Morgunblaðið - 28.12.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.12.2001, Blaðsíða 32
LISTIR 32 FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ GLEÐILEGT NÝTT ÁR Rauðarárstíg 14, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400 Smáralind, 535 0400 www.myndlist.is — Daði Guðbjörnsson — Til viðskiptavina Míru! Vegna eigendaskipta verða allar vörur verslunarinnar seldar á hálfvirði til áramóta. Ég þakka ánægjuleg samskipti á liðnum árum um leið og ég óska ykkur árs og friðar. Margrét Kjartansdóttir BÆJARLIND 6 - 200 KÓPAVOGI - SÍMI 554 6300 netfang: mira@mira.is - heimasíða: www.mira.is Opið í dag frá 10-18 Laugardag frá 11 til 16 Sunnudag frá 13 til 16 Mánudag frá 10 til 12 LJÓÐLEIKURINN franski um skáldið frá Bergerac er löngu orðinn sígildur á fjölum leikhúsa um víða veröld. Margan leikarann hefur dreymt um að túlka aðalpersónuna sem býr jafnt yfir dýpsta harmi sem leikandi kímni, enda er þetta talið með bitastæðustu hlutverkum leik- bókmenntanna. Verkið, sem er hið eina eftir höf- undinn, Edmond Rostand, sem enn er leikið að ráði, var frumsýnt 28. desember 1897 með stórleikarann Constant Cocquelin í aðalhlutverki. Það er ekki að orðlengja það að verkið sló gersamlega í gegn. Áhorf- endur sem voru vanir raunsæi leik- rita Henriks Ibsen og skáldsagna Émile Zola en ekki tilbúnir að taka við nýstárleika Maurice Maeterlinck og framúrstefnu Alfreds Jarry tóku þessu afturhvarfi til tíma sögulegu skáldsögunnar fagnandi. Rostand sækir efniviðinn aftur í aldir eins og Victor Hugo og Alexandre Dumas eldri höfðu gert um miðja nítjándu öldina, efnistökin eru að mörgu leyti lituð af bókmenntum nær honum í tíma en ljóðleikurinn endurvakið og umbreytt form Corneille og Racine frá því á sautjándu öld, en hinn sögu- legi Cyrano de Bergerac var að nokkru leyti samtímamaður þeirra beggja. Í verkinu er leikarinn Mont- fleury fulltrúi hinnar stöðn- uðu leikhúshefðar en Mol- ière fulltrúi nýrra tíma sem „stelur“ hugmyndum frá Cyrano de Bergerac. Annars byggir Rostand verk sitt lauslega á ævi skáldsins Savinien Cyrano de Bergerac. A.m.k. eru eng- ar heimildir fyrir tilvist frænku hans, hvað þá að hann hafi unnað henni hug- ástum. Hann var ákaflega nútímalegur í hugsun, hann skrifaði fyrstu vísindaskáld- sögurnar sem fjölluðu um líf á tungli og sól, ruddi braut nýjum kenningum í vísind- um og gerði grín að yfirvöld- um, sérstaklega geistlegum. Hann skrifaði leikrit, en tvö þeirra voru gefin út ári fyrir dauða hans (minnst er á ann- að þeirra í leikritinu). Rost- and byggði orðaleiki aðal- persónu leikritsins m.a. á skrautlegum stíl fyrirmyndarinnar sem að sjálfsögðu var með heljar- stórt og ógurlegt nef. Í júlí 1898 sigldi leikarinn Cocq- uelin yfir Ermarsundið með fríðu föruneyti og sýndi leikinn á frum- málinu í Lundúnum. Max Beerbohm sem þá var kornungur gagnrýnandi spáði því að óperu- og balletthöfund- ar myndu án efa taka til óspilltra málanna við að spinna upp úr leikrit- inu eigin verk. Hann varð sannspár og a.m.k. einn ballett og fjórar óp- erur hafa síðan litið dagsins ljós þar sem hið nefstóra skáld dansar eða syngur af miklum þrótti. Nær okkur í tíma eru einir tveir söngleikir frá áttunda og níunda áratug síðustu aldar annar á ensku en hinn á hol- lensku og svo auðvitað kvikmynda- útgáfurnar, þessi klassíska með José Ferrer í aðalhlutverki og leikstýrt af Stanley Kramer, svo mynd Jean- Pauls Rappeneau með Gérard De- pardieu í aðalhlutverki og loks bandaríska nútímaútgáfan með Steve Martin sem leikstýrt var af Fred Schepisi. Þess má geta að til er kvikmyndaupptaka af fyrsta leikar- anum sem fór með hlutverk Cyrano de Bergerac, Cocquelin, að flytja hluta af texta Rostands. Kristján Árnason er skáld og mik- ilvirkur þýðandi, ljóða, skáldsagna, söngleikja og leikrita úr fjölmörgum tungumálum. Þýðing hans á Cyrano de Bergerac er nokkurra ára gömul en er nú gefin út í tenglum við frum- sýninguna. Höfuðkostir þýðingar- innar eru tveir: hvað hún er fyndin og hvernig Kristján leikur sér að því að skauta listilega um íslenskt mál- sögusvell þvert og endilangt og tína upp þau rímorð sem hann skortir. Hann er jafn vel að sér fornu skálda- máli sem hnyttnum slettum og ef orðin falla ekki nákvæmlega í skorð- urnar sem þeim eru ætlaðar snikkar hann þau til af hagleika handverks- mannsins. Kristján hefur tekið þann kost að hafa þýðinguna tímalausa frekar en að leita til samtímamanna höfundarins hérlendra, en sveigir þó alltaf framhjá nútíma tískuorðum. Þýðingin er leikandi létt og má líta á hana sem tilraun til að gera leikinn aðgengilegri nútímaáhorfendum. Leikstjórinn, Hilmar Jónsson, bregst ekki þeim væntingum sem við hann eru bundnar enda hefur hann með sér samstarfsfólk úr Hafnarfjarðarleikhúsinu, hönnuði leikmyndar og búninga, Finn Arnar Arnarson og Þórunni Maríu Jóns- dóttur. Í samvinnu við Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld og Björn Bergstein Guðmundsson ljósahönn- uð skapa þau sýningunni einstaka umgjörð, hvert atriði er fullkomið hvert á sinn máta og tónlist, ljós, búningar og leikmynd renna saman í heild sem minnir á málverk eftir Caravaggio eða Rembrandt, þar sem litaðir ljóskastarar gæla við frostmettað loftið og litina í fjöl- skrúðugum búningum leikaranna. Það er stórkostlegt að fylgjast með fjórum kösturum elta aðalleikarana sem vega salt á gríðarstórum rampi sem snýst á fleygiferð, sólarlag yfir Signubrú, eða blóðlitaðan himin þegar elskhuginn fríði gefur upp öndina. Tónlistin einkennist af tveimur stefjum, öðru gamansömu en hinu tregafullu, báðum eins gríp- andi og góð leikhústónlist þarf að vera. Hljóðfæraleikur Rússíbananna er til fyrirmyndar og tónlistarstíll- inn fellur vel að tíðarandanum í sýn- ingunni. Leikurinn er líka til fyrirmyndar – það skiptast á heildstæð atriði þar sem hópurinn nær gífurlega vel saman og frábær samleikur aðalleik- aranna. Hilmari Jónssyni er lagið að ná einhverju nýju og fersku fram hjá þeim leikurum sem hefja samstarf við hann og þessi sýning sannar það. Það er greinilegt að hér hefur verið lögð áhersla á hina harmrænu hlið í túlkun Stefáns Karls Stefánssonar á titilhlutverkinu og það er gaman að sjá hve djúpt Stefán getur kafað í eigin sálardjúp. Kímnin skilar sér að sjálfsögðu hjá þessum stórkostlega gamanleikara en hér glittir sífellt í kvikuna undir kersknisfullu yfir- borðinu. Nanna Kristín Magnús- dóttir er óviðjafnanleg sem Roxana. Hún virðist geta brugðið sér í allra kvikinda líki og samsamað sig þeim gersamlega. Framsögn hennar er líka einstök. Rúnar Freyr Gíslason stendur sig mjög vel í veigaminna hlutverki hins fríða vonbiðils hennar og síðar eiginmanns sem Cyrano skýlir sér á bakvið. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að það séu einungis tvö og hálft ár frá því þessi þrenning útskrifaðist úr Leiklistarskóla Ís- lands. Pálmi Gestsson er afar skörulegur sem illmennið sem reynist gæðablóð að lokum enda textaflutningur hans til fyrirmyndar. Edda Arnljótsdótt- ir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Hjalti Rögnvaldsson og Valdimar Örn Flygenring sýna öll á sér nýjar og skemmtilegar hliðar. Atli Rafn Sigurðarson, Friðrik Friðriksson, Jón Páll Eyjólfsson, Linda Ásgeirs- dóttir, Inga María Valdimarsdóttir, Sigurður Sigurjónsson og Valur Freyr Einarsson gefa þeim lítið eftir og Eygló Hilmarsdóttir og Snæfríð- ur Ingvarsdóttir ljá sýningunni fjör- legt yfirbragð í stuttum innhlaupum. En þrátt fyrir frábæra sviðsetn- ingu, skemmtilega þýðingu, óvið- jafnanlegt útlit og góðan leik komu þær stundir í sýningunni að það hvarflaði að undirrituðum hvort allt væri unnið fyrir gýg þegar lá við að langar ljóðræðurnar bæru sýn- inguna ofurliði. Þó að talsvert hafi verið skorið niður af textanum þarf meira til, sýningin er enn heldur of löng. Edmond Rostand var mikill hagleiksmaður við leikritasmíð en gersamlega firrtur frumleika og skáldaneista. Berserkurinn blíði Braga þjónn Morgunblaðið/Ásdís LEIKLIST Þjóðleikhúsið Höfundur: Edmond Rostand. Þýðing: Kristján Árnason. Tónlist: Hjálmar H. Ragnarsson. Leikstjórn: Hilmar Jónsson. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson. Bún- ingar: Þórunn María Jónsdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Skylm- ingar: Seppo Kumpulainen. Tónlistar- flutningur: Einar Kristján Einarsson, Guðni Franzson, Jón Skuggi, Matthías M. D. Hemstock og Tatu Kantomaa (Rússibanarnir). Leikarar: Atli Rafn Sig- urðarson, Edda Arnljótsdóttir, Eygló Hilmarsdóttir, Friðrik Friðriksson, Guð- mundur Ingi Þorvaldsson, Hjalti Rögn- valdsson, Inga María Valdimarsdóttir, Jón Páll Eyjólfsson, Linda Ásgeirsdóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Pálmi Gestsson, Rúnar Freyr Gíslason, Sig- urður Sigurjónsson, Snæfríður Ingv- arsdóttir, Stefán Karl Stefánsson, Valdi- mar Örn Flygenring og Valur Freyr Einarsson. Sunnudagur 26. desember. CYRANO FRÁ BERGERAC Sveinn Haraldsson Stefáni Karli Stefánssyni var fagnað af áhorfendum og samstarfsfólki í leikslok. ÁKALL Þórodds Bjarnasonar, því varla er hægt að kalla það öðru nafni, felst í áminningu um dauðans óvissa tíma. Geymdu ekki að lifa, elska og segja þeim sem þér þykir vænt um hvern hug þú berð til þeirra. Hver veit nema það verði um seinan ef þú ætlar að geyma slíkar yfirlýsingar til morguns. Þessar hugrenningar hefur Þór- oddur frá hinum fárveika kólumb- íska Nóbelshöfundi Gabriel García Márquez, sem ritað hefur hugvekju í formi bréfs á Netinu þar sem hann fullyrðir að ótjáð hugsun, eða tilfinn- ing komi fyrir lítið því enginn geti skyggnst inn í hugskot manna til að kanna hvað þar býr ef eigandinn læt- ur það ekki sjálfur uppi með ein- hverjum hætti. Þóroddur segist vera öldungis sammála Márquez, því enda þótt lífið sé blekking ein hefur engum auðnast að sjá við þeirri blekkingu. Það er spurning hversu rétt sú staðhæfing er, því munkar í hálendi Asíu hafa löngum þjálfað sig í að afneita lífsins gæðum og telja með Schopen- hauerskum rökum að einungis með því móti fái maðurinn losað sig við erfðaböl sitt, eigingirnina, og nálgast það stig endurlausnar sem ofar stendur allri jarðneskri skynjun. Það er þó undravert með hve öruggum og ákveðnum hætti Þór- oddur kýs meðul sín. Á einum stað á veggnum stendur skrifað með skóla- legu forskriftarletri: www.kvik- mynd.is/thorodduroggabriel. Ef flett er upp á síðunni má sjá listamanninn lesa upp blaðagrein úr Morgun- blaðinu um Márquez og heilræði hans. Þar fyrir utan byggir Þóroddur sýninguna alfarið á þremur ljós- myndum – af trjástofni, húsi og götu – og kennir fyrirbærin við dulbún- ing, eða feluliti. Þá er texti andspæn- is myndunum í aðalsalnum, nokkurs konar hvatning til allra stétta og manngerða. Þetta er allt og sumt auk upplestursins á Netinu. En meira þarf það svo sem ekki að vera þegar Þóroddur er annars veg- ar. Honum nægir að gefa lítið eitt til kynna til að miðla boðskap sínum, eða öllu heldur áttavísi. Þannig má lesa út úr myndunum vöxt, skjól og samskipti, hina jákvæðu menningar- þætti sem Márquez – og Þóroddur – brýna fyrir okkur að hafa í heiðri. ReykjavíkurAkademían við Hring- braut er í huga listamannsins sá vettvangur sem væntanlega getur sameinað áðurnefnda menningar- þætti með lýðræðislegri uppbygg- ingu sinni og óþvinguðum samskipt- um. Þeir eru ekki margir lista- mennirnir sem geta leyft sér jafn jákvæðan og bjartsýnan tjáningar- máta og Þóroddur án þess að falla í hreina tilfinningasemi. Hér og nú Frá sýningu Þórodds Bjarnasonar í ReykjavíkurAkademíunni. MYNDLIST ReykjavíkurAkademían Til 31. janúar. Opið daglega frá kl. 9–17. BLÖNDUÐ TÆKNI – ÞÓRODDUR BJARNASON Halldór Björn Runólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.