Morgunblaðið - 09.01.2002, Page 22

Morgunblaðið - 09.01.2002, Page 22
MYNDLIST Laugavegur 53 B Opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 14–18. Til 13. janúar. MÁLVERK ÁRNI INGVAR BJARNASON BARTELS Kraftur ÞAÐ er alltaf gaman að sjá þegar listafólk með elju sinni og framtaks- semi skapar sér vettvang fyrir verk sín og lætur ekkert stoppa sig í að koma þeim fyrir sjónir almennings. Árni Bartels heitir ungur málari sem fór þá leið að fá inni í nýbyggðu verslunarhúsnæði sem til sölu er á besta stað í miðbænum, á miðjum Laugaveginum. Hann hafði opið um hátíðarnar þegar mest af fólki var á ferli í bænum og sagðist hafa fengið 1.500 manns á sýninguna og geri aðrir betur. Verk Árna eru undir áhrifum frá bandarískum málurum frá níunda áratug síðustu aldar, Jean-Michel Morgunblaðið/Kristinn Lenín eftir Árna Ingvar Bjarna- son Bartels. Basqiat og Keith Haring, þó að verk Árna séu reyndar meira abstract-ex- pressionísk en hlutbundin eins og verk þeirra félaga. Myndir Árna eru skemmtilegar á margan hátt, litanotkunin er hressi- leg og aðfarirnar oft kraftmiklar en hann bæði málar með penslum og notar nagla eða ámóta verkfæri til að rispa í málninguna. Það má segja um flestar myndirnar að þær séu í dramatískari kantinum, eins og verkið „Misnotkun“ en þar, sem og í fleiri myndum, vinnur listamaðurinn með rauðan og svartan lit og byggir þá myndirnar gjarnan upp út frá rauðum fleti í miðju myndar. Tengingin við verk málarans Basqiat kemur sterkast fram í myndinni „Lenín“ en þar hefur verið teiknuð nær barnslega einföld mynd af hauskúpu sem má segja að líkist leiðtoganum sovéska. Sterkustu myndir sýningarinnar eru myndirnar „Labrador“ og „Labrador um kvöld“, en þær búa yfir einhverjum innri krafti sem skil- ar sér til áhorfandans. Sýning Árna er vonandi tákn um grósku hjá ungum íslenskum málur- um og hvet ég alla sem leita sér að húsnæði undir sýningu að kanna möguleika eins og þann sem Árni kom auga á. Þóroddur Bjarnason Heimildarmynd um Matthías Johannessen ERLENDUR Sveinsson og Sig- urður Sverrir Pálsson kvikmynda- gerðarmenn vinna um þessar mundir að heimildarmynd um Matthías Johannessen, skáld og ritstjóra. Fóru tökur fram í nóv- ember árið 2000 er þeir Erlendur og Sigurður fylgdust með dag- legum störfum Matthíasar, en hann lét sem kunnugt er af störfum sem ritstjóri Morgunblaðsins í desem- ber það ár, eftir fjörutíu ára setu í ritstjórastóli. Matthías er jafn- framt afkastamikið ljóðskáld og beinist áhugi kvikmyndagerð- armannanna ekki síst að samspili þessara tveggja ævistarfa Matthíasar. „Hugmyndin að gerð þessarar heimildarmyndar vaknaði í kjölfar vinnu okkar við Málarann, kvik- mynd um Svein Björnsson listmál- ara. Í báðum tilfellum beinist áhug- inn að því að fjalla um listamenn, og þá leið sem þeir fara í skapandi starfi sínu,“ segir Erlendur þegar hann er spurður nánar um verk- efnið. „Matthías Johannessen er mjög spennandi viðfangsefni út af fyrir sig vegna þeirrar sérstöðu sem hann hefur í okkar menningar- samfélagi. En um leið fannst okkur áhugavert að gera mynd um þenn- an tveggja heima mann, ritstjóra Morgunblaðsins og skáldið. Þannig leitumst við í okkar nálgun við að veita innsýn í hvernig Matthías hefur komið þessum tveimur heim- um fyrir í sínu lífi, samræmt þá, en einnig aðskilið þá,“ segir Erlendur. Tveir tímaheimar Heimildarmynd um Matthías Jo- hannessen er viðamikið verkefni og beina höfundar myndarinnar sjón- um að þeim árum sem Matthías sat í ritstjórastóli. „Fjörutíu ára vera í svo krefjandi starfi er reyndar ein- stök út af fyrir sig á veraldarvísu enda algengara að menn haldi ekki út lengur en 12 eða 13 ár. Ofan á það bætist afkastamikill og stór- merkurferill Matthíasar sem rit- höfundar,“ bendir Erlendur á og segir það mjög spennandi verkefni að takast á við hinn myndræna heim skáldskapar hans. Frásagnarrammi kvikmyndar- innar verður venjulegur dagur í lífi Matthíasar, þar sem hann á anna- saman dag í ritstjórastarfinu, en skapar sér jafnframt rými til skáld- skapariðkunar. „Við fylgdum hon- um eftir um mánaðarskeið síðasta haustið sem hann gegndi ritstjóra- starfinu og lukum svo að mestu tökum á heimi skáldsins nú í haust. Dagurinn sem myndar frásagnar- ramma myndarinnar er þó fyrst og fremst táknrænn dagur í tilveru skáldsins og ritstjórans. Hann er samsettur úr mörgum dögum, og beinist því ekki að einu ákveðnu máli á t.d. Morgunblaðinu, heldur er hugmyndin sú að gefa tilfinn- ingu fyrir störfum Matthíasar.“ Erlendur bendir á að tíminn myndi nokkurs konar grunnþema í kvikmyndinni, og þar sé einnig glímt við tvo ólíka tímaheima. „Annars vegar er um að ræða klukkuna sem tifar á Morg- unblaðinu, og minnir á að blaðið þarf að koma út í dagslok, hvað sem á gengur. Hins vegar fær Matthías á þessum sama degi rými til að sinna skáldskapnum og þar ræður ríkjum allt annars konar tími, nokkurs konar eilífðartími skáld- skaparins.“ Þeir Sigurður og Erlendur not- ast jafnframt við ólíka tökustíla til endurspegla hina ólíku heima í lífi Matthíasar. „Þar sækjum við til ákveðins samtals milli hinnar hefð- bundnu kvikmyndatöku á filmu og stafræna myndbandsins sem mikill áhugi beinist að í kvikmyndagerð nútímans. Síðarnefndan stílinn not- um við til að endurspegla hinn hráa og hraða veruleika á blaðinu, en nálgunin við skáldskapin unnin með meiri stýringu og nostursemi. Í umfjölluninni um skáldskapinn er leitast við á miðla ákveðinni sýn, túlkun og endursköpun.“ Erlendur segir að myndin sé unnin að frumkvæði þeirra Sig- urðar, sem eru samframleiðendur að henni. „Þetta er ekki mynd um Morgunblaðið, en engu að síður munu áhorfendur fá innsýn í dag- leg störf ritstjórnarinnar á blaðinu. Sigurður Sverrir hafði yfirumsjón með gerð þess hluta og má segja að honum hafi verið opnaðar þar allar dyr. Þannig fékk hann að vera við- staddur allt frá daglegum ritstjórn- arfundum, og öðrum samskiptum, til lokaðra funda. Sama er að segja um þann hluta er fjallar um skáldið og ég er ábyrgur fyrir, en þar sýndi Matthías okkur mikið traust. Um tíma vorum við meira að segja komnir með lyklavöldin að heimili þeirra hjóna, Matthíasar og Hönnu.“ Þegar Erlendur er spurður hvernig vinnan við myndina standi nú, segir hann að tökum sé að mestu leyti lokið, en eftir sé viða- mikið eftirvinnsluferli sem fjár- magn þurfi til að koma á skrið. Erlendur bætir því við að skil- yrði til fjármögnunar í heimild- armyndagerð sé mjög erfið hér á landi, og standi jafnvel svo mikils- verð verkefni sem hér um ræðir frammi fyrir fjárhagslegri óvissu. „Við höfum hlotið styrki frá Ár- vakri og Menningarsjóði Íslands- banka sem hafa gert okkur kleift að vinna að verkefninu hingað til. Eins og málin standa nú munum við þurfa að vinna hörðum höndum að fjármögnun fyrir framhaldið. Sá þáttur er bæði stór og mjög erfiður hluti af heimildarmyndagerðinni hér á landi,“ segir Erlendur að lok- um. Næsta verkefni þeirra Sigurðar Sverris Pálssonar kvikmyndatöku- manns og Erlends Sveinssonar leikstjóra er heimildarmynd um Matthías Johannessen, skáld og fyrrverandi ritstjóra. Morgunblaðið/Ásdís Tveggja heima maður LISTIR 22 MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á ÞESSU ári eru 48 ár liðin frá stofnun Menntaskólans að Laugar- vatni, en öllu lengra frá því mennta- skólakennsla hófst þar. Það gerðist haustið 1947, og var kennsluefni menntaskóla svo kennt í Héraðsskól- anum allt þar til menntaskólinn var stofnaður. Kennt var í mismörgum bekkjum á vetri hverjum, og á vorin þreyttu nemendur próf, sem send voru frá Menntaskólanum í Reykja- vík og kennarar þar fóru yfir og gáfu einkunnir fyrir. Jónas Jónsson frá Hriflu hafði for- göngu um að skólasetur var sett að Laugarvatni árið 1928 og má hafa vöxt og viðgang þess síðan til marks um framsýni þess merka stjórnmála- manns. Ekki kemur fram í þessari bók, hvort Jónas hugsaði sér þá, að menntaskóli risi síðar að Laugar- vatni, en það hefði í sjálfu sér verið í samræmi við hugmyndir hans um efl- ingu byggðar í sveitum landsins. Hitt fer aftur á móti ekki á milli mála, eins og rakið er í fyrsta hluta þessarar bókar, að ekki leið á löngu, uns skóla- menn að Laugarvatni með Bjarna Bjarnason skólastjóra í broddi fylk- ingar eygðu möguleika á því að stofna menntaskóla á staðnum og efla hann þannig sem skóla- og menntasetur. Sagan af baráttu Bjarna fyrir menntaskólanum er öll hin athyglis- verðasta og sýnir hverju má koma fram, ef „rétt“ er að málum staðið og þrautseigjan bregst mönnum ekki. Við lestur kaflans um forsögu Menntaskólans að Laugarvatni hvarflaði það oft að mér, að margt er svipað í baráttusögu Sunnlendinga fyrir stofnun menntaskóla að Laug- arvatni og þeirri baráttu sem Norð- lendingar urðu að heyja fyrir stofnun fullgilds menntaskóla – og síðar há- skóla – á Akureyri. Í öllum tilvikum þurftu hugumstórir hugsjónamenn að glíma við pólitíska flokkadrætti, smásmugulegan hreppa- og héraðar- íg, velviljaða en hikandi ráðamenn. Þegar baráttumálin loks voru í höfn, bar öllum saman um að gæfuspor hefði verið stigið. Þá vildu allir Lilju kveðið hafa. Má ekki læra nokkuð af þessu? Hin nýútkomna saga Menntaskól- ans að Laugarvatni er að minni hyggju vel heppnuð, en nokkuð ný- stárleg að allri framsetningu. For- saga skólans og stofnun er rakin á hefðbundinn hátt í fyrsta hluta og upphafi annars, en síðan tekur við frásögn af hinni eiginlegu skólasögu allt til ársins 2000. Og það er einmitt sú frásögn, sem mér þykir í senn ný- stárleg og vel heppnuð. Í stað þess að rekja söguna frá ári til árs eftir skóla- skýrslum og öðrum þurrum stað- reyndafróðleik, sem sjálfsagt hefði verið hægt, bregða höfundar á það ráð að nýta heimildir úr skólalífinu sjálfu, blöð og aðrar ritsmíðar nem- enda, ljósmyndir, viðtöl og frásagnir nemenda, kennara og skólameistara, og flétta þessu öllu saman við upplýs- ingar úr opinberum og hálfopinber- um gögnum. Saga skólans er þannig sögð „innanfrá“, ef svo má að orði kveða, verður saga skólastarfsins og skólalífsins frekar en skólans sem stofnunar. Ég kann vel að meta þessa aðferð og árangurinn er augljós. Sagan verður öll einkar lifandi og skemmti- leg og lesendur, sem aldrei hafa stundað nám að Laugarvatni og þekkja þar ekkert til, eiga auðvelt með að skilja og upplifa skólabrag- inn. Gamlir Laugvetningar hljóta að fagna þessu enn meir og margir þeirra munu vafalítið endurupplifa gamla daga við lestur bókarinnar. Í þessu efni gegnir myndefnið einnig miklu hlutverki, en bókin er prýdd sæg mynda, sem flestar eru teknar á vettvangi og sýna kennara og nem- endur að leik og starfi. Margir merkir menn og konur hafa numið og kennt við Menntaskólann að Laugarvatni í áranna rás og er þeirra allra – eða a.m.k. langflestra – getið í bókinni. Af sumum segir nokk- uð, öðrum allmikið, einkum skóla- meisturum og þeim, sem lengst hafa starfað við skólann. Í bókarlok eru nemenda- og nafnaskrár, myndir af stúdentaárgöngum og svo vitaskuld heimilda- og tilvísanaskrár. Menntaskólinn að Laugarvatni hefur nú starfað í tæplega hálfa öld. Saga hans er öll hin merkasta, það getur engum dulist sem þessa bók les. Að skólastarfinu hafa margir komið, en nokkra athygli hlýtur að vekja, að skólameistarar hafa aðeins verið fjórir, þar af einn sem settur var í embættið í tvö ár. Af hinum þremur á Kristinn Kristmundsson langlengstan starfsaldur, liðlega 30 ár, og má því öllum ljóst vera, að hann á mikinn þátt í merkri sögu skólans. Öll er þessi bók vönduð að frágangi og prýðilega skrifuð. BÆKUR Sagnfræði – Forsaga, stofnun og saga til aldarloka. Margrét Guðmundsdóttir, Þorleifur Ósk- arsson. Skráð að tilhlutan Nemenda- sambands Menntaskólans að Laug- arvatni. Sögusteinn, Reykjavík 2001. 427 bls., myndir. MENNTASKÓLINN AÐ LAUGARVATNI Vönduð skólasaga Jón Þ. Þór SEX listamenn hafa verið valdir í samkeppni um gerð útilistaverks við Vatnsfellsstöð. Þeir eru Finnbogi Pétursson, Gjörningaklúbburinn – ILC, Hreinn Friðfinnsson, Ragna Róbertsdóttir, Ragnhildur Stefáns- dóttir og Roman Signer. Alls sóttu 58 listamenn um að taka þátt í samkeppninni. Forvalsnefnd var skipuð Þorsteini Hilmarssyni, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, Pétri H. Ármanns- syni, arkitekt, og Magnúsi Kjartans- syni, myndlistarmanni, sem var til- nefndur af SÍM. Hver sex þátttakendanna fær nú 250 þús. krónur til að vinna að 1–2 til- lögum um útilistaverk við Vatnsfells- stöð og er skilafrestur um miðjan apríl. Dómnefndin sem fer yfir tillög- urnar verður skipuð Jóhannesi Geir Sigurgeirssyni, stjórnarformanni Landsvirkjunar, Friðriki Sophus- syni, forstjóra Landsvirkjunar, Árna Kjartanssyni, arkitekt Vatnsfells- stöðvar, og listamönnunum Helga Þorgils Friðjónssyni og Kristínu Ís- leifsdóttur, sem eru fulltrúar SÍM. Sex keppa um gerð útilistaverks

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.