Morgunblaðið - 28.12.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.12.2001, Blaðsíða 15
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 15 FUNDINN er í Fuglavík á Rosm- hvalanesi hellusteinn með 420 ára gamalli áletrun. Á hann er klappað ártalið 1580 og er þetta því elsti ár- talssteinn sem vitað er um á Reykjanesi og fundist hefur. Fólk sem alið er upp á bænum hafði aldr- ei heyrt á þennan stein minnst. Félagar í ferðahópi rannsókn- ardeildar Lögreglunnar í Reykja- vík (Ferlir) hafa verið að afla gagna um steina með ártölum og fleiri menningarminjar á Reykjanesi og leita að steinunum sjálfum. Hefur hópurinn fundið allmarga slíka steina. Þeir fundu meðal annars stein frá 1674 við Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd og var hann sá elsti, þar til Fuglavíkursteinninn fannst. Fann hann fljótlega Fuglavík er eyðibýli sem stendur við veginn á milli Sandgerðis og Hvalsneskirkju. Ómar Smári Ár- mannsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn og félagar hans fóru að spyrjast fyrir um Fuglavíkurstein- inn út frá upplýsingum úr Árbók Hins íslenska fornleifafélags frá árinu 1903. Þar er skráð frásögn af steininum, eftir Brynjúlfi Jónssyni sem hafði verið við rannsóknir á Rosmhvalanesi árið áður. Kemur þar fram að brunninum í Fuglavík fylgdi sú sögn að útlendur maður, Pípin að nafni, hefði grafið brunn- inn og höggvið ártalið á hellustein sem hann setti hjá brunninum. Sagt var að steinninn væri nú í bæj- arstéttinni og sæist enn gjörla á honum ártalið 1538. Eftir að Ferlisfélagar fóru að spyrjast fyrir um steininn fór Jón- ína Bergmann í Keflavík, sem ólst upp í Fuglavík, að leita í bæjarstétt- inni. Hún sópaði af gömlu bæj- arstéttinni en steinninn var ekki þar. „Ég fann hann þó fljótlega eft- ir að ég fór að róta,“ segir Jónína. Hún fann steininn í stétt sem var fyrir framan gamla hlöðu og fjár- hús sem búið er að fjarlægja. Möl var yfir steininum að hluta enda er hann í heimkeyrslunni að nýja bæn- um. Aldrei heyrt á hann minnst Jónína segist hafa verið undrandi að sjá steininn því hún hafi aldrei heyrt á hann minnst áður. Hún er fædd 1926 og bjó í Fuglavík til árs- ins 1967. Ætt hennar hefur búið á bænum frá því um 1884 að afi henn- ar keypti jörðina og flutti bú sitt þangað. Jónína og systkini hennar eiga jörðina og hún og maður henn- ar, Magnús V. Stefánsson, búa þar alltaf á vorin á meðan þau hirða um æðarvarpið. Hún hefur því vafalítið oft stigið fæti sínum á umræddan hellustein. Á steininum reyndist vera ártalið 1580. Raunar er seinasti stafurinn orðinn óskýr og gæti hann einnig verið 8 eða 3. Ferlisfélagar hafa nú skoðað steininn og telur Ómar Smári að hér sé um merkan fund að ræða, þetta sé elsti ártalssteinn á Reykja- nesi sem heimildir eru um og fund- ist hefur. Ljósmynd/Ómar Smári Jónína Bergmann og Magnús V. Stefánsson við hellusteininn í heimreiðinni að Fuglavíkur- bænum en hann ber 420 ára gamla áletrun. Fundinn hellu- steinn frá 1580 í Fuglavík Rosmhvalanes ÍBÚUM á Suðurnesjum fjölgaði um 225 á árinu, eða um 1,36%. Er það nokkuð yfir landsmeðaltali en íbúum landsins alls fjölgaði um 1,21%. Hlut- fallslega mesta fjölgunin varð í Vatnsleysustrandarhreppi, rúm 8%. Fjölgun varð á öllum stöðunum, nema í Gerðahreppi, en íbúum í Reykjanesbæ, Grindavík og Gerða- hreppi hefur fjölgað hægar en á land- inu í heild. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands bjuggu 16.725 í sveitarfélögunum fimm á Suðurnesj- um 1. desember síðastliðinn. Fyrir ári var íbúatalan 16.500. Hefur Suður- nesjamönnum því fjölgað um 225 manns eða 1,36%. Tæpt prósent í Reykjanesbæ og Grindavík Í Reykjanesbæ búa 10.942 manns sem er 106 fleira en fyrir ári og nem- ur fjölgunin tæplega einu prósenti. Í Grindavík eru nú 2.339 íbúar, 22 fleiri en fyrir ári, og nemur fjölgunin tæpu prósenti, eins og í Reykjanesbæ. Sandgerði er þriðja stærsta sveit- arfélagið á svæðinu. Þar búa nú 1.400 manns, 34 fleiri en ári fyrr, og nemur fjölgunin 2,5%. Aftur á móti fjölgar ekki í Gerðahreppi, þar búa 1.207 manns sem er nákvæmlega sama tala íbúa og fyrir ári. Hlutfallslega mesta fjölgunin hefur orðið í minnsta sveitarfélaginu á svæðinu, Vatnsleysustrandarhreppi. Þar búa nú 837, 63 fleiri en fyrir ári, og nemur fjölgunin rúmum 8% á árinu. Undir landsmeðaltali Íbúum á Suðurnesjum hefur fjölg- að um 8,9% á síðustu tíu árum. Er það heldur undir landsmeðaltali sem er rúmlega 10% á þessu tímabili. Mest munar um að í fjölmennustu sveitar- félögunum, Reykjanesbæ og Grinda- vík, hefur á þessu tímabili aðeins fjölgað um 7,5 til 7,8%. Mesta fjölgun á Suðurnesjum í Vatnsleysustrandarhreppi Reykjanes SANDGERÐINGAR hafa verið duglegir að skreyta hús sín og garða um þessi jól. Hús við sumar göturnar eru áberandi mikið skreytt og á það ekki síst við um Holtsgötu þar sem mörg hús eru með miklar og stílhreinar jólaskreyt- ingar. Þangað fara menn til að skoða, meðal annars börnin af leikskólanum Sólborg. Þau voru mynduð framan við hús Jónasar Jónssonar á Holtsgötu 34 sem er fallega skreytt. Þá hafa bæjarstarfsmenn ekki látið sitt eftir liggja og hafa þeir skreytt 115 ljósastaura í bænum. Við höfnina eru einnig bátar með fallegar ljósa- skreytingar. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Duglegir að skreyta Sandgerði ÓÐINSVELLIR í Keflavík fengu viðurkenningu jólahús- nefndar Reykjanesbæjar fyrir jólalegustu götuna í ár. Þar er talin vera fallegasta heildar- mynd skreytinga. Markaðs-, atvinnumála- og menningarskrifstofa Reykja- nesbæjar stóð fyrir vali á jóla- húsi Reykjanesbæjar. Eins og fram hefur komið í blaðinu fengu eigendur Týsvalla 1 í Keflavík aðalverðlaunin. Í öðru sæti urðu íbúar Hamragarðs 9 í Keflavík. Íbúar Borgarvegar 25 í Njarðvík urðu í þriðja sæti, en ekki Borgarvegar 15 eins og ranglega var kynnt fyrir blaða- mönnum fyrir helgi. Íbúar Aðalgötu 5 í Keflavík fengu viðurkenningu fyrir fal- legustu jólaskreytingu á fjöl- býlishúsi og íbúar Norðurvalla 12–22 í Keflavík fyrir fallegustu jólaskreytingu á raðhúsi. Þá var Túngata 14 í Keflavík út- nefnd sem sérstakt jólahús. Óðinsvellir jólalegasta gatan Reykjanesbær ÖLVAÐIR unglingar tóku bíl ófrjálsri hendi og óku um á bíla- stæði við Hafnargötu í Keflavík á Þorláksmessu. Lögreglunni í Keflavík var tilkynnt um bílþjófnaðinn að- faranótt Þorláksmessu. Tveir ölvaðir piltar, 16 ára gamlir, höfðu þá ekið bílnum um bíla- stæði sunnan við verslun 10-11 en þar hafði hann verið skilinn eftir. Þegar lögreglumenn komu á vettvang voru dreng- irnir farnir en þeir náðust. Ölvaðir 16 ára drengir aka stolnum bíl Keflavík TVÆR bílveltur urðu á Garð- vegi um jólin. Ekki urðu alvar- leg slys á fólki. Fyrri veltan varð fljótlega eftir hádegi á aðfangadag. Þá valt bíll skammt sunnan við Garð. Ökumaður var einn í bíln- um og var hann fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík en meiðsli hans voru ekki talin al- varleg. Um miðjan annan dag jóla valt annar bíll á Garðvegi, rétt norðan við golfskálann. Snjó- koma var og hálka á veginum þegar óhappið varð. Engin slys urðu á fólki en bíllinn skemmd- ist mikið. Tvær bílveltur á Garðvegi Garður GAMALT sumarhús við Aust- urveg, í svokallaðri Hest- brekku, í Grindavík brann til grunna snemma á Þorláks- messumorgun. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsstjórans í Grindavík var sumarhúsið mannlaust en nýlega hefur verið hætt að nota það. Lögreglan rannsakar upp- tök eldsins en grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. Sumarhús brann til grunna Grindavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.