Morgunblaðið - 28.12.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 28.12.2001, Blaðsíða 60
UMRÆÐAN 60 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HEMLUNARLENGD er mæli- kvarði á núninginn milli barðans og viðkomandi undirlags. Hún er því jafnframt mælikvarði á spyrnuhæfi- leika barðans, t.d. til að komast upp brekku, upp úr göturæsi eða um tor- færu við tilgreind skilyrði, eins og hún er mælikvarði á hæfileikann til að stöðva bifreiðina. Nú liggur fyrir skýrsla Rann- sóknarstofnunar byggingariðnaðar- ins (Rb), sem gerð er af Pétri Pét- urssyni og Þóri Ingasyni, um hemlunarvegalengd eða bremsu- vegalengd (b) á þurrum ísi fyrir nagla (N), loftbólur (L), harðkorn (H) og snjóbarða (S). Hér verður bremsuvegalengd í metrum fyrir loftbólubarða á 40 km hraða skráð sem „bL40“ og er byggt á skýrsl- unni. Tölur úr henni eru skráðar þannig og innan sviga. Í skýrslunni kemur fram, að við ökuhraða 40 km/klst er b fyrir loft- bólubarða (bL40= 43 m) hin sama og fyrir neglda barða (bN40=43 m), en harðkornabarðar (bH40= 65 m) og ónegldir vetrar- barðar, svokallaðir „snjóbarðar“ (bS40=65 m) hafa mun lengri (22 m, sem er 51% lengri) bremsu- vegalengd eða 65 m. Þetta er að mínu viti afgerandi mikill mun- ur. Þetta eru líka þær aðstæður, sem miða ber við, öryggi til að stöðva og hæfileiki til að komast áfram við erfiðar aðstæður, hálku og halla, þar sem undir er þurr ís. Þetta er því að mínu viti rétta forsendan fyrir vali á vetrarbörðum fyrir hinn almenna ökumann, sem yfir vetrar- tímann ekur að mestu innan borgar og þarf að komast frá heimili sínu á litlum hraða, yfirleitt um þröng íbúðahverfi, að söltuðum brautum, en ekur ekki úti á landi á ísi hraðar en 40 km/klst. Segja má að þessi spotti sé hans „hálkuvandi“. Hann þarf að komast t.d. upp úr renn- usteini eða upp smábrekku á leið- inni út á braut, eða upp innkeyrsl- una á leiðinni heim. Í þessum tilfellum er reyndar um að ræða að taka af stað næstum úr kyrrstöðu. Við þessar aðstæður eru hörðu kornin (bH40 = 65 m) mun lé- legri en loftbólur (bL40 = 43 m). Mun- urinn við 40 km hraða er 65–43 = 22 m, sem er 51% eða næstum 5 bíllengdir, sem bíll á harðkornabörðum rennur lengra en bíll á loftbólum. Við meiri hraða (60 km/klst) t.d. utan borgar í hálku stöðvast harðkorna- barði á 122 m (bH60 = 122 m) og loftbólubarði á 97 m (bL60 = 97 m) munur- inn er 122–97 = 25 m, sem er 26% eða um 5 bíllengdir. Þetta felur líka í sér, að bíll á loftbólubörðum kemst upp brattari brekku en bíll á harð- kornabörðum. Hann situr eftir, spólar og kemst hvergi. Ökumaður, sem þarf að aka utan borgar langar vegalengdir og ekur því væntanlega með meiri hraða en 40 km/klst, þarf nagla til að stöðva og ná lágmarks bremsuvegalengd. þar duga loftbólur ekki, því hraðinn er yfir 40 km/klst. Þar er hans „hálkuvandi“. Á 60 km/klst stöðva naglar á 88 m (bN60 = 88 m) en loft- bólur á 97 m (bL60 = 97 m), mun- urinn er 9 m eða 10%, um 2 bíllengd- ir, en hörðu kornin stöðva á 122 m (bH60 = 122 m) og renna því 122– 88 = 34 m lengra en naglar. Snjó- barðar stöðva á 133 m (bS60 = 133 m) og renna því (133 –88 = 45) 45 m eða 51%, um 10 bíllengdum lengra en naglabarðar. Við akstur úti á landi á meiri hraða en 40 km/klt eru því naglar sjálfsagt öryggi. Umhverfisvandi, svifryk, tjöru- slettur og slit á akbrautum eru fylgifiskar slitinna naglabarða einna en hvorki harðkornabarða né loft- bólubarða. Á þessum forsendum er rétta valið fyrir höfuðborgarbíla því loftbólubarðar. Þeir eru umhverfis- vænir, spæna ekki upp malbik og veita ökumanni hámarksöryggi í hægum akstri á þurrum ísi t.d. inn- an borgar frá heimili að söltuðum brautum. Miðað við loftbólubarða er munurinn á bremsuvegalengd við 40 km hraða 22 m eða 51% eða 5 bíl- lengdir, sem harðkornabarðinn rennur lengra en loftbólubarðinn. Það gætu orðið margir árekstrar og mörg slys og mikið fjárhagslegt tjón bíleigenda á þessum 5 bíllengdum, ef menn velja ranga barða undir bíl- inn. Þetta er líka sjónarmið trygg- ingarfélaganna, sem þurfa að borga sinn brúsa, ef óhapp verður. Að miða harðkornabarða aðeins við naglabarða og tilheyrandi galla, hljóðmengun, svifryk, slit á ak- brautum og rennsli (skautun) á þurru malbiki er ekki allur sannleik- urinn, því á markaðnum eru loft- bólubarðar, sem hafa ekki þessa slæmu eiginleika. Loftbólubarðarn- ir eru lausir við þessa galla en eru auk þess mun betri á þurrum ísi, eins og áður er lýst, en það eru þau ökuskilyrði, sem lang flestir eiga við að glíma. Þetta má lesa út úr grein í Frétta- blaðinu 30. okt., þótt það sé ekki skráð þar skýrum orðum. Þetta orðalag á niðurstöðum skýrslunnar er því ekki að finna í skýrslunni, en það eru einmitt þessi atriði, sem ökumaðurinn þarf á að halda að mínu viti til að velja réttu barðana, takmarka hraðann og njóta fyllsta öryggis í umferðinni. Það er full þörf á að komast að réttri niður- stöðu í vali á hjólbörðum. Það verð- ur ekki gert með því að endurtaka í sífellu samanburð á röngum for- sendum, miða ágæti harðkorna- barða við neglda barða eins og loft- bólubarðar séu ekki til, eða að miða við strætisvagna, sem aðeins aka eftir söltuðum og auðum brautum en ekki á þurrum ísi. Þetta er ein- faldlega röng viðmiðun. Hins vegar er það rétt, að naglabarðar eru ekki besta lausnin. Það er þörf og tíma- bær ábending. Neyðarbílar lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabílar aka að sjálfsögðu á negldum hjólbörðum. Þar er þess vandlega gætt, að barðar séu ekki slitnir. Þeirra forsendur eru líka aðrar en hins almenna ökumanns, sem að vetri ekur að mestu innan strætisvagnasvæðis og ekki hraðar en á 40 km/klst utan þess í frosti og hálku. Loftbólubarðar og harðkorna- barðar skauta ekki á þurru malbiki, eins og einkum slitnir naglabarðar gera. Harðkornabarðar eru aftur á móti ekki einu barðarnir, sem hafa þennan kost. Loftbólubarðar skauta heldur ekki. Það ber að fagna þessari skýrslu, sem gefur að mínu viti afgerandi leiðbeiningar um val á hjólbörðum og takmörkun hraða. Enn vantar rannsóknir á bremsuvegalengd á tjöruslepju á börðum og strætis- vagnaleiðum. Þá er rétt að benda „nöglunum“ á, að haga sér ekki eins og „sauðir“, sem troða fjárgötur. Kostir loftbóluhjólbarða Jón Brynjólfsson Hjólbarðar Það er rétt að benda „nöglunum“ á, segir Jón Brynjólfsson, að haga sér ekki eins og „sauð- ir“, sem troða fjárgötur. Höfundur er verkfræðingur. Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Meðgöngufatnaður fyrir mömmu og allt fyrir litla krílið. Þumalína, Pósthússtr. 13, sími 551 2136
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.