Morgunblaðið - 09.01.2002, Page 19

Morgunblaðið - 09.01.2002, Page 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 19 KÍNVERSK yfirvöld hafa tilkynnt, að þessi fallegi og gróðursæli dalur í Zhongdian í Yunnan-héraði verði brátt skírður upp og fái þá nafnið Shangri-la. Segja þau, að hann minni ekki á neitt meira en sam- nefndan sælureit í „Horfnum sjón- armiðum“, hinni kunnu bók James Hiltons frá 1933. Vonast er til, að nafnbreytingin muni verða til að auka straum erlendra ferðamanna til héraðsins. Reuters Shangri-la í Kína DÖNSKU mjólkurbúin hafa ákveðið að hafa þann hátt á sem víðar að verðleggja mjólkina til bænda eftir próteininnihaldi en ekki fitu. Það mun hafa þær af- leiðingar að setja verður tug- þúsundir mjólkurkúa í megrun, það er að segja að gefa þeim fituminna fóður en áður. Neytendur almennt forðast fituna eins og heitan eldinn og sala í fituskertum mjólkuraf- urðum eykst ár frá ári. Við þessu hafa mjólkurbúin verið að bregðast og nú er þeim bændum, sem auka prótein- magnið á kostnað fitunnar, heitið ríkulegri umbun fyrir eða hundruðum þúsunda kr. árlega. Að sama skapi mun verðið lækka til þeirra, sem ekki ná fitunni niður. „Fitan er harla verðlítil nú á dögum. Hér áður fyrr var feita mjólkin eftirsóttust og undan- rennan hálfgert úrkast en það hefur alveg snúist við,“ segir Karsten Jeppesen, framleiðslu- stjóri hjá Arla Foods-mjólk- urbúunum. Bóndi með meðalstórt bú, sem nú framleiðir mjólk, sem er 7% feit og 4% að próteininni- haldi, mun tapa rúmlega 300.000 ísl. kr. á ári ef fituinni- haldið lækkar ekki verulega. Kýrnar í megrun MART Laar, forsætisráðherra Eist- lands, sagði af sér embætti í gær og stóð þar með við heit sem hann gaf þar að lútandi fyrir jól. Hafði Laar þá sagt að þriggja flokka samsteypustjórn- in, sem hann veitti forystu, væri óstarfhæf vegna innbyrðis deilna og að deil- urnar stefndu í voða áætlunum Eista um að fá inn- göngu í Evrópusambandið og Atl- antshafsbandalagið. Ríkisstjórn Laar, sem komst til valda árið 1999, hefur ávallt sett að- ild að ESB og NATO á oddinn. Mörg af stefnumálum hennar hafa hins vegar ekki notið vinsælda meðal þjóðarinnar. Sjálfur hefur Laar þótt heldur hrjúfur stjórnmálamaður heima fyrir og sagður hirða lítt um fátæka íbúa Eistlands þó að erlendis sé hann hafður í miklum metum. Umbótaflokkurinn, sem á aðild að ríkisstjórninni, brást við óvinsæld- unum á síðasta ári með því að efna til samstarfs við ýmsa stjórnarand- stöðuflokka í bæjar- og sveitar- stjórnum landsins, m.a. í höfuðborg- inni Tallinn. Þetta útspil Umbóta- flokksins olli því hins vegar um leið að brestir komu í stjórnarsamstarfið við Föðurlandsflokk Laars og hóf- sama miðjumenn. „Á nýju ári, sem verður afar mik- ilvægt fyrir þjóð okkar, er ómögu- legt að í Eistlandi ráði ríkjum stjórn sem er óstarfhæf vegna vantrausts er ríkir milli ráðherra,“ sagði Laar í síðasta mánuði um þau mál. Virtist þá sem stjórnin væri við það að lam- ast einmitt þegar huga þurfti að mik- ilvægum ákvörðunum sem reka myndu smiðshöggið á aðildarviðræð- ur við ESB og tryggja boð um inn- göngu í NATO. Arnold Ruutel, forseti Eistlands, hefur nú tvær vikur til að tilnefna nýjan forsætisráðherra en Laar og aðrir ráðherrar munu gegna störfum sínum áfram til bráðabirgða, allt þar til þjóðþing landsins hefur lagt bless- un sína yfir skipan nýrrar stjórnar. Gæti það tekið margar vikur. Forsætisráð- herra Eistlands segir af sér Tallinn. AFP, AP. Mart Laar BANDARÍSKA varnarmálaráðu- neytið hefur falið hópi vísindamanna að þróa og framleiða ólyktar- sprengju, sem unnt væri að beita til að dreifa mannsöfnuði. „Við erum að gera tilraunir með lyktartegundir sem þekkjast í öllum menningarsamfélögum og þykja vondar,“ sagði Pamela Dalton, vís- indamaður við Monell-efnarann- sóknastöðina í Philadelphiu, í viðtali við tímaritið Chemical & Engineer- ing News, sem út kom í gær. Um fimmtíu vísindamenn undir stjórn Dalton vinna að þróun ólykt- arsprengjunnar. Hafa þeir einbeitt sér að tilraunum með lífrænan úr- gang á borð við mannasaur, rotnandi dýrahræ og sorp, enda er talið að óþefurinn af þeim veki viðbjóð með fólki af öllum menningarheimum. Dalton sagði þó að nokkuð væri í að framleiðsla gæti hafist á ólyktar- sprengjunum. Enn væru ýmis vandamál óleyst, til dæmis hvernig hafa mætti hemil á óþefnum þar til honum yrði beitt. Tilraunir með ólykt- arsprengju Philadelphia. AP. Við þökkum þeim fjölmörgu sem heimsóttu okkur á afmælis- daginn og vonum að við sjáum ykkur sem fyrst aftur! Vinningshafar getraunar NTV Páll Arnar Erlingsson - Suðurvangi 10 - Hfj. Trausti Kristinson - Efstasundi 45 - Rvk. Ottó A. Bjarnason - Blikás 23 - Hfj. Ágúst Guðjónsson Baugstjörn 1a - Self. Ragnheiður Alfreðsdóttir Austvaðsholti II Guðrún M. Hreiðarsd. - Merkjateig 7 - Mos. Sólveig Snæland - Laufengi 80 - Rvk. Grétar Eggertsson - Vallarhúsum 13 - Rvk. Bryndís Scheving - Bæjargil 109 - Gbæ. Hafsteinn Þ. Harðarson - Dalhús 29 - Rvk Eftirtaldir aðilar hafa unnið 50.000 kr. gjafabréf í verð- launagetraun NTV. Hafnarfirði - Sími: 555 4980 Kópavogi - Sími: 544 4500 Selfossi - Sími: 482 3937 skoli@ntv.is - www.ntv.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.