Morgunblaðið - 28.12.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.12.2001, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MIKIL viðskipti voru með hlutabréf í Kaup- þingi í gær eða fyrir 1.043 milljónir króna. Til- kynnt hefur verið um kaup starfsmanna á hlutabréfum í fyrirtækinu og nema þau tæpum helmingi þessarar upphæðar. Í tilkynningu til Verðbréfaþings Íslands kem- ur fram að Sigurður Einarsson, forstjóri Kaup- þings, keypti 8 milljónir að nafnverði á genginu 12,2 og er eignarhlutur hans í Kaupþingi eftir viðskiptin 9,7 milljónir að nafnverði eða um 118,3 milljónir að markaðsvirði. Tilkynnt hefur verið um viðskipti níu annarra yfirmanna hjá fyrirtækinu sem eru á innherjalista en þeir keyptu fyrir samtals 32 milljónir að nafnverði og fóru viðskiptin fram á genginu 12,2. Þarna á meðal var Hreiðar Már Sigurðsson aðstoðarfor- stjóri sem keypti fyrir fimm milljónir að nafn- verði og er eignarhlutur hans eftir kaupin 5,7 milljónir að nafnverði eða 69,5 milljónir að markaðsvirði. Aðrir yfirmenn keyptu hlutabréf fyrir 3–4 milljónir að nafnverði. Sparisjóður Keflavíkur hefur tilkynnt um sölu á alls um 23 milljóna hlut í Kaupþingi á genginu 12,2 í tveimur hlutum. Eignarhlutur Sparisjóðsins eftir söluna er um 66,4 milljónir að nafnverði. Sparisjóðurinn í Keflavík hefur jafnframt kauprétt að hlutunum, annars vegar til 18. janúar og hins vegar til 15. febrúar nk., að því er fram kemur í tilkynningum til Verð- bréfaþings. Í dag verður haldinn hluthafafundur í Kaup- þingi þar sem breytingar á samþykktum félags- ins eru á dagskrá. Breytingarnar lúta m.a. að því að skeyta heitinu banki við nafn félagsins í tilefni umsóknar félagsins um viðskiptabanka- leyfi og að fá heimild til hækkunar á hlutafé vegna kaupa á hlutum í finnska fjármálafyr- irtækinu Sofi og í Frjálsa fjárfestingarbank- anum. Þessi félög verða gerð að dótturfélögum Kaupþings. Viðskipti með bréf Kaup- þings fyrir rúman milljarð Morgunblaðið/Ásdís ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra afhenti bræðrunum Ágústi og Lýði Guðmundssonum viðurkenningu Frjálsrar versl- unar í móttöku á Hótel Sögu í gær. Frjáls verslun útnefndi bræðurna menn ársins 2001 í at- vinnulífinu. Ágúst er stjórn- arformaður Bakkavarar og Lýður forstjóri, en bræðurnir hljóta þennan heiður fyrir framúrskar- andi athafnasemi „sem ekki að- eins hefur fært Bakkavör í fremstu röð fyrirtækja á Íslandi heldur er það orðið vel metið og þekkt í sinni grein erlendis.“ Þetta er í fjórtánda sinn sem Frjáls verslun útnefnir menn árs- ins í íslensku atvinnulífi. Bakka- vör er metin á 14 milljarða króna og búist er við að hagnaður þess nemi 2.300 milljónum króna fyrir skatta á næsta ári. Bræðrunum í Bakkavör afhent viðurkenning Morgunblaðið/Þorkell HORFUR eru á að velta í upplýs- ingatæknigreinum verði 70 millj- arðar króna á þessu ári, en í fyrra var velta greinanna 62 milljarðar króna. Þetta kemur fram í yfirliti sem Þjóðhagsstofnun hefur tekið saman um virðisaukaskattskylda veltu í upplýsingatæknigreinum með fyrirvara um skilgreiningu og skráningu fyrirtækja í þessum greinum. Í Hagvísum Þjóðhagsstofnunar kemur fram að heildsalan er með um 40% af veltunni en hugbún- aðargerð og ráðgjöf hefur vaxið mest, eða 2,7 faldast frá ársbyrjun 1998. Gert er ráð fyrir að velta í hug- búnaðargerð og ráðgjöf muni verða um 20 milljarðar króna á þessu ári en velta í framleiðslu tækja muni verða um 1,2 millj- arðar króna. Velta síma- og fjar- skiptaþjónustu óx um 42% frá 1998–2001. Á þeim tíma lækkaði síma- og fjarskiptaþjónusta um 3% í neysluverðsvísitölu og er því magnaukning 47% á tímabilinu. Áætluð velta greinarinnar er 20 milljarðar króna. Aukin velta upplýs- ingatæknigreina ÚTGÁFA alþjóðlegra skuldabréfa jókst um 15% á milli áranna 2000 og 2001 og hefur aldrei verið meiri, sam- kvæmt könnun markaðsfyrirtækisins Dealogic. Í ½5 fréttum Búnaðarbank- ans í gær kemur fram að útgáfa al- þjóðlegra skuldabréfa er talin nema 1.680 milljörðum Bandaríkjadala í ár, eða 170 þúsund milljörðum króna, og er aukningin rakin til erfiðra að- stæðna á hlutabréfamörkuðum og vaxtalækkana, sem ætlað var að vinna á móti veikleikum í efnahagslíf- inu. Á þriðja ársfjórðungi 2001 var skuldabréfaútgáfa lítil og þarf að líta aftur til ársins 1998 til þess að sjá sambærilega útgáfu. Strax á fjórða ársfjórðungi jókst skuldabréfaútgáfa hins vegar mikið og var 36% meiri en á sama ársfjórðungi í fyrra. Hagstæð efnahagsleg skilyrði leiddu til þess að skuldabréfaútgáfa gekk vel, þrátt fyr- ir óvissu í kjölfar hryðjuverkanna í byrjun september, fall bandaríska orkurisans Enron og lækkandi láns- hæfismat alþjóðlegra greiningarfyr- irtækja á skuldabréfum fyrirtækja. Útgáfuaukning alþjóðlegra fyrir- tækjaskuldabréfa er talin vera 32% á þessu ári og er hún einkum rakin til aukinnar útgáfu bandarískra bréfa. Ástæðan er m.a. ellefu vaxtalækkanir bandaríska seðlabankans á árinu. Nú lítur út fyrir að slakinn í peningamála- stjórninni sé að ná hámarki og því gera sumir erlendir greiningaraðilar ráð fyrir að útgáfa skuldabréfa í Bandaríkjunum muni dragast saman á næstunni. Gert er ráð fyrir að sam- einingar, yfirtökur og fjárfestingar verði í minna lagi en það dregur úr fjárþörf fyrirtækjanna. Hins vegar eru væntingar um útgáfu evrópskra fyrirtækjaskuldabréfa meiri, sam- hliða væntingum um auknar samein- ingar og yfirtökur, að því er fram kemur í ½5 fréttum Búnaðarbankans. Útgáfa alþjóðlegra skuldabréfa aldrei meiri LANDSBANKI Íslands hf. og Vá- tryggingarfélag Íslands hf. hafa aukið við eignarhluti sína í Líf- tryggingafélagi Íslands hf. og minnkar hlutur Eignarhaldsfélags- ins Andvöku gf. í félaginu að sama skapi. Þá hefur Líftryggingafélag Íslands hf. selt allan hlut sinn í Vá- tryggingafélagi Íslands hf. Með söl- unni innleysir félagið verulegan hagnað og mun hluti hagnaðarins koma fram sem hlutdeildartekjur hjá Landsbanka Íslands hf. Í tilkynningu frá Landsbanka Ís- lands kemur fram að eftir viðskipt- in sé eignaraðild að Líftrygginga- félagi Íslands hf. þannig háttað að Landsbanki Íslands hf. á 50% hlutafjár, Vátryggingafélag Íslands hf. á 25% hlutafjár og Eignarhalds- félagið Andvaka gf. á 25% hlutafjár. VÍS búið undir skráningu Að mati Landsbankans er hér um að ræða mikilvægt skref í und- irbúningi fyrir skráningu Vátrygg- ingafélags Íslands hf. á Aðallista Verðbréfaþings Íslands hf., sem nú er stefnt að á fyrri helmingi næsta árs. Breyting á eign- arhlut í Líftrygg- ingafélaginu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.