Morgunblaðið - 09.01.2002, Síða 2

Morgunblaðið - 09.01.2002, Síða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isTilþrifalítið hjá landsliðinu gegn Kúveit / B3 ÍBV upp að hlið Hauka í efsta sæti / B2 4 SÍÐUR Sérblöð í dag ÍSLENDINGUR, sem varð vitni að því þegar íslensk kona féll fram af svölum íbúðarhótels á Kanar- íeyjum og lést um miðnætti á laug- ardag, sagði fyrir dómi í Las Pal- mas í gær að hann teldi að sambýlismaður konunnar, sem hef- ur verið í haldi vegna gruns um manndráp, hafi ekki ætlað sér að hrinda henni fram af svölunum. Þetta staðfesti Francisco Luis Carreras Irima, ræðismaður Ís- lands í Las Palmas, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að misskilningur við yfirheyrslur hefði valdið því að lögreglan fékk ranga mynd af atburðarásinni. Ís- lenskur maður, sem er aðalvitni lögreglunnar, tali litla ensku. Framburður hans var í upphafi þýddur yfir á ensku og síðan á spænsku og segir Carreras Irima að við þetta hafi orðið misskiln- ingur. Lögreglan hafi ranglega tal- ið að vitnið hafi sagt að maðurinn hafi ýtt konunni af ásetningi fram af svölunum. Lágt handrið á svalaganginum Í gær fékkst loks dómtúlkur til að þýða framburð vitnisins og sam- býlismanns konunnar af íslensku yfir á spænsku. Þá kom fram að vitnið sá manninn ýta við konunni þar sem þau gengu eftir svalagangi hótelsins. Konan hafi fallið við, lent á mittisháu svalahandriðinu og síð- an fallið fram af svölunum. Carrer- as segir því að í raun hafi verið um slys að ræða. Konan sem lést hét Svanhildur Bjarnadóttir, 64 ára. Hún lætur eftir sig fimm uppkomna syni. Ekki liggja fyrir niðurstöður krufningar. Sambýlismaður hennar er enn í gæsluvarðhaldi og er haldið í Gran Canaria-fangelsinu. Lögmaður hans hefur fimm daga til að leggja fram kröfu um að honum verði sleppt úr haldi. Verði dómarinn við því verður manninum þó væntan- lega gert að halda sig á eyjunum þar til niðurstaða fæst í mál hans. Carreras Irima telur ólíklegt að maðurinn verði ákærður fyrir morð en verði hann ákærður taki málsmeðferð a.m.k. fimm mánuði. Eins og fyrr segir kom maðurinn fyrir dóm í gær. Hann gat ekki svarað mörgum spurningum sem lagðar voru fyrir hann og bar við minnisleysi. Hann muni einungis eftir því að hann og sambýliskona hans hafi verið drukkin. Carreras Irima segir manninn hafa verið sorgmæddan og málið fengi greini- lega mjög á hann. Sökum tungu- málaerfiðleika hafi hann illa áttað sig á atburðum. Maðurinn hefur óskað eftir að fá að ræða við prest. Íslenskt vitni yfirheyrt í gær fyrir dómi í Las Palmas á Kanaríeyjum Telur að konunni hafi ekki verið hrint af ásetningi STARFSMENN Reykjavíkur- borgar hafa verið önnum kafnir við að safna saman jólatrjám borg- arbúa í þessari viku. Reykvíkingar þurfa að koma trjánum út á gang- stétt fyrir næstkomandi föstudag ef þeir vilja losna við trén. Starfs- menn hreinsunardeildar borg- arinnar segja að í fyrra hafi tölu- verður fjöldi trjáa endað á áramótabrennum vegna of- framboðs á jólatrjám en nú hafi nær engin tré farið á brennur. Hreinsunardeildin kemur jóla- trjánum í gáma á vegum Gáma- þjónustunnar sem flytur trén suð- ur undir Straumsvík þar sem þau eru kurluð niður og endurnotuð. Þeir leggja áherslu á að fólk bregðist fljótt við og komi trjánum frá sér: „Það versta er að sumir virðast halda að við séum að þessu fram á vor en hreinsunin stendur aðeins þessa einu viku. Eftir það verða menn sjálfir að koma trján- um í endurvinnslustöðvar Sorpu þannig að það er um að gera að nýta tækifærið nú.“ Morgunblaðið/RAX Söfnun jóla- trjáa lýkur á föstudag FÍKNIEFNADEILD lögreglunnar í Reykjavík lagði í fyrradag hald á hátt í 300 kannabisplöntur sem ver- ið var að rækta í leiguhúsnæði í vesturbæ Reykjavíkur. Jafnframt var lagt hald á nokkurt magn kann- abisefna auk flúorljósa og fleiri tækja og tóla sem þarf til rækt- unarinnar. Hinn 3. desember sl. var gerð húsleit í leiguhúsnæði í vesturbæ Reykjavíkur og lagði lögregla þar hald á um 270 kannabisplöntur og hefur lögreglan í Reykjavík því lagt hald á hátt í 600 plöntur á skömm- um tíma. Um er að ræða tvö aðskilin mál. Nokkrir hafa verið yfirheyrðir vegna þeirra en rannsókn er ekki lokið. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkni- efnadeildarinnar, segir að yfir 200 plöntur hafi verið komnar vel á legg. Ræktun á kannabisplöntum sé að sjálfsögðu ólögleg, rétt eins og fíkniefnasmygl og -sala. Miðað við hið mikla magn er talið afar ólíklegt að kannabisefnin hafi verið ræktuð til einkanota. Aðspurður segir Ásgeir að lengi hafi verið vitað til þess að kannabis væri ræktað hér á landi og boðið til sölu. Í nóvember lagði lögreglan í Hafnarfirði hald á um 600 kannabis- plöntur í iðnaðarhúsnæði í bænum. Þar var um að ræða einhverja um- fangsmestu fíkniefnaframleiðslu sem lögregla hefur upplýst. Umfangsmikil ræktun kannabisefna stöðvuð Hluti af kannabisplöntunum sem lögreglan lagði hald á í gær. Myndin er tekin á lögreglustöðinni við Hverfisgötu en ekki á vettvangi afbrotsins. TANNLÆKNADEILD Háskóla Íslands mun gera það að tillögu sinni til háskólaráðs, að teknir verði inn átta fyrstaársnemar í tannlæknisfræði á vormisseri, þ.e. tveimur fleiri en teknir eru inn að loknum samkeppnispróf- um, vegna mistaka sem urðu við útreikning einkunna. Að sögn Einars Ragnarsson- ar, deildarforseta tannlækna- deildar, reyndust einkunnir nema úr einu fagi vera rangar við nánari skoðun. Ekki sé ljóst hvað hafi valdið mistökunum. Þá þegar var búið að hleypa sex nemum áfram en þegar reikn- ingsskekkjan var leiðrétt hækk- uðu einkunnir tveggja nema til viðbótar og hefði þá strangt til tekið átt að ógilda inngöngu tveggja nema af sex sem höfðu verið samþykktir. Hugsanlega ekki löglegt Einar sagði slíkan gjörning ómannúðlegan og dró í efa að það væri löglegt. Því myndi tannlæknadeild gera það að til- lögu sinni að átta efstu nemarnir yrðu teknir inn. Alls var 21 nemi skráður í próf deildarinnar. Þar af mættu 18 og 11 stóðust kröfur um lágmarkseinkunn. Átta nemar verði teknir inn í tann- læknadeid í stað sex Mistök við yfirferð prófúrlausna Misskilningur við yfirheyrslur varð til þess að lögreglan fékk ranga mynd af atburðinum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.