Morgunblaðið - 28.12.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.12.2001, Blaðsíða 40
LISTIR 40 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ AÐ láta ginnast til að skrifa um nýútkominn þrídisk Jazzvakningar til heiðurs tveimur förnum goð- sögnum í íslenzkum djassi, þeg- ar maður er hvorki ýkja djass- fróður né vel heima í hérlendri djasssögu, er tvíbent gaman. Öðrum þræði ljúft og skylt, þótt ekki væri nema í síðbúnu þakklætisskyni fyrir góð- ar stundir í Stúdentakjallaranum á 9. áratug, þegar Guðmundur vatt úr sér mörgu meistarastykkinu á píanógarminn í góðum félagsskap. Á hinn bóginn verður að játa að undirritaður missti mikið til af tón- listarframlagi Viðars utan klass- íska geirans, kannski burtséð frá spilamennsku hans í Léttsveit Rík- isútvarpsins meðan var og hét, áð- ur en niðurskurðarbusar voru brýndir. En allt um það, þá eru hér loks samankomnir þrjár að manni skilst löngu ófáanlegar breiðskífur með þeim köppum á einu bretti. Nafna- kall (1982) með Tríói Guðmundar (og Birni Thoroddsen í þremur til- vikum), Jazzvaka (bein upptaka frá 1980) með Guðmundi, nafna hans á trommur og vesturíslenzka bassist- anum Bob Magnusson, ásamt Við- ari og Rúnari Georgs í nokkrum númerum, og Viðar Alfreðsson spilar og spilar (1980) með Alfreð ásamt þeim Guðmundum og Árna Scheving á 5 rákum („Litla Jazz- bandið“) en með stærri hljómsveit á 4. Alls 27 ópusar eins og Múlinn myndi kalla, þar af þrír áður óút- gefnir; ýmist frumsamin íslenzk verk (8), vesturheimskir djass- standarðar (15), álenzkt þjóðlag eða, í 3 tilvikum, íslenzk þjóðlög í útsetningu Gunnars Reynis Sveinssonar. Nafnakallslögin eru flest borin uppi af þeim áhyggjulausa fjör- kálfsanda sem einkenndi Guðmund Ingólfsson á góðri stund. Þó að mestu án göslaragangsins sem menn muna kannski eftir þegar pí- anistinn gaf í og tók áhættu – með að vísu stundum mismunandi ár- angri, en sem manni fannst ákveð- inn partur af sjarma hans sem lif- andi músíkant. Eða hvað væri varið í að horfa á hástökk, ef stökkvarinn kæmist alltaf yfir? Erfitt er að gera upp á milli laga fyrri disksins. En til að nefna eitt- hvað þá finnst mér alltaf gaman að íbygginni dýnamík slaghörpunnar og gamaldags dillandi röltsveiflu bassans í Some Of These Days (Brooks). Hljómaskiptin í Lover Man (Ramirez) minna ögn á God Bless The Child sem Blóð, Sviti & Tár gerðu vinsælt fyrir rúmum 30 árum. Syngur þar píanóið dún- mjúkt hjá Guðmundi, er kunni bæði að strjúka og slá. Hvort tveggja gerist á víxl í Round About Midnight með virtúósum rúberuð- um skalabaldýringum eins og hjá klassísku píanóljóni. Nýmóðins raf- píanóhljómurinn í hinu djassrokk- aða Nafnakalli I er íhaldsdurgi du- lítið firrandi í fyrstu, en venst að lokum, eins og í númeri Björns Th. þar á eftir, Máfaskelfi. Ekki sakar annars að minna á, að þessi fremsti núvirki djassgítaristi landsins af yngri kynslóð var á þeim árum „í læri“ hjá Guðmundi & Guðmundi. Nikkan er í for- grunni með saknaðartrega í Vem kan segla og Þey, þey og ró, ró líkt og í Sofðu unga ástin mín á Þjóð- lega fróðleiksdiskinum. Krossryt- masnerilhöggin í inngangi og kóda Glóeyjar eru svolítið ójöfn – eini teljandi annmarki á annars klukkuklárum trommuleik Guð- mundar Steingríms á albúminu. En eitt af betri bassasólóum Pálma Gunnarssonar vegur þar á móti. Kontrabassinn stelur óvenju- margri senunni á Jazzvöku, og þarf ekki að hlusta á nema eitt númer til að skilja hvers vegna. Gestastjarnan Bob Magnusson, bandarískur en af íslenzkum ætt- um, er einfaldlega „fenómen“. Með leiftrandi hraðatækni sem sjald- heyrð er á hérlendum djassskífum, og varla síðri í syngjandi ballöðu- leik. Sérkennandi fyrir seimdræg- an „sustain“ stíl hans eru ekki sízt tíð glissandó upp eða niður í tón- inn, stundum jafnvel ítrekuð í löngum sekvenzum. Eflaust til marks um bæði úrvals uppmögn- unargræjur og lága strengjalegu. Að platan skuli vera tekin upp beint á tónleikum í Átthagasal, ásamt fullmiklum upptökufókus á bassann (a.m.k. utan sólóa), gerir hana að mínu viti meira að tíma- hylki um að vísu minnisverðan við- burð en að slitþolnu efni til ítrek- aðrar hlustunar. Einkum í samanburði við Nafnakall, sem á köflum fer jafnvel nærri meistara- verkinu Þjóðlegur fróðleikur að gæðum. Þá eru (bassa)sólóin á Seven special og Móðir mín í kví kví óheyrilega löng og taka óþarf- lega stóra sneið af plötunni (9:11 & 12:10). En kontrapunktskotnar út- setningar Gunnars Reynis Sveins- sonar, nánast eini kompónistinn er þá sinnti á íslenzka þjóðlagaarf- inum á bláum nótum, eru skemmti- legar. Þær eru og vel studdar af þeim Viðari og Rúnari Georgssyni á trompet og tenórsax, þótt upp- takan sé fremur í skötulíki og vanti t.d. áþreifanlega meira hljómburð- arkjöt á skraufþurran blásturinn. Það kveður við öllu poppaðri tón á plötu Viðars Alfreðssonar. Þ.e.a.s. eins og poppið var í eina tíð, þegar lesendur Playboy-tíma- ritsins voru á fimmtugsaldri. Sum sé popp við hæfi fullþroska manna og settlegri veitingastaða. Núm- erin bera enda merki tímans. Be My Love (Chan), For Once In My Life (Miller), Vala (Viðar Alfreðs- son), Three (Larkin) og Misty (Garner) með „Litla Jazzbandinu“ í látlausum útsetningum Viðars eru í djassaðri kantinum. Sígrænu standarðarnir Making Woopie (Donaldson), Cavatinan úr Deer Hunter (Myers), If He Walked Into My Life (Herman) og As Long As He Needs Me (úr söng- leiknum Oliver! eftir Bart) eru aft- ur á móti í glæsilegum sinfónískum útsetningum Bobs Leapers. Allt glettilega vel upptekið af Jónasi R. Jónssyni í Hljóðrita. Fáir ef nokkrir Frónbúar hafa skákað Viðari Alfreðssyni í djass- spuna á trompet og flygilhorn, og örugglega engir á valdhorn og túbu. Er óhætt að segja að hann fari á kostum á öll hljóðfærin, og á sú fjölbreytni hjá einum og sama manni tæplega sinn líka í íslenzkri tónlistarsögu. Hér fer sígildur og sérlega hlustendavænn bauta- steinn um óvenjumúsíkalskan hljómlistarmann, sem hneig í val- inn langt fyrir aldur fram. TÓNLIST Hljómdiskar Nafnakall [10 lög]: Guðmundur Ingólfs- son, píanó/harmónika; Björn Thorodd- sen, gítar (1, 6, 7); Pálmi Gunnarsson, kontrabassi (1–3, 6–10); Guðmundur Steingrímsson, trommur (1–3, 6–10). Upptaka: Stúdíó Nemi, Reykjavík, 6/ 1982. Jazzvaka [8 lög]: Guðmundur Ing- ólfsson, píanó.; Bob Magnusson, kb.; Guðmundur Steingrímsson, tr. Viðar Al- freðsson, trompet/flygilhorn & Rúnar Georgsson, tenórsaxofónn (5–8). Út- setningar (4–8): Gunnar Reynir Sveins- son. Hljóðritað á tónleikum í Átthagasal Hótel Sögu 9/1980. Viðar Alfreðsson spilar og spilar [9 lög]: „Litla Jazzbandið“ (Viðar Alfreðsson, trpt./fl.hn./valdhn./ ventlabásúna; Guðmundur Ingólfsson, pnó.; Árni Scheving, rafbassi; Guð- mundur Steingrímsson, tr.) Úts.: Viðar Al- freðsson. [1-5]. „Viðar Alfreðsson og hljómsveit“ (Viðar Alfreðsson, trpt./ fl.hn./túba; Jón Sigurbjörnsson, flauta; Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Helga Ósk- arsdóttir & Friðrik Már Baldursson, fiðl- ur; Brian Carlile & Sesselja Halldórs- dóttir, víólur; Guðrún Sigurðardóttir & Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, selló; Jóhann- es Georgsson, kb.; Árni Elfar, pnó.; Alfreð Alfreðsson, tr.) Úts.: Bob Leaper. [6-9]. Upptaka: Hljóðrita, Hafnarfirði, 1980. Út- gefandi: Jazzvakning, 2001. JAZZVAKA GUÐMUNDAR OG VIÐARS Þrefaldur skammtur Ríkarður Ö. Pálsson SÍÐUSTU tónleikar ársins hafa undanfarin ár verið í Hallgríms- kirkju á gamlársdag kl. 17 og svo verður einnig í ár. Það er löngu komin hefð á að þeir félagar, trompetleikararnir Ásgeir H. Stein- grímsson og Eiríkur Örn Pálsson og orgelleikarinn Hörður Áskelsson, gefi upptaktinn að gamlárskvöldi í Hallgrímskirkju og kveðji þannig gamla árið. Á efnisskrá þeirra félaga að þessu sinni er fyrst Tokkata í D-dúr eftir G.B. Martini og Sónatína nr. 66 í C-dúr eftir J. Pezel. Eftir það má heyra hið þekkta Adagio í g-moll eftir Giazotto og Albinoni. Eftir það leikur Hörður hina þekktu Tokkötu og fúgu í d-moll eftir J.S. Bach og tónleikunum lýkur með Konsert fyrir tvo trompeta í C-dúr eftir Vi- valdi Í raun hefur lítið verið skrifað sérstaklega fyrir þessa samsetningu hljóðfæra, þ.e. tvo trompeta og org- el. Orgelið getur brugðið sér í bún- ing heillar sinfóníuhljómsveitar ef svo ber undir og trompetarnir geta allt eins leikið laglínur annarra hljóðfæra og svo hafa verið skrif- aðar yfirraddir við ýmis tækifæri. Mikill hluti barokkkonserta passa vel fyrir orgel eins og t.d. konsert Vivaldis sem er leikinn hér auk þess sem Pezel skrifaði mikið fyrir trompet eða cornetto og fylgirödd. Ásgeir og Eiríkur leika báðir með Sinfóníuhljómsveit Íslands auk þess að vera virkir í tónlistarlífinu al- mennt, m.a. með Hljómsveit Ís- lensku óperunnar, Kammersveit Reykjavíkur og Caput-hópnum, svo eitthvað sé nefnt. Hörður hefur ver- ið organisti Hallgrímskirkju frá 1982 auk þess sem hann stjórnar bæði Mótettukór Hallgrímskirkju og Schola cantorum. Samstarf þeirra hófst árið 1993 en auk Hátíðarhljóma við áramót hafa þeir tvisvar leikið á tónleikum Sumarkvölds við orgelið. Þá leika þeir Ásgeir og Eiríkur oft með Herði við ýmsar athafnir í kirkj- unni. Forsala aðgöngumiða er í Hall- grímskirkju en hún er opin kl. 9–17. Hátíðarhljómar við áramót Morgunblaðið/Sverrir Eiríkur Örn Pálsson, Ásgeir H. Steingrímsson og Hörður Áskelsson. Skírnir – Tímarit Hins íslenska bók- menntafélags er komið út. Tímaritið er 175 ára um þessar mundir og eru ritstjórar nú Svavar Hrafn Svav- arsson og Sveinn Yngvi Egilsson. Skírnir er það tímarit á Norð- urlöndum sem lengst hefur komið út samfellt, en Skírnir kom fyrst út árið 1827. Í þessu afmælishefti kennir ým- issa grasa. Sigurður Líndal skrifar um sögu og hlutverk tímaritsins. Steindór Erlingsson fjallar um hug- myndaheim jarðfræðingsins Þor- valds Thoroddsen, síðasta forseta Hafnardeildar Hins íslenska bók- menntafélags, en í haust eru liðin 90 ár frá því að deildin var lögð nið- ur. Aðalheiður Guðmundsdóttir kann- ar myndir berserkja í bókmenntunum og spyr hvort hugsast geti að sveppaát valdi berserksgangi. Úlf- hildur Dagsdóttir skrifar um marg- vísleg gervi Bjarkar Guðmundsdóttur á myndböndum sem gerð hafa verið við tónlist hennar. Guðni Elíasson fjallar um hinn fræga lávarð Byron og listina að deyja. Árni Heimir Ing- ólfsson gerir grein fyrir samskiptum ljóðskáldsins Jóhanns Jónssonar og tónskáldsins Jóns Leifs. Þá sögu rekur hann einkum með því að kanna bréf þeirra félaga sem nýlega komu í leitirnar. Í Skírnismálum gagnrýnir Loftur Guttormsson ein- sögurannsóknir Sigurðar Gylfa Magnússonar og Már Jónsson deilir á seinagang í útgáfu norrænna lausamálstexta frá miðöldum. Gary Aho fjallar um bók Andrews Wawn, The Vikings and the Victorians, og Gauti Sigþórsson um Njálu Jóns Karls Helgasonar. Kristján Krist- jánsson gagnrýnir tvö heimspekirit Loga Gunnarssonar og Soffía Auður Birgisdóttir skrifar um tvö íslensk leikrit frá síðasta ári eftir Sigurð Pálsson og Hrafnhildi Hagalín Guð- mundsdóttur. Skáld Skírnis er Sig- urbjörg Þrastardóttir en myndlist- armaður Þorvaldur Þorsteinsson. Gunnar J. Árnason fjallar um list hans í lok þessa afmælisheftis. Útgefandi er Hið íslenska bók- menntafélag. Heftið er 343 bls. Í heftinu er skrá um efni Skírnis frá ár- unum 1967–2001. Tímarit UM miðja seinustu öld kom út ljóðasafn sem vakti þó nokkra at- hygli og telst enn mikilvægt fram- lag til íslenskra bókmennta, Ljóð ungra skálda, í umsjón Magnúsar Ásgeirssonar. Nú hartnær hálfri öld síðar gefur barnabarn Magn- úsar, Sölvi Björn Sigurðsson, út bók með sama nafni í samvinnu við Mál og menningu. Hér hefur vel tekist til og greinilegt að Sölvi hef- ur vandað vel til útgáfunnar. Það er markmið hans að eigin sögn „að draga upp heiðarlega mynd af ljóðagerð yngstu kynslóðar ís- lenskra skálda“. Í fyrri bókinni voru skáldin að sönnu aðeins eldri flest þegar bókin kom út og þroskaðri og skáldskap- urinn kannski byltingarkenndari margur hver á þess tíma mæli- kvarða. Ljóð ungu skáldanna 15 sem að bókinni standa nú valda ekki sömu hræringum í þjóðlífinu. Eigi að síður er hér margt bita- stætt og raunar ánægjulegt að sjá hve mörg hinna ungu skálda yrkja vel. Það er reyndar langur stíllegur vegur á milli skáldanna. Sum þeirra eru upptekin af hefðbundnu ljóð- formi, yrkja jafnvel sonnettur, á meðan önnur sprengja formið í tætlur. Það er allt að því nýróm- antískur blær yfir ljóðum Ásgríms Inga Arngrímssonar þótt kald- hæðnin laumist líka inn í þau. Hann vill ekki yrkja hatursljóð, bara gleðiljóð, segir hann í einu kvæð- anna og í ástarljóði segir: Dumbrauðir litir haustsins hafa unnið og húmið tekur veröldina að sér. Tilveran enn með töfrum hefur spunnið takmarkalausa fegurð handa þér. Nú blómin til þín brosa syfjulega og bjóða þér með kossi góða nótt. Þú kveður þau með töluverðum trega en trúir því þau vakni aftur fljótt. Og þau munu sjálfsagt flest að vori vakna og vakna meðan blessuð sólin skín því eins og ég þau munu í svefni sakna að sjá þig ekki á meðan ástin mín. Allt önnur sýn til veruleikans og ljóðformsins birtist í prósaljóðum Kristínar Eiríksdóttur sem nú býr í Kaupmannahöfn. Þetta er hráslaga- leg sýn en kröftug en fegurðin er ekki beinlínis viðfangsefni hennar: Baðherbergið var kúkabrúnt og mosa- grænt og blómótt og appelsínugult, en handklæðin skærbleik einsog vonin bjarta í brjóstinu unga, hún átti engan kamb. Í eirðarleysi eftirmiðdagsins datt henni í hug að skera út hjörtu í gamla svínalifur sem hún átti í frysti. Negldi þau svo uppá vegg og fannst þau eiga svo vel, svo hræðilega vel við íbúðina sína. Sumir höfundanna eru okkur að góðu kunnir, t.a.m. Ása Marín Haf- steinsdóttir með sinn ísmeygilega og myndhverfa ljóðstíl, Sigurbjörg Þrastardóttir sem notar vísanir í Shakespeare sem bindiefni í ljóðum sínum eða Steinar Bragi sem tætir ljóðmálið og lætur setningar og málsgreinar fljóta saman greinar- merkjalaust með stíl sem stundum virðist súrrealískur: ,,...og þykist sofa meðan þangmenn síga úr köðl- um niður úr stjörnunum og bylgjast við strendurnar þegar birtir og skolar þeim fyrstu á land...“ Hér eru því býsna ólík ljóðskáld á ferð innbyrðis og þykir mér verst að geta ekki hér í stuttum ritdómi fjallað ítarlegar um hvert og eitt þeirra. Mér finnst raunar tilhlökk- unarefni að fylgjast með þessu unga fólki í framtíðinni. Þetta fram- tak Sölva og Máls og menningar er þarft og vel heppnað. Gleðileg ljóð BÆKUR Ljóðasafn Höfundar:Ása Marín Hafsteinsdóttir, Ás- grímur Ingi Arngrímsson, Bergsveinn Birgisson, Bjarki Valtýsson, Eiríkur Örn Norðdahl, Haukur Már Helgason, Haukur Ingvarsson, Inam Rakel Yasin, Kristiín Ei- ríksdóttir, Ófeigur Sigurðsson, Sigurbjörg Þrastardóttir, Sigtryggur Magnason, Steinar Bragi, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Örvar Þóreyjarson Smárason. Sölvi Björn Sigurðsson valdi ljóðin – 94 bls. Mál og menning 2001 LJÓÐ UNGRA SKÁLDA Skafti Þ. Halldórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.