru eldri en tveggja ára. Skuldarar rúmlega helmings útistandandi eftirstöðva virðisaukaskatts hafa verið teknir til gjaldþrotaskipta og er því hætta á að þær muni tapast, að mati Rík- isendurskoðunar. 21 skuldari skuldar meira en 25 milljónir króna Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings ársins 2000. Athugun Ríkisendurskoðun- ar á stöðu 21 skuldara virðisauka- skatts sem hver um sig skuldaði yfir 25 milljónir kr. hefur leitt í ljós að gjaldþrotaskiptum var lokið í búum 18 þeirra og er því að mati stofnunarinnar ekki annað eftir en að afskrifa þessar kröfur. Samtals námu þessar kröfur um 860 millj- ónum um seinustu áramót. Eftirstöðvar opinberra gjalda að meðtöldu útsvari námu 18,8 millj- örðum um seinustu áramót. Þar af námu dráttarvextir og innheimtu- kostnaður 4,3 milljörðum. 8 millj- arðar af eftirstöðvunum voru eldri en tveggja ára og höfðu skuldarar rúmlega þriðjungs eftirstöðvar op- inberra gjalda verið teknir til gjaldþrotaskipta, að því er fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoð- unar. 3.200 skulda staðgreiðslu af reiknuðu endurgjaldi Af þessari upphæð námu vanskil kaupgreiðenda á opinberum gjöld- um sem þeim ber að halda eftir af launum starfsmanna sinna um tveimur milljörðum kr. og eftir- stöðvar staðgreiðslu af reiknuðu endurgjaldi námu 937 milljónum. Alls skulduðu rúmlega 3.200 ein- staklingar staðgreiðslu af reiknuðu endurgjaldi um seinustu áramót og 63 einstaklingar skulduðu meira en eina milljón kr. Rúmlega 14 þúsund einstakling- ar og lögaðilar skulduðu trygg- ingagjald um seinustu áramót. Um 100 gjaldendur skulduðu meira en eina milljón hver og samtals nam skuld þeirra rúmum 200 milljón- um. Eftirstöðvar þungaskatts námu 526 milljónum. ,,Ein milljón króna eða meira hvílir á 30 bifreiðum og samtals voru skuldir þessara bif- reiða um 50 m.kr. Athugun leiddi í ljós að bifreiðarnar hafa flestar verið afskráðar,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Fram kemur að 30 einstaklingar og lögaðilar skulda meira en eina milljón hver í þungaskatt, eða sam- tals 68 milljónir kr. ,,Athugun leiddi í ljós að skipt- um í búi flestra lögaðilanna er lok- ið. Þá hefur annaðhvort verið gert árangurslaust fjárnám hjá lang- flestum einstaklingum eða bú þeirra tekin til gjaldþrotaskipta,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðun- ar. 18 milljarða eftirstöðvar virðisaukaskatts um síðustu áramót Hætta á að meira en helm- ingur krafna muni tapast VIÐSKIPTAVINIR Akranes- veitu á Akranesi eiga von á glaðningi um næstu mánaða- mót, því orkuverð til einstak- linga og fyrirtækja mun lækka verulega 1. desember nk. á Akranesi í kjölfar samruna Akranesveitu við Orkuveitu Reykjavíkur. Bæjarstjórn Akraness sam- þykkti á fundi sínum í vikunni breytta gjaldskrá og söluskil- mála fyrir Akranesveitu auk breytinga á reglugerð veitunn- ar. Meðallækkun á heitu vatni verður 34%, en lækkunin verð- ur mismikil þar sem ekki verð- ur misjafnt verð eftir hitastigi. Verð á raforku lækkar að með- altali um 11% til heimila en um 5% til fyrirtækja. Við samrunann verður til nýtt fyrirtæki Við samruna Akranesveitu og Orkuveitu Reykjavíkur verður til nýtt fyrirtæki sem mun heita Orkuveita Reykja- víkur sf. Með þeim breytingum sem verða við samrunann verður orkuverð það sama hjá Akur- nesingum og hjá íbúum á þeim svæðum sem Orkuveita Reykjavíkur þjónar. Þessa dagana er verið að lesa af orkumælum á Akranesi og mun ný gjaldskrá taka gildi 1. desember nk. og er áætlað að fyrstu reikningarnir berist samkvæmt nýrri gjaldskrá í byrjun næsta árs. Heita vatnið á Akranesi Verð lækkar um 34% ÁHRIF Norðlingaölduveitu á vatna- far yrðu að mestu bundin við lón- stæðið sjálft og áhrifa grunnvatns- hækkunar myndi ekki gæta langt út frá lóninu en fossar í Þjórsá, neðan Norðlingaölduveitu, munu hins veg- ar minnka og mýrlendi og rústir syðst í Tjarnarveri og Laufaveri munu fara undir vatn. Þetta er nið- urstaða Árna Hjartarsonar, jarð- fræðings á Orkustofnun, sem metið hefur vatnafarsleg áhrif fyrirhug- aðrar Norðlingaölduveitu, miðað við 575 metra vatnsborð, fyrir Lands- virkjun. Fjallað er um úttektina á Norð- lingaölduvef Landsvirkjunar (www.- nordlingaalda.is). Þar kemur fram að engin umtalsverð lindasvæði munu fara á kaf undir Norðlinga- öldulón þó svo að nokkrar lindir muni gera það. Grunnvatnsborð mun hækka í næsta nágrenni lónsins, mest við stífluna sjálfa yfir Þjórsá, en áhrifanna mun þó ekki gæta langt út frá lóninu, einungis nokkur hundruð metra. Lónið gæti dregið úr uppblæstri Neðan stíflunnar telur Árni að hækkunin verði lítil en þó einhver vegna aukins grunnvatnsþrýstings og hugsanlegs leka um jarðlögin, t.d. sé líklegt að eitthvað vaxi í lindum í farvegi Þjórsár neðan stíflunnar og nýjar lindir komi þar fram en þá er einungis verið að tala um aukningu sem nemur nokkrum sekúndulítrum. Þá er það mat Árna að áhrif lóns- ins á grunnvatnsborðið í Verunum ofan lónstæðisins verði lítil. Þar eru það Hnífá og jökulkvíslarnar frá Hofsjökli sem ráða innstreymi grunnvatns í lausu jarðlögin og grunnvatnshæðinni, sem er mjög víða við yfirborð. Þá gæti Norðlinga- öldulón orðið til þess að draga úr uppblæstri sem orðið hefur við gamla farveg Þúfuverskvíslar eftir að áin var stífluð ofan versins og veitt í Kvíslaveitu, því lónið myndi teygja sig inn eftir gamla farvegin- um. Sveiflur á grunnvatnsborði í næsta nágrenni lónsins munu fylgja sveiflum í vatnsborði þess. Norðlingaölduveita, miðað við 575 m Ekki yrðu mikil áhrif á vatnafar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.