Morgunblaðið - 28.12.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.12.2001, Blaðsíða 36
LISTIR 36 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Dómkirkjan Kór Menntaskólans í Reykjavík heldur jólatónleika kl. 22. Kórinn starfaði í vetur í tveimum deildum með eldri og yngri kór- félögum. Í kvöld syngja báðir hópar hvor fyrir sig og einnig sameiginlega nokkur lög. Guðný Þóra Guðmunds- dóttir mun leika á fiðlu og Heiða Njóla Guðbrandsdóttir á píanó. Kveikt verður á kertaljósum í loka- sálminum, Blíða nótt, blessaða nótt. Stjórnandi kórsins er Marteinn H. Friðriksson. Aðgangur að tónleikunum er ókeyp- is. Galleri@hlemmur.is Þverholti 5 Sýning Gjörningaklúbbsins verður opin milli jóla og nýárs frá kl. 14–18. Meðlimir Gjörningaklúbbsins munu verða á staðnum og taka á móti gest- um og gangandi. Í DAG FORSNÄS-húsgagnaverðlaun- unum verður úthlutað í Stokk- hólmi 6. febrúar 2002, í 20. sinn, við opnun Alþjóðlegu sænsku húsgagnakaupstefnunnar, Svenska Möbelmessan. Til verðlaunanna var stofnað 1983 sem hvatningar til hönnuða og framleiðenda húsgagna úr formbeygðu tré. Fyrstu tíu árin var þátttaka bundin við sænska framleiðslu en nú er framleið- endum og hönnuðum á öllum Norðurlöndunum boðið að senda framleiðslu sína eða frumgerðir, húsgagnahluta, eða aðra muni til umsagnar dómnefndar. Þau húsgögn sem send eru til dóms skulu hafa komið fram sem framleiðsla eða frumgerðir (prótótýpur) á síðustu tveimur árum og verða metin út frá eft- irfarandi eiginleikum: Góðu (fagurfræðilegu) formi eða að tækni við formbeygju sé beitt með þeim hætti er verðskuldi viðurkenningu. Þátttökutilkynning með upp- lýsingum um hönnuð, uppruna- ár og framleiðanda skal send- ast til Forsnäsfonden, Grön- dalsvägen 172, 5 tr, 117 69 Stockholm, fyrir 11. janúar 2002. Með þátttökutilkynning- unni skal senda teikningar eða ljósmyndir eða prentaðar heim- ildir, s.s. sýningarskrár. Þátttökutilkynning og fylgi- skjöl skulu ekki vera stærri en Din-A4. Norrænu Forsnäs- húsgagna- verðlaunin Smárabíó, Stjörnubíó og Borgarbíó Akureyri frumsýna Serendipity/ Slembilukku með John Cusack, Kate Beckinsale og Molly Shannon. EITT lítið andartak getur ráðið örlögum okkar. Eitt tilviljanakennt augnsamband, ein óvænt stefnu- breyting, ákvörðun sem kemur einsog þruma úr heiðskíru lofti og við erum búin að breyta högum okkar um alla framtíð. Jafnvel án þess að gera okkur minnstu grein fyrir því – fyrr en löngu síðar. Ef þessar tilviljanir leiða af sér já- kvæða hluti fyrir viðkomandi, er talað um glópalán, slembilukku. Köllum það hvað sem er, allt sem bætir stutt lífshlaup okkar á Móður Jörð, er af hinu góða. Um þennan lífsgaldur fjallar Serendipity. Á annasömum degi á miðri jóla- vertíðinni 1990 rekst Jonathan Trager (John Cusack) af tilviljun á stúlkuna Söru Thomas (Kate Beck- insale). Tvær ókunnugar persónur mætast einsog skip á nóttu, í mann- hafinu í New York-borg. Töfrarnir gerast, þau verða hrifin hvort af öðru. Þrátt fyrir að þau séu bæði í öðrum ástarsamböndum, eyða þau eftirmiðdeginum saman á Manhatt- an. Dagurinn er að kvöldi kominn og hið óhjákvæmilega færist nær og nær, leiðir þeirra hljóta að skilja um sinn. Þau velta fyrir sér áform- um um að hittast aftur, Jonathan vill þau skiptist á símanúmerum. Sara hikar við og stingur uppá að ef það sé vilji örlaganna, þá muni þau einfaldlega hittast aftur. Þannig hljómar áætlunin – en lífið er allt annað en einfalt. Nokkur ár líða, líf Jonathans og Söru hefur tekið stakkaskiptum, þau bæði að því komin að giftast nýjum persónum í lífi þeirra. Í eitt skipti fyrir öll er runnið upp það augnablik að ef þau ætla að leyfa forvitninni að ráða, og finna hvort annað á nýjan leik, er eins gott að drífa í að gera eitthvað í málunum. En geta þau breytt forlögunum með því að taka þau í eigin hendur? Það þarf ekki að kynna John Cus- ack fyrir lesendum, þessi leikari er með þeim virtustu í sínum aldurs- flokki, enda þykir hann fagmaður fram í fingurgóma. Kate Beckinsale þekktu hinsvegar fáir fyrr en í sumar, að hún skaust uppá stjörnu- himininn í aðalkvenhlutverki stór- myndarinnar Pearl Harbor. Leikarar: John Cusack (The Grifters, High Fidelity). Kate Beckinsale (Brokedown Palace, The Last Days of Disco, Pearl Harbor). Leikstjóri: Peter Chelsom (Funny Bones). Lífið er lotterí Kate Beckinsale og John Cusack fara með aðalhlutverk í Serendipity. Á ÞESSUM geisladiski Kórs Menntaskólans á Akureyri eru upptökur með íslenskri kórtónlist af ýmsu tagi, þjóðlög í nýjum og gömlum útsetningum auk ýmiss konar laga íslenskra tónskálda o.s.frv. Einnig er þess getið í bæklingi að upptökur séu sýnis- horn af því sem Kór Menntaskól- ans á Akureyri hefur verið að fást við undanfarin þrjú ár, en í lok hvers starfsárs hefur kórinn varið einu síðdegi í að hljóðrita árangur vetrarstarfsins. Því má segja að hér syngi þrír kórar, þótt allir heiti þeir sama nafninu (tilv.). Guðmundur Óli Gunnarsson hefur stjórnað kórnum frá 1997, en Guð- mundur er sem kunnugt er að- alstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands (frá 1992) og einnig fastur stjórnandi CAPUT-hópsins (frá 1987). Þessi hljómdiskur ber þess vitni að hér er „faglega“ unn- ið að hlutunum, söngskráin vönduð og áhugaverð, allt íslensk lög, þar af um helmingur þjóðlög, flest í fínum útsetningum kunnra tón- skálda. Kunnátta og góður smekk- ur stjórnandans fer heldur ekki milli mála. Sem dæmi um athygl- isverðan og fallegan flutning má nefna Land míns föður, lag Þór- arins Guðmundssonar, Hver á sér fegra föðurland eftir Emil Thor- oddsen og skemmtilegar útsetn- ingar (og söng) á lögum Kaldalóns, Kötu litlu í koti og Á Sprengi- sandi. Og ekki má gleyma þjóðlög- unum, flest í mjög fínum útsetn- ingum. Ég nefni gullfallega útsetningu Jóns Ásgeirssonar á Vísum Vatnsenda-Rósu, Stóðum tvö í túni og Grafskrift í útsetn- ingu Hjálmars H. Ragnarssonar; einnig lög Hróð- mars Inga Sigurbjörnssonar, Ó, jómfrú góð og Enginn grætur Ís- lending. Hið fallega lag Jóns Ás- geirssonar við texta Halldórs Lax- ness, Hjá lygnri móðu. Allt vitnar þetta um fínan skilning stjórnand- ans og klár tök á viðfangsefninu. Og kór, sem er fær um að miðla þeim fína skilningi. Sem syngur hreint og agað. Afturámóti hef ég stundum ver- ið efins um hljómburð Akureyr- arkirkju, a.m.k. hvað snýr að upp- tökum. Mér hefur stundum þótt hann fremur „einlitur“, fremur kaldur. Lítið „gefandi“. En upp- takan er hrein og heiðarleg. Undir skólans mennta- merki TÓNLIST Geislaplata Stjórnandi: Guðmundur Óli Guðmunds- son. Upptaka í Akureyrarkirkju 1999– 2000–2001. Hljóðmeistari: Sigurður Rúnar Jónsson. Upptaka: Studio Stemma. Allur réttur áskilinn Mennta- skólinn á Akureyri. KÓR MENNTASKÓLANS Á AKUREYRI Oddur Björnsson ER skákin list, íþrótt eða tóm- stundagaman? Sennilega getur hún verið allt þetta – eftir því hvernig á er haldið! En hún getur líka eflt samkennd og glætt félagsanda, allt eins þó þetta sé einstaklingsíþrótt. Akureyringar eru búnir að tefla í hundrað ár. Höfundur lýsir gerla hvernig skákáhugi bæjarbúa lyftist og hneig á fyrri hluta liðinnar aldar. Félag var stofnað með góðri þátt- töku og miklum eldmóði um fyrri aldamót. En félögum fækkaði og eld- móðurinn þvarr. Félagið lognaðist út af. Tveim áratugum síðar var stofn- að annað félag. Þá var bæjarbúum tekið að fjölga svo mjög að samtökin komust yfir erfiðleika frumbýlings- áranna. Og það félag lifir enn. Við lestur þessarar bókar hlýtur maður að undrast hversu almennur skák- áhuginn hefur síðan verið í höfuð- stað Norðurlands. Eldra félagið, sem lognaðist út af, telur höfundur hafa verið klúbb efnaðra borgara. Síðara félagið gerði betur. Það varð almennur vettvangur skákmanna hvar í stétt sem þeir stóðu. Eigi að síður er ljóst að það var karlafélag fyrst og fremst. Skákáhugi kvenna vaknaði ekki fyrr en síðar. Og enn munu fleiri karlar en konur tefla skák, sennilega miklu fleiri. Stafar það af því að taflið er í eðli sínu bar- dagaíþrótt? Fyrsti vandi Skákfélags Akureyr- ar tengdist ekki áhugaleysi því ekki vantaði viljann. Hitt háði félaginu að Íslendingar stóðu þá frammi fyrir innflutningshöftum og gjaldeyris- skorti, eins og raunar oft endranær. Það kostaði félagana allt í senn, fyrirhöfn, útsjón- arsemi og »sambönd« að fá innflutnings- og gjald- eyrisleyfi fyrir fáeinum skáktöflum. Á síðari hluta aldarinnar óx fé- laginu stöðugt fiskur um hrygg, starfsemi þess margfaldaðist að um- fangi og þátttöku og nú er það orðinn snar þátt- ur í félags- og menning- arlífi bæjarbúa. »Í fáum skák- og taflfélögum á Íslandi mun félagsstarf hafa verið jafn mikið og stöðugt í áranna rás og í Skákfélagi Akureyrar,« segir Jón Þ. Þór. Og hann getur trútt um talað því sjálfur kveðst hann hafa verið þar virkur félagi á yngri árum. Fyrstu skákmótin voru haldin á veitingahúsum. En vertshús voru þá fleiri en síðar varð. Samskipti manna sýnast líka hafa verið bæði meiri og nánari. Tilkoma útvarpsins og dag- legar rútuferðir landshluta á milli skömmu síðar breyttu miklu. Þjóðin fór að flýta sér. Höfundur skýrir frá því að skák- félagsmenn hafi snemma byrjað að kveðja unglinga til þátttöku. Þegar á 4. áratugnum hafi áhugasamur fé- lagi tekið að halda námskeið fyrir unga skákmenn á heimili sínu. Kennslugjaldi hafi verið stillt í hóf, enda síst ætlunin að hagnast á ung- lingunum. Hafi svo hverri kennslu- stund lokið með því að nemendunum var veitt mjólkurglas og vínarbrauð. Nöfn, sem fyrir koma í riti þessu, skipta hundruðum. Á fjórða ára- tugnum – kreppuárunum – höfðu menn nógan tíma til að tefla. Skák- áhugi varð þá jafnframt almennur. Á stríðsárunum dofnaði yfir íþróttinni. Atvinna var yfirdrifin og miklir pen- ingar í boði; menn höfðu sem sagt um annað að hugsa. Upp úr seinni heimsstyrjöld glædd- ist áhuginn á ný. Skákin varð þá eins konar þjóðaríþrótt. Telur höfundur að af- rek íslenskra skák- manna erlendis hafi vakið þennan al- menna áhuga hér heima. Árangurinn varð sá að íslenskir skákmeistarar – og þeim fór ört fjölgandi – stóðu fyrr en varði jafnfætis keppinaut- um frá margfalt fjöl- mennari þjóðum. Norðlenskir skák- menn buðu heim þessum meisturum að sunnan til að reyna sig við á mót- um. Margar myndir prýða bók þessa. Þær eru að sjálfsögðu misgóðar. Ljósmyndatæknin hefur að sönnu tekið framförum. Einhver skýrasta og besta myndin er þó áttatíu ára gömul. »Skákþingið á Akureyri 1920,« stendur í myndartextanum. Í forgrunni myndarinnar sitja tveir menn að tafli. Að baki þeim eru níu menn sem allir fylgjast með skák- inni. Ljóst er að myndin er ekki tek- in á mótsstað. Hún er sýnilega uppstillt, tekin á ljósmyndastofu Hallgríms Einars- sonar. En Hallgrímur starfaði lengi á Akureyri, var listamaður í sinni grein og varðveitti með myndum sín- um merkilegan kapítula í sögu bæj- arins frá fyrri helmingi aldarinnar. Á eftir texta höfundar fara ýmiss konar upplýsingar um skákmót og að lokum fjöldi skákdæma. Skák- áhugamenn munu örugglega fagna riti þessu hvort heldur þeir líta á taflið sem list eða íþrótt ellegar ein- ungis sem áhugavert tómstunda- gaman. List eða tómstundagaman BÆKUR Sagnfræði Saga Taflfélags Akureyrar og Skákfélags Akureyrar eftir Jón Þ. Þór. 232 bls. Útg. Skákfélag Akureyrar. Prentun: Ásprent/ Pob ehf. Akureyri, 2001. SKÁK Í HUNDRAÐ ÁR Erlendur Jónsson Jón Þ. Þór MÖRG börn og unglingar hafa ómældan áhuga á íþróttum af ýmsu tagi og þá ekki síst knatt- spyrnu. Fyrir þau börn eru bækur eins og Bragðarefurinn kærkomið lesefni. Bókin er sjálfstætt fram- hald sögunnar Stöngin inn, sem út kom á síðasta ári. Sagan fjallar um Luke Green sem hefur mikinn áhuga á knatt- spyrnu og býr jafnframt yfir mikl- um hæfileikum. Hans stóra vanda- mál er hins vegar það að móður hans finnst þeim tíma sem hann eyðir á knattspyrnuvellinum illa varið og bannar honum að stunda sparkið. En vegna mikilla hæfi- leika er hann kominn í aðallið Alb- ion sem leikur í þriðju deild á Englandi og hefur átt góðu gengi að fagna í bikarkeppninni. Og lið- inu tekst að vinna sigur á stórum félögum og það er stjúpa hans að þakka að það tekst, en þeir fara saman á leikina undir því yfirskini að þeir séu að fara í fuglaskoð- unarferðir. Hjá Albion eins og mörgum öðrum knattspyrnufélög- um er mikil samkeppni um sæti í liðinu og sumir leikmenn telja sig eiga þar fast sæti, kannski frekar á grundvelli hefðar en vegna hæfi- leika. Það á við um Köggul sem leikið hefur fleiri leiki með liðinu en nokkur annar en fær óvænta samkeppni frá hæfileikaríkum strák. Þá er beitt ýmsum brögðum til að styrkja stöðu sína og eru að- ferðirnar ekki alltaf til fyrirmynd- ar. Höfundur bókarinn heitir Haydn Middleton og vel þekktur breskur rithöfundur og þarna er hann að fjalla um það sem stendur hvað næst þjóðarsál Englendinga, knattspyrnu. Þetta er saga í frek- ar léttum dúr, henni er ætlað að vera afþreying og tekst það vel. Hins vegar er hún ekki beinlínis trúverðug, enda er henni kannski ekki ætlað það. Guðni Kolbeinsson þýðir bókina og gerir það ágætlega. Málið á henni verður aldrei einhæft, eins og íþróttamál vill oft verða. Ágæt bók fyrir þá sem hafa gaman af knattspyrnu. Bók um hæfileikaríkan dreng BÆKUR Skáldsaga Eftir Haydn Middleton. Íslensk þýðing Guðni Kolbeinsson. Vaka-Helgafell, Reykjavík, 2001. 144 bls. BRAGÐAREFURINN Sigurður Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.