Morgunblaðið - 28.12.2001, Blaðsíða 73
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 73
Hlutverk sölumanns
Vefurinn sem sölutæki
Tölvupóstur og Internetið
Mannleg samskipti
Sölu- og viðskiptakerfi
Verslunarreikningur
Windows - Word - Excel - Power Point
Tímastjórnun
Markaðsfræði
Sölutækni
Auglýsingatækni
Myndvinnsla og gerð kynningarefnis
Lokaverkefni
Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980
Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi - Sími: 544 4500
Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937
Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is
n
t
v
.
is
nt
v.
is
n
t
v
.i
s
Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist þjálfun í
sölumennsku og notkun tölvutækninnar á þeim vettvangi.
-Sölu og tölvunám
„Eftir að hafa kynnt okkur vandlega
hvað væri í boði ákváðum við að
endurmennta sölumenn okkar á
Sölu- og tölvunámi hjá NTV. Á þessu
námskeiði var farið í einstaka þætti í
söluferlinu, markaðsfræði, og sam-
skipti við viðskiptavini. Að nám-
skeiðinu loknu náðu þeir að nýta sér
tölvur betur við sölustörf sín og þar
með bæta þjónustu okkar við
viðskiptavini. Námið var hnitmiðað
og hefur m.a. skilað sér í vandaðri
vinnubrögðum og betri árangri.
Helstu námsgreinar
Námskeiðið er 264 kennslustundir og hefst 8. janúar.
Uppl. og innritun í síma 544 4500 og á ntv.is
Ævar Guðmundsson
Frkv.stj. Freyju ehf.
RAÐGREIÐSLUR
Áramótaútsala
Föstudag 28. desember kl. 13-19
Laugardag 29. desember kl. 12-19
Sunnudag 30. desember kl. 13-19
Allt að 40% afsláttur
ef greitt er með korti
5% aukaafsláttur m.v.
staðgreiðslu
Sími 861 4883
á handhnýttum, austurlenskum gæðateppum
á Grand Hótel, Reykjavík,
Verðdæmi Stærð Verð áður Nú staðgr.
Pakistönsk 60X90 cm 9.800 6.800
Pakistönsk „sófaborðastærð“ 125+175-200 cm 43.900 28.400.
Balutch bænamottur 12-16.000 9.800
Rauður Afghan ca 200X280 cm 90.000 64.100
og margar fleiri gerðir
Stór humar
3.900 pr./kg.
Smálúðu flök
899 pr./kg.
FISKBÚÐIN VÖR
Höfðabakka 1, sími 587 5070.
39 umferðaróhöpp
voru tilkynnt til lög-
reglu og fimm öku-
menn voru grunaðir
um ölvun við akstur frá aðfanga-
degi til annars í jólum. Nokkuð
var um innbrot og sömuleiðis
eldsvoða.
Um hádegi á aðfangadag var
fjögurra bíla árekstur á Bústaða-
vegi og fann farþegi í einni bif-
reiðinni til eymsla í hálsi. Að
kvöldi aðfangadags urðu
skemmdir á bifreið á Hringbraut
við Hljómskálagarðinn. Ökumað-
ur taldi sig hafa fengið grjót fram-
an á bifreiðina en í ljós kom að
gæs hafði lent framan á bifreið-
inni. Við það brotnaði framrúða
og kom dæld á þak bifreiðarinnar.
Síðdegis annan í jólum voru höfð
afskipti af 5 ökumönnum og þeir
beðnir um að skafa snjó af bifreið-
um sínum áður en akstri yrði
haldið áfram, þar sem útsýni út úr
bifreiðunum var takmarkað og
aksturinn hættulegur umferðar-
öryggi. Þá var tilkynnt um slys á
Gullinbrú. Ökumaður missti
stjórn á bíl í hálku og endaði á
ljósastaur. Hann var fluttur með
sjúkrabíl á slysadeild og var með
höfuð- og útlimaáverka. Um
kvöldið var bifreið ekið á staur á
Sæbraut við Súðarvog. Ökumaður
var fluttur á slysadeild en hann
kvartaði um verk í höfði, á fæti,
brjósti og öxl. Farþegi var einnig
fluttur á slysadeild því mikið
blæddi úr enni hans. Seint um
kvöldið var bílvelta á Reykjanes-
braut. Ökumaður var fluttur með
sjúkrabifreið á slysadeild en bif-
reiðin fjarlægð með dráttarbif-
reið. Þá varð bílvelta á Reykja-
nesbraut um nóttina. Ökumaður
kenndi til eymsla í fæti, hann var
fluttur með sjúkrabifreið á slysa-
deild og er grunaður um ölvun við
akstur.
Bifreiðainnbrot algeng
Allmörg innbrot voru tilkynnt,
einkum innbrot í bifreiðir. Að
morgni aðfangadags var brotist
inn í íbúð í Hlíðunum en engu sagt
stolið. Þá var tilkynnt um eld í
húsi við Laugaveg. Þar var eldur í
jólaskreytingu og urðu minnihátt-
ar skemmdir en lögreglumenn
slökktu sjálfir í skreytingunni.
Eftir hádegi var farið inn í ólæsta
bifreið í vesturbænum og stolið
geislaspilara ásamt tösku með
geisladiskum. Þá var farið inn í
bifreið í Holtunum og stolið ýms-
um verðmætum varningi. Ekki
voru ummerki um innbrot og bif-
reiðin hugsanlega ólæst. Á að-
fangadagskvöld kom upp eldur í
potti í húsi við Tryggvagötu. Mað-
ur hafði verið að elda en skroppið
út í búð. Slökkviliðið kom og reyk-
ræsti íbúðina. Þá sást reykur
koma út um glugga í húsi við Bar-
ónsstíg. Þar hafði kviknað í út frá
jólaskreytingu. Skemmdir urðu af
reyk og sóti. Brotist var inn í hús
við Laugaveg og stolið áfengi,
ljósmyndatækjum og peningum.
Á jóladagsmorgun var tilkynnt
um innbrot í söluturn í austur-
borginni. Þar var brotin rúða og
stolið talsverðu af vindlingum og
skiptimynt. Þá var tilkynnt um
innbrot í Menntaskólann í
Hamrahlíð. Þar voru aðaldyr í
anddyri brotnar upp og gossjálf-
sali skemmdur. Hraðbanki sem
þar var hafði verið færður út og
skemmdur en ekki var vitað hvort
komist hafi verið í peningahólf
hans. Þarna voru tveir menn að
verki og er málið upplýst.
Umferðaróhöpp og
innbrot áberandi
Úr dagbók lögreglu 24.–27. desember
VERSLUNIN Garðheimar styrkti
Mæðrastyrksnefnd og handverk-
stæðið Ásgarð í gær en fjárins var
aflað með sölu jólatrjáa. Garðheim-
ar gáfu þannig Mæðrastyrksnefnd
10% af sölu jólatrjáa dagana 13. til
19. desember eða samtals 64.278 kr.
og 10% af sölu jólatrjáa dagana 20.
og 21. desember runnu til hand-
verkstæðisins Ásgarðs eða samtals
42.883 kr. Ásgarður brann til kaldra
kola í desember. Gísli H. Sigurðs-
son, framkvæmdastjóri Garðheima
og Jónína S. Lárusdóttir, markaðs-
og auglýsingastjóri, afhentu Ás-
gerði Flosadóttur, formanni Mæðra-
styrksnefndar og fulltrúum Ásgarðs
styrkinn í vikunni.
Mæðrastyrks-
nefnd og Ásgarð-
ur hljóta styrk