Morgunblaðið - 28.12.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 28.12.2001, Blaðsíða 54
UMRÆÐAN 54 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ AUK efnislíkamans eru allir menn gerðir úr orkusviði og sjö orku- stöðvum, eða „chakra“. Orkusviðið og „chakra“ endurspeglar og sýnir í raun hvernig líkamleg, tilfinningaleg, hugræn og andleg líðan og heilsa einstaklingsins er. Fullkomin heilsa og sú tilfinning að okkur líði alveg frábærlega vel, eins og við vildum að okkur liði hvern ein- asta dag sem okkur er gefinn, fæst þegar við erum í orku- ríku ástandi. Við öðlumst það með fullkomnu samræmi líkama, tilfinn- inga, hugar og sálar. Heilun felst í því að hreinsa og leið- rétta orkusviðið og „chakra“ líkam- ans og fylla það krafti, en þá er mögulegt að ná góðri heilsu og alls- herjar lífsfyllingu. Við sjáum best hvert mikilvægi heilunar er þegar við gerum okkur grein fyrir því að at- burðir í orkusviðinu eru bæði grund- völlur og undanfari þess sem gerist í líkamlegu tilliti. Með því að heila brenglun í orkusviðinu getum við komið í veg fyrir margvísleg líkamleg og andleg vandamál. Á sama hátt getum við ráðið bót á og læknað mörg líkamleg og andleg vandamál með því að heila bjögun í orkusviðinu. Áhyggjur og kvíði er nokkuð sem margir þjást af. Ein orkuskekkja, sem kann að valda áhyggjum og kvíða, er þegar orkan leitar upp á við en við það minnka eða rofna tengslin við móð- ur Jörð. Öll orkan safn- ast saman í efri hluta líkamans, einkum í huganum, og veldur stöðugum straumi hugsana á borð við „Bara ef…“ og „Hvað ef…“, sem flestar eru neikvæðar í eðli sínu. Ég hef sjálf verið kvíða- gjörn og þurfti að læra af reynslunni að allt sem þarf til að hætta að hafa sífelldar áhyggjur er að ná sér niður á jörðina, að ná orkunni niður. Þegar ég er komin niður á jörðina er ég stödd hér og nú (áhyggjurnar eru að mestu liðin reynsla sem varpast inn í ókomna framtíð). Ég finn að ég er full af orku, yfirveguð og einbeitt og full sjálfs- trausts. Mér hefur því lærst að þegar ég hef ekki jarðsamband þá líður mér illa en þegar ég er í sambandi við jörð líður mér stórkostlega vel – valið er mitt. Meginmarkið heilunar er að finna jafnvægi, endurheimta og hlaða orkusviðið og „chakra“ og einnig að fjarlægja alla orku sem ekki eykur lífsþróttinn. Heilun er ávallt tengd jarðsambandinu og því að leiðrétta hvers kyns vandamál sem snerta það. Tengslin við jörðina eru afar mikilvæg okkur, sem lifandi jarðar- verum, og jörðin er ein aðalupp- spretta kraftsins í okkur. Við heilun er t.d. mjög brýnt að ég sé tengd jörðinni vegna þess að afl mitt til að heila er miklu sterkara þegar ég er í sambandi við jörðu. Sérhver „chakra“ er tengd við sál- ina. Hjartastöð (chakra) tengist t.d. getunni til að gefa ást og meðtaka hana. Ef hjartastöð er lokuð leiðir það til sambanda án tengingar við hjartað, án þess að hægt sé að gefa og öðlast ást annarrar manneskju, en það þráum við öll. Hjartastöð, sem er lokuð eða bjöguð á einhvern hátt, brenglar tilfinningar í garð annarrar manneskju. Hálsstöð tengist sjálfs- ákveðni og að segja sannleikann um sjálfan sig. Fólk, sem á erfitt með að segja „nei“, er sennilega með bjögun í hálsstöð. Þreyta, örmögnun, áhuga- og gleðiskortur, lágt sjálfsmat og lítil mótstaða gegn algengum sjúkdóm- um getur allt verið bein afleiðing þess að mjög lítil orka sé í orkusvið- inu. Heilun hreinsar og hleður orku- sviðið og færir ljós og jákvætt hug- arfar gagnvart lífinu. Líkamleg vandamál má oft leysa með heilun. Kona ein þjáðist af grindargliðnun eftir barnsfæðingu nokkrum árum fyrr og hún þurfti að takmarka athafnir sínar vegna sárs- auka. Þegar ég athugaði konuna sá ég þreytta og ofþanda vöðva. Eftir um það bil þrjá heilunartíma gat hún unnið í garðinum í nokkra tíma án þess að finna fyrir sársauka, en það hafði hún ekki getað um árabil. Alls kyns líkamleg áföll hafa líka áhrif á orkusviðið og þeirra sjást þar merki. Þótt líkamlegi vandinn hafi verið læknaður má oft finna leifar hans í orkusviðinu, sem hindrar full- an bata. Lækning líkamlega vandans í orkusviðinu getur leitt til fullkomins bata (þótt ég hafi ekki mikla beina reynslu segir sú reynsla sem ég hef mér að auðvelt sé að lækna „dular- fulla“ sjúkdóma á borð við síþreytu og vefjagigt með heilun). Oft er einhver vandi í lífinu sem hrjáir manneskjuna á öllum fjórum sviðum samtímis, því líkamlega, til- finningalega, hugræna og andlega. Til mín leitaði kona sem þjáðist af kvíðaköstum. Við heilunarmeðferð- ina kom í ljós að kvíðaköstin orsök- uðust af ýmsum samverkandi þátt- um. Konan var uppgefin líkamlega eftir nýafstaðna barnsfæðingu, fjöl- skyldan gerði til hennar ofurkröfur, hún óttaðist að fá ofsaköst vegna nið- urbældrar reiði og hún hafði lifað fyrra lífi þar sem hún dó vitandi það að börn hennar myndu svelta til dauða (fæðingin kom af stað minn- ingum um fyrra líf). Heilunarmeð- ferðin dró mjög úr kvíðaköstum hennar og gaf henni aftur orku og áhuga á lífinu. Þessi meðferð varð líka til þess að hún fór að gefa sjálfri sér meiri gaum og hún varð miklu já- kvæðari gagnvart sjálfri sér og lífi sínu. Heilun virkar á öll svið manneskj- unnar og einangrar aldrei líkamann frá hinum sviðunum, það er því til- finningalega, hugræna og andlega. Í því er fólgin fegurð heilunarinnar og styrkur. Hvað er heilun og hvað getur hún gert fyrir þig? Gitte Lassen Orkustöðvar Ein orkuskekkja, sem kann að valda áhyggjum og kvíða, segir Gitte Lassen, er þegar orkan leitar upp á við en við það minnka eða rofna tengslin við móður jörð. Höfundur er heilari, ráðgjafi og miðill frá andlegum leiðbeinendum. Í UPPHAFI byggð- ist borgin út frá höfn- inni. Þaðan kom það afl sem gerði Reykjavík að nútímaborg. Þess vegna get ég ekki annað en mótmælt fyrirætlun- um meirihlutans í borg- arstjórn Reykjavíkur að leggja helst alla starfsemi af við höfnina til að koma þar fyrir menningarhúsum. Þau geta verið víða annars staðar. Reyndar er meirihlutinn ekki einn um þessi áform. Þau njóta stuðnings Sjálfstæðisflokksins. Í stað þess að leggja hafnarsvæðið undir menningarhús sem fáir sækja þætti mér viturlegra að hafa þar sjó- minjasafn, fiskmarkaði, veitingastaði sem sérhæfa sig með mat úr hráefn- um sem fást í hafinu og fleira má nefna. Ég er sannfærður um að starf- semi sem sú sem ég hef hér nefnt lað- ar mun frekar að ferðamenn en ein- staka söngsalir og önnur menning- arhús og getur þess vegna glætt miðborgina lífi. Það er ekki við hæfi að gleyma því að í eina tíð var Reykjavík mesta ver- stöð landsins. Það er engin ástæða til að það gleymist. Það er nauðsyn að halda í söguna, varðveita hana, sýna henni skilning og síðan ekki síst nota hana sem hvatningu til að ná aftur þeim glæsilega árangri sem við eitt sinn náðum. Það er staðreynd að hafnir eru háð- ar því að vera við ströndina. Mér þyk- ir stundum, sem þeir sem verst láta, vilji helst losna við höfnina og koma henni fyir á heiðum uppi. Það er vandalaust að finna lausn sem allir eiga að geta sæst á. Í stað þess að af- leggja það starf sem fram fer við höfnina verði það látið í friði, með þeim breytingum sem ég nefndi. Tón- listarhús og önnur punthús geta einn- ig verið við ströndina. Það er nægt pláss á Laugarnesi. Ekki kom mér á óvart þegar for- svarsmenn annarra sveitarfélaga hér í grenndinni lýstu sig hamingjusama með að menningarhús verði byggð við höfnina. Þeir vita sem er að það þýðir að til þeirra streyma atvinnu- tækfæri sem eru öllum sveitarfélög- um nauðsyn – nema ef vera skyldi Reykjavík – þar sem stefnan virðist vera að koma öllu slíku sem lengst í burt. Sér í lagi ef störfin eru ekki unn- in í jakkafötum eða drögtum. Í Hafnarfirði er mikið líf við höfn- ina. Þar hafa menn ekki misst trúna á sjávarútveginn og gera sér grein fyr- ir mikilvægi hans. Þeir virðast gera út á að þjóna fiskiskipum og fisk- vinnslum. Kópavogsbúar vita þetta og gera sitt til að ná til sín sneið af kökunni. Í þeim bæ hafa orðið til hundruð nýrra fyrirtækja á síðustu árum. Það er vont til þess að vita að vegna uppgerð- ar fínheita, snobbháttar og ráðaleysis stjórn- enda hefur Reykjavik misst frá sér fjölda starfa og komið í veg fyrir mörg ný. Það er vonandi að þeir sem bera ábyrgðina finni vel til sín þegar þeir ganga um salina og hreykjast af bruðlinu og ósóman- um. Hitt væri betra fyr- ir borgina okkar, það er að stjórnendur hennar sjái að það er verið að breyta henni í draugaborg – hér fækkar atvinnutækifærum með- an þeim fjölgar hjá nágrönnunum. Það er fleira sem við verðum að gefa gaum. Áform Landsvirkjunar um stórfelldar virkjanir á Austur- landi snerta okkur Reykvíkinga mik- ið. Við eigum 45 prósent í Landsvirkj- un og það er ekki okkar hagur að ráðist verði í virkjanir sem ekki er bú- ið að sjá fram á að skili arði. Ef virkj- að verður og illa fer skaðast Reykja- vík verulega. Hlutur okkar í Landsvirkjun mun verða verðminni en ella. Helst vildi ég að borgin seldi sinn hlut. Ég er ekki viss um að Aust- firðingar, snéri málið á hinn veginn- ,væru reiðubúnir að taka slíka áhættu til sköpunar starfa í Reykjavík. Ég er alls ekki á móti virkjunum. Ég bara vil ekki að áhætta af þessu verkefni verði að stórum hluta á kostnað Reykvíkinga. Best væri að selja hlut Reykjavíkur í Landsvirkjun og nota þá fjármuni til uppbyggingar at- vinnulífs í borginni. Ég bið þá sem þetta lesa að fylgjast með nýrri rödd í málefnum Reykja- víkur. Frjálslyndi flokkurinn ætlar ekki að sitja aðgerðarlaus og horfa á borgina breytast í monthús. Við mun- um láta frá okkur heyra og við mun- um bjóða upp á val í komandi kosn- ingum. Þeir Reykvíkingar sem ofbýður hvernig er verið að fara með borgina fá val í kosningunum. Það er von mín að fólk nýti sér það. Til varnar Reykjavík Birgir Hólm Björgvinsson Höfundur er stjórnarmaður í Sjómannafélagi Reykjavíkur. Höfnin Vegna uppgerðar fín- heita, snobbháttar og ráðaleysis stjórnenda, segir Birgir Hólm Björgvinsson, hefur Reykjavík misst frá sér fjölda starfa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.