Morgunblaðið - 28.12.2001, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 28.12.2001, Blaðsíða 71
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 71 Meðlagsgreiðendur! Vinsamlegast gerið skil hið fyrsta og forðist vexti og kostnað        ●    ●    ●   ●    ●  !"#$ # ● #% &&  ● ' (# ) ' &*+*, VONANDI hafa margir haft gaman af því að glíma við jóla- skákþrautirnar, en lausnir þeirra fylgja hér á eftir. Gleðilegt ár! 1. Hvítur á leik og vinnur 1. Wallis-Horseman, Notting- ham 1954: 1. Db4! Da1+ (1. -- Dxb4 2. Rf6+ mát; 1. -- De5 2. Df8+ Hxf8 3. gxf8H + mát) 2. Bd1! og svartur gafst upp. (2. -- Dxd1+ 4. Kh2 og við hót- uninni 5. Df8+, ásamt máti, er engin vörn. Eina leiðin til að forð- ast yfirvofandi mát er að fórna drottningunni fyrir peðið á g7, en sú staða er auðvitað gjörtöpuð) 2. Hvítur leikur og heldur jafn- tefli 2. A. Selesnjev, 1918. 1. Kc6 Kd8 2. Kd5 Kxd7 3. Ke4 Kd6 4. Kf3 Ke5 5. Kg4 Kf6 6. Kh5! Kxf5 patt! 3. Hvítur leikur og mátar í 6 leikjum 3. G. Bridgewater. 1. Bb1 b2 2. Ha2 b3 3. Ha3 b4 4. Ha4 b5 5. Ha5 b6 6. Be4+ mát. 4. Hvítur leikur og vinnur 4. Hvítur leikur og vinnur 1. He1+ Kb2 2. Ha1! Kb3 (2. -- Kxa1 3. Kc2! a5 o.s.frv.) 3. Kd2 Kb2 4. Kd1 Kxa1 5. Kc2! a5 6. b6 a4 7. b7 a3 8. Kd2! Kb2 9. b8D+ og hvítur vinnur. 5. Hvítur leikur og mátar í 5 leikjum 5. Horowitz-Carrigan, fjöltefli í Philadelphia, líklega milli 1950 og 60: 17. Dd5 e6 18. Dxe6! fxe6 19. Bxe6+ Df7 20. Hxf6! Dxe6 21. Hf8+ mát. 6. Hvítur leikur og mátar í 3 leikjum 6. „Denken und Raten“, 1931: 1. Hc5! dxc5 2. c4 dxc3 ep (framhjáhlaup) 3. Rxc3+ mát. Denken und Raten var þýskt viku- tímarit uppfullt af efni fyrir þá sem höfðu áhuga á hvers kyns hugaríþróttum. Jólamót Hellis á ICC Taflfélagið Hellir heldur annað Jólamót félagsins 30. desember í samstarfi við ICC. Mótið fer fram á Netinu á ICC-skákþjóninum og hefst kl. 20 og lýkur um kl. 22:30. Góð verðlaun eru í boði, peninga- verðlaun og frímánuðir frá ICC. Öllum er heimil þátttaka sem er ókeypis. Veitt verða verðlaun í fjórum flokkum, opnum flokki (all- ir), undir 2.100 stigum, undir 1.800 skákstigum og stigalausir. Tefldar verða 9 umferðir eftir Monrad- kerfi. Umhugsunartími er 4 mín- útur með tveggja sekúndna viðbót eftir hvern leik. Opinn flokkur: 1. verðlaun: kr. 5.000, 2. verðlaun: kr. 3.000, 3. verðlaun: kr. 2.000. Undir 2.100 stigum: 1. verðlaun: Fjórir mánuðir frítt á ICC Undir 1.800 stigum: 1. verðlaun: Fjórir mánuðir frítt á ICC Stigalausir: 1. verðlaun: Fjórir mánuðir frítt á ICC Það þarf að skrá sig inn á ICC fyrir klukkan 19:55 og gefa síðan skipunina „tell pear join“. Stöðumynd 1 Stöðumynd 2 Stöðumynd 3 Stöðumynd 4 Stöðumynd 5 Stöðumynd 6 Lausnir jóla- skákþrautanna SKÁK SEX SKÁKÞRAUTIR Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi M O N S O O N M A K E U P lifandi litir Í TILEFNI áramótanna sem fram- undan eru tóku nokkrir aðilar sem sinna vímuvörnum höndum saman og hrintu af stað auglýs- ingaherferð þar sem fjölskyldan er hvött til að vera saman og fagna komandi tímum. Hámarki nær átakið með dreifingu póst- korta inn á hvert heimili á land- inu þar sem foreldrum er bent á að leiða börn sín til móts við nýja tíma á farsælan og gleðiríkan hátt og vera með þeim á nýársnótt. Áður hefur brunnið við að eftir miðnætti hafi hver haldið í sína átt til gleðskapar. Eftirlitslausir unglingar á ráfi eiga á hættu að lenda í alls kyns hremmingum og vandræðum, sérstaklega ef áfengi hefur verið haft um hönd. Foreldrar hafa sýnt að með samstöðu geta þeir breytt ýmsu sem snertir börn og ungmenni til betri vegar, t.d. hvað varðar úti- vistartíma og ferðir á útihátíðir um verslunarmannahelgi. Nú er komið að áramótunum og eru for- eldrar því hvattir til að safna góð- um minningum frá þessum tíma- mótum með börnunum sínum, segir í fréttatilkynningu. Samstarfsaðilar eru: SAMFOK, Heimili og skóli, Rauði kross Ís- lands, Vímulaus æska, Samstarfs- nefnd Reykjavíkur um afbrota- og fíkniefnavarnir, Íþrótta- og tóm- stundaráð, Félagsþjónusta Reykjavíkur, Akureyrarbær, Lög- reglan í Reykjavík, Ísland án eit- urlyfja og Áfengis- og vímu- varnaráð. Átakið er styrkt af Íslandspósti. Send verða kort inn á heimili landsmanna og fjölskyldan hvött til að fagna tímamót- unum saman. Fjölskyldan saman um áramót ELLINGSEN ehf. og Slysavarna- félagið Landsbjörg hafa gert með sér samkomulag um yfirtöku SL á flugeldasölu Ellingsen. Samkomu- lagið kveður einnig á um að Ell- ingsen taki yfir sölu á neyðarflug- eldum og annarri neyðarvöru sambærilegri þeirri sem Ellingsen hefur haft til sölu. Aðilar munu jafnframt starfa saman að vöruþró- un sem lýtur að öryggis- og neyð- arvörum. Ellingsen hóf flugeldasölu hér á landi á fyrstu áratugum síðustu ald- ar og vann mikið brautryðjanda- starf við að skapa þá flugeldahefð sem er á Íslandi, segir í frétta- tilkynningu. Samkomu- lag um flug- eldasölu T.v. Bjarni Th. Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Ellingsen, og Kristbjörn Óli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Slysavarna- félagsins Landsbjargar (SL). HINN 21.12 birtist á baksíðu Morgunblaðsins frásögn af tónleik- um Bjarkar og Sinfóníuhljómsveit- ar Íslands í Laugardalshöll. Þar láðist að geta um þátt 50 félaga Sinfóníuhljómsveitar Íslands í tón- leikunum og skal það áréttað hér með. Árétting LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að umferðaróhappi sem varð á gatnamótum Bústaðavegar og Háaleitisbrautar sunnudaginn 23. desember, Þorláksmessu, kl. 21.29. Þar varð árekstur með grænni Ford Fiesta-fólksbifreið, sem ekið var austur Bústaðaveg og beygt áleiðis norður Háaleitisbraut, og hvítri Nissan Almera-fólksbifreið, sem ek- ið var vestur Bústaðaveg. Ökumenn greinir á um stöðu umferðarljósa. Þeir sem geta veitt upplýsingar um málið eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Lýst eftir vitnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.