Morgunblaðið - 28.12.2001, Side 15

Morgunblaðið - 28.12.2001, Side 15
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2001 15 FUNDINN er í Fuglavík á Rosm- hvalanesi hellusteinn með 420 ára gamalli áletrun. Á hann er klappað ártalið 1580 og er þetta því elsti ár- talssteinn sem vitað er um á Reykjanesi og fundist hefur. Fólk sem alið er upp á bænum hafði aldr- ei heyrt á þennan stein minnst. Félagar í ferðahópi rannsókn- ardeildar Lögreglunnar í Reykja- vík (Ferlir) hafa verið að afla gagna um steina með ártölum og fleiri menningarminjar á Reykjanesi og leita að steinunum sjálfum. Hefur hópurinn fundið allmarga slíka steina. Þeir fundu meðal annars stein frá 1674 við Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd og var hann sá elsti, þar til Fuglavíkursteinninn fannst. Fann hann fljótlega Fuglavík er eyðibýli sem stendur við veginn á milli Sandgerðis og Hvalsneskirkju. Ómar Smári Ár- mannsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn og félagar hans fóru að spyrjast fyrir um Fuglavíkurstein- inn út frá upplýsingum úr Árbók Hins íslenska fornleifafélags frá árinu 1903. Þar er skráð frásögn af steininum, eftir Brynjúlfi Jónssyni sem hafði verið við rannsóknir á Rosmhvalanesi árið áður. Kemur þar fram að brunninum í Fuglavík fylgdi sú sögn að útlendur maður, Pípin að nafni, hefði grafið brunn- inn og höggvið ártalið á hellustein sem hann setti hjá brunninum. Sagt var að steinninn væri nú í bæj- arstéttinni og sæist enn gjörla á honum ártalið 1538. Eftir að Ferlisfélagar fóru að spyrjast fyrir um steininn fór Jón- ína Bergmann í Keflavík, sem ólst upp í Fuglavík, að leita í bæjarstétt- inni. Hún sópaði af gömlu bæj- arstéttinni en steinninn var ekki þar. „Ég fann hann þó fljótlega eft- ir að ég fór að róta,“ segir Jónína. Hún fann steininn í stétt sem var fyrir framan gamla hlöðu og fjár- hús sem búið er að fjarlægja. Möl var yfir steininum að hluta enda er hann í heimkeyrslunni að nýja bæn- um. Aldrei heyrt á hann minnst Jónína segist hafa verið undrandi að sjá steininn því hún hafi aldrei heyrt á hann minnst áður. Hún er fædd 1926 og bjó í Fuglavík til árs- ins 1967. Ætt hennar hefur búið á bænum frá því um 1884 að afi henn- ar keypti jörðina og flutti bú sitt þangað. Jónína og systkini hennar eiga jörðina og hún og maður henn- ar, Magnús V. Stefánsson, búa þar alltaf á vorin á meðan þau hirða um æðarvarpið. Hún hefur því vafalítið oft stigið fæti sínum á umræddan hellustein. Á steininum reyndist vera ártalið 1580. Raunar er seinasti stafurinn orðinn óskýr og gæti hann einnig verið 8 eða 3. Ferlisfélagar hafa nú skoðað steininn og telur Ómar Smári að hér sé um merkan fund að ræða, þetta sé elsti ártalssteinn á Reykja- nesi sem heimildir eru um og fund- ist hefur. Ljósmynd/Ómar Smári Jónína Bergmann og Magnús V. Stefánsson við hellusteininn í heimreiðinni að Fuglavíkur- bænum en hann ber 420 ára gamla áletrun. Fundinn hellu- steinn frá 1580 í Fuglavík Rosmhvalanes ÍBÚUM á Suðurnesjum fjölgaði um 225 á árinu, eða um 1,36%. Er það nokkuð yfir landsmeðaltali en íbúum landsins alls fjölgaði um 1,21%. Hlut- fallslega mesta fjölgunin varð í Vatnsleysustrandarhreppi, rúm 8%. Fjölgun varð á öllum stöðunum, nema í Gerðahreppi, en íbúum í Reykjanesbæ, Grindavík og Gerða- hreppi hefur fjölgað hægar en á land- inu í heild. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands bjuggu 16.725 í sveitarfélögunum fimm á Suðurnesj- um 1. desember síðastliðinn. Fyrir ári var íbúatalan 16.500. Hefur Suður- nesjamönnum því fjölgað um 225 manns eða 1,36%. Tæpt prósent í Reykjanesbæ og Grindavík Í Reykjanesbæ búa 10.942 manns sem er 106 fleira en fyrir ári og nem- ur fjölgunin tæplega einu prósenti. Í Grindavík eru nú 2.339 íbúar, 22 fleiri en fyrir ári, og nemur fjölgunin tæpu prósenti, eins og í Reykjanesbæ. Sandgerði er þriðja stærsta sveit- arfélagið á svæðinu. Þar búa nú 1.400 manns, 34 fleiri en ári fyrr, og nemur fjölgunin 2,5%. Aftur á móti fjölgar ekki í Gerðahreppi, þar búa 1.207 manns sem er nákvæmlega sama tala íbúa og fyrir ári. Hlutfallslega mesta fjölgunin hefur orðið í minnsta sveitarfélaginu á svæðinu, Vatnsleysustrandarhreppi. Þar búa nú 837, 63 fleiri en fyrir ári, og nemur fjölgunin rúmum 8% á árinu. Undir landsmeðaltali Íbúum á Suðurnesjum hefur fjölg- að um 8,9% á síðustu tíu árum. Er það heldur undir landsmeðaltali sem er rúmlega 10% á þessu tímabili. Mest munar um að í fjölmennustu sveitar- félögunum, Reykjanesbæ og Grinda- vík, hefur á þessu tímabili aðeins fjölgað um 7,5 til 7,8%. Mesta fjölgun á Suðurnesjum í Vatnsleysustrandarhreppi Reykjanes SANDGERÐINGAR hafa verið duglegir að skreyta hús sín og garða um þessi jól. Hús við sumar göturnar eru áberandi mikið skreytt og á það ekki síst við um Holtsgötu þar sem mörg hús eru með miklar og stílhreinar jólaskreyt- ingar. Þangað fara menn til að skoða, meðal annars börnin af leikskólanum Sólborg. Þau voru mynduð framan við hús Jónasar Jónssonar á Holtsgötu 34 sem er fallega skreytt. Þá hafa bæjarstarfsmenn ekki látið sitt eftir liggja og hafa þeir skreytt 115 ljósastaura í bænum. Við höfnina eru einnig bátar með fallegar ljósa- skreytingar. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Duglegir að skreyta Sandgerði ÓÐINSVELLIR í Keflavík fengu viðurkenningu jólahús- nefndar Reykjanesbæjar fyrir jólalegustu götuna í ár. Þar er talin vera fallegasta heildar- mynd skreytinga. Markaðs-, atvinnumála- og menningarskrifstofa Reykja- nesbæjar stóð fyrir vali á jóla- húsi Reykjanesbæjar. Eins og fram hefur komið í blaðinu fengu eigendur Týsvalla 1 í Keflavík aðalverðlaunin. Í öðru sæti urðu íbúar Hamragarðs 9 í Keflavík. Íbúar Borgarvegar 25 í Njarðvík urðu í þriðja sæti, en ekki Borgarvegar 15 eins og ranglega var kynnt fyrir blaða- mönnum fyrir helgi. Íbúar Aðalgötu 5 í Keflavík fengu viðurkenningu fyrir fal- legustu jólaskreytingu á fjöl- býlishúsi og íbúar Norðurvalla 12–22 í Keflavík fyrir fallegustu jólaskreytingu á raðhúsi. Þá var Túngata 14 í Keflavík út- nefnd sem sérstakt jólahús. Óðinsvellir jólalegasta gatan Reykjanesbær ÖLVAÐIR unglingar tóku bíl ófrjálsri hendi og óku um á bíla- stæði við Hafnargötu í Keflavík á Þorláksmessu. Lögreglunni í Keflavík var tilkynnt um bílþjófnaðinn að- faranótt Þorláksmessu. Tveir ölvaðir piltar, 16 ára gamlir, höfðu þá ekið bílnum um bíla- stæði sunnan við verslun 10-11 en þar hafði hann verið skilinn eftir. Þegar lögreglumenn komu á vettvang voru dreng- irnir farnir en þeir náðust. Ölvaðir 16 ára drengir aka stolnum bíl Keflavík TVÆR bílveltur urðu á Garð- vegi um jólin. Ekki urðu alvar- leg slys á fólki. Fyrri veltan varð fljótlega eftir hádegi á aðfangadag. Þá valt bíll skammt sunnan við Garð. Ökumaður var einn í bíln- um og var hann fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík en meiðsli hans voru ekki talin al- varleg. Um miðjan annan dag jóla valt annar bíll á Garðvegi, rétt norðan við golfskálann. Snjó- koma var og hálka á veginum þegar óhappið varð. Engin slys urðu á fólki en bíllinn skemmd- ist mikið. Tvær bílveltur á Garðvegi Garður GAMALT sumarhús við Aust- urveg, í svokallaðri Hest- brekku, í Grindavík brann til grunna snemma á Þorláks- messumorgun. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsstjórans í Grindavík var sumarhúsið mannlaust en nýlega hefur verið hætt að nota það. Lögreglan rannsakar upp- tök eldsins en grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. Sumarhús brann til grunna Grindavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.