Morgunblaðið - 28.12.2001, Blaðsíða 72
72 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÁGÆTU borgarfulltrúar. Ég ávarpa
ykkur alla því mér er alveg hjartan-
lega sama hvar í flokki þið eruð, en lít
á það sem skyldu ykkar að bera hag
borgarbúa allra fyrir brjósti. Oddviti
íþrótta- og tómstundamála í Reykja-
vík ritaði grein í Morgunblaðið um
daginn þar sem hún dásamaði fram-
tak borgarinnar varðandi æskulýðs-
og íþróttamál undanfarin ár. Ég er
því miður ekki jafn ánægður og borg-
arfulltrúinn með afrekin í uppbygg-
ingu og viðhaldi íþróttamannvirkja í
Grafarvogi. Sem einn af frumbyggj-
um þessa fagra borgarhverfis hef ég
fylgst vel með allri uppbyggingu hér,
allt frá haustdögum 1984. Fyrstu árin
máttum við búa við algjört aðstöðu-
leysi til íþróttaiðkana, en eftir að
Ungmennafélagið Fjölnir var stofn-
að, fjölmennasta íþróttafélagið í
Reykjavík, fór aðeins að birta til.
Íþróttahúsið við Dalveg var reist,
einn keppnisvöllur fyrir fótbolta og
tveir æfingavellir, og síðar kom sund-
laug, ásamt aðstöðu fyrir tennis.
Önnur íþróttaaðstaða er til staðar í
örsmáum íþróttasölum við grunn-
skólana, sem henta sæmilega fyrir
leikfimi en engan veginn fyrir bolta-
íþróttir.
Þetta er nú öll aðstaðan fyrir 20
þúsund manna hverfi í Reykjavík og
forsvarsmenn borgarinnar eru bara
stoltir af. Við sem búum í hverfinu er-
um afskaplega óánægð og ætlumst til
þess að úr verði bætt hið allra fyrsta.
Í Grafarvogi búa álíka margir og í
Hafnarfirði. Í Hafnarfirði eru 3 stór
íþróttahús, við Strandgötu, Kapla-
krika og Ásvelli, ásamt fjölda fót-
boltavalla, sundlaug og margvíslegri
annarri íþróttaaðstöðu. Þegar þessi
samanburður er skoðaður sjá allir,
sem á annað borð vilja sjá, að brýnt er
að bæta úr. Nýja fótboltahúsið er
reist fyrir alla borgarbúa, en ekki sér-
staklega fyrir Fjölni, ef einhver
stendur í þeirri meiningu. Við teljum
okkur eiga rétt á betri aðstöðu fyrir
unga fólkið okkar og aðra þá er
stunda líkamsrækt og minnum enn og
aftur á forvarnargildi íþrótta. Flokks-
pólitískur hanaslagur, kannski rétt-
ara að segja hænuslagur, má ekki
trufla svo dómgreind að saklausir
borgarar þurfi að líða fyrir. Rekstur
borgarsamfélags og flokkspólitísk
átök eiga enga samleið og því væri
best að eyða slíkum átökum. En lík-
lega verður sú ósk mín ekki uppfyllt.
Á mótum Hverafoldar og Funa-
foldar er lítill sparkvöllur, sem börnin
í hverfinu hafa notað til leikja und-
anfarin ár. Síðastliðin þrjú ár hefur
völlurinn verið í algjörri niðurníðslu,
mölin að mestu farin, holurnar dýpka
og dýpka og engin net í mörkunum.
Börnin og foreldrar þeirra hafa
ítrekað reynt að fá völlinn bættan, og
ekki vantar loforðin þar um hjá ÍTR,
en efndirnar eru engar, því miður. Í
dag er völlurinn stórhættulegur því
hættan á því að börnin misstígi sig er
mikil.
Ég spyr því forsvarskonu íþrótta-
mála í Reykjavík: Hvenær ætlið þið
að laga þennan sparkvöll og aðra
sparkvelli í Grafarvogi?
FRIÐBERT TRAUSTASON,
Hverafold 72, Reykjavík.
Íþróttamannvirki
Frá Friðberti Traustasyni:
ÞAÐ vita það allir sem hugsa um
fleira en eigin hag, að síðan markaðs-
hyggjan lagði stóran hluta af þjóðinni
í sálarfjötra peningalegrar græðgi
hafa félagsleg viðhorf verið á undan-
haldi í samfélaginu. Mannlegi þáttur-
inn í samskiptum hefur verið snið-
genginn og almennt talað hefur
kærleikurinn kólnað.
Það leiðir af sjálfu sér að svo fari í
þjóðfélagi sem stöðugt fjarlægist
meira þá hugsun að sinna beri náung-
anum. Það kannast allir við orðtak
markaðsstrákanna sem kallaðir eru
með reglubundnum hætti í fjölmiðla
til að útskýra fjármálalega þróun
mála. „Markaðurinn ræður,“ segja
þeir glaðbeittir, en í raun og veru
gætu þeir alveg eins sagt „Mammon
ræður“. En þó að mannlegi þátturinn
sé sveltur í veruleikanum er sífellt
meira spilað á slíka strengi í áróðurs-
og auglýsingaherferðum alls kyns
söluaðila. Áður þurfti ekki að taka það
fram sem lá í augum uppi og var til
staðar í þjóðfélaginu. Þá voru hin
góðu gildi áþreifanleg í samskiptum
manna á meðal. Nú er hins vegar öld-
in önnur.
Mannlegi þátturinn er dásamaður í
áróðursauglýsingunum og umhyggj-
an þar fyrir velferð náungans er ólýs-
anlega mikil. En í veruleika þess þjóð-
félags sem vill að markaðurinn,
þ.e.a.s. Mammon, ráði er frumskóg-
arlögmálið í gildi í öllum viðskiptum.
Þar er það harkan sex sem ræður og
ekkert annað.
Markmiðið er að ráða yfir öðrum,
verða ríkur, eiga jeppa, vera sigur-
vegari! Og áfram hljómar formúlan
með hörðum áherslum frá munni hins
gráa innherja markaðarins: „Ef þér
er kalt á tánum, sparkaðu þá í rassinn
á næsta manni.“ En jafnhliða slíkri
markaðssetningu glymur „mannkær-
leika“áróðurinn frá þeim sem vilja
komast sem lengst niður í vasana
okkar. Við heyrum í sífellu þaulhugs-
aðar áróðurssetningar: „Hjá okkur
snýst allt um fólk“, „Láttu okkur bera
ábyrgðina með þér“, „Við hjálpum
þér“, „Við komum til móts við þarfir
þínar“ o.s.frv., o.s.frv.
Og svo eru það lífeyrissjóðirnir sem
eru með linnulaus gylliboð til að fá
fólk til að leggja meira í sparnað til
elliáranna – svo þeir geti valsað með
meiri fjármuni í núinu. En auðvitað
veit enginn hver ávöxtunin verður á
þeim fjármunum til lengri tíma litið,
enda er það víst aukaatriði. Þeir hafa
kannski verið lánaðir í gjaldþrota
flugfélag löngu áður en kemur að líf-
eyrisgreiðslum. Breytum um hugsun-
arhátt, hreinsum til í þjóðfélaginu og
sendum þessa gegndarlausu Mamm-
onsdýrkun til fjandans – þar sem hún
á heima. Hefjum mannlega þáttinn
aftur til vegs og virðingar í öllum sam-
skiptum okkar, látum hann vera lif-
andi og raunverulegan í samfélaginu.
Eflum traust og stefnum að því að
handsöl geti gilt í viðskiptum manna
eins og var áður en dansinn í kringum
gullkálfinn lagði stóran hluta af þjóð-
inni í ánauð peningalegrar græðgi.
RÚNAR KRISTJÁNSSON,
Bogabraut 21, Skagaströnd.
Markaðurinn ræður
Frá Rúnari Kristjánssyni: