Morgunblaðið - 28.12.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.12.2001, Blaðsíða 52
UMRÆÐAN 52 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hallgrímur F.Árnason fæddist í Hafnarfirði 12. sept- ember 1918. Hann lést á heimili sínu 18. desember síðastlið- inn. Hann var yngsta barn hjónanna Árna Hallgrímssonar frá Görðum í Mýrdal, f. 11. janúar 1870, d. 17. ágúst 1949, og Rósu Guðmundsdótt- ur frá Brekku við Voga á Vatnsleysu- strönd, f. 23. maí 1879, d. 21. ágúst 1939. Systur Hallgríms voru: óskírt stúlkubarn, f. 1.1. 1900, dáin fáum dögum síðar, og Svanhvít Valería, f. 12.6. 1905, d. 4.5. 1968. Hallgrím- ur kvæntist 30. október 1954 Sig- rúnu Guðmundsdóttur leikskóla- kennara, f. 26.6. 1929. Hún er dóttir Guðmundar G. Kristjánssonar, f. 23.1. 1893, d. 4.11. 1975, og Láru I. Hallgrímur átti heimili með föð- ur sínum eftir lát móður sinnar á æskuheimilinu á Jófríðarstaðavegi 8a í Hafnarfirði ásamt systur sinni, Svanhvíti, og eiginmanni hennar, Bjarna Þórðarsyni, og börnum þeirra þremur. Hallgrímur veiktist af berklum árið 1942, aðeins 24 ára, og aftur 1947. Hann stundaði nám við Iðnskóla Hafnarfjarðar í raf- vélavirkjun, lauk bóknámi á styttri tíma en til var ætlast en lauk ekki sveinsprófi vegna erfiðleika á þeim tíma við að komast í verknám. Hann stundaði almenna verka- mannavinnu, var strætisvagna- stjóri hjá ÁBH (Áætlunarbílum Hafnarfjarðar) en lengst starfaði hann sem leigubílstjóri á Nýju bíl- stöðinni í Hafnarfirði. Bílstjóri var hann hjá Verzlunarbanka Íslands og síðar Íslandsbanka frá 1976 til ársloka 1990 er hann lét af störfum vegna aldurs á sjötugasta og þriðja aldursári. Hallgrímur var mikill trúmaður og sótti reglulega Frí- kirkjuna í Hafnarfirði, sem hann starfaði mikið fyrir. Hann var bú- settur í Hafnarfirði alla sína ævi- daga. Útför Hallgríms fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Magnúsdóttur, f. 19.7. 1894, d. 15.7. 1990, frá Ísafirði. Börn Hall- gríms og Sigrúnar eru: 1) Árni prófarkalesari, f. 2.4. 1956, kvæntur Unni Ágústsdóttur, f. 6.6. 1955, rekstrar- fræðingi. Börn Árna og Emilíu G. Magnús- dóttur eru Védís, f. 7.3. 1977, sambýlismaður Gunnar Jóhannesson, f. 28.5. 1977, og Hall- grímur, f. 25.2. 1988. Dóttir Árna og Unnar: Katrín, f. 18.8. 2000. Stjúpdætur Árna, dætur Unnar, eru Sigrún, f. 24.5. 1973, og Salvör, f. 5.3. 1990. 2) Lára Ingibjörg, cand. mag., f. 14.4. 1957, gift Símoni Reyni Unndórssyni rafmagns- tæknifræðingi, f. 11.8. 1956, börn þeirra eru Ásdís Eir, f. 12.7. 1984, og Óttar, f. 14.7. 1993. 3) Rósa Sig- ríður, f. 6.7. 1959, d. 21.7. 1961. Tengdafaðir minn, Hallgrímur Árnason, er látinn. Ég kynntist Hall- grími á haustdögum 1994 þegar við Árni, sonur hans, vorum að byrja okk- ar samband sem síðan þróaðist út í sambúð og hjónaband. Þau hjónin, Hallgrímur og Sigrún, tóku mér og dætrum mínum með einstakri hlýju. Þessi hlýja var það sem kannski ein- kenndi tengdaföður minn öðru frem- ur, hann var öllum góður og ég man ekki til þess að hafa heyrt hann hall- mæla nokkrum manni. Hallgrímur var af þeirri kynslóð sem nú er að mestu gengin til feðra sinna, kynslóðinni sem með vinnu- semi sinni og hagsýni byggði upp það þjóðfélag sem við búum við í dag. Hans skyldur voru fyrst og fremst við fjölskyldu sína og guð sinn, að sjá sér og sínum farborða og rækta trú sína. Nú er hann horfinn okkur og eftir sit- ur minningin um góðan mann, minn- ing sem gerir okkur sem vorum hon- um samferða að betri manneskjum. Yfir tindum öllum er ró, friður á fjöllum, fugl í tó hljóðnaður hver; það bærist ei blær eða kliður. Einnig þinn friður framundan er. (Þýð. Yngvi Jóhannesson.) Unnur Ágústsdóttir. Ég kom fyrst á heimili Hallgríms F. Árnasonar í Hafnarfirði í byrjun árs 1976, þá tæplega tvítugur. Ég var á þeim tíma að gera hosur mínar grænar fyrir dóttur hans. Þremur ár- um áður hafði ég misst föður minn og fann ég fljótlega að Hallgrímur hafði djúpan skilning á þeirri upplifun minni, enda kom í ljós að hann hafði sjálfur misst móður sína sem ungur maður. Með tímanum fannst mér hann að sumu leyti fylla það skarð sem myndaðist í lífi mínu við andlát föður míns. Við Hallgrímur tengd- umst vináttuböndum sem héldu fram á hans síðasta dag. Hallgrímur var fulltrúi þeirrar kynslóðar þar sem vinnusemi, trúin á Guð og umhyggja fyrir fjölskyldunni voru aðalatriði, en allt annað aukaat- riði. Um fermingu var hann farinn að vinna sem fullorðinn væri og pening- arnir runnu til heimilisins. Hann stundaði almenna verkamannavinnu og fór í síldarverkun um nokkurra ára skeið norður á Djúpuvík. Þar var að- búnaður á þeim tíma slæmur fyrir að- komufólk og þar sýktist hann af berklum árið 1942, þá 24 ára gamall og var vart hugað líf. En hann komst til heilsu og æ síðan vann Hallgrímur bókstaflega myrkranna á milli meðan hann gat í þeim eina tilgangi að sjá fjölskyldu sinni farborða. Hann bar einnig umhyggju fyrir þeim sem áttu um sárt að binda og var ávallt hjálp- legur þeim sem til hans leituðu. Hallgrímur var atvinnubílstjóri lengst af. Hann var strætisvagna- stjóri hjá ÁBH (Áætlunarbílum Hafnarfjarðar), síðan lengi leigubíl- stjóri hjá Nýju bílstöðinni í Hafnar- firði og bílstjóri hjá Verzlunarbank- anum (síðar Íslandsbanka) síðustu 15 starfsárin. Hann kunni því vel að vera á ferðinni, koma við í útibúum bank- ans og gantast við starfsfólkið þegar tími gafst til. Ég átti eitt sinn erindi við Hallgrím og hitti hann í Verzlun- arbankanum í Bankastræti. Hann sýndi mér alla aðstöðu í bankanum og mér er sérstaklega minnisstætt við- mót allra starfsmanna sem Hallgrím- ur talaði við, það var auðséð hversu vel liðinn hann var af öllum. Nokkrum dögum fyrir andlát hans ræddum við Hallgrímur um feril hans sem atvinnubílstjóri. Hann hafði þá fyrr í vikunni látið vera að endurnýja ökuskírteinið sitt sökum heilsuleysis. Hann sagði mér hversu þakklátur hann væri fyrir að hafa hlotnast sú gæfa að valda engum alvarlegu tjóni, hann hefði verið lánsamur í starfi og aldrei keyrt á annan bíl, en einu sinni hefði verið keyrt á hann. Efst í huga hans var samt atvik sem gerðist þeg- ar hann var strætisvagnastjóri fyrir löngu. Þá hefði barn komið hlaupandi á bílinn í þann mund sem hann var að taka af stað og lent undir bílnum við afturdekkið. Hallgrímur hljóp með barnið í fanginu upp á Landspítala sem var í næsta nágrenni. Eftir að hafa gert foreldrum barnsins viðvart og fengið úr því skorið að barnið væri heilt sneri Hallgrímur aftur til vinnu sinnar. Hann fylgdist síðan með barninu þar til hann var viss um að það hefði náð sér að fullu. Þessi saga er mér minnisstæð þessa dagana, vegna þess að mér þótti sérstakt að einmitt þetta atvik, það eina þar sem hann komst nálægt því að skaða aðra manneskju, skyldi vera honum efst í huga þegar löngum og farsælum ferli sem ökumaður var lokið. Tengdafaðir minn var glaðlyndur maður, hógvær, lítillátur, trúaður, tryggur og heiðar- legur. Allt eru þetta eiginleikar heil- steypts manns og það voru forréttindi mín að fá að kynnast honum. Heim- urinn væri betri ef til væru fleiri eins og Hallgrímur F. Árnason. Blessuð sé minning hans. Símon R. Unndórsson. Ég vaknaði við hliðina á ömmu, en afi var löngu kominn á fætur. Löngu búinn að hafa til morgunmatinn og sennilega bursta skóna mína. Við gengum tvö saman niður í Fríkirkju, sátum sunnudagaskólann og síðan messuna sjálfa. Þegar við komum á Álfaskeiðið aftur var enn tími til að skreppa upp á Hamar fyrir mat. Og þótt hún væri lengri leiðin fram hjá söluturninum fannst okkur hún alltaf notalegust, sérstaklega á leiðinni heim þegar við stálumst til að kaupa okkur mola. Ég og afi minn. Afi minn sem kunni allar bestu sögurnar síðan í gamla daga, var með sterkustu hendur í heimi, mýksta skeggið og besta faðminn. Afi minn sem gaf mér trúna á Guð og trúna á sjálfa mig. Þannig minnist ég hans og þannig vil ég minnast hans alla tíð. Með þakk- læti og ást. Védís. Við dauðsfall hvolfast yfir mann minningar, oft frá löngu liðnum tíma, og jafnframt allt of oft sorg eða dep- urð yfir að hafa ekki séð enn meira af þeim sem eru farnir og líka þeim sem lifa. Í erli og áreiti lífsins gefst því miður aldrei nógur tími til mannlegra samskipta og viss kaflaskipti verða í samskiptum eftir lífi manna, starfi og búsetu. Hallgrímur Árnason er hluti af ótal minningum, einkum frá bernsku minni og uppvexti. Halli var Hafnfirðingur eins og mamma og þau voru saman í skóla, sem börn og unglingar, hann keyrði strætó milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur með pabba og þeir keyrðu báðir leigubíla á Nýju bílstöð- inni í Hafnarfirði um skeið. Svo varð hann Halli kærastinn hennar Lillu frænku, einkasystur pabba, og síðar tengdasonur ömmu og afa. Halli var mikill sjálfstæðismaður, en afi mikill krati af gamla skólanum. Einu vandræðin í sambandi við þau viðhorf, eftir því sem ég man og veit, var að erfitt var eða sennilega ómögu- legt að láta keyra sig á kjörstað í bíl merktum í bak og fyrir og beggja vegna með stóru D, eins og bílnum hans Halla, ef maður var krati eða vildi ekki láta vita hvern maður kaus. Mikið þótti mér flott að þekkja menn með svona fastar skoðanir, sem þeir stóðu við og gátu varið. Halli gat keyrt okkur pabba austur í Stóru-Sandvík í Flóa, Krísuvíkur- leiðina, þegar ófært var yfir Hellis- heiðina, hann gat fengið miða í Bæj- arbíó á Línu langsokk, þótt allt væri uppselt, og bauð mér á fyrstu tón- leikana sem ég fór á – og stríddi mér síðan á að ég hefði bara horft á hversu sætir dönsku kórdrengirnir voru, en ekki athugað hvort þeir gátu nokkuð sungið. Halli var svo langur að ég man greinilega þegar ég náði honum í hné og hversu lofthrædd ég var, þegar hann lyfti mér upp og ég sat á öxlum hans. Þá sá ég líka yfir allt! Mikil var gleðin og ábyrgðin sem fylgdi fæðingu Árna, frumburðar Halla og Lillu. Ég var ráðin „barn- fóstra“ upp á kaup, fékk gott og gos á kvöldin og lifandi jólatré með seríu með loftbólum næstu jól. Ári seinna fæddist Lára, nafna mín, og rúmlega ári eftir það Rósa. Mikið var gaman að fylgjast með þessum frændsystkinum sínum. Á tveggja ára afmæli Rósu var stór- veisla og gleði. Nokkrum dögum síðar veiktist Rósa og dó. Botnlanginn hafði sprungið. Hvílík sorg og hvílíkur missir. Þrátt fyrir strjálli og minni sam- skipti gegnum árin streymdi þessi sama hlýja, umhyggja og væntum- þykja frá Halla alla tíð. Minningarnar lifa og veita birtu og hlýju. Lára Ingibjörg Ólafsdóttir (Lalla). HALLGRÍMUR ÁRNASON  Fleiri minningargreinar um Hall- grím Árnason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Rannveig Möllerfæddist á Vöðlum í Önundarfirði 23. júní 1917. Hún lést 22. desember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Oddur Kristjánsson, f. 14.12. 1880, d. 3.2. 1955, og Kristjana Símonía Pétursdóttir, f. 6.12. 1877, d. 19.6. 1950. Oddur og Kristjana áttu fimm börn og einn uppeldisson. Eiginmaður Rann- veigar var Sverre Möller, f. 29.7. 1908, d. 21.11. 1953. Rannveig og Sverre eignuðust fimm börn: 1) Oddur, f. 3.10. 1939, kvæntur Sigríði Sigurborgu Guð- mundsdóttur og eiga þau tvö börn og fimm barnabörn. 2) Ísak, f. 10.1. 1942, d. 13.4. 1947. 3) Ísak, f. 14.5. 1948, kvænt- ur Steinunni Bárðar- dóttur og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. 4) Krist- jana, f. 9.4. 1951, gift Gunnbirni Guð- mundssyni og eiga þau þrjár dætur. 5) Hlynur, f. 23.2. 1953, sambýliskona Mo- niqe Van Qsten og á hann fimm börn. Rannveig starfaði lengi við afgreiðslu í Teitssjoppu og í þvottahúsinu Fönn. Útför Rannveigar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Þegar ég sest niður og skrifa nokk- ur minningarorð um tengdamóður mína er mér efst í huga þakklæti fyrir árin 42 sem við áttum samleið. Allan þann tíma höfum við átt gott sam- band. Rannveig naut þess að vera með börnum sínum og barnabörnum. Jólaboðin sem hún hélt varðveitast í minningunni. Margar voru ferðirnar sem við hjónin fórum með henni í sveitina að heimsækja son minn og fjölskyldu. Þar naut hún sín vel í nátt- úrufegurðinni. Síðustu ár hafa verið erfið, það var henni erfitt að geta ekki hugsað um garðinn sinn því hún hafði svo sannarlega græna fingur og bar garðurinn hennar henni fagurt vitni. Síðasta ár hefur hún dvalið á hjúkr- unarheimilinu Skjóli og notið frá- bærrar umönnunnar. Hjartans þökk fyrir það. Rannveig mín, þakka þér innilega allar góðu stundirnar okkar saman. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Guð geymi þig og hafðu þökk fyrir allt. Þín tengdadóttir. Sigríður Sigurborg Guðmundsdóttir. Að leiðarlokum er margs að minn- ast þegar litið er yfir farinn veg. Minningarnar hrannast upp. Barn- æskan, að alast upp í sama húsi og amma, taka á móti henni úr vinnu oft- ar en ekki með gott í poka. Fjölskyld- an var henni allt og hún fylgdist vel með því sem barnabörnin tóku sér fyrir hendur. Allar ferðirnar saman, jólaboðin sem oft voru ansi fjörug og allar dýrmætu samverustundirnar koma upp í hugann. Seinna, þegar ég var orðin fullorðin og komin með fjöl- skyldu var notalegt að búa í risinu hjá ömmu. Enda var hún engin venjuleg amma. Hún var amman sem labbaði Laugaveginn á áttræðisaldri, amman sem þótti pizzur herramannsmatur og amman sem keypti sér ljósakort með mér og saman löbbuðum við í ljós hjá Dóra. Seinna þegar ég var önnum kafin í námi lét hún sig ekki muna um að koma með jogginggalla í poka einu sinni í viku og þrífa fyrir mig húsið hátt og lágt. Þín alltaf mun ég minnast fyrir allt það góða sem þú gerðir fyrir allt það sem þú skildir eftir fyrir gleðina sem þú gafst mér fyrir stundirnar sem við áttum fyrir viskuna sem þú kenndir fyrir sögurnar sem þú sagðir fyrir hláturinn sem þú deildir fyrir strengina sem þú snertir Ég ætíð mun minnast þín. (F.D.V.) Elsku amma, að eiga þig að voru mín forréttindi í lífinu, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín Rannveig. RANNVEIG MÖLLER  Fleiri minningargreinar um Rannveigu Möller bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. =  2   -  2         /   -         '  H . 89 H'  "G2 0) %'+:)+ :'*&%)2 5   2     2    *        * -           %          &    /     45C. 84 0  4  / " )!(&2    - /       '    %   ,  /   .' 8+   (020:) <>   /'*  +; 2)+   29    82)+ 0&<) 8+2  8+ 2)+  H ;02)+   ) 02 !)   0)+2.'    %&     &  //*2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.