Morgunblaðið - 28.12.2001, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 28.12.2001, Blaðsíða 62
UMRÆÐAN 62 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ getraun Áramótagetraun Morgunblaðsins birtist í blaðinu sunnudaginn 30. desember og verður hún þrískipt; barnagetraun, unglingagetraun og fullorðinsgetraun. Barnagetraun 5-12 ára Áskrift að Andrési Önd í heilt ár (52 blöð). Útgefandi Vaka-Helgafell. Tónlist að eigin vali frá Skífunni að andvirði 10.000 kr. Boðsmiðar fyrir tvo á kvikmynd að eigin vali frá Smárabíói. Unglingagetraun 13-17 ára Áskrift að Syrpu í heilt ár (12 bækur). Útgefandi Vaka-Helgafell. Tónlist að eigin vali frá Skífunni að andvirði 10.000 kr. Boðsmiðar fyrir tvo á kvikmynd að eigin vali frá Smárabíói. Fullorðinsgetraun 18 ára og eldri Gjafabréf með ferð fyrir tvo til Evrópu á einhvern af áfangastöðum Flugleiða. Tónlist að eigin vali frá Skífunni að andvirði 10.000 kr. Íslenskar eldstöðvar eftir Ara Trausta Guðmundsson. Bókin er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2001. Útgefandi Vaka-Helgafell. 1 2 3 1 2 3 1 2 3 GREINARHÖFUNDUR telur það skyldu sína að setja niður á blað, hvað fjárfestar í sjókvíaeldi eiga í vændum þegar þeir íhuga svo miklar fjárfestingar sem fiskeldið krefst. Frá árinu 1985 og til ársins 1991 starfaði greinarhöfundur við fiskeldiskvíar, aðallega sem kafari og eftirlitsmaður fyrir hönd tryggingafélags, jafnframt því sem öll önnur störf sem fylgdu sjókvíaeldinu voru innt af hendi, eins og fóðrun, sjómennska, viðhald, nóta- skiptingar, slátrun, o.m.fl. Staðarval Þetta er höfuðatriði, vegna sjávar- kulda við Íslandsstrendur er erfitt að benda á heppilegan stað fyrir eldið, líklega er þetta hin eina sanna skýr- ing á hamförum fyrri ára, ásamt því að eldisferillinn er lengri og dýrari, allt að 35%. Meðalsjávarhiti hringinn í kringum landið er frá 1 gráðu og upp í 12 gráður við bestu skilyrði, kaldast í janúar og hlýjast í ágúst. Bestu vaxt- arskilyrði, t.d. eldislax, eru við um 12 gráður og yfir, þ.e. kannski í 2–3 mán- uði. Á veturna borðar jafnvel fiskur- inn ekkert dögum saman vegna kulda. Meðhöndlun og eftirlit með kvíun- um. Sjókvíar eru til í öllum stærðum og gerðum, eftir staðarvali og tegund eldis, eingöngu sterkustu kvíar sem völ er á í heiminum eru gjaldgengar hér við land, ísingar, ölduhæð, veð- urofsi og þörunga- og skeljamyndun eru daglegt brauð sem starfsmenn kvíanna þurfa að kljást við ásamt vargfugli, sel og hvölum og ekki má gleyma höfuðskepnunni sjálfri, manninum, sem gerir mistök en ekki hinir. Meðhöndlun og eftirlit þarf að vera í höndum sérfróðra manna sem kunna til verka og vita hvernig best er að búa um eldið, alveg frá upp- hafi. Eftirlit frá hinu op- inbera með rekstri sjó- kvíaeldis verður að vera öflugt og skilvirkt vegna þeirrar ábyrgðar sem leyfunum fylgir, hagsmunaaðilar í um- hverfisvöktun og eig- endur laxveiðiáa munu fylgjast með starfsem- inni og höggva við minnsta óhapp. Ábyrgðir og tryggingar Framleiðendur sjókvía setja mikla ábyrgð á hendur eigendum þeirra hvað varðar viðhald og eftirlit og tryggingafélög fylgjast mjög náið með að þeim sé fullnægt, a.m.k. eru þeir fljótir til ef viðhaldinu er ábóta- vant og kippa þá tryggingunum út, en því stærri sem eldisstöðvarnar eru því meira tjón þegar það gerist. Net skulu skoðuð einu sinni í viku og ból- færi einu sinni í mánuði, netin þarf að mála og hreinsa á 6 mánaða fresti. Þessar kröfur voru skilyrði þá og eru það enn. Öll net eiga að vera hnúta- laus. Allar fiskeldisstöðvar við Ís- landsstrendur hafa orðið fyrir ein- hverskonar tjónum frá því að þær hófu rekstur, nætur hafa rifnað og fiskur sloppið út, girðingar og hopp- inet kubbast af í ísing- um og fiskurinn kastast úr kvíunum, vargfugl eins og skarfur sargar göt á nætur undir sjáv- armáli til að komast í fiskinn, selir og hvalir skemma nætur án telj- andi vandræða, öldu- hæð og veðurofsi slíta hreinlega festingar frá bólfærum, sjómenn skera á bólfæri með veiðarfærum sínum, sýkingar og mengun hafa verið skæður tjón- valdur og síðast en ekki síst mannleg mistök í meðhöndlun á fiskinum. Þegar vond veður og sterkir yfir- borðsstraumar verka á kvíarnar minnkar eldisrýmið til muna í búrun- um og hreistursskaði er mikill sem niðurflokkar fiskinn til muna og fellir þá jafnframt gæði hans og verðmæti. Mengun nytjastofna við fiskeldið Það sem kom greinarhöfundi mest á óvart og olli miklum vangaveltum var hvernig nytjafiskurinn okkar, þorskur, ýsa og ufsi, ánetjaðist fóðr- inu í kringum búrin og át fóðurleifar úr netunum jafnframt því sem hann át leifar af sjávarbotni, fiskur sem var veiddur við búrin var óætur vegna þessa og þetta tel ég mesta ógnun við ferskleika íslensks sjávarfangs, það er ekki hægt að tala lengur um fræg- ustu vörumerki okkar; hreinleika og gæðafisk, samfara því sem fiskeldi er stundað í sjókvíum, þetta hafa aðrar þjóðir einnig orðið vitni að og reyna að forðast eins og heitan eldinn að tala um, en er engu að síður blákaldur veruleiki. Lífkeðjur geta aldrei bland- ast saman og það á einnig við í þessu tilefni, einnig eru miklir flutningar á lífverum sem lifa á botninum og myndast alveg ný flóra þar. Hættan á erfðablöndun við aðra laxastofna hef- ur verið sönnuð af vísindamönnum um allan heim, á Íslandi hefur eld- isfiskur veiðst í mörgum veiðiám. Skelja- og þörungamyndun er svo mikil að þéttriðið net sem hýsir smolt- ið verður það þétt að jafnvel hitastigs- munur getur orðið um einhverjar gráður í stillum og sól í búrunum. Þaragróður sest á kvíarnar og þyngir þær svo um munar og eru einu ráðin að annaðhvort skipta um búr eða há- þrýstiþvo með allskyns tilkostnaði og látum. Dæmi eru um að búr hafi hreinlega sokkið undan þara og skeljamyndun. Eitt dæmi um þyngd- armun var net í stórri eldiskví sem var um 500 rúmmetrar að flatarmáli og vó 3 tonn nýtt og málað, eftir rúm tvö ár í sjó án hreinsunar var þyngdin 18 tonn og allir öryggisteinar slitnir í sundur vegna þyngsla. Fjárfesting, framleiðsluverð og afurðaverð Hagnaðarvon hlýtur að vera mönn- um efst í huga þegar stofnuð eru fyr- irtæki. Norðmenn sem eru komnir hvað lengst í heiminum í sjókvíaeldi mega ekki við neinum skakkaföllum og eingöngu neikvæð umræða setur allt úr skorðum og lækkar verðið sb. nýlega kvörtun Rússa út af menguð- um eldisfiski frá þeim og verðið snar- féll. Þetta fiskeldi er svo mikil fjár- festing og hagnaðarvon svo mjög háð markaðssveiflum að erfitt er að sjá kostina við að setja á stofn fiskeld- isfyrirtæki hér við land. Þegar fisk- eldið fór af stað hér um árið tókst mönnum að selja fjárfestum þá hug- mynd að þetta væri það sem koma skyldi, reiknað var út framleiðsluverð og afurðaverð og mismunurinn var gróðinn, en öll verð voru svo óraun- hæf að fiskeldið dó, hvert fyrirtækið af öðru. Hvað hefur breyst frá fyrra fisk- eldisævintýri? a) kuldinn er sá sami, b) óveður þau sömu, c) mengun sú sama, d) viðhald meira ef eitthvað er, e) tryggingar strangari, f) eftirlit sér- fræðinga meira, g) markaðurinn langt í burtu og dýr flutningur á af- urðum. Greinarhöfundur telur að alltof miklar væntingar og bjartsýni ein- kenni þessa umræðu alla um sjókvía- eldi okkar í framtíðinni og að betur verði heima setið en af stað farið. Ís- land er ekki skapað fyrir sjókvíaeldi. Fiskeldi í sjókvíum, hvað eiga þeir í vændum? Tómas J. Knútsson Fiskeldi Hættan á erfðablöndun við aðra laxastofna hef- ur verið sönnuð af vís- indamönnum um allan heim, segir Tómas J. Knútsson, á Íslandi hefur eldisfiskur veiðst í mörgum veiðiám. Höfundur er fyrrverandi eftirlitsmaður með sjókvíum við Íslandsstrendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.