Morgunblaðið - 09.01.2002, Síða 37

Morgunblaðið - 09.01.2002, Síða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 37 :   ,       ,     3   3         % % "      6  . 6B   >$$;&78 ",,'! $  #$$ * , '& $ " $ ",$ $ &'%)$#$$ & $   #$$ &'% $ 5+ #&5'+! :  ,     ,   3      3    %     6   ; %2&2+& ,*/ * 2,'! 2       ,      +.  %     %6;#$$! ;           6 C 93. .  .'  $&D ,  2 *'&$ ;(  *&'& $&4 /<  <      1  $ %      7  "  "     =     5       6 0.   / & 6%  .>$"&2#$$ *&.&'-#+  &"&2#$$ " &' ,+ "&2&"&2+ &'E" B#$$ " 2& #&+' +  / B#$$ # #( 5+$B+ &'% ,&' #$$ )/ B#$$ " " ( &'%B#$$  #+ BB+   ! $' -- +--- ! Þegar sonur minn hringdi í mig og sagði mér að amma sín væri dáin brá mér ekkert verulega. Hún hafði verið veik um tíma og því kom fregnin mér ekki á óvart. Ég kynntist Þórhöllu fyrir rúmum tuttugu árum. Þá lagði ég leið mína upp í Glúmsstaði í ekki ómerkari erindum en að ræna einni heimasætunni á bænum. Slíkt og því- umlíkt hafði komið fyrir áður án telj- andi vandræða. Það var ómetanlegt fyrir feiminn sveitastrákinn að finna hversu hlýjar móttökurnar voru þá og ávallt síðar. Minningin um Þór- höllu fyrrverandi tengdamóður mína er sterk, þar sem hún stóð í eldhús- inu, glæsileg kona spengileg, með sitt silfurgráa hár. Væri henni sagt eitt- hvað spaugilegt byrjuðu augun að leiftra, síðan örlítið bros og svo hlát- urinn. Já, hláturinn, það fór ekkert á milli mála þegar Þórhalla á Glúms- stöðum hló, svo kröftuglega en þó innilega. Í eldhúsið á Glúmsstöðum var gott að koma, þar var alltaf næg- ur matur handa öllum, ekkert sjoppufæði heldur venjulegur ís- lenskur matur framreiddur af kost- gæfni. Og svo var það kaffið, bragð- mikið og gott, enda var kaffikannan vinsæl stoppistöð. Með kaffibolla í hendinni settist hún gjarnan í hæg- indastólinn sinn í eldhúsinu og þá var ekki verra að kveikja í pípu. Þórhalla var greind kona og skoðanir sínar á mönnum og málefnum lét hún í ljós á virkilega greinargóðri íslensku þann- ig að öllum var ljóst við hvað var átt. Fyrir neðan Glúmsstaðabæinn renn- ur Jökulsá í Fljótsdal. Handan árinn- ar er bærinn Egilsstaðir. Þessir bæir ásamt nokkrum öðrum tilheyra ÞÓRHALLA GUNNARSDÓTTIR ✝ Þórhalla Gunn-arsdóttir fæddist á Egilsstöðum í Fljótsdal 1. maí 1927. Hún lést 17. desem- ber síðastliðinn. Hún var gift Kjartani Hallgrímssyni frá Glúmsstöðum í Fljótsdal, f. 30. maí 1919, d. 1. apríl 1987. Börn þeirra eru: Bergljót, f. 1948, Hallgrímur, f. 1949, Björk, f. 1950, Sigur- björg, f. 1952, Halla, f. 1956, Mekkín, f. 1958, Hjörleifur, f. 1958, Dögg, f. 1960, Gunnar, f. 1962, Ingunn, f. 1964, Kjartan Glúmur, f. 1969, og Þórhalla Agla, f. 1971. Eitt barn dó ungt. Útför Þórhöllu fór fram frá Valþjófsstað 28. desember. Norðurdal í Fljótsdal. Á Egilsstöðum var Þór- halla fædd og uppalin í stórum systkinahópi. Jökla gamla er ekki alltaf frýnileg, stundum æðir hún áfram kolmó- rauð með bægslagangi en þess á milli nánast eins og bergvatnsá. Kláfur var notaður til að flytja fólk yfir ána. Þeim sem ekki þekkja er kláfur trékassi sem dreginn er milli ár- bakkanna á tveimur talíum sem standa hvor á sínum bakkanum. Ef til vill hefur það verið svona kassi sem Þórhalla sat í og var dregin yfir á bakkann hin- um megin árinnar. Á móti henni tók indælis piltur, ungur og efnilegur bóndasonur, Kjartan Hallgrímsson, bóndi á Glúmsstöðum. Við tók hús- móðurstarf og barnauppeldi á Glúmsstöðum. Kjartan, sem látinn er fyrir nokkrum árum, var duglegur bóndi og saman byggðu þau upp og ræktuðu jörðina og bjuggu sér fal- legt heimili. Eignuðust þau hjón þrettán börn, eitt dó ungt. Væntan- lega hefur vinnutíminn oft verið vel rúmar fjörutíu vinnustundir hjá hvoru fyrir sig í viku hverri. Nútíma- þægindi voru ekki mikil á fyrstu bú- skaparárunum, t.d. kom rafmagn ekki fyrr en um svipað leyti og yngsta barnið fæddist. Umhyggja og velferð afkomendanna var Þórhöllu mikilvæg, það fengum við Mekkín svo oft að reyna er við komum í Glúmsstaði. Þær eru ófáar flíkurnar sem Þórhalla saumaði á drengina okkar, handbragð og frágangur allur til fyrirmyndar. Fyrir rúmum tveim- ur árum sá ég Þórhöllu síðast. And- legt atgervi það sama, móttökurnar jafn notalegar og áður en þrekið að dvína. Hún hafði þjáðst af liðagigt í allmörg ár en viljastyrkinn vantaði ekki. Degi er tekið að halla, skamm- degið hvað lengst, jólahátíð fer í hönd. Það vantar einn í fjölskyldu- hópinn. Við slíkar aðstæður verður jólahaldið með öðrum hætti. Dveljum um stund á hlaðinu á Glúmsstöðum, hlustum á suðið í jöklu, sjáum upp í brattar fjallshlíðarnar sitt til hvorrar handar og virðum fyrir okkur ná- grannabæina, í þessu fallega um- hverfi bjó Þórhalla öll sín ár og undi sér vel. Skólastjóri einn sagði eitt sinn í ræðu í lok skólans: „Hafið handtak hlýtt.“ Þannig var Þórhalla, hún hafði handtak hlýtt. Aðstand- endum óska ég Guðs blessunar. Benedikt Bjarnason. Elsku afi minn. Nú ert þú kominn til Nannýjar ömmu. Ég veit að þú ert sáttur og þér líður vel. Með þess- ari bæn kveð ég þig í hinsta sinn. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pétursson.) Elsku afi. Takk fyrir dýrmætan tíma sem ég hef átt með þér. Þín Ágústa. Iðnrekandinn Bjarni Björnsson sem ávallt var kenndur við Verk- smiðjuna Dúk er látinn. Ég vann hjá Bjarna í tólf ár en það bar vott um bjartsýni hans að ráða konu sem sölumann. Það var gaman að vera sölukona og geta kennt sig við Dúk. Sölumennska byggist á því að bæði seljandi og kaupandi hagnist af viðskiptunum. Heiðarleiki og ljúfmennska Bjarna gerði mér auðvelt að hafa það mark- mið að leiðarljósi. Þegar ég rifja upp feril minn sem sölukonu flæða minn- ingarnar um huga minn, allar ljúfar og skemmtilegar. Það er nánast ómögulegt að minn- ast Bjarna í fáum orðum eins stóran þátt sem hann átti í iðnrekstri á Ís- landi í áratugi. Bjarni var skarp- greindur, víðsýnn og samningalipur. Það var því engin tilviljun að hann var valinn til forystu í félögum og framkvæmdum íslenskra iðnrek- enda. Sem dæmi má nefna fyrstu kaupstefnuna í Lídó og stóru iðnsýn- inguna í íþróttahöllinni í Laugardal. Þar var Bjarni að sjálfsögðu í for- ystu. Það er því alls ekki ofmælt að nefna hann iðnfrömuð. Framsýni Bjarna í fatafram- leiðslu var einstök. Hann samdi við erlenda fataframleiðendur um fram- leiðslu á vörum þeirra. Þar er mér kærast að minnast á „Kanters“, það voru undirföt sem flestar konur á Ís- landi þekktu. Þær áttu allar brjósta- haldara eða slankbelti frá „Kant- BJARNI BJÖRNSSON ✝ Bjarni Björnssonfæddist í Reykja- vík 13. júní árið 1920. Hann lést á heimili sínu 23. des- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni 7. janúar. ers“. Danski gyðingur- inn Hermann Kanter stofnaði verksmiðju í Svíþjóð á stríðsárun- um, en fluttist síðar til Danmörku að stríði loknu. Fyrirtækið hét því „Kanters of Scand- inavia“. Snið og efni voru fengin frá Kant- ers og send til Íslands en varan framleidd hér. Hermann kom hingað til lands með eiginkonu sinni og sagði mér að hann væri stoltur af framleiðsl- unni á Íslandi. Hún stæðist hans ströngustu kröfur. Seinna fékk Dúk- ur framleiðsluleyfi á enska kven- fatnaðinum frá „Slimma“. Þetta er aðeins hluti af því sem framleitt var í verksmiðjunni en þar voru einnig framleiddar alíslenskar vörur. Það er ekki hægt að minnast á Verksmiðjuna Dúk án þess að geta Birgis Bryjólfssonar, sölumanns, sem var mágur Bjarna. Það var raunar honum að þakka að ég varð sölukona. Að vinna með Birgi hjá Bjarna var nánast eins og ævintýri. Hugmyndir urðu að veruleika, heil- mikið haft fyrir mörgum skyrtum og jökkum og ómæld ánægja þegar vel tókst til. Bjarni keypti undramaskínu (koratron) sem pressaði varanleg brot í buxur. Á stóru iðnsýningunni 1966 var kjörið tækifæri að kynna þessa nýjung. Við Birgir pressuðum brot í efnisbúta, höfðum straujárn og strauborð í sýningarbásnum og leyfðum sýningargestum að reyna að ná brotunum úr. Þeim sem tækist það var heitið ferð á ólympíuleikana í Mexíkó. Margar skemmtilegar til- raunir voru gerðar og næstum árás- ir með straujárninu. Auðvitað fór enginn í okkar boði á ólympíuleik- ana. Mér hefur orðið tíðrætt um Verk- smiðjuna Dúk og ekki að ástæðu- lausu því þar kynntist ég háttvísa ljúfmenninu honum Bjarna og henni Nanný, hans elskulegu eiginkonu. Þau voru höfðingjar heim að sækja. Veitingarnar voru ekki bara það sem maður lét ofan í sig heldur þessi einlæga gleði og kátína sem þau fóru svo létt með að veita í ríkum mæli. Við brottför Bjarna samgleðst ég honum því í mínum huga er enginn efi um fagnaðarfundi hans og Nann- ýjar. Í minningu Nannýjar langar mig til að birta þetta fallega ljóð Stefáns Harðar Grímssonar: Af fegurð blóms verður aldrei sagt aldrei sagt með orðum né þinni með neinum orðum Ég kveð Bjarna með virðingu og þakklæti og bið honum og fjölskyldu hans allri Guðs blessunar. Bertha Snorradóttir. ✝ Kristín Olsenfæddist hinn 25. júní 1932 í Túnsbergi á Þormóðsstöðum í Reykjavík. Hún lést á Vífilsstaðaspítala 18. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ingiríður Lýðsdóttir frá Hjalla- nesi í Landsveit og Jentoft Gerhard Hagelund Olsen frá Tromsö í Noregi, en þau eru bæði látin. Eftirlifandi systkini Kristínar, sem bæði eru fædd í Túnsbergi, eru Erna, f. 3. sept. 1926, og Alfreð, f. 10. sept. 1930. Látin eru Sigríður Karólína, f. 13. apríl 1914, Krist- inn, f. 24. júní 1917, Ólafía, f. 17. nóv. 1918, Gerhard, f. 16. jan. 1922, og Olav, f. 24. júní 1924. Dóttir Kristínar er Dagbjört Inga Olsen, fv. flug- freyja, f. 1. feb. 1956. Kristín vann sem verzlunarmaður í Rammagerðinni alla sína starfsævi. Útför Kristínar hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. KRISTÍN OLSEN bara allt þokkalegt að frétta. Það var ekki verið að velta sér upp úr eigin sjúkdómum sem þó höfðu komið henni nær alveg í hjólastól og þrekið þorrið að mestu, aðeins ekki hið innra. Það voru helzt áhyggjur af framtíð einkadótturinnar, auga- steinsins hennar, sem komu til um- ræðu okkar á milli. Hennar framtíð vildi hún tryggja sem bezt, enda var Inga dóttir hennar búin að leggja sig alla fram um árabil að hlynna sem bezt að móður sinni og hjálpa henni svo að hún gæti dvalizt heima, ómetanlegt í raun en Ingu eiginlegt að hverfa frá góðu starfi til þessa fórnfúsa hlutverks. Heimili þeirra mæðgna er enda búið mörgum fá- gætum munum sem falla vel að hinni hlýlegu umgjörð og þeirri ein- lægu hlýju sem alltaf mætti þeim sem þar bar að garði. Kristín var kona sem fylgdist vel með þjóðfélagsumræðunni og myndaði sér sínar sjálfstæðu skoð- anir á hverju einu, einörð og föst fyrir í því sem máli skipti. Hún var að sögn þeirra sem til þekktu afar góður starfskraftur meðan heilsa hennar leyfði, samvizkusöm, dugleg og einkar góð í öllum samskiptum við fólk, naut þess að gjöra góða hluti, að gjöra öðrum greiða. Kristín var kona góðrar gerðar sem gaman var að eiga við orðastað, hreinskipt- in í ákveðni sinni og einstaklega ljúf í allri viðkynningu. Um leið og henni eru þökkuð hin ágætustu kynni færi ég Ingu dóttur hennar mínar dýpstu samúðarkveðj- ur, því gjörla veit ég hve hún hefur misst mikið, kæra móður og ein- stakan félaga um leið. Hún Kristín var einlæg trúkona og henni eru því hlýjar kveðjur sendar yfir landamærin með ósk um að hún fái að sjá trúarvissu sína verða að virkileika eilífðarlandsins. Helgi Seljan. Fáein fátækleg kveðjuorð skulu flutt við leiðarlok ágætrar konu sem ég hafði af talsverð kynni og öll góð. Hún Kristín var orðin mikill sjúk- lingur þegar ég kynntist henni, en alltaf var viðmótið hið hressilegasta og stutt í góða gamansemi, sem henni var eiginleg. Hún sagði alltaf allt gott af sjálfri sér og í síðasta samtali okkar, þegar hún var komin í krabbameinsmeðferð ofan á allt annað þá sagði hún að af sér væri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.