Morgunblaðið - 28.12.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 28.12.2001, Blaðsíða 56
UMRÆÐAN 56 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MENNTASKÓLINN Í KÓPAVOGI sér um allt bóklegt nám í tengslum við förðunarnámið. Kennt er fjögur kvöld i viku frá kl. 17.20 til 21.45. Námið fæst einnig metið til áframhaldandi náms á öðrum brautum skólans. Upplýsingar veitir kennslustjóri bóknáms í síma 594 4000 á skrifstofutíma milli kl. 9.00 og 15.00. Við tengjumst Í KAFLA með þess- ari yfirskrift í bók Arn- órs Hannibalssonar „Moskvulínan“ gagn- rýnir höfundur Halldór Kiljan Laxness harka- lega, m.a. fyrir að hafa tekið upp hanskann fyr- ir þessa tvo menn sem dæmdir voru til dauða 9. apríl 1927 (ekki 1921 eins og A.H. segir) fyrir morð á tveim mönnum í Baintree, Mass. í apríl 1920. Þar segir: „Allt væri þetta gott og göf- ugt, ef ekki hefði viljað svo til, að báðir voru sekir. …Sacco skaut þá til bana gjald- kera og húsvörð … Vanzetti tók á sig jafna sök og Sacco.“ Ég er einn þeirra sem telja sig hafa lesið nógu mikið um þetta mál til að sannfærast um að líflát þessara tveggja manna hafi ver- ið hryllilegt réttarmorð, eins og reyndar fleiri aftökur í bandarískri réttarsögu. Má þar nefna Joe Hill hinn sænska sem frægur baráttu- söngur vinstrisinnaðra manna var ortur um og er oft og víða sunginn, og Haymarket-morðingjana svonefndu sem hlutu dauðadóm og voru líflátnir seint á nítjándu öld. Voru þeir fjórir sakborninganna sem hlutu dauða- dóm nokkrum árum eftir líflát sitt sýknaðir af öllum sakargiftum, ekki vegna nýrra gagna, heldur þess að kviðdómurinn hefði verið „packed“, sakargiftir upplognar og sakborning- ar „framed“, svo notuð séu þau orð sem Kanar hafa um slíkan verknað. Margir eru þeir sem ekki eru jafn- vissir um sök þessara tveggja fátæku manna og Arnór Hannibalsson. Hag- erups leksikon (Kaupmannah. 1952, 8. bd., bls. 643) hefur þetta um málið að segja: „Sacco og Vanzetti … sakaðir um morð sem framið var í Baintree, Mass. 1920. Líflátnir 20/8 1927, þótt annar maður (Madeiro), hafi árið 1925 játað á sig morðin. Málið vakti víðtæk mót- mæli í Ameríku og Evr- ópu vegna þess að dóm- urinn byggðist á stéttahatri en ekki sekt mannanna tveggja.“ Encyclopedia Britan- nica, útg. 1965, 19. bd., bls. 795: „… Morðrann- sókn í Massachusetts sem tók sjö ár, 1920–27, og lauk með aftöku hinna ákærðu, Nicola Sacco og Bartolomeo Vanzetti … Margir töldu að málsrannsókn- inni hefði verið áfátt („less than fair“) og að sakborningar hefðu verið dæmdir fyrir róttækar anarkískar skoðanir sínar fremur en glæpinn sem þeir voru ákærðir fyrir. Hinn 18. nóvember 1925 játaði maður að nafni Celestino Madeiros, sem þá lá undir dómi fyrir morð, að hann hefði átt hlutdeild í glæpnum ásamt Joe Morelli-klíkunni. Hæstiréttur ríkisins neitaði að hrinda dómnum, enda var það á þeim tíma rannsóknardómarinn sem úr- skurðaði hvort mál sem hann hafði dæmt skyldi endurupptekið á grund- velli nýrra gagna. …Holskeflur mótmæla risu á fund- um um víða veröld. … Sacco-Van- zetti-mótmælin héldu áfram, og löngu síðar, í apríl 1959, hlýddi þing- nefnd í Boston í heilan dag á mál- flutning um tillögu frá repúblíkanan- um Alexander J. Cella, að ríkisstjóranum yrði falið að veita aft- urvirka náðun. Nefndin og þingið neituðu að stíga slíkt skref. Á fund- inum voru lögð fram gögn, bæði bréf- leg og með öðrum hætti, sem gáfu til kynna að Morelli og klíka hans væru sökudólgarnir. Öll málsskjölin hafa verið varðveitt á prenti ásamt for- mála rituðum af forystusveit lögfræð- inga þjóðarinnar.“ Árið 1928 kom út skáldsagan Sacco & Vanzetti Gissur Ó. Erlingsson ER STAÐA sjó- mannsins að breytast? Er ekki of mikil nei- kvæð umræða um sjávarútveginn? Hefur fólk jafnmikinn áhuga og áður á að starfa við greinina? Undanfarna mánuði hefur verið mikil um- ræða um brottkast á afla. Sú umræða ein- kennist af miklum al- hæfingum, rang- færslum og ásökunum í allar áttir. Menn gefa út yfirlýsingar og segja: Ég hendi fyrir borð en hinir gera það líka. Ég bendi á að væru þrír menn í sama plássi spurðir álits á umfangi brott- kasts fengjust að öllum líkindum þrjú mismunandi svör. Alla tíð hafa verið og alla tíð munu verða óhöpp varðandi veiðar. Ýmislegt getur orðið þess valdandi að afli verður óhæfur til vinnslu, hann skemmist í móttöku, t.d. vegna bilana, fiskur getur verið sel- bitinn, menn geta neyðst til að sleppa niður úr nót. Hér er ekki um eiginlegt brottkast að ræða heldur getur svona nokkuð alltaf komið fyrir og er illmögulegt að sjá fyrir. Brottkast er það þegar fullkom- lega nýtanlegum fiski er kastað fyrir borð vísvitandi. Ýmist vegna kvótaleysis eða vegna þess að fisk- urinn er smár og verð- lítill og ekki þess verður að eyða kvóta í. Brottkast er nær ómögulegt að sanna eða reikna út umfang þess, hins vegar er hægt að draga vissar ályktanir með því að bera saman afla skipa sem veiða á sama stað á sama tíma. Brottkast er ólög- legt, því mótmælir enginn. Umfang þess? Um það eru deildar meiningar. Víðast hvar er það ekki stundað. Það eru svörtu sauðirnir sem nást, sem verja sig á barnalegan hátt með al- hæfingum um að „þetta geri allir“ . Með þessu sverta þeir sjómanna- stéttina og draga hana niður í svað- ið með sér. Staðreyndin er sú að víðast hvar er umgengnin um miðin til fyrir- myndar og það er hart að örfáir menn skuli koma fram með ósannar fullyrðingar sem eru blásnar upp í fjölmiðlum og teknar sem sannindi. En árásir á sjómenn ríða ekki við einteyming, eins og alþjóð veit fá þeir svokallaðan sjómannaafslátt. Hann er hluti af launakjörum sjó- manna, greiðslur sem ríkið greiðir fyrir útgerðarmenn en ekki séstök skattfríðindi þó að svo megi virð- Hetjur hafsins eða ótíndir glæpamenn? Jón Pétursson Sérblað alla sunnudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.