Morgunblaðið - 09.01.2002, Page 39

Morgunblaðið - 09.01.2002, Page 39
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 39 á dúka og keramik í stóra sal. Upplestur sr. Tómasar Guðmundssonar (kl. 13.30– 15.15) á Bör Börsson í Guðbrandsstofu í anddyri kirkjunnar. Laugarneskirkja. Kirkjuprakkarafundur kl. 14.10–15.30 ætlaður börnum í 1.–4. bekk. Neskirkja. Opið hús kl. 16. Spjallað yfir kaffi og meðlæti. Lestur úr ævisögu sr. Jóns Steingrímssonar. Umsjón sr. Örn Bárður Jónsson. Bænamessa kl. 18. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eft- ir stundina. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á vegum KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12 með altarisgöngu og fyrirbænum. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir vel- komnir. KFUM fyrir drengi 9–12 ára kl. 17.30–18.30. Kirkjukrakkar í Rimaskóla fyrir börn 7–9 ára kl. 17.30–18.30. Ung- lingadeild kl. 19.30–21. Æskulýðsfélag Engjaskóla fyrir börn 8.–9. bekk kl. 20– 22. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni og í síma 567 0110. Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldraða í dag kl. 13. Handavinna, spil, föndur og gamanmál. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 562 2755. Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10– 12. Samverustund aldraðra kl. 14. Bibl- íulestur, bænastund, kaffiveitingar og samræður. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10–12. Starf fyrir 9–10 ára börn kl. 16. Starf fyrir 11–12 ára börn kl. 17.30. Háteigskirkja. Morgunbænir kl. 11. Súpa og brauð kl. 12 á hádegi í Setrinu á neðri hæð safnaðarheimilis. Brids kl. 13 fyrir eldri borgara. Yngri deild barnakórsins æfir kl. 16.30 undir stjórn Birnu Björns- dóttur. Kórinn er ætlaður börnum úr 1.–3. bekk. Eldri deild barnakórsins æfir kl. 17.30 undir stjórn Birnu Björnsdóttur. Kórinn er ætlaður börnum úr 4.–6. bekk. Kvöldbænir kl. 18. Langholtskirkja. Heilsuhópurinn hittist kl. 11–12 í Litla sal. Kyrrðar- og fyr- irbænastund í kirkjunni kl. 12–12.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests og djákna í síma 520 1300. Kærleiks- máltíð kl. 12.30. Matarmikil súpa, brauð og álegg kr. 500. Samvera eldri borgara kl. 13–16. Kaffi og smákökur, söngstund með Jóni Stefánssyni, tekið í spil, málað Bessastaðasókn. Dagur kirkjunnar í Haukshúsum í boði Bessastaðasóknar. Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra barna kl. 10–12. Heitt á könnunni. Fjöl- mennum. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13–16 í samstarfi við Félag eldri borgara á Álftanesi. Notalegar samverustundir með fræðslu, leik, söng og kaffi. Auður og Erlendur sjá um akstur á undan og eft- ir. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljós- broti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Foreldramorgnar á fimmtudögum kl. 10–12. Opið hús fyrir eldri borgara í dag kl. 13. Helgistund, spil og kaffiveitingar Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Lágafellsskóla á miðvikudögum frá kl. 13.15–14.30. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12.25, súpa, salat og brauð á vægu verði. Allir aldurshópar. Umsjón Ásta Sig- urðardóttir, cand. theol. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í dag kl. 10–12. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Orð guðs rætt og mikil lofgjörð. Allir velkomnir. Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Opið hús, kaffi og spjall. Safnaðarstarf 19.00 með léttum málsverði og lýk- ur ekki síðar en kl. 22.00. Að lokn- um kvöldverði er fluttur fyrirlestur og efni hans rætt af þátttakendum. Efni námskeiðsins er því fræðsla um kristna trú, umræður um hana og samfélag þátttakenda. Alfa er kjörið tækifæri til þess að ALFA er skipulagt námskeið sem hefur notið mikilla vinsælda víða um lönd en er upp runnið frá einni kirkju í London. Það hefur nú verið haldið í 126 löndum af flestum kirkjudeildum. Alfa er 10 vikna námskeið um kristna trú og tilgang lífsins og skiptist í 15 fyrirlestra. Námskeiðið verður að þessu sinni 10 mánudags- kvöld í röð frá og með 21. janúar og eina helgi sem verður 2. og 3. mars í Skálholti. Hvert kvöld hefst kl. rifja upp meginatriði kristinnar trúar og huga að grundvallarspurn- ingum um lífið og tilveruna og skoða sýn kristinnar trúar á tilgang lífsins og hlutverk mannsins. Nám- skeiðinu stýrir sr. Úlfar Guðmunds- son prófastur. Námskeiðsgjald er kr. 5.000. Þeir sem áhuga hafa á að vera með í þessu námskeiði tilkynni þátttöku sína sem fyrst til Sigurðar Steindórssonar í síma 483 1413. Fréttatilkynning frá Eyr- arbakkaprestakalli. Morgunblaðið/ÓmarEyrarbakkakirkja. Alfa-námskeið á Eyrarbakka MINNINGAR Það er varla enn sem við erum farin að átta okkur á því að þú skulir vera farin elsku amma. Þú sem varst svo styrk og stöðug alla tíð. Þú ert nú lögð af stað í enn eitt ferðalagið og það langlengsta til þessa. Þegar að því kom hjá þér elsku amma kom það samt á óvart. Það er svo erfitt að hugsa til þess að sá klett- ur, sem þú alltaf varst, skuli ekki standa enn, styrkur og stöðugur. En nú er komið að því að þú hittir afa sem búinn er að bíða eftir þér í mörg ár og verða þá vafalaust fagnaðar- fundir. Minningarnar ná langt aftur, eða alveg til þess tíma sem ég var lítill strákur og við fjölskyldan áttum heima á Nesinu. Þið afi bjugguð í austurhlutanum á Haugstöðum og mamma og pabbi í þeim vestari. Það var gott og gaman að koma til ykkar og alltaf tekið vel á móti þó svo að ýmislegt gengi á hjá okkur krökkun- um. Enda var það svo að margir krakkanna sem ólust upp á Nesinu, á þessum tímum, kölluðu þig ömmu þótt þau væru þér ekkert skyld. Þannig var það líka á barnaheimilinu sem þú vannst á í mörg ár, það voru svo ótrúlega margir sem áttu ömmu þar. Það var afar gott að vita af þér og heimsækja ykkur Ástu á Lauga- veginn þegar ég var í framhaldsnámi í Reykjavík. „Ertu svangur Palli minn?“ sagðirðu við mig þegar ég kom í heimsókn og höfðuð þið gaman af svarinu og rifjuðuð það oft upp við mig og hlógum við oft að því saman. Fljótlega eftir að við Berglind flutt- um heim til Norðfjarðar aftur eftir námið keyptum við svo neðri hæðina hjá þér á Urðarteignum. Það var mikil gæfa að fá að búa í svo mikilli nálægð við þig í þau sjö ár sem við vorum þar. Ég man eins og gerst hefði í gær þegar ég vakti þig eina nóttina og sagði þér að Berglind hefði misst vatnið, en hún var þá komin að fæðingu. Þú tókst því með stakri ró og ráðlagðir okkur með framhaldið. Um morguninn fæddist svo Eva Dögg, okkar fyrsta barn. Hún naut þess að búa í kjallaranum og talar oft um hversu notalegt það var. Þessi tími sem við bjuggum þarna í kjall- aranum er okkur afar dýrmætur í minningunni elsku amma. Þú hafðir alltaf mikinn áhuga á því að fjölskyld- an héldi vel saman og hittist og gerði sér glaðan dag. Hefðin á aðfanga- GÍSLÍNA INGIBJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR ✝ Gíslína IngibjörgSigurjónsdóttir fæddist á Norðfirði 5. júlí 1913. Hún lést þar 23. desember síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Norðfjarðarkirkju 5. janúar. dagskvöld, að heim- sækja þig, var sterk og ekki mörg skipti sem duttu út og þá ekki nema að þú værir ekki heima. Þarna hittust öll börnin þín, barnabörn og barnabarnabörn sem bjuggu í Neskaup- stað og oft komu önnur að líka. Það var alveg sama hversu mikið fjölgaði í ættinni, alltaf var pláss fyrir alla og allir höfðu gaman af, bæði stórir og smáir. Þú hafðir sérstaklega gaman af því þegar krakkarnir tóku sig til og sungu en það var mikill metnaður í þeim að gera það vel. Þau komu saman fyrir jólin og æfðu sig til þess að flutningurinn yrði sem best- ur. Krökkunum fannst þetta ekki síð- ur skemmtilegt og skapaðist sú hefð að æfa og setja upp heilu söng- og leikatriðin þegar ættin kom saman. Ég veit að þú vildir að við héldum áfram að hittast ættingjarnir og vona ég að svo verði áfram. Elsku amma, ég átti ekki von á því þegar við heim- sóttum þig í byrjun desember að það yrði í síðasta sinn sem við sæjum þig, en svo fór þó samt. Ég er afar glaður fyrir þína hönd að hafa fengið að fara án langrar sjúkralegu því ég veit það svo vel að þess óskaðir þú svo heitt. Það hefði verið sorglegur endir á ævi svo sjálfstæðrar konu sem þú alltaf varst. Minningarnar hrannast upp og svo mörgu frá að segja. Það er mikill fjársjóður sem við eigum í minning- unum um þig og þökkum við kærlega fyrir það. Bless, elsku amma. Páll, Berglind, Eva Dögg, Aron og Anton Örn. Elsku Gilla amma. Það eru ekki einu sinni liðnir tveir mánuðir síðan þú varst hérna í Noregi, sá tími sem við áttum með þér hér var sá besti sem við höfum átt síðan við fluttum hingað. Við hlökkuðum alltaf til að koma heim úr skólanum því þar sast þú, prjónandi eða að leggja kapal. Við höfðum alltaf eitthvað til að tala um og við gátum talað við þig um allt milli himins og jarðar, hvort sem það var um daginn og veginn eða snjó- bretti og skellinöðrur. Þú hafðir alltaf tíma fyrir okkur og oft vorum við að dunda okkur saman, til dæmis við að sauma bolta úr gömlum tuskum eða að prjóna eins og þú kenndir okkur. Þær stundir sem við áttum saman voru æðislegar og við munum aldrei gleyma þeim. Við munum heldur aldrei gleyma þér, elsku amma, því þú ert sú besta amma sem nokkur maður getur óskað sér. Bless, elsku amma, og hvíl í friði. Sindri og Sölvi. TILKYNNINGAR Vinningsnúmer í happdrætti Styrktarfélags vangefinna 2001 1. vinningur: Mitsubishi Pajero Sport að verðmæti kr. 3.245.000 kom á miða nr. 4651. 2.-19. vinningur: Heimilistæki frá Elec- tric raftækjaverslun Heklu, hver að verð- mæti kr. 100.000 komu á miða nr. 2315-3237-3972-4346-5234-6890-8768- 14574-15023-15387-16945-18854-19933- 20305-22294-24215-24414-24983. Félagið þakkar stuðninginn og óskar landsmönnum öllum gleðilegs árs. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 18  182198 xx  GLITNIR 6002010919 I H.v.  Njörður 6002010919 II I.O.O.F. 7  182197½  Á.S. I.O.O.F. 9  182198½  9.0.  Hamar 6002010919 III  HELGAFELL 600201099 IV/V Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Myndasýning í FÍ-salnum mið- vikud. 9. janúar 2002 kl. 20:30. Gerður Steinþórsdóttir, ritari FÍ, sýnir myndir frá þjóðgörðum Klettafjalla í Kanada og úr nokkrum ferðum síðasta sum- ars, þ. á m. frá Arnarvatns- heiði og Eiríksjökli. Allir vel- komnir, kaffiveitingar í hléi, verð 500. Félagar, fjölmennið og takið með ykkur gesti. Sunnud. 13. jan., Herdísarvík með Páli Sigurðssyni, próf- essor. www.fi.is, textavarp RUV bls. 619. R A Ð A U G L Ý S I N G A R

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.