Morgunblaðið - 28.12.2001, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 28.12.2001, Blaðsíða 73
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 73 Hlutverk sölumanns Vefurinn sem sölutæki Tölvupóstur og Internetið Mannleg samskipti Sölu- og viðskiptakerfi Verslunarreikningur Windows - Word - Excel - Power Point Tímastjórnun Markaðsfræði Sölutækni Auglýsingatækni Myndvinnsla og gerð kynningarefnis Lokaverkefni Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980 Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi - Sími: 544 4500 Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937 Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is n t v . is nt v. is n t v .i s Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist þjálfun í sölumennsku og notkun tölvutækninnar á þeim vettvangi. -Sölu og tölvunám „Eftir að hafa kynnt okkur vandlega hvað væri í boði ákváðum við að endurmennta sölumenn okkar á Sölu- og tölvunámi hjá NTV. Á þessu námskeiði var farið í einstaka þætti í söluferlinu, markaðsfræði, og sam- skipti við viðskiptavini. Að nám- skeiðinu loknu náðu þeir að nýta sér tölvur betur við sölustörf sín og þar með bæta þjónustu okkar við viðskiptavini. Námið var hnitmiðað og hefur m.a. skilað sér í vandaðri vinnubrögðum og betri árangri. Helstu námsgreinar Námskeiðið er 264 kennslustundir og hefst 8. janúar. Uppl. og innritun í síma 544 4500 og á ntv.is Ævar Guðmundsson Frkv.stj. Freyju ehf. RAÐGREIÐSLUR Áramótaútsala Föstudag 28. desember kl. 13-19 Laugardag 29. desember kl. 12-19 Sunnudag 30. desember kl. 13-19 Allt að 40% afsláttur ef greitt er með korti 5% aukaafsláttur m.v. staðgreiðslu Sími 861 4883 á handhnýttum, austurlenskum gæðateppum á Grand Hótel, Reykjavík, Verðdæmi Stærð Verð áður Nú staðgr. Pakistönsk 60X90 cm 9.800 6.800 Pakistönsk „sófaborðastærð“ 125+175-200 cm 43.900 28.400. Balutch bænamottur 12-16.000 9.800 Rauður Afghan ca 200X280 cm 90.000 64.100 og margar fleiri gerðir Stór humar 3.900 pr./kg. Smálúðu flök 899 pr./kg. FISKBÚÐIN VÖR Höfðabakka 1, sími 587 5070. 39 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lög- reglu og fimm öku- menn voru grunaðir um ölvun við akstur frá aðfanga- degi til annars í jólum. Nokkuð var um innbrot og sömuleiðis eldsvoða. Um hádegi á aðfangadag var fjögurra bíla árekstur á Bústaða- vegi og fann farþegi í einni bif- reiðinni til eymsla í hálsi. Að kvöldi aðfangadags urðu skemmdir á bifreið á Hringbraut við Hljómskálagarðinn. Ökumað- ur taldi sig hafa fengið grjót fram- an á bifreiðina en í ljós kom að gæs hafði lent framan á bifreið- inni. Við það brotnaði framrúða og kom dæld á þak bifreiðarinnar. Síðdegis annan í jólum voru höfð afskipti af 5 ökumönnum og þeir beðnir um að skafa snjó af bifreið- um sínum áður en akstri yrði haldið áfram, þar sem útsýni út úr bifreiðunum var takmarkað og aksturinn hættulegur umferðar- öryggi. Þá var tilkynnt um slys á Gullinbrú. Ökumaður missti stjórn á bíl í hálku og endaði á ljósastaur. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild og var með höfuð- og útlimaáverka. Um kvöldið var bifreið ekið á staur á Sæbraut við Súðarvog. Ökumaður var fluttur á slysadeild en hann kvartaði um verk í höfði, á fæti, brjósti og öxl. Farþegi var einnig fluttur á slysadeild því mikið blæddi úr enni hans. Seint um kvöldið var bílvelta á Reykjanes- braut. Ökumaður var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild en bif- reiðin fjarlægð með dráttarbif- reið. Þá varð bílvelta á Reykja- nesbraut um nóttina. Ökumaður kenndi til eymsla í fæti, hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysa- deild og er grunaður um ölvun við akstur. Bifreiðainnbrot algeng Allmörg innbrot voru tilkynnt, einkum innbrot í bifreiðir. Að morgni aðfangadags var brotist inn í íbúð í Hlíðunum en engu sagt stolið. Þá var tilkynnt um eld í húsi við Laugaveg. Þar var eldur í jólaskreytingu og urðu minnihátt- ar skemmdir en lögreglumenn slökktu sjálfir í skreytingunni. Eftir hádegi var farið inn í ólæsta bifreið í vesturbænum og stolið geislaspilara ásamt tösku með geisladiskum. Þá var farið inn í bifreið í Holtunum og stolið ýms- um verðmætum varningi. Ekki voru ummerki um innbrot og bif- reiðin hugsanlega ólæst. Á að- fangadagskvöld kom upp eldur í potti í húsi við Tryggvagötu. Mað- ur hafði verið að elda en skroppið út í búð. Slökkviliðið kom og reyk- ræsti íbúðina. Þá sást reykur koma út um glugga í húsi við Bar- ónsstíg. Þar hafði kviknað í út frá jólaskreytingu. Skemmdir urðu af reyk og sóti. Brotist var inn í hús við Laugaveg og stolið áfengi, ljósmyndatækjum og peningum. Á jóladagsmorgun var tilkynnt um innbrot í söluturn í austur- borginni. Þar var brotin rúða og stolið talsverðu af vindlingum og skiptimynt. Þá var tilkynnt um innbrot í Menntaskólann í Hamrahlíð. Þar voru aðaldyr í anddyri brotnar upp og gossjálf- sali skemmdur. Hraðbanki sem þar var hafði verið færður út og skemmdur en ekki var vitað hvort komist hafi verið í peningahólf hans. Þarna voru tveir menn að verki og er málið upplýst. Umferðaróhöpp og innbrot áberandi Úr dagbók lögreglu 24.–27. desember VERSLUNIN Garðheimar styrkti Mæðrastyrksnefnd og handverk- stæðið Ásgarð í gær en fjárins var aflað með sölu jólatrjáa. Garðheim- ar gáfu þannig Mæðrastyrksnefnd 10% af sölu jólatrjáa dagana 13. til 19. desember eða samtals 64.278 kr. og 10% af sölu jólatrjáa dagana 20. og 21. desember runnu til hand- verkstæðisins Ásgarðs eða samtals 42.883 kr. Ásgarður brann til kaldra kola í desember. Gísli H. Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Garðheima og Jónína S. Lárusdóttir, markaðs- og auglýsingastjóri, afhentu Ás- gerði Flosadóttur, formanni Mæðra- styrksnefndar og fulltrúum Ásgarðs styrkinn í vikunni. Mæðrastyrks- nefnd og Ásgarð- ur hljóta styrk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.